Morgunblaðið - 30.06.1999, Side 19

Morgunblaðið - 30.06.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Þjóðhagsstofnun endurmetur efnahagshorfur fyrir árið 1999 Verðlag hækkar og viðskiptakjör versna ÞJÓÐHAGSYFIRLIT 1998- 1999 milljónir kr. á verðlagi hvers árs Áætlun 1998 Magnbr. frá fyrra ári11 Spá 1999 Magnbr. frá fyrra ári Einkaneysla 361.593 11,0% 394.693 6,0% Samneysia 123.181 3,0% 135.633 3,4% Fjármunamyndun 125.365 23,4% 122.243 -4,5% Neysla og fjárfesting alls 610.139 11,7% 652.569 3,4% Birgðabreytingar2) 1.143 0,3% 0 -0,3% Þjóðarútgjöld, alls 611.282 12,0% 652.569 3,1% Útflutningur vöru og þjónustu 204.659 2,6% 218.664 8,2% Innflutningur vöru og þjónustu 230.207 22,1% 240.149 2,7% Verg landsframleiðsla 585.735 5,0% 631.083 5,1% Jöfnuður þáttatekna o.fl. -6.933 - -9.172 - Rekstrarframlög -1.003 - -438 - Viöskiptajöfnuður -33.484 - -31.096 - Verg þjóðarframleiðsla 578.802 4,9% 621.911 4,2% Viðskiptakjaraáhrif3) - 1,9% - -1,1% Vergar þjóðartekjur - 6,9% - 3,1% Viðskiptajöfnuður sem % af VLF - -5,7% - -4,9% Magnbreytingar eru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990. 2) Hlutfallstölurnar sýna vöxt eða samdrátt í birgðabreytingu milli ára sem hlutföll af landsframleiðslu fyrra árs, reiknað á föstu verðlagi. 3) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fýrra árs, reiknað á föstu verðlagi. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur sent frá sér endurmat á efnahags- horfum fyrir árið 1999. Þar kemur fram að spáð er 3% verðbólgu á ár- inu, í stað 2,5% verðbólgu sem Þjóðhagsstofnun spáði í mars. Neysluverðsvísitala hefur hækk- að um 2,8% frá desember 1998 til júníbyrjunar, samanborið við 1,4% hækkun á sama tímabili í fyrra. Gengi krónunn- ar hækkaði á því tímabili um 2% og hélt því nokkuð aftur af verðbólgunni en á sama tímabili í ár hefur gengi krónunnar lækkað um 0,5%. í ljósi verðlagsþróunar það sem af er ári og horfa það sem eftir hfir árs, gerir Þjóðhagsstofnun nú ráð fyrir 3% verðbólgu á árinu. Friðrik Már Baldursson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir mikla eftirspurn í hagkerfinu og ekki sjái fyrir endann á henni. „Við gerum ekki ráð fyrir eins miklum verðhækkunum og verið hafa síð- astliðna tvo til þrjá mánuði, þá yrði verðbólga á árinu miklu meiri,“ segir Friðrik. „Það er í raun svip- aður taktur í efnahagslífinu og við gerðum ráð fyrir en við tökum inn í dæmið þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið.“ Viðskiptakjör versna I mars sl. var gert ráð fyrir að við- skiptakjör vöruviðskipta myndu versna um 1,5% á þessu ári en við endurskoðun nú er gert ráð fyrir að viðskiptakjörin versni um 4,5% á árinu. Því er búist við auknum halla á viðskiptum við útlönd eða 31 milljarði króna í stað 28 millj- arða króna spá í mars sl. Helsta ástæðan er óhagstæð verðlagsþróun á ýmsum inn- og út- flutningsvörum. Á útflutningshlið má nefna hratt lækkandi verð sjávarafurða á fyrstu mánuðum ársins og einnig hefur verð á kísil- járni á alþjóðamarkaði lækkað. Á innflutningshlið hefur olíuverð hækkað umtalsvert síðustu mán- uði. í ljósi þessa er í endurmatinu gert ráð fyrir minni hækkun þjóð- artekna á árinu, eða 3,1% hækkun í stað 3,5% hækkunar sem spáð var í mars sl. Að sögn Friðriks Más er búið að taka tillit til við- skiptakjaranna þegar þjóðartekjur eru áætlaðar. „Þjóðartekjur jukust um 7% í fyrra og það er því miklu minna til skiptanna nú heldur en á síðasta ári. Því er enn meiri ástæða til þess að sýna aðhald í hagstjórninni," segir Friðrik. Hægari hagvöxtur á næstu árum I endurmatinu er gert ráð fyrir 5,1% hagvexti á árinu 1999, sem er nokkur hækkun frá spánni síðan í mars en þá var gert ráð fyrir 4,8% hagvexti á árinu. Hækkunin stafar annars vegar af minni samdrætti í fjárfestingu og meiri vexti útflutn- ings á föstu verði en búist var við, eins og segir í frétt frá Þjóðhags- stofnun. Samkvæmt endurmatinu er útlit fyrir hægari vöxt á næstu árum þar sem hvort tveggja vinnuafl og fastafjármunir er fullnýtt og út- flutningur og eftirspum mun að óbreyttu vaxa hægar en verið hef- ur undanfari.i ár. Friðrik segir einnig aðhaldsaðgerðir Seðlabank- ans fara að segja meira til sín á síð- ari hluta ársins, það taki alltaf tíma fyrir slíkar aðgerðir að hafa áhrif. Að sögn Friðriks gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir ákveðnum vendipunkti á síðari hluta þessa árs þar sem hagvöxtur verði tölu- vert hægari. „Áhrifanna er sérstaklega að vænta á næsta ári,“ segir Friðrik. „Helstu merki eru minnkandi inn- flutningur og ekki horfur á öðru en að tekjur af útflutningi sjávaraf- urða dragist saman á næsta ári. Þær eru helmingur af útflutnings- tekjum og það segir til sín. Ævin- týralegur vöxtur þarf að eiga sér stað á öðrum sviðum til að það vegi upp á móti tekjum af sjávarút- vegi,“ segir Friðrik ennfremur. UTSALA - UTSALA 40-70% afsláttur Dæmi um verð áður Peysa m/rennilás 4.200 2.500 Gatavesti 3.900 2.300 Siinky sett (pils + bolur) 5.700 2.900 Hvítar gallabuvur 4.500 2.600 Hlýrabolir 1.900 500 Dömublússa 3.000 1.800 Tunika m/kraga 2.900 1.700 Sett (buxur + skyrta) 7.000 3.900 Flíspeysa 3.300 2.000 Flísbuxur 2.700 1.800 Síttpils 3.000 1.800 Kjóll 3.800 1.900 og margt, margt flcira Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870 Sendum í póstkröfu n f S L E N S k 1 fjársjóðurinn h r. Aðalfundur Fimmtudaginn 1. júlí 1999 kl. 14:00, Ársalur, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings. 3- Ákvörðun um þóknun til stjómarmanna. 4- Tillaga um breytingar á 9. grein samþykkta félagsins. 5- Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild tii stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7- Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 9- Eru Internetfyrirtæki ódýr? Helgi Þór Logason, sérfræðingur á eignastýringarsviði Landsbréfa. 10. Önnur mál. 9 LANDSBRÉF HF. www.landsbref.is Sími 535 2000 Litlir bílar - Stórir bílar - Ódýrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaöa bila upp í notaöa Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 IIÍLAKÚÚÍC (í húsi Ingvars Helgasonar og Bilheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavfk Símar: 525 8096 - 525 8020 • Sfmbréf 587 7605

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.