Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Karlmaður
í gæsluvarð-
hald vegna
e-töflusmygls
Lögreglan fann hníf í íbúð hins látna sem hlaut bana af stungusárum
Víðtæk leit að hinum
grunaða árangurslaus
VÍÐTÆK leit stendur yfír í Dan-
mörku og öðrum Evrópulöndum að
grunuðum manni vegna rannsóknar í
manndrápsmáli, sem upp kom í
fyrradag, þegar lögreglan fann karl-
mann á fimmtugsaldri látinn á heim-
ili sínu. Morðdeild Kaupmannahafn-
arlögreglunnar leitaði mannsins í
gær án árangurs, en sérstök áhersla
er lögð á leit þar í landi þar sem vit-
að er að hinn grunaði fór til Kaup-
mannahafnar sl. miðvikudagskvöld.
Maðurinn sem lögreglan fann lát-
inn í íbúð sinni á fimmtudag hét
Agnar W. Agnarsson, 47 ára, til
heimilis að Leifsgötu 28 í Reykjavík.
Hann var fæddur 10. september árið
1951 og var ókvæntur og barnlaus.
A hinum látna fundust stungusár
og virtist sem honum hefði verið ráð-
inn bani. Ki'ufning leiddi síðan í ljós
að Agnar hlaut bana af áverkum sem
honum voru veittir með hnífstungu.
Lögreglan í Reykjavík rannsakar
alla þætti þessa máls, þar með talið
hvort átök hafi átt sér stað á vett-
vangi og hvort rán hafi verið framið í
íbúð hins látna. Hafa skýrslur verið
teknar af fjölmörgum aðilum sem
hugsanlega kynnu að skýra tildrög
málsins.
Lögreglan hefur ennfremur morð-
vopnið undir höndum, sem er hnífur
og fannst í íbúð hins látna þegar lög-
reglan kom íyrst á heimili hans í
fyrradag.
Hinn grunaði stöðvaður
af iögreglu
Rúmlega fertugur karlmaður, sem
grunaður er um verknaðinn og er
eftirlýstur vegna málsins, var stöðv-
aður af lögreglu klukkan 2.21 aðfara-
nótt miðvikudags í bifreið á Skúla-
götu. Var það tæpum einum og hálf-
um sólarhring áður en lögreglan
fann hinn látna í íbúð sinni. Vegna
gruns um ölvunarakstur var hann
færður á lögreglustöð og var hann í
haldi fram á miðvikudag þar sem
ummerki gáfu til
kynna að hann
hefði lent í átök-
um. Voru föt
hans blóðug og
gaf hann þá skýr-
ingu að hann
hefði lent í slags-
málum við fjóra
menn á Vestur-
götu um nóttina.
Þar sem ekki var
talinn grundvöllur fyrir áframhald-
andi varðhaldi var honum sleppt úr
haldi.
Ekki tengsl við
glæpsamlegt athæfi
Að sögn lögreglu voru engin gögn,
sem byggjandi var á, fyrir hendi til
að rökstyðja kröfu um gæsluvarð-
hald yfir manninum. Voru sömuleiðis
engin tengsl mannsins við glæpsam-
legt athæfí. Þá bæri þess að geta að
lögreglan gæti ekki gengið lengra en
heimild leyfir varðandi vistun fólks í
fangageymslu.
Lögreglan lagði engu að síður hald
á hluta fatnaðar mannsins og sendi
blóð úr fótunum til DNA-rannsóknar
erlendis og er von á niðurstöðum
þeirrar rannsóknar í næstu viku.
Hinn grunaði var dæmdur í
þriggja ára fangelsi í maí árið 1995
fyrir auðgunarbrot og var ennfrem-
ur gert að greiða 20 milljónir í sekt
fyrir að hafa svikið um 38 milljónir
króna úr ríkissjóði. Voru svikin
framin á árunum 1992-1994 á þann
hátt að maðurinn skilaði vikulega
röngum virðisaukaskattskýrslum.
Hann var ennfremur dæmdur fyrir
að hafa ranglega tilkynnt hlutafé-
lagaskrá um 60 milljóna hlutafjár-
aukningu útflutningsfyrirtækisins
Vatnsberans og fyrir að svíkja út or-
lofsfé úr Abyrgðarsjóði launa. Var
hann auk sektar og fangelsisvistar
dæmdur til að endurgreiða ríkissjóði
þær 38 milljónir sem hann sveik út.
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri
var í gærkvöld úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 28. júlí í tengslum við
rannsókn lögreglunnar í Reykjavík
á innflutningi á 969 e-töflum nýlega.
Maðurinn var handtekinn aðfai-a-
nótt föstudags vegna málsins og
lagði lögreglan fram gæsluvarð-
haldsbeiðnina til héraðsdóms í
framhaldi af því.
Tvær erlendar nektardansmeyj-
ar og íslenskur karlmaður sitja nú
þegar í varðhaldi vegna málsins en
einum karlmanni hefur verið
sleppt. Alls voru því fimm úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald vegna máls-
ins.
Eiturlyfið fannst í hraðpóstsend-
ingu 7. júlí síðastliðinn þegar leitar-
hundur tollgæslunnar þefaði uppi
töflumar. Hafði sendingin verið
merkt einum mannanna, sem vai’
handtekinn vegna málsins.
Stúlkurnar tvær, sem eru frá
Hollandi og Eistlandi, em um tvi-
tugt og er ferill þeirra til rannsókn-
ai- þar ytra. Einn mannanna sem
sitja í varðhaldi með þeim tengist
starfi þeii’ra og rennur varðhald
allra þriggja út 20. júlí.
Agnar W.
Agnarsson
Handtökuúrskurð
ur liggur fyrir
VEGNA rannsóknar máls, sem upp
kom í fyrradag og varðar mann-
dráp, þar sem karlmanni var ráðinn
bani á heimili sínu á Leifsgötu í
Reykjavík, hefur lögreglan í
Reykjavík í samstarfi við alþjóða-
deild ríkislögreglustjóra lýst eftii’
rúmlega fertugum karlmanni, Þór-
halli Olveri Gunnlaugssyni. Er hann
eftirlýstur um alla Evrópu og hefur
alþjóðadeild ríkislögreglustjóra
sent mynd af honum ásamt öðram
upplýsingum um hann til lögreglu í
Evrópu í gegnum Interpol.
Fyrir liggur handtökuúrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur og
ákvörðun dómsmálaráðuneytisins
um framsal hins gmnaða. Vitað er
að hinn granaði fór undir fölsku
nafni til Kaupmannahafnar síðast-
liðið miðvikudagskvöld og er ís-
lenska lögreglan
í stöðugu sam-
bandi við lög-
regluna í Kaup-
mannahöfn
vegna rannsókn-
ar málsins. Eftir
að lýst hafði ver-
ið eftir hinum
grunaða um mið-
nætti aðfaranótt
föstudags hóf
morðdeild Kaupmannahafnarlög-
reglunnar leit að hinum grunaða
strax í gærmorgun og vinnur nú í
málinu af fullum þunga. A fyrsta
degi könnunar dönsku lögreglunn-
ar, þ.e. í gær, bárust íslensku lög-
reglunni hins vegar ekki nytsamleg-
ar upplýsingar frá dönsku lögregl-
unni.
Þórhallur Ölver
Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Halldór
Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básafells, um sölu Sléttaness
Enginn á Vest-
fjörðum treysti
sér í kaupin
STJÓRN Básafells leitaði eftir
kaupendum að Sléttanesinu og þeim
aflaheimildum sem því fylgdu á
Vestfjörðum áður en það var selt til
Reykjavíkur. Verðið á skipi og afla-
heimildum var um einn og hálfur
milljarður króna. „Því miður treysti
enginn sér til að fjárfesta í þessum
pakka og því neyddumst við til að
selja skipið og heimildimar frá okk-
ur,“ segir Svanur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Svanur telur aðstæður til rekstr-
ar sjávarútvegsfyrirtækja á Vest-
fjörðum góðar og segir að kvóta-
kerfið hafi ekki komi verr út fyrir
Vestfirðinga en aðra landsmenn.
„Það eru margar ástæður fyrir því
að mörgum fyrirtækjum á Vest-
fjörðum gengur illa, en engin ein
meginástæða og alls ekki kvóta-
kerfið," segir Svanur. „Menn á
Vestfjörðum hafa fjárfest í skipum
í stað aflaheimilda. Víðast annars
staðar var lögð áherzla á að auka
veiðiheimildir og fyrir vikið eru
þeir aðilar með rýmri aflaheimildir
og ódýrari skip til að sækja þær.
Viðhorf manna sums staðar á Vest-
fjörðum hefur verið það að bíða eft-
ir að fá einhverjar bjargir. Þegar
þingmenn Vestfjarða og margir
aðrir segja að það eigi að koma ein-
hverjum peningum til Vestfjarða
einna fara margir að trúa því. Þeir
hugsa þá sem svo að því vemi sem
staðan sé þeim mun meiri peningar
komi. Þeim finnst ekki borga sig að
gera eitthvað í sínum málum, þeim
verði bjargað. Að mínu mati eru
þetta gylliboð stjórnmálamanna
sem standast ekki og ég trúi ekki
að verði framkvæmd. Því gera
gylliboðin illt vera.“
■ Við verðum að/22
Helguðu sér
landskika
í F ossvogi
ÁHUGAMENN um umhverfismál
í Reykjavík., sem að undanförnu
hafa verið að leggja þökur á blett
við Brúnaland í Fossvogi, leiddu í
gær kú umhverfis reitinn að
hætti landnámsmanna til að
helga sér hann. Búkolla virðist
hafa látið sér vel líka enda
kannski vön mannfólkinu og
ýmsum uppátækjum en kýrin var
sótt í nágrannabæjarfélagið Mos-
fellsbæ.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
„Það er bara
föstudagur“/B4
• ••••••••<!•••••••••••••
Enn eitt Islandsmetið
hjá Erni/B1
Sérblöð í dag
HSS0M
ALAUGARDÖGUM
1
LLöDO
;U\BLAÐSINS