Morgunblaðið - 17.07.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
LIKBILL Hafnfirðinga í 30 ár er einn af dýrgripum safnsins. Á afturbyggingu bflsins er
útskurður eftir Ríkharð Jónsson.
LEIKFANGASÝNINGIN í Ásbjarnarsal nýtur vinsælda og dregur marga gesti
að safninu.
Nýr sýningarsalur Byggðasafns Hafnarfjarðar
Aðsókn þrefald-
ast á fimm árum
Morgunblaðið/Ásdís
KARL Emil Rúnarsson sagnfræðingur og Björn Péturs-
son, forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar, eru
ánægðir með uppgang safnsins síðustu árin.
Hafnarfjörður
í SÍÐASTA mánuði tók
Byggðasafn Hafnarfjarðar í
notkun nýjan sýningarsal í
Smiðjunni að Strandgötu 50.
Umsvif safnsins hafa aukist
verulega á síðustu árum og
hefur aðsókn að safninu þre-
faldast á aðeins fimm árum.
Lögð er áhersla á að sýna og
safna munum sem tengjast
sögu Hafnarfjarðar. Safnið á
nú og varðveitir við bestu að-
stæður hátt í 10.000 muni og
um 150.000 ljósmyndir, en
ljósmyndasafnið hefur vaxið
ört á síðustu árum.
í nýja sýningarsalnum eru
nú til sýnis ýmsir munir
safnsins sem ekki hefur verið
hægt að sýna áður. Salurinn
er nokkuð rúmgóður og hátt
til lofts sem gerir ýmsar til-
færslur mögulegar. Þar nýt-
ur sín vel einn af dýrgripum
safnsins, tveggja manna ára-
bátur sem smíðaður var á
Alftanesi á síðustu öld og
kenndur var við Melshús.
Einnig er þar slökkvibifreið
sem Slökkvilið Hafnarfjarð-
ar tók í notkun árið 1933 og
er bifreiðin enn í akfæru
ástandi. Ekki má síðan
gleyma líkbíl Hafnfirðinga til
þrjátíu ára frá 1937 til 1967.
Fjöldi annarra muna er á
sýningunni sem er vel upp-
sett og aðgengileg fyrir safn-
gesti.
Björn Pétursson, forstöðu-
maður Byggðasafns Hafnar-
fjarðar, segir að tilgangur
safnsins sé að sýna og safna
munum sem tengjast sögu
Hafnarfjarðar á einn eða
annan hátt. Núna vinna við
safnið 3 sagnfræðingar og
segir Björn að það hafi nokk-
ur áhrif á uppsetningu sýn-
inganna. Hann segir að
reynt sé að segja söguna á
þann hátt að fólk sé fróðara
um fortíð bæjarins eftir að
hafa séð sýninguna en viti
ekki bara hvemig orf og ljár
leit út. Til þess sé notkun
texta mikilvæg og góðar
upplýsingar fylgi á spjöldum
við flesta munina á sýning-
unni.
„Við höfum fengið þau við-
brögð frá safnafólki að við
höfum ekki fallið í þá gryfju
að nýta sýningarsalinn sem
geymslu. Vel fer um alla
muni á sýningunni og reynt
er að láta þá njóta sín og tala
sínu máli,“ segir Björn.
Aukin umsvif safnsins
Skömmu fyrir 1960 hófst
undirbúningur að stofnun
Byggðasafns Hafnarfjarðar
fyrir alvöru. Árið 1964 var
hafist handa við að gera
neðri hæð Sívertsenhússins
reiðubúna til sýningarhalds
og lauk því starfi árið 1974.
Þá var fyrsta sýning safnsins
opnuð.
Lengi vel miðaðist starf
safnsins eingöngu við Sívert-
senhúsið og var þá aðeins
neðri hæðin opin tÚ sýninga,
auk þess sem eini starfsmað-
ur safnsins hafði þar vinnu-
aðstöðu. Arið 1994 var Bjöm
ráðinn í það verkefni að opna
efri hæð hússins í tilefni af
200 ára verslunarafmæli
Hafnarfjarðai- og jafnframt
var þá ákveðið að setja upp
sýningu í húsnæði þar sem
Vélsmiðja Hafnarfjarðar var
lengi til húsa að Strandgötu
50.
Upphaflega stóð til að nota
húsnæði Vélsmiðjunnar sem
geymslu undir muni safnsins
en með því að opna þar
einnig sýningu fóru hjólin að
snúast. Vinabæir Hafnar-
fjarðar í Færeyjum og Finn-
landi komu þangað með sýn-
ingar og fékk þessi nýi sýn-
ingarsalur góð viðbrögð.
Gestafjöldi
margfaldast
Fjöldi gesta meira en tvö-
faldaðist á milli áranna 1993
og 1994 en þá komu rúmlega
7.000 gestir á sýningar
safnsins. Á síðasta ári fór
gestafjöldinn vel yfir 9.000
manns og segir Björn að
stefnt sé að því að fá yfir
10.000 gesti á þessu ári.
Húsnæði safnsins í Smiðj-
unni er rúmir 700 fermetrar
að stærð og þar af era um 500
fermetrar nýttir undir sýn-
ingar. Auk þess að halda þar
sýningar er Sívertsenhúsið
áfram opið, en það er elsta
hús Hafnarfjarðai' og gefur
þar að líta hvemig ríkmann-
legt heimili Bjama Sívertsen
og konu hans Rannveigar leit
út á öndverðri 19. öld.
Þriðja sýningarhús safns-
ins er síðan Siggubær, sem
sýnir hversu smátt fólk varð
að byggja um síðustu alda-
mót í Hafnarfirði í kjölfar
uppgangs í útgerð á staðn-
um. Húsið, eða bærinn, er
aðeins um 6,2 metrar á lengd
og 3,8 metrar á breidd og
þar bjó fyrst þriggja manna
fjölskylda og leigði eitt her-
bergi út. Siggubær er efst
við Kirkjuveginn í skjóli
Helligerðis og þar er opið
um helgar. Smiðjan og Sí-
vertsenhús era opin alla
daga yfir sumarið frá kl.
13-17.
Leikfanga-
sýningin vinsæl
í Ásbjarnarsal í Smiðjunni
stendur nú yfir sýning á leik-
föngum bama fyrr á tímum.
Safnið á mikið af leikföngum,
þar á meðal yfir 400 dúkkur
sem safnið fékk að gjöf, og er
leikfangasýningin skemmti-
leg á að líta.
Bjöm segir að leikfanga-
sýningin sé vinsæl og dragi
marga að safninu. Eldra fólk
komi með börn sín og bama-
böm til að sýna hvemig þau
léku sér í gamla daga og
börnin hafa gaman af að sjá
leikfongin. Sýningar af þessu
tagi hjálpa einnig til við að
safna munum að sögn Bjarn-
ar, því margir safngestir átti
sig á að þeir eigi ýmislegt í
fórum sínum og vilja láta
safnið njóta þess.
Eitt stærsta
ljósmyndasafn landsins
Bjöm segir að mikill
metnaður sé lagður í að
varðveita muni safnsins. All-
ir gripir era hreinsaðir og
þannig frá gengnir að ending
þeirra sé eins mikil og kostur
er. Safnkosturinn hefur
stækkað verulega undanfar-
in ár enda er safnið orðið
mun sýnilegra en áður var.
Þegar safnið var einungis í
Sívertsenhúsinu og geymslu-
húsnæði af skornum
skammti barst safninu ekki
mildð af munum til varð-
veislu. Með stækkun hús-
næðis og fleiri sýningum hef-
ur viðhorf til safnsins breyst.
Fólk er nú frekar reiðubúið
að láta safnið fá ýmsa dýr-
gripi í trausti þess að vel fari
um þá á safninu.
Fjöldi muna er um 10.000
en skráðir munir eru um
2.000. Mikil vinna er
framundan að sögn Bjarnar
við að hreinsa, flokka og skrá
alla muni safnsins. Sá mögu-
leiki hefur einnig verið reif-
aður að safnið taki að sér
húsa- og fornleifaskráningu í
Hafnarfirði og segir Björn
að gríðarleg vinna sé
framundan í því starfi. Bjöm
er mjög ánægður með vöxt
safnins undanfarin ár og seg-
ir að bæjarstjóm hafi tekið
myndarlega á málefnum
þess.
Eitt stærsta ljósmynda-
safn landsins er á Byggða-
safninu. Ekki er búið að skrá
nema hluta þess, en Bjöm
telur að ljósmyndirnar séu
um 150.000, ýmist á pappír,
filmum eða glerplötum. Stór
hluti safnsins kemur frá ljós-
myndastofu Önnu Jónsdótt-
ur ljósmyndara sem starfaði
í Hafnarfirði frá 1930 til
1960.
Bjöm segir að unnið sé
samkvæmt ströngustu kröf-
um við varðveislu ljósmynda-
safnsins. Myndirnar eru
skannaðar á tölvutækt form
og ski-áðar mjög nákvæm-
lega. Þær era síðan varð-
veittar í sýrafríu umhverfi
þar sem fylgst er grannt með
raka- og hitastigi.