Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 16
16 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
ÍBÚÐARHÚS var á dögunum flutt frá Ártúni í Grýtubakkahreppi þar sem það var smíðað og að Laufási en
þar var það sett niður. Myndin var tekin þegar farið var yfir gömlu brúna yfir Fnjóská í Dalsmynni.
Ibúðarhús flutt
yfir Fnjóská
Kirkju-
starf
AKUREYRARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 á morg-
un, sunnudag. Þátttakendur á
Sumartónleikum taka þátt í
messunni. Ferðafólk velkomið
og æskilegt að sjá sem flest
safnaðarfólk. Messað verður á
Hlíð kl. 16. Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju kl. 17. Morg-
unbæn í kirkjunni kl. 9 á
þriðjudagsmorgun.
GLE RÁRKIRKJA: Kvöld-
guðsþjónusta verður í kirkj-
unni kl. 21 á sunnudagskvöld.
Séra Hannes Örn Blandon
prófastur þjónar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í dag, laugardag kl. 18
og á morgun sunnudag kl. 11.
ÞÓRARINN Pétursson og Hólm-
fríður Björnsdóttir fluttu nýverið
hús sitt sem verið hefur í smíðum
í Ártúni að Laufási. Fenginn var
bíll frá Arnarfelli á Akureyri til
að flytja húsið, en fara þurfti yfir
gamla brú yfir Fnjóská í Dals-
mynni. Vel gekk að flytja húsið
yfir, en hiutverki þessarar brúar
lýkur senn, því síðar í sumar
verður ný brú lögð yfír Fnjóská.
Það er mikið um að vera í
Laufási þessa dagana, fyrir
skömmu var lokið við að grafa
fyrir 300 kinda fjárhúsi á bæn-
um, en þeir feðgar Þórarinn og
sr. Pétur Þórarinsson eru að
reisa þau. Hafa þeir fengið þá
feðga í Ártúni til að byggja þau.
Þórarinn fór ásamt fríðum
hópi félaga sinna á dögunum
með fé í afrétt, en ferðin tekur
um þijá sólarhringa. Féð er rek-
ið í Keflavíkurdal, sem er næstur
Eyjafirði og er farið úr Fjörðum
vestur og inn Látraströnd til
Grenivíkur.
Bændur í Grýtubakkahreppi
eru þessa dagana að koma síð-
asta fé sínu í afrétt í Fjörður.
Óvenjumikill snjór er nú á Leir-
dalsheiði og eru þess dæmi að
reka hefur þurft allt að sjö kíló-
metra á samfelldri fönn út yfir
heiðina. Ljóst er því að fært
verður í Fjörður í seinna lagi á
þessu ári. Árið 1995 varð fyrst
fært í Fjörður um verslunar-
mannahelgi, en þá voru síðustu
skaflarnir mokaðir af veginum.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞAU Hanne Gesvig og Dag Audun Hokstad voru hrifin af ís-
lensku kjötsúpunni.
Má bjóða þér
íslenska kjötsúpu?
góð og brauðið lostæti. Þau sögð-
ust vön svipaðri súpu frá sínum
heimaslóðum þannig að þetta
væri þeim ekki alveg ný reynsla.
Þau sögðust hiklaust geta mælt
með íslensku útgáfunni.
Hrifnir af súpunni
Hulda Sigríður Sverrisdóttir
og Stefán Pétur Sólveigarson,
starfsmenn í Gamla bænum,
segja að ferðamennimir séu upp
til hópa mjög hrifnir af súpunni.
Ekki sé merkjanlegur munur á
vinsældum súpunnar eftir þjóð-
emum. Hins vegar séu Bretarnir
oft afskaplega ánægðir með
þennan íslenska rétt. Oft komi
það meira að segja fyrir að ferða-
mennimir fái sér ábót, þannig að
greinilegt er að landinn þarf ekki
að skammast sín fyrir að bjóða
upp á gömlu góðu kjötsúpuna.
ERLENDIR ferðamenn sem
eiga leið um Island hafa stundum
kvartað yfir því að veitingastaðir
hér á landi bjóði ekki upp á hinn
dæmigerða íslenska mat. Allt of
mikil áhersla sé lögð á hamborg-
ara og annan skyndibita. Sumir
veitingastaðir hafa bmgðist við
þessari gagnrýni og æ algengara
er að menn sjái íslenska kjötsúpu
á boðstólum. Þegar blaðamaður
og ljósmyndari vom í Reykjahlíð
á dögunum rákust þeir á skilti í
veitingastaðnum Gamla bænum
sem á var letrað að boðið væri
upp á íslenska kjötsúpu og
hverabakað rúgbrauð. Morgun-
blaðið leitaði eftir viðbrögðum
erlendra ferðamanna og hvort
kjötsúpan færi vel í þeirra maga.
Norska parið, Hanne Gesvig
og Dag Audun Hokstad, var á
einu máli um að súpan væri mjög
Stórleikur Olís og Simoniz
Morgunblaðið/Margrét Póra
PÁLL Baldursson útibússtjóri Olís á Akureyri afhendir Ásdísi Jens-
dóttur miða fyrir tvo á leik Manchester United á Old Trafford.
Vann ferð
á Old Traffford
AKUREYRINGURINN Ásdís
Jensdóttir datt í lukkupottinn
þegar nafn hennar var dregið út
í Stórleik Olís og Simoniz. Hún
hlýtur að launum ferð fyrir tvo á
fyrsta heimaleik Manchester
United á Old Trafford í október,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Olís. Ásdís kveðst
ekki hafa riðið feitum hesti frá
þátttöku í happdrættum hingað
til en nú hafi heldur betur orðið
breyting á.
geta þess að hún er aðdáandi
Manchester United, „þó ég hafi
nú ekki mikið vit á þessu,“ sagði
hún. Svo skemmtilega vill til að
Ásdís á fimmtugsafmæli í októ-
ber og fagnar þeim tímamótum á
Old Trafford.
Stórleikur Olís og Simoniz fer
þannig fram að í hvert sinn sem
viðskiptavinur kaupir Simoniz-
bílahreinsivörur á Olísstöðvum
fær hann þátttökumiða til að
fylla út og er hann þá orðinn
’
TT ; r *r?
q •v' 1 * í
* f I
Blómaskálinn
Vín fímmtán ára
Sýningin „Akur-
eyrarskáldin“ í
Sigurhæðum,
húsi skáldsins
í SIGURHÆÐUM, húsi skáldsins,
verður næstkomandi sunnudag, 18.
júlí, sýningin ,Akureyrarskáldin“, en
sýningin var einnig opin síðastliðinn
sunnudag. Á sýningunni hanga uppi
á veggjum verk látinna Akureyrar-
skálda og lifandi skáld ganga á gólf
og flytja kveðskap fullum hálsi. Sýn-
ingin verður „á heila tímanum“ kl.
14,15,16 og 17. Minningarstofa séra
Matthíasar verður einnig opin. í
fréttatilkynningu segir að allir séu
velkomnir gegn greiðslu hóflegs að-
gangseyris.
í TILEFNI af því að næstkomandi
þriðjudag, 20. júlí, eru liðin fimmtán
ár frá því að Blómaskálinn Vín hóf
starfsemi, hyggjast forráðamenn
hans fagna afmælinu með veglegum
hætti. Meðal annars verður boðið
upp á Vínarís, kakó, kaffi og pönnu-
kökur á sama verði og fyrir fimmt-
án árum.
í fréttatilkynningu frá Blóma-
skálanum segir að hjónin Hreiðar
Hreiðarson og Þórdís Bjarnadótt-
ir hafi opnað gróðurskála við
Hrafnagil í Eyjarfirði fyrir fimmt-
án árum og gefið honum nafnið
Blómaskálinn Vín. Einnig segir að
frá upphafi hafi verið lögð áhersla
á að bjóða upp á ferskleika í vöru
og þjónustu ásamt góðu blómaúr-
vali.
Á afmælisdaginn mun Benedikt
Grétarsson matreiðslumeistari
baka pönnukökur í sal Blómaskál-
ans og Gunnar Tryggvason flytur
tónlist. Einnig verður boðið upp á
leiktæki, hoppkastala og minigolf.
íslandsbærinn, torfbærinn sem ris-
ið hefur við Blómaskálann, verður
opinn gestum og gæddur lífi með
vinnu- og munasýningu.