Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hönnun á nýju og minna húsnæði í Grindavík fyrir starfsemi Lýsis hf. Hagræðing í rekstrinum Morgunblaðið/Ásdís Núverandi húsnæði Lýsis hf. við Grandaveg í vesturbæ Reylq'avíkur. VIÐRÆÐUR um væntanlega sölu á húsnæði Lýsis hf. við Grandaveg hefjast á næstu vikum, að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, að- stoðarforstjóra Lýsis hf. Andri Þór kveður nokkra aðila þegar hafa lýst áhuga á að kaupa húsnæði og lóð Lýsis hf. en frumhönnun á nýju húsnæði fyrirtækisins lýkur í haust. Núverandi húsnæði er stórt og ekki nægilega hagkvæmt og verður nýja húsnæðið mun minna. „Við þurfum alls ekki á stærra húsnæði að halda, heldur er markmiðið að hagræða í rekstrinum og taka vinnuferla fyrir- tækisins til endurskoðunar," segir Andri Þór. Grindavík ákjósanlegur staður fyrir starfsemi Lýsis hf. Hús Lýsis hf. stendur við Grandaveg í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem íbúðabyggð er allt í kring. „Núverandi húsnæði er óhagkvæmt því það er á of stóru svæði. Hús- næðið er í raun í mörgum húsum og á mörgum hæðum og mikið af dæl- ingum á milli,“ segir Andri Þór. „Að frumhönnuninni lokinni fer fram út- boð á endanlegri hönnun og bygg- ingu nýs húss fyrir starfsemi Lýsis hf., sem þarf ekki að taka langan tíma, en það má miða við að starf- semin verði flutt innan þriggja ára.“ Andri Þór segir Grindavík ákjósan- legan stað fyrir starfsemi Lýsis hf. þótt ekkert hafi verið ákveðið í því sambandi. Arðsemisútreikningar á staðarvali muni fara fram og vænt- anleg ákvörðun taki mið af þeim. Að sögn Andra Þórs hefur starf- semi Lýsis hf. verið í þróun og mikl- um vexti og við væntanlegar breyt- ingar bætist ekki mikið við starf- semina. Hjá Lýsi hf. er nú m.a. unn- ið túnfisklýsi frá Astralíu og Ta- ílandi og lýsi frá Suður-Ameríku. „Við erum að nýta búnað okkar og þekkingu á þessu sviði og auka um- svifin á sama vettvangi. Núverandi framleiðsluferlar eru óhagkvæmir og markmiðið með væntanlegum flutningum er að auka hagræðingu verulega," segir Andri Þór. Auglýsingaherferð í Póllandi í haust Von er á milliuppgjöri Lýsis hf. í byrjun ágúst nk. en Ijóst er að 25% söluaukning hefur orðið á fyrstu 6 mánuðum ársins. Velta Lýsis hf. á fyrstu 6 mánuðum ársins er 225 milljónir miðað við 181 milljón á sama tima í fyrra. Að sögn Andra Þórs eru 75% af tekjum félagsins tilkomnar af út- flutningi sem fer vaxandi. „Við flytj- um mest út til Asíu en nú er í undir- búningi auglýsingaherferð í Pól- landi en sala þangað hefur einnig verið töluverð.“ Andri Þór segir framleiðslu Lýsis hf. tvíþætta. „Annars vegar eru það vörur tilbúnar á neytendamarkað og hins vegar lýsi í tunnum sem við flytjum út til fyrirtækja. Veltan skiptist nokkuð jafnt á milli þessara tveggja þátta.“ Infostream ASA Gengið hækkaði um 80% INFOSTREAM ASA, móður- félag Strengs hf., hefur hækk- að meira en 80% í verði eftir að félagið var skráð í kauphöllinni í Ósló en fyrsti viðskiptadagur með bréf þess var á þriðjudag, að því er fram kemur í fréttum norska blaðsins Dagens Nær- ingsliv. Þegar viðskipti hófust var gengi bréfanna 3,25 norskar krónur á hlut en hefur hæst farið í um 6 krónur síðan viðskipti hófust. Miðað við þessar tölur hefur mark- aðsvirði fyrirtækisins vaxið úr tæplega 163 milljónum norskra króna, sem jafnar til rúmlega 1,5 milljarða íslenskra króna, í tæplega 300 milljónir norskra króna, sem jafngildir rúmlega 2,8 milljörðum ís- lenskra króna. í gær var gengi bréfa milli 5 og 6 norskar krónur á hlut en viðskipti voru minni en fyrstu tvo dagana eft- ir að viðskipti hófust. í tengslum við skráningu fyrirtækisins á markað í Nor- egi fór fram útboð á nýju hlutafé og er ætlun fyrirtækis- ins að fjármagna þannig vöxt þess í Noregi og Svíþjóð, sam- kvæmt upplýsingum á heima- síðu Infostream. Erfiðleikar hjá Marks & Spencer Slakri þjónustu kennt um ATP lífeyrissjóðurinn í Danmörku Vill auka hlut- hafalýðræði Afkoma Marels betri en í fyrra GERT er ráð fyrir að velta Marel- samstæðunnar á fyrri hluta ársins verði mun meiri en á sama tímabili í fyrra og að rekstrarhagnaður verði góður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Marel hf. Það sem af er árinu hefur vöru- sala Marel og Carnitech gengið mjög vel og verkefnastaða þeirra hefur verið góð. í lok júnímánaðar var vörusalan, þ.e. reikningsfærð sala og fyrirliggjandi pantanir til afgreiðslu á næstu mánuðum, orðin meiri en vörusala fyrirtækjanna allt árið í fyrra. Hörður Arnarson, framkvæmda- stjóri þróunar- og framleiðslusviða Marels, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að mikil aukning væri frá því sem var á fyrri hluta síðasta árs, enda hafi afkoman þá verið sérlega slök. Þá var ráðist í ýmsar breytingar sem Hörður sagði hafa skilað sér strax á seinni hluta sama árs og fyrirtækið sé enn að njóta afraksturs þeirra breytinga. Marel hf. mun birta uppgjör fyrstu sex mánaða ársins 1999 í lok ágúst næstkomandi. Mikil sala á offitulyfi XENICAL, lyf handa offitusjúkling- um, er orðið þriðja mikilvægasta söluvara svissneska lyfjafyrirtækis- ins Roche. Xenical hefur þó aðeins verið innan við ár á markaði, að því er fram kemur í Financial Times. Roche hefur markaðssett lyfið í Evrópu og að hluta til á Bandaríkja- markaði en þar eru góðir sölumögu- leikar á lyfjum af þessu tagi, en talið er að um 15% Bandaríkjamanna þjá- ist af offitu. Fyrirtækið hyggur á auglýsingaherferð í Bandaríkjunum á næstunni. A fyrri hluta þessa árs jukust tekj- ur Roche af lyfjasölu um 12%, í 5,1 milljarð bandaríkjadala (377 millj- arða íslenskra króna) og að sögn talsmanna Roche skipti sala á Xen- ical þar miklu. Búist er við að salan á lyfinu aukist enn frekar á árinu. SALA hjá bresku versluninni Marks & Spencer hefur alls dregist saman um 9,6% frá fyrsta fjórðungi þessa árs, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Sölutölur fyrir síðastliðið haust voru einnig mjög óhagstæðar og síðan hefur enn frekar hallað undan fæti hjá fyrirtækinu. Astæðumar eru sagðar varkámi við innkaup hjá fyrirtækinu og birgðir því ekki mætt eftirspurn neytenda, sem af þeim ástæðum hafi snúið sér annað. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa einnig lækkað. Breytingar væntanlegar í haust Sérfræðingar segja verslunina hafa gert fyrri viðskiptavini frá- hverfa og ekki hafi tekist að laða nýja að. Astæðunnar sé að leita í slakri þjónustu við viðskiptavini og fyrirtækið þurfi að færa sig til nú- tímans. Brian Baldock, stjómarformaður Marks & Spencer, segir samkeppni hafa verið mikla á fjárhagsárinu og viðurkennir að fyrirtækið hefði get- að gert betur. Til stendur að ráða 2000 nýja starfsmenn og gera um- fangsmiklar breytingar á 125 versl- unum fyrirtækisins í sumar, að sögn Baldoeks. Haustlína fyrirtækisins hefur vakið athygli og er búist við að sala á henni gangi vel, en september er yfirleitt góður sölumánuður. A síðasta ári fór hagnaður Marks & Spencer niður í 655,7 milljónir punda, úr 1,1 milljarði punda frá fyrra ári. Þessar tölur samsvara breytingu frá 128,7 milljörðum ís- lenskra króna í 76,7 milljarða. Baldock segir að fyrirtækið muni loka nokkmm verslunum á megin- landi Evrópu með þeim afleiðingum að 310 manns missi vinnuna. Þetta sé liður í sparnaði hjá fyrirtækinu og nú standi yfir þróunarvinna hjá fyrirtækinu. „Viðskiptavinir okkar munu sjá breytingu til batnaðar í haust,“ segir Baldock. STÆRSTI lífeyrissjóður Danmerk- ur, Arbejdsmarkedets Tillæg- spension (ATP), hefur í hyggju að efla samskipti sín við þau fyrirtæki sem sjóðurinn festir fé sitt í. í við- tali við danska blaðið Berlingske Tidende segir framkvæmdastjóri sjóðsins, Bjarne Graven, að vegna þess hve stórar fjárfestingar sjóðs- ins eru í dönsku atvinnulífi geti sjóðurinn ekki valið að „kjósa með fótunum" og selja hlut sinn í þeim fyrirtækjum þar sem hann er ósátt- ur við rekstur og stjórnun. Vegna smæðar danska hlutabréfamarkað- arins myndi slíkt valda mikilli rösk- un á markaðinum og bendir Graven á að öðru máli gegndi ef til dæmis væri um bandarísk fyrirtæki að ræða. Eina ráðið sé að vinna með stjórnendum fyrirtækjanna og gera kröfur til þeirra, segir Graven. ATP á um 8% af öllum hlutabréfum sem skráð eru í kauphöllinni í Kaup- mannahöfti og ávaxtar lífeyrisspamað um ijögura milljóna danskra laun- þega. Eignir hans eru metnar á um 200 milljónir danskra króna sem jafti- gildir rúmlega 2000 milljörðum ís- lenskra króna. Af þessu má ráða hversu gífurlega mikið vægi sjóðurinn hefur í dönsku efnahagslífi. Þann styrk hyggjast stjómendur sjóðsins nú nýta sér til að koma fram breyting- um á fyrirtækjarekstri í Danmörku. Mælikvarðar á hluthafalýðræði Að undanförnu hafa stjómendur ATP verið áberandi í dönskum fjöl- miðlum og hafa tjáð sig töluvert um atvinnulífið og rekstur danskra fyr- irtækja almennt. Forráðamenn sjóðsins hafa raunar lengi haft áhuga á að innleiða nýjar stjórnunaraðferð- ir í fyrirtækjunum í Danmörku sem byggja á auknu hluthafalýðræði. Sjóðurinn hefur nú á prjónunum áætlanir um að byggja upp gagna- gmnn þar sem fram kemur að hvaða marki fyrirtæki í landinu veita hlut- höfúm kost á að hafa áhrif á rekstur- inn. í grunninum verður staða fyrir- tækjanna að líkindum metin út frá eftirfarandi atriðum: Hversu viljug stjórnin er að gefa upplýsingar um starfsemina til hluthafa og annarra, hvort fyrirtækið hafi skipt hluthöf- um upp í hópa þar sem sumir hafi meiri völd en aðrir, hvort atkvæðis- réttur sé að einhverju leyti takmark- aður og komi þar með í veg fyrir uppkaup keppinauta á hlutabréfum og hvort stjórnin sé viljug að hlusta eftir þeim ráðum sem eigendur fyrir- tækisins leggja til við hana. Mæta á aðalfund og krefjast skýringa ATP gerir þegar miklar kröfur til fýrirtækjanna um upplýsinga- streymi. Hafi stjóm fyrirtækis ekki upplýst hluthafa á fullnægjandi hátt, að mati sjóðsins, mæta fulltrúar hans á aðalfund og krefja stjórnina skýringa á þeim atriðum sem þykja óljós. Bjame Graven segir að sjóður- inn hafi í sjálfu sér ekkert við það að athuga að hluthöfum sé skipt upp í hópa, sé það til góðs fyrir fyrirtækið. Hins vegar þykir honum athugavert að ATP geti átt B-hlutabréf í miklu magni án þess að aukin áhrif á stefnu fyrirtækisins íylgi með, en eigendur tiltölulega lítilla A-hluta- bréfa geti á sama tíma haft umtals- verð áhrif. Um takmarkanir á at- kvæðisrétti segir Graven að þær geti valdið því að stjórnir fyrirtækja verði of öraggar um sig og hafi ekki nógu mikið aðhald. Ennfremur seg- ist hann vilja beita sér fyrir því að fyrirtæki taki upp kerfi sem umbun- ar starfsmönnum eftir árangri fyrir- tækisins, og á þá einkum við hækk- andi verð hlutabréfa. Hann segir að í heild séu forráða- menn ATP ánægðir með samskipti danskra fyrirtækja við eigendur sína og sér fyrir sér að þau muni halda áfram að eflast og batna, að því er fram kemur í Berlingske Tidende.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.