Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 23 ÚR VERINU enginn sem bjargar þér nema þú sjálfur. Kvótakerfið hefur ekkert með þetta að gera. Þegar skorið var niður, var það sama hlutfall alls staðar. Það eina sem hefur gerzt á Vestfjörðum er að þeir seldu frá sér heimildir til að fjárfesta í skipum. Það var ekki kvótakerfið sem skað- aði þá. Þeir sköðuðu sig sjálfir. Kerfið gerði þeim ekkert erfiðara fyrir en öðrum. Það voru þeir sjálfir sem gerðu það með röngum ákvörð- unum. Það þýðir ekkert að segja að það sé vitlaust gefið og hengja þannig bakara íyrir smið. Þetta er ósköp einfalt. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það versta sem gæti gerzt nú er að farið væri að breyta fiskveiði- stjómuninni í grundvallaratriðum. Við það skapaðist mikið óvissuá- stand. Maður verður að vita hvað er framundan. Eg þarf að skipuleggja reksturinn mörg ár fram í tímann. Menn em að taka lán, sem á að borga á 15 til 20 áram. Þegar það er gert verða þeir að hafa ákveða yfir- sýn yfir fiskveiðistjómun í framtíð- inni, en eiga ekki að þurfa að búast við sífelldum breytingum. Auðvitað breytist alltaf eitthvað í árferði, fiskigengd og svo framvegis og þá breyta lánastofnir fyrir alla, sé þess þörf og reglum fyrir heildina má einnig breyta. Hins vegar er það al- gjört glapræði að breyta gmndvall- arreglum fyrir einhverja sérhópa. Staðan verst þar sem mest er styrkt Það hefur komið í ljós að atvinnu- starfsemi á svæðum sem mest er styrkt, stendur ávallt verst. Þetta á við Island og á við í Noregi líka. Þegar sjávarútvegur í Noregi naut mestra ríkisstyrkja, var hann verst staddur og samkeppnisstaða hans vonlaus. Nú er búið að minnka styrkina verulega og fyrir vikið stendur útvegurinn betur. Stjóm- endur margra fyrirtækja em búnir að átta sig á því að þau verða að vera markaðsdrifin. Önnur fyrir- tæki era svæðisdrifin og styrkja- drifin og þau munu deyja.“ Ekki of seinir Það hefur verið talað um að Vest- firðingar hafi verið of seinir að fara út í sameiningu fyrirtækja og fara með fyrirtæki sín á hlutabréfa- markaðinn. Ertu sammála því? „Nei. Sameiningar og skráning á verðbréfaþingi er ekki það sem breytir rekstri fyrirtækja. Það að fara inn á þingið er viðurkenning inni í fyrirtækinu, sem er búin að eiga sér stað áður. Þá er búið að taka þá ákvörðum að fyrirtækið verði arðbært og rekið á markaðs- legum forsendum. Það gengur ekki að fara með fyrirtæki inn á þingið til að ná einhverjum peningum í hlutafé, ef reksturinn er ekki í lagi. Þá refsar þingið þér og verðið á hlutabréfunum verður lægra en það þyrfti að vera, þar sem ekki er verið að spila eftir þeim leikreglum sem gilda. Breytingin verður að gerast áður. Reksturinn og framtíðarsýnin þarf að vera í lagi. Ef svo er er sjálf- sagt mál að skrá fyrirtækið á þing- ið, sé það viiji eigendanna. Það gerir öðram kleift að komast inn og þeim eigendum, sem ekki viija eiga í því kleift að komast út. Allt þarf að vera í lagi, áður en farið er á þingið eða í sameiningar.“ Velti mér ekki upp úr fortíðinni Miklar deilur hafa staðið um Básafell að undanförnu og tveir stjómendur þess hafa vikið úr starfi. Telur þú þig hafa nægilegan frið til að sinna starfi þínu? „í fyrsta lagi ætla ég ekki að tala um einstaka starfsmenn fyrirtækis- ins eða það, sem gerzt hefur áður en ég kom að því. Eg hef enga löngun til að velta mér upp úr fortíðinni. Það sem gerzt hefur er búið og gert. Eg er að reyna að kynnast starfs- mönnum fyrirtækisins, en hef því miður fengið allt of lítinn tíma til þess. Ég þarf að fá fólkið til að vinna með mér. Það er mikið af góðu og hæfu starfsfólki hjá Bása- felli. Það veit upp á hár hvert svona fyrirtæki þarf að stefna og hvað þarf til að ná það þangað. Það þarf hver einasti starfsmaður vita þetta og hvað hann sjálfur þarf að gera til að markmiðin náist. Allir verða að vinna sem ein heild að sama mark- miði. Náist það er það meiri auðlind en kvótinn. Ég trúi því að ég nái þessu sambandi við starfsfólkið. Þegar menn hætta að trúa þessum lygasögum, sem eru í gangi, fæ ég fólkið til að vinna með mér. Ekki allt í kaldakoli Það er ekkert allt í kaldakoli á Vestfjörðum þótt sumum gangi illa. Mörg fyrirtæki era að gera það mjög gott. Það era önnur svæði á landinu og fyrirtæki annars staðar á landinu sem eiga virkilega erfitt. Það er hins vegar þannig að þegar eitthvað gerist á Vestfjörðum, era svo margir á svæðinu tilbúnir til að' vera með stórar yfirlýsingar. Það verður alltaf svo mikill hasar úr engu og allt sem gerist verður eftir- sóttur fjölmiðlamatur. það er fjöldi fyrirtækja á landinu búinn að selja skip og aflaheimildir án þess að það hafi vakið slík viðbrögð og fyrir vestan. Það er gífulegt magn afla- heimilda sem skiptir um eigendur á hverju ári um allt land. Menn era stöðugt að laga til í rekstrinum og selja skip og kvóta eða kaupa. Ger- ist það á Vestfjörðum fer allt í háa loft. Það er eins og menn þrífist á orrahríðinni. Þessi mikla orrahríð, styr og yfir- lýsingar sem hafa gengið á víxl, vegna stöðunnar á Vestfjörðum hef- ur komið öllum illa. Hugmyndir þingmanna um að nauðsynlegt sé að fara út í einhverjar séraðgerðir fyr- ir okkur Vestfirðinga, gera bara illt verra. Það veldur mér erfiðleikum í rekstrinum. Ef ég er að selja skip eða veiðiheimildir, eiga viðskipti af einhverju tagi, er maður spurður hvort maður ráði nokkra. Hvort þetta verði ekki bara stoppað af ein- hverjum öðram. Slíkt hefur komið fyrir áður. Stjómmálamenn hafa farið í pólitískan leik til að stjóma fyrirtækjum. Slíkt vildi ég allra sízt fá yfir mig. Ég og stjóm félagsins verðum að fá að ráða ferðinni án af- skipta annarra. Ég kem með tillög- ur til stjómar og hún samþykkir þær eða breytir og kemur með aðr- ar tillögur. Síðan vinn ég eftir því. Ef eitthvert annað „yfirvald" ætlar svo að fara að skipta sér af þessu á einhverjum öðram forsendum, en þeim sem við þurfum að vinna eftir, gengur dæmið aldrei upp. Ég tel að óeðlileg afskipti stjórnmálamanna geti þannig skaðað fyrirtækið og frábið okkur þau. Á móti sértækum lausnum Ég er á móti öllum sértækum úr- lausnum, en því miður er staðan á Þingeyri slæm. En það á ekki að blanda fyrirtækinu inni lausn þess vanda. Það er verk sveitarstjómar að leysa vandann. Það er sjálfsagt að velta fyrir sé hvaða leiðir eru færar í bæjarfélögum, þar sem at- vinnutækifæri era lítil sem engin. Það á hins vegar ekki að gerast í gegn um fyrirtækið sem ég stjóma. Abyrgðin þar er skýr. Það era hlut- hafar sem eiga þetta fyrirtæki. Þeir velja sér stjórn, stjómin ræður framkvæmdastjóra, sem falið er að framkvæma hlutina. Þannig á það að vera og önnur afskipti af stjórn fyrirtækisins era bæði óeðlileg og óæskileg. Það er á hinn bóginn sjálfsagt að Básafell hugi að þeim kosti að koma með einhverja starf- semi til Þingeyrar, séu fyrir því rekstrarlegar forsendur.“ Ljósritið skilið eftir Það virðist sem gögnum hafi ver- ið stolið af skrifstofu fyrirtækisins, sem leitt hafi til rangra frétta um áform þess. Hvað verður gert í því máli? „Það er alveg ljóst að blaði, sem skrifað var upp eftir umræður á fyrsta vinnufundi mínum með stjóm félagsins, hefur verið stolið. Þetta var blað með ýmsum hug- myndum og vangaveltum sem ekki hafði verið farið yfir. Enginn stjómarmaður hafði þetta blað undir höndum. Það var aðeins til í einu eintaki á skrifstofu Básafells, hafði ekki einu sinni verið ljósritað. Það er svo allt í einu komið í DV. Það er alveg ljóst að þessu blaði var stolið og það ljósritað á skrifstof- unni. Ljósritið var skilið eftir í fundargerðabókinni, en frumritið var tekið. Þetta mál er í rannsókn og við er- um að skoða þann fnöguleika að kæra þjófnaðinn. Það er ljóst að þama er kæragrandvöllur, þar sem menn era að hnýsast í og dreifa gögnum, sem þeim era óviðkom- andi. Viðurlög við því geta verið fangelsisvist í allt að einu ári. Við eram sem sagt að skoða það hvort við kæram þetta til siðanefndar Blaðamannafélagsins eða sem opin- bert sakamál nema hvort tveggja sé. Það sem mér er hins vegar efst í huga er hvemig ég fæ mestan frið til nauðsynlegra aðgerða með því fólki, sem ég er að vinna með. Ég er ekki að reyna sakfella neinn í þessu máli, ég er fyrst og fremst að hugsa um hag fyrirtækisins, hvernig hon- um er bezt borgið,“ segir Svanur Guðmundsson. Revena fótakrem vlð þreytu, bólgum og pirríngi í fótum Fæst í apótekum Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= e!TTH\S>\£) A/ÝTJ í tilefni 100 ára afmælis skipulagörar skógræktar á íslandi, munu skógræktarfélögin halda skógardaga I7.-I8. júlí víðsvegar um land. Skógræktarfélögin bjoöa aila velkomna ó skógardaga, sem haldnir veröa ví&svegar um land. Mætum öll á skógarhátíð félaganna. Skógræktarfélag Skogarsvæói Dags. kl. A-Húnavalnssýslu GunnfríSarstaSir 18.7 14:00 Ausfurlands EyjólfsstaSaskógur 17.7 14:00 Björk BarmahlíS 18.7 14:00 Dýrafjarðar Botnsskógur 18.7 14:00 HafnarfjarSar ViS Hvaleyrarvatn 17.7 14:00 Kópavogs GuSmundarlundi/Vatnsenda 17.7 15:00 Mosfellsbæjar HamrahlíS 17.7 14:00 N-Þingeyinga AkurgerSi 17.7 14:00 Rangæinga Gunnlaugsskógur/Gunnarsholti 17.7 14:00 SeySisfjarSar Selhjallaskógur 18.7 13:30 SkagafjarSar VarmahlíS 18.7 14:00 | Önnur félög halda skógræktardaga síðar í sumar. Samstarf við FÍH Dagskrá skógardaganna verður með fjölbreyttum hætti en sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning í skóginum. í tilefni þessa verður tekið upp formlegt samstarf við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Undirskrift samstarfssamnings verður við hátíðlega athöfh, í Hamrahlíð í Mosfellsbæ laugardaginn 17. júlí kl. 14, við upphaf skógardags hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Skógáakihi Þar verður jafhframt afhjúpað fyrsta skógarskiltið af þeim 70 sem skógræktarfélögin munu setja upp víðs vegar um land í sumar. Mikil þörf hefur verið á því að kynna þau fjölmörgu skógarsvæði sem eru í umsjón félaganna. Verkefhi þetta er unnið með tilstyrk Húsasmiðjunnar o.fl. stuðningsaðila. Á skógardeginum í Hamrahlíð mun Dixieland hljómsveit Áma Isleifssonar skemmta auk annarrar dagskrár sem boðið verður upp á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.