Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 40

Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 40
v40 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ At f ALÞJÓÐLEGU kvenna- fræðaráðstefnunni í Tromsö í Noregi sem haldin var vik- una 20.-27. júní sl. mátti sjá margar af þekktustu fræðikonum feminism- ans og konur sem hafa verið virkar í ,kvennabaráttu, sumar um áratuga skeið. Það er alltaf fróðlegt að heyra sjónarmið annarra og afar hollt að vera minntur á hve heimur- inn lítur allt öðru vísi út í augum þeirra kvenna sem koma frá þeim löndum sem stríða við botnlausa fá- tækt, gríðarlega mannfjölgun, sjúk- dóma og virðingarleysi við mann- réttindi og lýðræði. Ein þekktasta baráttukonan sem kom til Tromsö var Nadaw el Sa- dawi frá Egyptalandi. Hún er lækn- ir að mennt og hefur um langt ára- bil barist fyrir réttindum kvenna og virðingu við mannréttindi. Hún sat í fangelsi á tímum Sadats forseta Eg- yptalands og hefur orðið að fara afar varlega undanfarin ár, því hún hefur verið á dauðalista öfgasamtaka muslima. Nadaw el Sadawi hefur skrifað margar bækur, m.a. eina um fangavistina og nýlega kom út fyrsta bindi ævimmninga hennar á ensku. Það seldist upp á svipstundu. Það sem Nadaw el Sadawi hafði að segja var það að kon- ur heimsins yrðu að snúa bök- um saman til að bæta stöðu kvenna og ætttu ekki að láta sundra sér. Við ættum allar r við sömu fordómana, höml- urnar og kerfin að stríða. Það væri sífellt verið að sundra fólki og skipta í hópa, t.d. með því að tala um lönd Afríku sem þriðja heiminn, við lifðum 1 öll í einum og sama heimin- um. Allt er þetta í þágu vald- hafanna og stóríýrirtækjanna sem eru að leggja undir sig heiminn. Það væri alið á for- dómum í garð muslimakvenna ; sagði el Sadawi og vestur- . landakonur gleymdu því að það væru ekki ytri blæjur sem væru hættulegastar, þær væri hægt að fjarlægja. Það væru hinar innri blæjur sem heftu hugmyndimar, sköpun- ina og frelsið sem væru verst- ar. Hún tók sem dæmi að hún , hefði eitt sinn setið á fundi með muslimakonu tO annarar handar sem ekkert sást af nema augun. Hinumegin sat banda- rísk kona sem var með svo þykkt lag af meiki að það var ekki nokkur leið að sjá hver hún var í raun og veru. Hver er munurinn, spurði el Sadawi, hvar er verið að fela hvað? Sadawi lagði mikla áherlslu á nauð- syn breyttrar menntunar sem kenndi fólki að þekkja heiminn í stað þeirrar framleiðslu á sérfræð- ingum sem nú á sér stað. Þá ræddi hún trúarbrögð og það hvemig Gamla og Nýja Testamentið ásamt Kóraninum stjómuðu lífi mikOs hluta jarðarbúa og það af litlu um- .burðarlyndi. Það þyrfti að breyta 'hugmyndum um Guð og gera mann- eskjulegri. Nadaw el Sadawi var af- ar gagnrýnin á alþjóðavæðinguna og þá græðgi sem réði för í efna- hagsmálum heimsins. Græðgin veldur alls staðar kúgun og drepur, i sagði hún. Að lokum hvatti hún kon- ur tO átaka við upphaf nýrrar aldar, en þegar er farið að skipuleggja að- _ gerðir víða um heim á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars á næsta ári. Öld kvenskrímslanna Því miður missti ég af fyrirlestum þeirra Rigoberta Menchú Tum frið- arverðlaunahafa Nobels frá Gu- atemala og Vandana Shiva sem er læknir og heimspekingur frá Ind- landi og hefur verið afar gagnrýnin á frjálsa verslun og alþjóðavæðing- una. Síðast en ekki síst missti ég af hinni þekktu fræðikonu Gayati Chakravorty Spivak bókmennta- fræðingi sem m.a. hefur fjaUað mik- ið um fátæk ríki, þróun og menntun og gaf á þessu ári út bókina A Crit- ique of Postcolonial Reason -Toward a History of the Vanishing Present. Ég missti hins vegar ekki af fyrirlestri Rosi Braidotti sem er heimspekingur en hefur um árabO ^erið mjög virk í kvennafræðum og samvinnu milli háskólakvenna víða Öld kvenskrímsl- anna er í nánd A alþjóðlegu kvennafræðiráðstefnunni í Tromsö kom m.a. fram ____að nú er ímynd kventöffarans að verða alls ráðandi._ ________Kristín Astgeirsdóttir segir frá egypsku________ _____mannréttindakonunni Nadaw el Sadawi, fyrirlestri___ Rosi Braidotti, karlafræðunum, og umræðum á ráðstefnunni um sögu kvennahreyfínga. MIKIÐ var um memiingarviðburði á kvennafræðiráðstefnunni. Hér Ies samíska verðlaunaskáldkonan Rauni Magga Lukkari upp úr ljóðabálki sínum um lostafullu móðurina. Skáldkonan las á eigin tungu en síðan var lesin nýleg ensk þýðing á ljóðunum. um heim. í fyrirlestri sínum reyndi hún að greina þróun kvennabarátt- unnar frá því á sjöunda áratugnum og lagði áhrerslu á að það skipti máli hver segði söguna og hvemig. Hún sagði okkur söguna eins og hún skynjar hana og notaði m.a. tónlistardæmi tO þess. Hún byrjaði á því að segja að ungir feministar vOdu skOja sig frá „gömlu“ feminist- unum, þær fyndu þeim allt til for- áttu og teldu sig vera að setja fram eitthvað nýtt, t.d. konur eins og Na- omi Wolf. Nú ríkti annað samband mOli kynslóða en áður. Feministar sjöunda og áttunda áratugarins sóttu sér fyrirmyndir tO mæðra sinna og formæðra, en ungu kon- umar í dag gagnrýndu mæðrakyn- slóðina. Afstaðan tO mæðra og fyr- irmynda væri eitt af því sem ágrein- higur væri um. Að mati Braidotti er þetta ekki réttmætt. Kvennabarátt- an hefur breyst og það sem skiptir máli er að átta sig á þróuninni og túlka hana. Hún skipti sögunni í þrjú tímabO. Fyrst var tími upp- reisnar sem greindist í tvennt. Ann- ars vegar voru þær konur sem kröfðust þess að fá völd og áhrif, hins vegar þær sem fyrst og fremst beittu sér fyrir frelsi kvenna á öll- um sviðum. Þá kom tími gagnrýn- innar. Svartar konur, lesbíur og aðrir hópar gagnrýndu kvenna- hreyfingar fyrir að vera einsleita hreyfingu hvítra mOlistéttarkvenna sem sæju ekkert annað en eigin að- stæður. Upp rann skeið er mest áhersla var lögð á fjölbreytOeika kvenna, mismunandi aðstæður þeiira og að þær gætu og mættu vera ósammála. Nú er ímynd kventöffarans að verða alls ráðandi. Sjálfstæða konan sem getur allt og leyfir sér allt, er köld, hörð og yfir- veguð ef á þarf að halda. Braidotti spáði því að næsta öld yrði öld kvenskrímslanna. Hún benti á þann ótta við konur sem kæmi fram í NADAW el Sadawi frá Egypta- landi í ræðustól. Hún hafði af mikilli reynslu að tniðla og talar máli kvenna i fátækum löndum heims. Fyrsta bindi æviminn- inga hennar er nýkomið út. kvikmyndum og tölvuleikjum. Menn eins og Steven Spielberg væru að reyna að koma körlum aftur á staO sem húsbændum. MikOl fjöldi bóka væri nú skrifaður um það hvað byggi innan kvenlíkamans og kven- hugans og áherslan væri á vondu stelpuna sem svífst einskis. Þetta er veröld þar sem allir verða að berj- ast með kjafti og klóm. Karlafræðin Það má segja að nánast allar fræðigreinar hafi tO skamms tíma verið karlafræði, svo mótaðar voru þær af aldagömlum yfirráðum karla, viðhorfum þeirra og félags- legri stöðu. Þetta orðaði bandaríski sagnfræðingurinn Gerda Lerner eitt sinn þannig að karlar tækju sinn helming sem aOa heOdina (They take the Half for the Whole). Það er tímanna tákn að farið er að skoða karlmenn og stöðu þeirra út frá nýjum sjónarmiðum. Það ber annars vegar að þakka kvennafræð- unum, hins vegar þeirri hreyfingu sem upp er komin meðal karla tO að kveða niður ofbeldi karla gegn kon- um. Á fundinum sem ég sótti og varð all fjörugur, byrjaði Jörgen Lorentzen bókmenntafræðingur á því að fara yfir það sem hefur verið skrifað sérstaklega um karlmenn á undanförnum árum, s.s. karl- mennskuhugmyndir, föðurinn, of- beldi, íþróttir o.fl. Ungur heimspekingur Knut Kolnar flutti fyrirlestur þar sem hann renndi sér fótskriðu yfir sög- una, fjallaði um ofbeldi og sagði að áður fyrr hefðu karlar verið metnir eftir því hve færir þeir voru um að beita ofbeldi, þ.e. að berjast og verj- ast. Hann fjallaði um einvígi karla í tengslum við heiður þeirra, en þau tíðkuðust langt fram eftir 19. öld- inni í Evrópu og lifa enn góðu 101 í kúrekamyndum. Hann tók síðan fyrir íþróttir, hugmyndir Grikkja um líkamsfegurð karla og vitnaði tO orða sænsks íþróttafrömuðar sem sagði í upphafi aldarinnar að hlut- verk íþróttanna væri að sætta stríðsmanninn og þann siðmenntaða sem byggi í hverjum karlmanni. Næstur á dagskrá var fyrirlestur Uta Klein, þýskrar konu sem hefur unnið að því að skoða uppnma og eðli þess hemaðaranda sem ein- kennir Israelsríki og þær karl- mennskuhugmyndir sem þar búa að baki. Hún rakti söguna tO síðustu aldar þegar sú mynd var dregin upp af körlum í röðum Gyðinga í Evrópu að þeir væru ýmist vellríkir og feit- ir, eða grútlinir aumingjar sem ekki væru tO neins nýtir, lægju í bókum og væru kvenlegir. Þeim var mein- aður aðgangur að herjum og lengi nutu þeir takmarkaðra mannrétt- inda. Ríkjandi þjóðemishugmyndir og síðar ungmennafélagshreyfingin lögðu mikla áherslu á fagra sál í fögrum líkama (einkum karla) og þær hugmyndir höfðu áhrif á Gyð- inga. Þegar Zíonistahreyfingin var stofnuð var eitt af markmiðum hennar að byggja upp sjálfstraust og karlmennsku strákanna. Stofn- aðir voru íþróttaklúbbar sem báru nöfn stíðshetja Israelsmanna hinna fornu og tO varð hugtakið vöðva- gyðingur (Muskel-Jude). Að mati Klein hefur þessi hernaðar- og ung- mennafélagsandi lifað góðu lífi í Isr- ael og eflst við allar þær styrjaldir sem háðar hafa verið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun ríkisins. Nú hófust umræður og er þar skemmst frá að segja að upp hófst mikOl æsingur. Ungar fræðikonur risu upp, þar á meðal doktor í trúar- bragðasögu, og vora bálreiðar yfir því að karlarnir báðir höfðu alveg látið hjá líða að minnast á, hvað þá að vitna til alls þess sem konur hafa ritað um ofbeldi karla gegn konum og greiningar á karlveldinu. Lorentzen álpaðist tO að fara að ræða um heitar tOfinningar doktorsins sem hleypti öllu í bál og brand. Var hart deOt þar tO upp reis HOkka PietOa margreynd kona úr starfi Sa- meinuðu þjóðanna og bar klæði á vopnin. Hún sagði að fyrir sér væri það alveg nýtt að karlar væru farnir að skoða sjálfa sig og að sér fyndist það góðs viti. Þar með var friður saminn. Konur, ofbeldi og vændi Tvo fundi sótti ég undir yf- irskriftinni konur og ofbeldi. Sá fyrri hófst á sögu þýskrar konu, sem uppgötvaði eftir áratuga hjónaband að eigin- maðurinn hafði misnotað tvær dætra þeirra. Hún hafði auk þess sjálf sætt ofbeldi og hafði alist upp hjá móður sinni sem var vændiskona í þriðja ríki Hitlers. Fyrirlesturinn fjallaði einkum um þær afleiðingar sem þessi fjölskylduharmleik- ur hafði á hana og böm henn- ar. Þá var fluttur fyrirlestur um umskurð á konum í Afríku sem olli nokkru uppnámi. Fyrirlesarinn Cathrine Mu- dime Akale frá Kamerún lýsti þeim hryllingi sem á sér stað þegar kyn- færi stúlkubarna og kvenna eru skorin, saumuð og jafnvel saumuð aftur eftir barnsburð að sögn tO að auka ánægju karla. Eftir þessar lýs- ingar sagði hún að breytingar á þessari aldagömlu siðvenju sem veldur miklum sýkingum og dauða kvenna yrðu að koma innan frá að vilja íbúanna sjálfra. Hún sakaði vesturlandabúa um að vera að troða sínum siðvenjum og gOdismati upp á Afríkubúa, en nefndi ekki að búið er að banna umskurð með lögum í rúmlega helmingi þeirra ríkja Af- ríku þar sem hann á sér stað. Þessi orð hennar komu Ola við margar konur sem hafa um árabil unnið að því að skjóta skjólshúsi yfir stúlkur sem flýja umskurðinn, konur sem líta svo á að þarna sé verið að mis- þyrma konum og stefna lífi og heOsu þeirra í voða með aðgerð sem þær fái engu um ráðið. Bent var á að verst væri að þegja og að drop- inn holaði steininn. Samkvænt ný- legri grein í Newsweek (5. júlí) virð- ist umskurður jafnvel vera að aukast, m.a. sem andóf við vestræn- um hugmyndum, þannig að konan frá Kamerún hefur kannski nokkuð tO síns máls. Síðari fundurinn fjallaði um vændi, ofbeldi og klám á norður- slóðum. Þar er skemmst frá að segja að konur í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi hafa stofnað með sér samtök tO að reyna að berj- ast gegn ofbeldi gegn konum, sívax- andi vændi og klámiðnaði á þessum svæðum. Auk þess kynferðisofbeld- is sem fyrir var bætist nú við mikill straumur vændiskvenna frá Murm- ansksvæðinu yfir tO Norðurland- anna og hafa þær hreinlega sett allt á annan endann m.a. í héruðum Sama. Að baki býr fátækt, atvinnu- leysi og lág laun, ef laun fást yfir- leitt giæidd. Allt þetta neyðir konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.