Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ ,42 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN Hlaðvarpinn Ásta Hrönn Kristbjörg Sigrún Maack Kjeld Bjarnadóttir UNDANFARIÐ hafa íbúar í Grjótaþorpi vakið athygli á erfið- leikum sem upp hafa komið vegna nálægðar næturlífs Reykjavíkur við þorpið. Hlaðvarpinn, menningar- miðstöð í eigu kvenna, sem stendur við Vesturgötu 3 í Reykjavík, hefur blandast inn í þessa umræðu með óvæntum hætti. Stjóm Hlaðvarpans hefur ekki komið fram opinberlega vegna þessa máls en vill með þessari grein varpa ljósi á tilurð Hlaðvarpans og starfsemina. Fyrir hartnær fimmtán árum bundust um tvö þúsund konur, hvaðanæva af landinu, samtökum um að kaupa tvær gamlar bygging- ar í Kvosinni í Reykjavík til að reka þar menningarmiðstöð íslenskra kvenna. Húsin voru þá í mikilli nið- umíðslu en hafa síðan hægt og bít- andi verið gerð upp, með stuðningi húsafriðunarsjóða ríkis og borgar, og æmu framlagi þeirra kvenna sem að starfseminni hafa staðið, en áætlað er að endurbyggingu hús- anna og endanlegum frágangi lóðar ljúki næstkomandi vor. Verður það öllum aðstandendum mikið gleðiefni begar húsin verða loks sú bæjar- *prýði sem konurnar tvö þúsund stefndu að í upphafi. Húsin tvö era nefnd samheitinu Hlaðvarpinn og starf þar er ekki í ábataskyni fyrir konumar tvö þús- und, stjórn eða starfsmenn. I hús- unum hefur frá upphafi átt heimili margvísleg starfsemi. Nú er þar að finna verslunina Fríðu frænku, Stígamót - samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, Vera - tíma- rit um kvenfrelsi, skrifstofu Lista- háskóla Islands, nuddstofu, vinnu- stofu leirlistamanna og síðast en ekki síst Kaffileikhúsið, sem starfað hefur í fjögur ár við ríkan og vax- andi orðstír. Undanfama daga hafa útvarpsviðtöl, sjónvarpsviðtöl, blaðaskrif og fréttatilkynningar íbúa í Grjótaþorpi beinst að Kaffi- leikhúsinu, fyrst og fremst að há- vaða sem berist frá viðburðum þar innandyra og haldi vöku fyrir fólki. Kaffileikhúsið er fyrst og fremst leikhús. Sem slíkt byggist það upp á óvenjulegri nálægð leikara við áhorfendur í sal sem er einstakur í Reykjavík. Fyrir vikið hefur Kaffi- leikhúsið orðið vettvangur ýmiss konar tilraunastarfsemi leiklistar- fólks sem hefur fagnað tiikomu þess Grjótaþorp Stjórn og starfsmenn, segja þær Asta Hrönn Maack, Kristbjörg Kjeid og Sigrún Bjarnadóttir, vilja starfa í sátt og sam- lyndi við góða granna sína í Grjótaþorpi. í menningarlíf landsins. Sama má segja um gagnrýnendur íslenskra blaða og Ijósvakamiðla sem margoft hafa mært starfsemi Kaffileikhúss- ins og veitt því viðurkenningar, t.d. tilnefningu til menningarverðlauna DV. Auk leiksýninga hefur Kaffi- leikhúsið verið vettvangur mann- fagnaða af ýmsu og ólíku tagi. Þannig er Hlaðvarpinn skapandi starfssvið fjölmargi-a listamanna, þekktra og óþekktra, lifandi vett- vangur íslenskrar menningar. I yfirliti yfir starfsemi í Hlað- varpanum undanfama 22 mánuði, kemur fram að frá september 1997 hafa verið haldnir tæpir tvö hundr- uð listviðburðir í Kaffileikhúsinu, framflutt hafa verið 6 leikrit sem samtals hafa verið sýnd 89 sinnum, tónlistardagskrár hafa verið 50 tals- ins, þar af 30 léttklassískar, vísna- dagskrár o.þ.h. og 9 djasstónleikar. Öllum þessum tónlistarviðburðum lauk kl. 23:30 utan sex viðburða sem lauk kl. 2 eftir miðnætti aðfaranæt- ur föstudaga, laugardaga eða frí- daga. Viðburðir tengdir bókmennt- um hafa verið um tæplega tíu og öll- um lokið kl. 23:30. Á umræddum þessum tæpu tveimur áram hafa verið haldnir 27 dansleikir eða rúm- lega mánaðarlega, þar sem Rússí- banarnir hafa oftast komið fram og hafa þeir staðið til klukkan tvö eftir miðnætti. Pá era ótaldir stakir við- burðir eins og sögukvöld, rímnadag- skrár og ýmsir gjörningar. Þeim hefur lokið kl. 23:30. Dagbók lögreglunnar frá septem- ber 1997 til dagsins í dag sýnir 21 færslu er tengist vettvangi Hlað- varpans og í flestum tilfellum er til- kynnt um hávaða innandyra eða ut- andyra. Ef borin er saman dagskrá Kaffileikhússins við þessar færslur kemur í ljós að í sex tilfellum var Kaffileikhúsið ekki með viðburði þegar tilkynningar bárust. Einstak- ir íbúar í nálægð við Hlaðvarpann hafa einnig á umræddu tímabili kvartað beint við forsvarsmenn Hlaðvarpans og hefur verið bragð- ist við með ýmsum hætti, í samráði við lögreglu, til dæmis með því að setja einangranarhlera í glugga hússins, setja starfsmönnum og gestum skýrari reglur um um- gengni og með sérstakri hljóðein- angran í veggjum þegar innra byrði salar Kaffileikhússins var endumýj- að á vormánuðum. Þá verður sér- staklega hugað að hljóðeinangran þegar framkvæmdum á ytra byrði húsanna verður lokið. Skv. upplýsingum Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur hefur ein formleg hljóðmæling farið fram til að mæla hávaða frá starfsemi Kaffileikhússins, þann 27. júní sl. Mælt var á tveimur stöðum. Mæl- ing hjá Mjóstræti 2b sýndi jafn- gildishljóðstig 50 en skv. upplýs- ingum eftirlitsins skal hljóð í blandaðri íbúðabyggð á þessum tíma sólarhrings ekki mælast um- fram 40 jafngildishljóðstig. I skýrslunni segir enn fremur: „Einnig var mælt í 50 cm fjarlægð frá húsvegg á sama stað. Saman- burður hrárra mælinga án leiðrétt- inga fyrir endurvarpi sýna nánast sömu gildi. En það er ótvíræður vitnisburður um að bakgrunnshá- vaðinn sem kemur víða að er yfir- gnæfandi en ekki er um ráðandi hávaða frá einum tilteknum upp- runastað. Sem dæmi um þetta má nefna að ekki var alltaf ljóst hvort hljómsveitin hefði hafið leik að nýju eftir hlé. Mælir var því ekki ræstur fyrr en sannfærst hafði ver- ið um að hljóðfæraleikur væri haf- inn á ný.“ í þessu sambandi er bent á að nánast handan götunnar ör- skammt frá Hlaðvarpanum og íbú- um Grjótaþorps era veitinga- og skemmtistaðir sem samtals rúmar 1200 gesti í einu. Kaffileikhúsið getur tekið á móti 120 gestum. Hin mælingin var gerð við Fischersund 3 og segir um þá mælingu í skýrsl- unni: „Mæling var óáreiðanleg vegna óvæntra truflana (t.a.m. voru sprengdar púðurkerlingar á Ingólfstorgi). Ótvíræðar vísbend- ingar eru þó um verulegan hávaða frá Hlaðvarpanum á þessum stað. Auðheyrt var að tónlistin frá Hlað- varpanum yfirgnæfði umhverfishá- vaða á staðnum. Er nauðsynlegt að fá marktæka mælingu síðar.“ Stjórn Hlaðvarpans hefur ákveðið að gera ráðstafanir til aukinnar hljóðeinangrunar á þessum stað eins og fram kemur hér að ofan. Stjórn og starfsfólk Hlaðvarpans hefur alla tíð lagt sig fram um að sýna Grjótaþorpi og íbúum þess virðingu og tillitssemi. Samstarf við lögreglu og önnur yfirvöld hef- ur einnig verið gott og í hvívetna verið fylgt þeim lögum og reglum sem um starfsemi Kaffileikhússins gilda. Stjórn Hlaðvarpans hefur alltaf haft það að markmiði að auðga mannlífið á þessu svæði og í borg- inni, og það verður einungis gert í sátt við íbúana. Framundan er öfl- ugt starf í Hlaðvarpanum, mörg ís- lensk leikverk verða frumflutt og ótal áhugaverðir viðburðir aðrir eru á dagskránni. Stjórn og starfsmenn vilja starfa í sátt og samlyndi við góða granna sína í Grjótaþorpi. Fyrir hönd stjórnai- Hlaðvarpans. Höfundar eru í stjórn Hlaðvarpans. Vörn þarf að skipuleggja Okkur sem eram miðaldra finnst ‘"’fiestum Island vera besta land í heimi, einkum og sérílagi ef við höf- um ferðast mikið um útlönd á eigin vegum eða búið í þeim. Kveikjan að þessum skrifum er athyglisverð grein Stefáns Snævarr í Mbl. 11/7 sl. „Vitið eða stritið". Hún hverfur svolítið í miklu ritflóði sunnudags- blaðsins, en mér finnst hún gefa til- efni til þess að víkka út þá umræðu sem hann vekur máls á. Landbúnaður „Veitum mönnum hér aðlögun og tíma.“ Þessi setning hefur verið legio í landbúnaðarstefnu íslands marga áratugi. Flestir stjómmálamenn taka sig mjög alvarlega og þar virð- íst okkar ágæti nýi landbúnaðarráð- herra með fallegu röddina, ekki vera nein undantekning. Hann hefur ráð undir rifi hveiju fyrir bændur um nýjar og betri leiðir, enda þótt hann lýsi yfir að miðstýring sé óðum að hverfa. Eftir stendur að bannað er að flytja inn nær allar landbúnaðar- afurðir, nema örfáar við okurtollum. Kannski skilur það einhver? Ég bjó fyrir nokkram áram í Suður-Þýskalandi. Þar keypti ég auk ódýrrar þýskrar fæðu, vörar eins og argentískt nautakjöt og g^ýsjálenskt lambakjöt hvort tveggja ófryst og bauð ég m.a. nú- verandi forseta okkar upp á það síð- amefnda og gátum við báðir vottað að bragðgæði þess vora frábær. Verðið var innan við helmingur þess sem fæst á tilboði í Hagkaupi. Fyrir u.þ.b. tíu áram fékk ég sem Iram kvæmdastj óri Armannsfells, '■Wsk frá þýsku fyrirtæki um að byggja 100 sumarhús fyrir Þjóð- verja, sem gjaman vildu eiga sér sumarbústaði hér. Það var umsvifa- laust blásið út af borðinu. Útlend- ingar mega ekki eiga fasteignir eða land á Islandi. Okkur finnst sjálf- sagt að kaupa okkur orlofshús út um heim, en útlendingar skulu ekki koma hingað. Þetta er eitt lítið dæmi um miðstýrðu einangranar- stefnuna. Nú eiga erlendir aðilar að bjarga byggingu Tónlistarhúss á einhvern yfimáttúrulegan hátt með byggingu lúxushótels og ráðstefnu- Þjóðlíf Brýn nauðsyn er á því, / •• / segir Armann Orn Ar- mannsson, að gera ís- lenzkt atvinnulíf hæft í nútímanum. miðstöðvar í miðbænum. Þá virðist það vera í lagi. Mér líst vel á okkar nýja landbún- aðarráðherra og ef hann óskar að- stoðar minnar við uppbyggingu skal ekki standa á því, en við verðum að fara að gera okkur grein fyrir hvar við eram stödd og landbúnaður á Is- landi er vamarbarátta. Skarpgreint skáld, sagði við mig á dögunum að það væri eiginlega ekki hægt að skipuleggja sókn, en brýna nauðsyn bæri til að leggja vöm fyrir sig í smáatriðum. Annars ætti óvinurinn allskostar við mann. Eins og oft í orðum skálda þá felst í þeim sannleikur. Við þurfum að viðurkenna hnattstöðu landsins og að vart er hægt að bú- ast við að sauðfjárbú- skapur sé samkeppnis- hæf aukabúgrein fyrir vörabflstjóra, sem vinna við vegagerð hjá Rfldnu. Sjávarútvegur Vík ég nú að grein Stefáns Snævarr heimspekidoktors. Greinin lætur ekki mikið yfir sér og gæti vel verið hvassari, en mér finnst hún hreyfa við mikilvægu máli í þjóðfélaginu. Þó ég hafi skilið kveikju greinar Stefáns þ.e. orð Guðbergs í sinni frábæra bók „Eins og hafið fágar“ um sjómennina, sem paródíu, þá skiptir ekki máli, heldur hitt að sjávarútvegur og þeir sem að hon- um starfa hafa undanfarin 30 ár verið heilagar kýr Islands. Það er þeim varla hollt né heldur þjóðfé- laginu að vera yfir aðra hafinn, enda þótt þeir fái kannski eitthvað fleiri krónur í vasann til skamms tíma. Það sést best hvemig ríkustu byggðir landsins fyrir nokkram ár- um á Vestfjörðunum era að fara vegna falskra forsenda og skipu- lagsleysis undanfarin ár. Þar virðist manni eins og sé búið að koma öll- um í björgunarbátana og svo eigi bara að láta þá sökkva. Það fer nokkuð í taugamar á Stef- áni heimspekidoktor hvað íslenskir sjómenn era hátt launaðir, milljón á mánuði eða svo. Ég vildi helst sjá að allir hér á landi væri með slík laun og það væri sjálfsagt ekki fjarri lagi ef landinu væri vel stjómað, sem í mínum huga þýðir sem mest óstjóm- að af ríkisvaldi. Með áframhaldandi hagvexti vegna nýrra atvinnugreina er það kannski ekki jafnfjarlægt markmið og flestum finnst. Enda þótt íslensk stjórnvöld séu í forastu fyrir afnámi rfkisstyrkja annarra þjóða til sjávarútvegs er íslenskur sjávarút- vegur ríkisstýrður og styrktur í miklum mæli. Hvað er skttaaf- sláttur sjómanna annað en ríkisstyrkur? Sértækar og almenn- ar aðgerðir Byggða- stofnunar era annað dæmi og þeir eru und- anfarna áratugi ffeiri en nöfnum tjái, styrkimir til íslensks sjávarút- vegs, og er þá þjóðar- gjöfin, kvótinn, ekld undanskilinn, enda eig- um við öll að trúa því að hann haldi lífinu í þjóðinni. Já, ég tek vissulega ofan fyrir Stefáni Snævarr fyrir að hafa tfl þess þor að segja hug sinn og vekja athygli á einu af hagsmunamálum þjóðarinnar sem er að losa sig við ofdýrkun sjávarútvegsins með þjóðinni. Ég hef mikla trú á ís- lenskum sjávarútvegi og treysti því að hann verði ein af okkar sterk- ustu atvinnugreinum um ókomna framtíð. Staða atvinnuveganna Umræða um stöðu atvinnuvega okkar sem mér finnst grein Stefáns vera lofsverð byrjun á, gæti m.a. orðið tfl þess að önnur mál yrðu einnig tekin til umræðu eins og t.a.m. aðfld okkar að Evrópusam- bandinu, sem stjórnmálaflokkarnir hafa að mestu verið sammála um að ekki mætti ræða á Islandi. Því er þó íslensku frjálsræði fyrir að þakka, að Evrópuaðildin er mikið rædd og meira að segja hafa verið gerðar skoðanakannanir sem sýna að meirihluti þjóðarinnar er hlynnt- ur því að hún sé skoðuð í alvöra. Hvað eigum við að láta stjóm- málaforingjunum líðast það lengi að láta okkur missa af lestinni? Hver vfll að við verðum hér viðbótarríki í USA? Ármann Ö. Ármannsson Marga undanfarna áratugi hafa verið gerðar athyglisverðar tilraun- ir tfl þess að byggja upp útflutn- ingsiðnað á ýmsum sviðum, en þær hafa nær undantekningalaust farið út um þúfur af þeirri einföldu ástæðu að gengið var ætíð miðað við þarfír sjávarútvegsins. Allra síðustu ár, það fyrsta skeið í nútíma íslandi, sem gengið hefur verið stöðugt, hafa risið upp margar sterkar greinar sem byggja fremur á hugviti en hráefnisútflutningi. Nægir þar að nefna fyrirtæki eins og Flugleiðir, Jarðboramir, Pharmaco, Össur, Marel, Sæplast, Oz, Atlanta, Islenska erfðagrein- ingu auk Járnblendis, Isals og Norðuráls. Þeir sem hafa starfað í iðnaði hafa stundum allt að því óskað eftir því að Island væri enn danskt þegar þeir hafa séð stuðning danskra yfir- valda við þeirra útflutningsiðnað. Auðvitað vfljum við vera sjálfstæð þjóð og eram stolt af því. Það er aft- ur á móti brýn nauðsyn á því að gera íslenskt atvinnulíf hæft í nú- tímanum. Stjórnvöld mega ekki komast upp með að mismuna at- vinnuvegum eins og þau hafa gert, þjóðinni til stórskaða. Lokaorð „Þar sem jökullinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdefld í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsyn- leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ (HKL Heimsljós, upphaf Fegurðar himinsins). Við búum hér saman ein minnsta og hamingjusamasta þjóð í heimi. Efnahagslíf heimsins er á meiri fleygiferð en nokkurn tímann áður í veraldarsögunni. Eigum við ekki með opin augun að meta stöðu okk- ar til þess að við höfum áfram möguleika á að halda okkar frá- bæra stöðu? Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.