Morgunblaðið - 17.07.1999, Qupperneq 44
^4 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Brúuð gjá milli
" Kópavogsbúa
ÞEGAR Hafnar-
, fjarðarvegur var lagð-
ur í kringum 1970 var
talið nauðsynlegt að
\ sprengja hann niður til
\ að lega vegarins teldist
,\viðunandi. Þessi fram-
kvæmd var hluti af
stærri skipulagshug-
mynd þar sem byggja
"'‘átti mikil mannvirki
yfir gjána sem mynd-
aðist umhverfis veg-
inn, í framhaldi af
byggð á austurbakkan-
um. Ekki reyndist
unnt að framfylgja því
skipulagi, en á þessum
áratug hefur skipulag
á þessu svæði verið til
endurskoðunar, nú síðast skipulag
yfir og umhverfis gjána og við
Hamraborg.
Gjáin þvert í gegnum bæinn hef-
ur þótt lýti á bænum auk þess sem
hún hefur torveldað eðlilegan sam-
Skipulagsmál
Með nýju miðbæjar-
skipulagi mun Hamra-
borgin og svæðið þar í
kring fá nýtt yfirbragð,
segir Armann Kr.
Olafsson, aðkoma og
^.aðgengi allrar verslun-
ar og þjónustu mun
batna til muna.
gang milli bæjarhluta og uppbygg-
ingu verslunar og þjónustu á svæð-
inu. A austurbakkanum er fjöldi
verslana og þjónustufyrirtækja auk
þess sem bæjarskrifstofur, bóka-
safn og heilsugæsla eru einnig þeim
megin. Vestanmegin er hið nýja
tónlistarhús Kópavogs, Listasafn
Kópavogs (Gerðarsafn) og Kópa-
vogskirkja auk þess sem sundlaug-
inn er í næsta nágrenni.
í nóvember sl. ákvað bæjar-
^stjórn Kópavogs að fá 3-4 aðila til
að gera samanburðartillögur að
mótun, notkun og frágangi á mið-
bæjarsvæði Kópavogs. í kjölfarið
skipaði bæjarráð nefnd með full-
trúum bæjarskipulags,
meirihluta, minnihluta
og fulltrúa frá miðbæj-
arsamtökum Kópa-
vogsbæjar. Hlutverk
nefndarinnar var að
yfirfara og meta þær
tOlögur sem unnar
voru. Niðurstaða
vinnuhópsins var sú að
tdlaga Auðar Sveins-
dóttur og Benjamíns
Magnússonar skyldi
valin td frekari út-
færslu. I henni er gert
ráð fyrir að byggt
verði yfir gjána, að
umferðarkerfi í
Hamraborg (verslun-
argötunni) verði breytt
þannig að tvær einstefnugötur með
bflastæðum liggi þar í gegn í stað
tvístefnugötu eins og nú er. Gert er
ráð fyrir bflastæðahúsi norðan
Gerðarsafns og bflastæðum austan
við tónlistarhús þar sem gjáin er
nú. Þar með verða næg bílastæði í
tengslum við menningarhúsin á
vesturbakkanum. Stígakerfi og all-
ar gönguleiðir á Hamraborgar-
svæðinu verða teknar til endur-
skoðunar. Einnig er í tillögunni
gert ráð nýrri aðkomu að bæjar-
skrifstofum frá Vallartröð, með
torgi og bflastæðum.
Með nýju miðbæjarskipulagi
mun Hamraborgin og svæðið þar í
kring fá nýtt yfirbragð, aðkoma og
aðgengi allrar verslunar og þjón-
ustu mun batna til muna og hætta
á slysum og óhöppum minnkar
verulega. Miðbærinn verður ein
heild og því verður hægt að skipu-
leggja og skilgreina þjónustu í
bænum með öðrum hætti en áður
t.d. í tengslum við skóla og íþróttir.
Einnig má nefna að í tillögunum er
gert ráð fyrir meiri gróður- og
trjárækt sem skapar enn hlýlegra
og skemmtdegra viðmót miðbæjar-
ins.
Bæjarstjóm hefur ekki tekið
ákvörðun um hversu hratt skuli
framkvæmt. Hér er um stórt verk
að ræða sem kostar á bilinu 3-400
mdljónir. Fyrsta vers er að leysa
bflastæðamál í kringum tónlistar-
húsið og byrja á fyrsta áfanga á
byggingu yfir gjána. Að mínu mati
ætti að vera hægt að ljúka verkinu
öllu á þessu og næsta kjörtímabdi.
Höfundur er bæjarfulltrúi og for-
maður akipulaganefndar Kópavogs.
Ármann Kr.
Ólafsson
ISLENSKT MAL
Umsjónarmanni hefur borist
svofellt vingjarnlegt og skorin-
ort bréf frá Magnúsi Erlends-
syni á Seltjarnarnesi:
„Ágæti Gísli.
Bæði er, að hvorki hef ég
skrifað þér fyrr, né talið ástæð-
ur til, en skyndilega finn ég hjá
mér hvöt vegna orðs sem borg-
arstjórinn í höfuðborginni lét
falla þann 17. júní s.l. við styttu
Jóns Sigurðssonar á Austur-
velli.
Ekki man ég nákvæmlega til-
efni þessa orðs borgarstjór-
ans ... Orðið sem hún notaði
var „útúrboruháttur".
Man ég vel orð eins og „útúr-
boruskapur“ - „útúrdúr“ - að ég
hafi gleymt „útúrdrukkinn" eða
„útúrfullur“ - samanber skýr-
ingar míns „gamla kennara“
Árna Böðvarssonar, þau ár sem
ég sat í útvarpsráði fyrir einn af
gömlu góðu flokkunum!
En „útúrboruháttur“ er mér
framandi - og enn tel ég mig
mann vel forvitinn - og þess
vegna þessar línur.
Agæti Gísli - hafirðu tök, efast
ég ekki að þú manna best getir
leitt mig í merkingu þessa orðs
konunnar sem ber starfsheitið
„borgarstjórinn í Reykjavík“.
Með mikilli vinsemd og þakk-
læti fyrir þætti um móðurmálið,
milda og góða.“
Þar er þá til að taka að orðið
útúrbora er sá maður sem ekki
vill hafa mikd samskipti við aðra.
Það er þýtt á dönsku með orðinu
Særling, er í dansk-íslenskum
orðabókum þýtt „sérvitringur,
furðufugl“, en ég held að útúr-
bora sé betur þýtt í Blöndal:
„som holder sig for sig selv.“
Hann er þá ekki félagslyndur og
kynni í víðara samhengi að vera
einangrunarsinni.
Út frá orðinu útúrbora eru
svo myndaðar samsetningar eins
og útúrboruskapur og útúr-
boruháttur. I Viðbæti Blöndals-
orðabókar er útúrboruháttur
talið merkja sama og útúrboru-
skapur og meðal annars þýtt á
dönsku isolationisme. í öðrum
bókum má sjá um þetta fyrir-
bæri separetisme.
Orðabók Háskólans hefur
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1014. þáttur
átta dæmi um orðið útúrboru-
háttur, hið elsta úr Iðunni frá
1931. Þar segir Árni Hallgríms-
son: „Allur útúrboruháttur er
fjandsamlegur menningunni og
ósamboðinn mannlegri tign og
göfgi.“
Umsjónarmaður hefur gaman
af að reyna að svala fróðleiks-
fýsn manna og vonar að honum
hafi miðað í áttina með þessum
fáu orðum. Verður því látið við
þetta nema að sinni.
★
Andres austan sendir frá Nor-
egi:
Ég þakka vU, Gísli minn góði,
(og gambra við þig í Ijóði)
allt sem kætti
þúsund íslensku þætti,
er varðveita silfur í sjóði!
Umsjónarmaður þakkar þessa
elskulegu sendingu úr öðru
landi.
★
íkaboð hefur mönnum að von-
um þótt ókunnuglegt manns-
nafn, enda misjafnt með það far-
ið. Þetta er tökuheiti úr hebr-
esku Ichabod = „hvar er dýrð-
in?“. Móðir drengsins gaf honum
þetta nafn banvæn, enda voru
faðir hans og afi dánir og Sátt-
málsörkin hafði verið tekin af
Gyðingum. Svo hvar var dýrðin?!
íslendingar tóku þetta biblíu-
nafn upp á 19. öld, eins og mörg
fleiri slík. í aðalmanntali 1845
var einn, íkaboð Þorgrímsson,
22 ára, Villingadal í Vatnshorns-
sókn í Dölum.
Gamalli konu kynntist ég úr
Dalasýslu sem bar þetta fram
„Iþkaboð“ enda var sögnin að
iðka höfð með þorni í Dölunum.
Konan skildi þetta svo að „Iþka-
boð“ stundaði, „iþkaði“, boðs-
ferðir, væri einhverskonar
sendiboði eða póstur.
1910 er einn Islendingur,
fæddur í Snæfellssýslu, talinn
bera þetta nafn, en þá er það
prentað Ikkaboð og skýrist
breytingin af framburði Dala-
konunnar.
Nú mun nafnið íkaboð (Ikka-
boð) ekki tíðkast lengur hérlend-
is, eða hvað?
★
Loksins, loksins! Ég hrökk
upp við það að sagt var í Ríkisút-
varpinu: „verður gægst í
glatkistuna" (Sigvaldi Júlíus-
son). Það var sem sagt ekki
„kíkt“, og ég ætla í bili að spara
mér fleiri umvöndunarorð vegna
sagnarinnar „að kíkja“.
Aftur á móti fannst mér einn
nýliði á fréttastofunni fara
skakkt með sögnina að skjóta.
Sagt var að maður hefði verið
skotinn í miðborg Oslóar. Síðar í
fréttinni kom fram að maðurinn
hafði lifað af.
Mér finnst því að orðalagið
hefði átt að vera: Skotið var á
mann í miðborg Oslóar o.s.frv.
★
Umsjónarmanni hefur borist í
hendur hið ágæta tímarit
Málfregnir (16). Heftið er fullt
af athyglisverðum fróðleik, t.d.
um talmál í fjölmiðlum. Ungt
fólk, sem lærir hagnýta fjölmiðl-
un, hefur rannsakað þetta efni,
og er þess full þörf. Mér er þetta
sérstaklega merkilegt, því að ég
hlusta sjaldan á aðrar stöðvar en
Ríkisútvarpið. Ég man þó, að
einhvem tíma stillti ég hálfsof-
andi á vitlausa stöð, og hrökk
upp af mókinu með andfælum og
spurði sjálfan mig: Ertu virki-
lega kominn til Bandaríkjanna?
Kannski meira um þetta síðar.
Baldur Jónsson prófessor lýk-
ur afar fróðlegri grein um orðið
harmonika á þessum orðum:
„Loks má nefna heitið belg-
harpa sem kemur fyrir í auglýs-
ingu í Ægi 1912 ... Það orð virð-
ist aldrei hafa komist í notkun og
ekki ratað inn í prentaðar orða-
bækur svo að mér sé kunnugt."
Vegna þessa datt mér í hug
vísa Amar Snorrasonar. Hann
var í vegavinnu með skáldmenni
sem hafði tekið sér kenningar-
nafnið Harpan. Örn (Aquila)
kvað:
Illa ræktarðu skáldaskikann,
skarpan ekki.
Þú ættir að heita Harmonikan,
Harpan ekki.
Skáldmennið tók sér nýtt
kenningarnafn, að vísu ekki
„Harmonikan".