Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
* .......................
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNA
SIGURJÓNSDÓTTIR
_|_ Magnhildur
Ragna Sigur-
jónsdóttir fæddist á
Minnibæ í Gríms-
nesi 23. mars 1914.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 11.
júlí siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Guð-
mundsdóttir og
Sigurjón Jónsson.
Hún var eitt af
sextán systkinum.
Árið 1939 giftist
Ragna Ólafi Þor-
valdi Jónssyni frá
Traðarholti í Stokkseyrar-
hreppi, f. 10. maí 1898, d. 29.
október 1973. Þau eignuðust
fimm börn og eru tvö á lífi.
Þau eru: 1) Pálína Margrét, f.
28.6. 1939, d. 24.7. 1979, gift
Tengdamóðir mín Ragna Sigur-
jónsdóttir er látin. Langri lífsbar-
áttu er lokið. Ég kalla hana tend-
gamóður, þrátt fyrir skilnað okkar
Jóns sonar hennar, því það varð
aldrei neinn skilnaður á milli okk-
ar Rögnu. Hún var tengdamamma
mín og ég var tengdadóttir henn-
-"ar, svo einfalt var það.
Ég kynntist Rögnu fyrst árið
1964, þegar ég sem unglingur
vann í fiski í Þorlákshöfn, m.a.
með Þórdísi dóttur hennar, sem er
jafnaldra mín. Þá þegar vissi ég
vel af Jóni skipstjóra, syni Rögnu.
Hann var „gamall kall“ í mínum
augum, enda heilum átta árum
eldri, en það sjónarmið átti nú eft-
ir að breytast þegar ég kom aftur
til Þorlákshafnar sex árum eldri
og talsvert mikilli reynslu ríkari,
- einstæð móðir með þriggja ára
barn.
Þá var það nú Ragna sem sló
fram þeirri hugmynd að hún gæti
vel hugsað sér að eignast mig fyrir
tengdadóttur. En öllu gamni fylgir
nokkur alvara og við Jón fundum
hvort annað og ég fékk heimsins
bestu tengdamömmu sem auka-
vinning! Birgitta dóttir mín varð
strax ein af ömmubörnunum henn-
ar Rögnu og átti eftir að dvelja
löngum stundum í félagsskap við
elda fólkið, Rögnu, Ólaf, eigin-
mann hennar og Jón bróður hans,
sem bjó hjá þeim hjónum og var
alltaf kallaður Jón „gamli“ til að-
greiningar frá Jóni yngra. Katrín,
yngsta dóttir Rögnu og Óla, var
líka á heimilinu, ung og falleg
stúlka og uppáhald allra í fjöl-
skyldunni. Birgitta tók miklu ást-
fóstri við hana og eftir því sem
tímar liðu varð hún einnig minn
besti trúnaðarvinur.
Börn Rögnu og Óla, sem
komust til fullorðinsára, urðu
fimm, en fyrsta barnið misstu þau
skömmu eftir fæðingu þess. Mar-
grét var elst, en hún lést úr
krabbameini aðeins fertug að
aldri, frá fjórum ungum börnum
og eiginmanni. Jón minn var næst-
ur í röðinni. Við eignuðumst einn
dreng, Jón Tryggva, fyrir utan
Birgittu sem Jón ættleiddi á okk-
ar fyrsta búskaparári. Jón hvarf á
jólum árið 1987 og hefur aldrei
fundist. Því næst er Sigurður, sem
á þrjá drengi. Hann missti konuna
sína úr krabbameini fyrir örfáum
árum. Þórdís er sú fjórða. Hún og
eiginmaður hennar eiga einn son
og þrjár dætur. Eins og áður sagði
var Katrín yngst. Hún fórst í slysi
við bryggjuna í Þorlákshöfn,
ásamt unnusta sínum árið 1979.
Hún var sárt syrgð af foreldrum
sínum og allri fjölskyldunni, ekki
síst af systkinabörnunum, sem öll
-elskuðu hana af heilum hug. Eins
og sjá má af þessari upptalningu
hefur Ragna ekki farið varhluta af
sorgum í lífinu. Ólafur var talsvert
mörgum árum eldri en Ragna og
er látinn fyrir allmörgum árum.
Sömuleiðis mágur hennar, Jón
„gamli“. Einhver hefði bognað og
>jafnvel brotnað við alla þá reynslu
Sigurði Þráni
Steindórssyni. Þau
eignuðust fjögur
börn. 2) Jón, f. 8.7.
1940, d. 24.12.
1987, kvaentur
Bergþóru Árna-
dóttur. Börn þeirra
eru tvö. 3) Sigurð-
ur Kristinn, f. 6.1.
1942, kvæntur
Helgu Ernu Ein-
arsdóttur. Þau eiga
þrjú börn. 4) Þór-
dís, f. 27.8. 1947,
gift Tómasi Gísla-
syni. Þau eiga fjög-
ur börn. 5) Katrín Sigrún, f.
21.8. 1953, d. 26.10. 1979, ógift
og barnlaus.
títför Rögnu fer fram frá Þor-
lákskirkju í Þorlákshöfn í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
sem Ragna gekk í gegnum, en svo
virtist sem hún efldist við hverja
raun. Hún var afar trúuð kona og
sótti sinn styrk í bænina. En hún
var líka með eindæmum hress í
bragði og skóf yfirleitt ekkert ut-
an af orðunum ef því var að skipta.
Það eru til margar sögur af
hnyttnum tilsvörum hennar, eng-
inn kom að tómum kofunum hjá
henni, svo mikið er víst. Eg
hringdi til hennar skömmu eftir að
ég kom til landsins frá Danmörku,
þar sem ég bý, eða seinnipartinn í
apríl sl. hún var hin hressasta að
venju og sagði mér undan og ofan
af því hvað á dagana hefði drifið
síðan við töluðumst seinast við.
Svo þegar ég innti eftir heilsufar-
inu, hló hún við og sagðist hafa
fengið lungnabólgu þrisvar sinn-
um, „en ég er ekki dauð enn“! Við
bundumst fastmælum um að ég
liti inn hjá henni þegar ég kæmi
úr tónleikaferðinni sem ég var að
leggja upp í. En það fór nú á ann-
an veg. Hún veiktist skömmu eftir
þetta samtal og var lögð inn á
sjúkrahúsið á Selfossi með vatn í
lungunum. Heilsunni hrakaði,
hægfara í fyrstu, en svo varð fljó-
lega nokkuð ljóst að hverju
stefndi. Hún fékk fallegt og rólegt
andlát í svefni, södd lífdaga, með
trú á framhaldslífið. Ég þykist
vita að vel hafi verið tekið á móti
henni af öllum þeim ástvinum sem
á undan voru farnir.
Mig dreymdi hana um það leyti
sem hún skildi við. Unga og fal-
lega og fulla af lífskrafti. Því kom
mér ekkert á óvart þegar Jón
Tryggvi hringdi næsta dag og
sagði mér að nú væri amma farin.
Fari hún vel og í friði.
Með þessum orðum vil ég þakka
þér, Ragna mín, kæra tengda-
mamma, fyrir að hafa auðgað líf
mitt og barnanna minna með til-
veru þinni. Fyrir fölskvalaust
traust þitt og tillit og fyrir allt það
góða sem þú hefur gefið af þér.
Megi góður Guð blessa þig og
varðveita. Fjölskyldunni allri
sendum við okkar ljúfustu samúð-
arkveðjur.
Oss stoðar ei, þá kvöldið kemur,
að kvíða fyrir dimmri nótt.
Hví látum vér ei nótt sem nemur,
og njótum hvfldar hægt og rótt.
Hve hýrt á eftir heitan dag,
að horfa á fagurt sólarlag!
(M. Joch.)
Fyrir hönd barna minna,
Birgittu og Jóns Tryggva, og fjöl-
skyldna þeirra og móður minnar,
Aðalbjargar M. Jónhannsdóttur.
Bergþóra Árnadóttir.
GUÐRUN
HELGADÓTTIR
+ Guðrún Helga-
dóttir fæddist á
Herríðarhóli í
Rangárvallasýslu
16. júní 1900. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 7. júlí
siðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
16. júlí.
Guðrún Helgadóttir
er látin í hárri elli eft-
ir langt og farsælt
lífsstarf.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að dveljast um skemmri eða
lengri tíma á heimili hennar og
manns hennar Jens Bjarnasonar
frá Breiðabólstað á Síðu allt frá
æskuárum. Þannig bar til að Jens
og faðir minn, Snorri Halldórsson
læknir, kynntust ungir að árum og
bundust vináttuböndum er héldust
óslitið æ síðan þar til faðir minn
lést 1943.
Faðir Jens, Bjarni Jensson
læknir, bjó á Breiðabólstað þar til
hann fluttist til Reykjavíkur 1914.
Snorri faðir minn gerðist síðar
(1919) læknir í Síðulæknishéraði
og bjó á Breiðabólstað. Þessi at-
burðarás mun hafa orðið til þess
að leiðir Jens og föður míns lágu
saman.
Fyrstu kynni mín af Guðrúnu
Helgadóttur voru haustið 1934, er
ég var 15 ára og á leið í Mennta-
skólann á Akureyri. Þótti sjálfsagt
að ég dveldi í nokkra daga á heim-
ili Jens og Guðrúnar í Reykjavík.
Minnist ég eins atviks frá þeirri
dvöl er Guðrún Helgadóttir í
peysufötum tók mig með sér í
Fatabúðina, er þá var ein glæsi-
legasta verslun bæjarins og lét
„búðarstúlkurnar" dubba mig upp,
sveitastrákinn, með fínum jakka-
fötum. Síðan var haldið í Hress-
ingarskálann þar sem heitt
súkkulaði og dýrindis kökur voru
á boðstólum. Næstu
árin meðan ég var í
menntaskóla kom ég á
ferðum mínum, vor og
haust, við í Reylqavík
og dvaldist þá ávallt á
heimili þeirra hjóna.
Þeir Jens og bróðir
hans Ingólfur byggðu
stórhýsið Hóla við
Kleppsveg. Lítil
byggð var á þeim tíma
í nágrenninu og setti
þetta glæsilega hús
því sterkan svip á um-
hverfið. Heimilið á
Hólum var sannkallað
menningarheimili. Jens var mikill
smekkmaður, hafði meðal annars
látið gera upp húsmuni úr búi föð-
ur síns, suma komna frá afa hans,
Jens Sigurðssyni rektor. Málverk
prýddu veggi, þar á meðal myndir
af Jóni Sigurðssyni forseta, afa-
bróður Jens, og Birni Gunnlaugs-
syni stærðfræðingi og yfirkenn-
ara, langafa Jens í móðurætt.
Guðrún var mikil húsmóðir,
stjórnsöm svo af bar og var mjög
annt um, ásamt Jens, að hafa vissa
reisn yfir heimilinu. Öllu þessu
kynntist ég persónulega er ég
dvaldist á heimili þeirra vetrar-
langt 1941 þegar ég hóf nám í
læknisfræði.
Þröngt var setið á heimilinu,
synirnir þrír að vaxa úr grasi.
Guðríður ljósmóðir, móðursystir
Jens, var þar til heimilis og naut
þar einstakrar umönnunar Guð-
rúnar. Um mig var búið á sófa í
„stássstofunni" og ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að lesa anató-
míuna hræðilegu (líffærafræði)
2000 blaðsíðna bók, við skrifborð
húsbóndans, hið sama og Jens
rektor hafði átt.
Gestkvæmt var á Hólum, auk
vina og vandamanna úr bænum
komu menn utan af landi, ekki síst
Skaftfellingar, meðal annars
vegna tengsla Jens við þá fjöl-
mörgu Skaftfellinga sem unnu hjá
Elsku amma mín. Þegar mér
barst sú sorgarfregn að nú væri
amma mín farin var ég harmi sleg-
in. Það er erfitt að sætta sig við
það að lifa lífinu án hennar ömmu.
Hún var ekki bara amma heldur
var hún mín besta vinkona til
trausts og halds.
Allar þær góðu og eftirminni-
legu stundir sem við áttum saman
eru ógleymanlegar. Alltaf var
maður velkominn í heimsókn og
tekið var á móti manni með faðm-
lögum og væntumþykju.
Elsku hjartans amma mín, ég á
þér svo margt að þakka en kem
ekki orðum að því en þau eru öll
geymd í huga og hjarta mínu af lífi
og sál. Nú veit ég að þér líður vel
þar sem þú ert núna. Með þakk-
læti fyrir allan þann tíma sem þú
hefur verið með mér.
Guð veri með þér.
Björk Tómasdóttir.
Þar sem við getum ekki fylgt
Rögnu nágranna okkar til hinstu
hvílu í dag, langar okkur að skrifa
hér örfá minningarorð. Fyrstu ár-
in okkar hér í Þorlákshöfn áttum
við Rögnu að næsta nágranna og
voru öll samskipti þessara fá-
mennu heimila afar góð. Mörgum
stundum var staðið við girðinguna
og spjallað, stundum gátum við
rétt hjálparhönd en umfram allt
þá var samneytið við þessa gömlu
konu okkur ánægjulegt og þrosk-
andi. Þótt hún virtist stundum
hrjúf á yfirborðinu varð okkur
fljótt ljóst að undir því bjó gott
hjarta, góð sál og sterkar tilfinn-
ingar. Það fundum við bæði á erf-
iðum og góðum stundum.
Ragna hefur staðið af sér brot-
sjói þessa lífs, gengið í gegnum
raunir sem mörgum gætu virst
óyfirstíganlegar. En í gegnum
sorgir sínar og söknuð hefur hún
Sláturfélagi Suðurlands, en þar
vann hann sem bókhaldari og
gjaldkeri um langt árabil allt til
æviloka.
Oft var því mikið álag á hús-
móðurina og vinnudagurinn lang-
ur. Þrátt fyrir það gaf Guðrún sér
jafnan tíma til að aðstoða, marg-
víslega, vini og venslafólk, jafnt
sem vandalausa. Hjálpsemi var
henni í blóð borin og hún virtist
finna úrræði við hverjum vanda.
Sá sem þetta ritar fór ekki var-
hluta af hjálpsemi hennar og fórn-
fýsi er hún heimsótti mig er ég lá í
erfiðum veikindum á sjúkrahúsi.
Stytti hún mér stundir með því að
lesa kafla úr Gösta Berlings sögu
eftir Selmu Lageröf. Þessu vinar-
bragði Guðrúnar gleymi ég ekki.
Þegar synirnir þrír, Bjarni,
Helgi og Björn, stálpuðust voru
þeir sendir til sumardvalar að
Breiðabólstað. Veit ég að þar
undu þeir hag sínum vel við leik
og störf á hinu margmenna heimili
föður míns. Frá þessum tíma á ég
margar góðar minningar og vin-
átta hélst æ síðan milli mín og
bræðranna.
Skömmu áður en Jens dó hafði
fjölskyldan flutt frá Hólum að
Mávahlíð 38. Heimsóknir okkar
Karólínu þangað voru ófáar og
ávallt jafn ánægjulegar.
Ekki fór Guðrún varhluta af
mótlæti í lífinu. Jens lést 1952,
langt um aldur fram, og síðar elsti
sonurinn, Bjarni, á besta aldri, og
sonurinn Helgir fyrir tveimur ár-
um. Æðruleysi og trúarstyrkur
einkenndu Guðrúnu á þessum erf-
iðu stundum.
Síðustu árin dvaldist Guðrún á
Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem
hún naut góðrar umönnunar. í
heimsóknum okkar Karólínu
þangað var Guðrún ávallt glöð og
hress, sátt við lífið og eins og
ávallt með hugann við velferð fjöl-
skyldu og vina.
Með Guðrúnu er fallin frá mikil-
hæf kona og er hún kvödd með
söknuði og þakklæti í huga.
Við Karólína sendum Birni,
tengadætrum og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Snorri P. Snorrason.
gengið æðrulaus, með trúna að
leiðarljósi. Trúna á Drottin Guð
skapara sinn og frelsara. Og nú er
tími endurfundanna kominn.
Með virðingu og þökk kveðjum
við Rögnu Sigurjónsdóttur og
biðjum fjölskyldu hennar blessun-
ar.
Sigþrúður og Sigurður Örn.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. M sest á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Ég vil þakka Rögnu góða,
trausta og eftirminnilega sam- •
fylgd í gegnum lífið.
Ragna var ein af þeim mann-
eskjum sem ég bar mikla virðingu
fyrir, og mér þótti afar vænt um.
Ragna var orginal, hún kom til
dyranna eins og hún var klædd.
Hennar raunir og sorgir á lífsleið-
inni hefðu ekki allir geta borið
jafn vel og Ragna mín. Henni
tókst að halda áfram göngunni
þrátt fyrir mótbárur sem lífsins
ólgusjór færði henni. Ekkert varir
að eilífðu, lífið endar og við íbúar
hér í Þorlákshöfn sem búum í
þessu litla samfélagi og fylgjumst
vel hvert með öðru, verðum fyrir
sterkum áhrifum, þegar eitt okkar
kveður. Ég þekkti Rögnu vel og
hef fylgst vel með henni frá okkar
fyrstu kynnum. Ég veit að börnin
hafa verið hennar stoð í gegnum
árin. Við leiðarlok móður þeirra
votta ég þeim mína innilegustu
samúð, einnig öðrum ástvinum. I
guðs friði.
Kristfn Þórarinsdóttir.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greinahöf-
unda skal eftirfarandi tekið
fram um lengd greina, frágang
og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil
og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skímamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur sem
hér segir: I sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að
berast fyrir hádegi á fóstudag.
I miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Þar sem
pláss er takmarkað, getur þurft
að fresta birtingu
minningargreina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.