Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 61

Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 61 FOLK I FRÉTTUM Lífið er leikrit sem allir geta tekið þátt í Samkvæmisleikir við ýmis tækifæri Margir leigja skemmtikrafta til að koma fram í veislum en heimatilbúin skemmtiat- riði eru oft mun skemmtilegri því gestirnir taka jafnvel sjálfír þátt í sprellinu. Sigrún Kjartansdóttir er hugmyndarík kona sem sagði Sunnu Qsk Logadóttur frá skemmti- legum samkvæmisleikjum og mikilvægi þess að fá alla til að taka þátt. SIGRÚN starfar sem rekstr- arstjóri upplýsingatækni fs- landsbanka og þegar hún skipuleggur starfsmanna- veislur í fyrirtækinu er hún með ýmsar skemmtilegar hugmyndir til að þjappa fólki saman og brjóta ís- inn. „Það skiptir máli hvað er gert og einnig hvernig það er gert. Þegar við höfum uppákomur tíðkast ekki að segja ,jæja, nú hittumst við í kvöld“ og bjóða svo upp á mat og drykk. Ef að skemmtun á að takast vel, verður að undirbúa hana og skipuleggja vel.“ Ábyrgð gestsins Oft lítum við fullorðna fólkið til bernskuáranna með söknuði; þá var allt svo auðvelt, leikur einn. En það er óþaríl að hætta að leika sér þótt árunum fjölgi, segir Sigrún. Leikir við ýmsar uppákomur, hvort sem um er að ræða afmæli, starfsmannaveisl- ur eða brúðkaup þurfa heldur ekki að vera merkilegir, megintilgangur- inn er að brjóta ísinn svo að öllum líði sem best. „Um leið og allir taka þátt, er hver og einn orðinn ábyrgur fyrii- því hvemig hann skemmtir sér,“ segir Sigrún og bætir við að ís- lendingar eigi það til að mæta í boð og bíða hreinlega eftir því að þeim verði skemmt. „En það erum við sjálf sem berum ábyrgð á því hvort það verður skemmtilegt eða leiðin- legt, ekki bara gestgjafmn.“ Skemmtileg veisla krefst undir- búnings. Að fmna leiki, þróa gamla og búa til nýja, tekur sinn tíma. „Mikilvægt er að leyfa sem flestum að láta ljós sitt skína. Sérstaklega þeim sem eru feimnir og til baka því það geta leynst gimsteinar hvar sem er. Sá sem hefur hæst og segir flesta brandarana er ekki endilega Morgunblaðið/Jim Smart SIGRÚN Kjartansdóttir kann marga skemmtilega leiki til að bijóta ísinn í veislum. skemmtilegastur," vill Sigrún meina. Vilji er allt sem þarf Sigrún hefur alla tíð tekið þátt í undirbúningi fyrir allskyns uppá- komur. Hún er þess fullviss að allir geti skipulagt skemmtilega veislu ef viljinn er íyrir hendi. „Hjá mér er þetta hæfileiki sem er sjálfsagt bæði meðfæddur og áunninn. Eitthvað sem ég hef lært og tileinkað mér í góðra vina hópi. Það geta allir gert þetta, það þarf bara að hafa aðeins íyrir því. En þetta er líka rosalega gaman,“ segir hún og brosir breitt. Félagsskapurinn skiptir miklu máli að mati Sigrúnar. Sjálf á hún marga góða vini sem hittast reglu- lega, dansa, ganga og gera sér ýmis- legt annað til skemmtunar. Þetta fólk kemur saman til þess að skemmta sér _en ekki til að láta skemmta sér. Á þessu tvennu telur Sigrún vera mikinn mun. „Þegar við hittumst er alltaf ákveðin dagskrá. Við skiptum með okkur verkum og einhverjir sjá t.d. um leiki. Þannig verður undirbúningurinn oft ennþá skemmtilegri heldur en sjálf uppá- koman. Ég hef lært mikið af þessu samferðafólki mínu og þau hafa gefíð mér mjög mikið. Við fáum mikla gleði út úr samverunni." Smáfólkið með Oft vill brenna við að þegar blásið er til veislu að smáfólkið verður út- undan og jafnvel er það ekki ó gesta- listanum. Sigrún segir þvi öðru vísi háttað hjá sér og sínum vinum. „Mín börn eru alin upp við það að við for- eldrarnir gerum svo til allt með þeim. Þau skammast sín ekkert þótt ég fari út í garð og standi á haus.“ Eins og aðrar veislur er nauðsynlegt að undirbúa barnaafmælin sem ann- ars vilja oft verða hlaup og læti. „Þegar stór barnahópur er saman kominn er gott að hafa einhverja til- búna dagskrá með leikjum, þó svo að börnin séu yfirleitt mjög dugleg að leika sér sjálf. Það verður þó að passa að hugsa ekki of mikið fyrir þau, heldur leyfa þeim að hjálpa til.“ Góður félagsskapur er dýrmætur og nauðsynlegt er að gefa ímyndun- araflinu annað slagið lausan taum- inn. Það er lykill að líflegri og eftir- minnilegri veislu en einnig boðskapur sem vert er að hafa í huga í lífinu sjálfu. „Ég held að öllum krökkum langi til að fá að njóta sín, sýna hvað í þeim býr. En það á ekki síður við um fullorðna. Við erum öll leikarar í því leikriti sem lífið er. En maður þarf ekki að vera alltaf í sama hlutverkinu. Breytt umhverfi, öðruvísi svið, gæti verið allt sem þarf til að einstaklingur blómstri. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því vali sem það hefur, það eiga allir möguleika. Þetta er bara spum- ingin um að taka þátt í lífinu.“ NÆST þegar þið haldið veislu, segið þá öllum að mæta í grímubúningi. „Unglingar viya ekki vera í sömu leikjunum og börnin. Því verður að sníða leiki að þeirra aldri. Þeir eru kannski orðnir pínulítið skotnir hver í öðrum. Þá er sniðugt að bundið sé fyrir augun á einum og hann á síðan að finna hver er hvað á hárinu eða höndunum.“ „I minni matarboðum er hægt að selja miða undir diskana hjá öllum sem á er málsháttur eða bókatitill sem hver og einn á að leika. Hægt er að láta nokkra við borðið hafa aukahlutverk sem enginn annar veit um. I einu matarboði sem ég var í átti einn gesturinn endalaust að vera að skála. Engan grunaði neitt og öllum fannst hann bara ótrúlega hress! Annar fékk það aukahlutverk að tala stöðugt um matinn og draga athygli allra að matnum. Það var kræk- lingur í forrétt og hann bað alla að geyma skeljarnar því hann vildi safna þeim. Gestirnir söfn- uðu því allir skeljunum sam- viskusamlega saman og afhentu matgæðingnum. Það var mikið hlegið þegar upp komst um leikaraskapinn að lokum.“ „Skemmtilegur leikur er að taka upp 3-4 hjón eða pör úr salnum. Þau seljast á stóla sem stillt er bak í bak en mega þó ekki snert- ast. Útbúinn er spurningalisti með spurningum sem reyna á upplifun hvers og eins. T.d. er hægt að spyija hvort vaskar oftar upp eða reitir arfann og hvort talar meira í símann. Iljónin eiga siðan að rétta upp hönd ef þeim finnst þetta passa við sig. Síðan fá þau stig ef aðeins annað svarar því þá eru þau bæði sammála en ef bæði rétta upp hönd eða hvorugt fá þau ekkert stig. Þetta er oft ótrú- lega fyndið." „f barnaafmælum er tilvalið að setja upp lítið íþróttamót, s.s. lim- bókeppni, henda boltum í skálar, skjóta af boga í mark, skjóta niður stórar, tómar gosflöskur með bolta o.s.frv. Það verður þó að gæta þess að heppni hafi eitthvað með það að gera hver vinnur, svo að afreks- maðurinn vinni ekki alltaf. Einnig er alltaf gaman að fara í „ásadans" í ýmsum útgáfum. Þá er spiluð ein- hver tónlist meðan börnin dansa á miðju gólfinu. Svo er slökkt á tón- listinni og allir hlaupa út í eitt- hvert horn herbergisins sem kalla má hjartahorn, spaðahorn, o.s.frv. Síðan er dregið spil og ef það er hjarta þá eru þeir sem fóru í hjartahornið úr. Ef verið er með yngri börn er hægt að skira hornin geimveruhorn og kisuhorn t.d. Þegar margir eru orðnir úr er sniðugt að hafa dansskóla fyrir þau á meðan leikurinn klárast svo allir hafi eitthvað að gera. “ 9\(œturgaCinn Smiðjuvegi 14, ^Kópavojji, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaóur í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið ffrá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist ®Gnni3S3B5aS~ frt^,aeSSen’ f<5r *'flugférðT fertugsafaælmumeðþjSp goðra vina. Nát±úruLegt C-vftamfn! Éh eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Vj / í ). 1 1 v i ( «*-**-] /il IXKZUrX L fC Opi»:mán,- fim. 10.00 - 18.30 Fös. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGWM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.