Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 68

Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 68
Eru upplýsíngar lengi á leiöinni í þínu fyrirtæki? Þaö er dýrt aö láta starfsfólldð biöa! ajíölvukerfi sem virkar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Grindavík ákjdsanlegur staður fyrir Lýsi hf. VIÐRÆÐUR forsvarsmanna Lýsis hf. við hugsanlega kaupendur að lóð og húseign Lýsis hf. við Grandaveg í Reykjavík hefjast á næstu vikum, að sögn Andra Þórs Guðmundsson- ar, aðstoðarforstjóra Lýsis hf. Frumhönnun á nýju húsnæði fyrirtækisins lýkur í haust og er ákjósanleg staðsetning í Grindavík, að sögn Andra Þórs, en arðsemis- útreikningar á staðarvali verða for- senda ákvörðunar. Núverandi húsnæði er talið of stórt og ekki nægilega hagkvæmt og verður fyrirhugað húsnæði mun minna. Að sögn Andra Þórs stefnir fyrirtækið að hagræðingu í rekstr- inum þar sem vinnuferlar verða teknir til endurskoðunar. Starf- semi Lýsis hf. hefur verið í þróun og markmiðið með fyrirhuguðum flutningum er að auka hagkvæmni. Lýsi hf. fær 75% af tekjum sín- um af útflutningi og eru helstu markaðssvæði í löndum Asíu. Sala í Póllandi lofar góðu og stefnir fyrir- tækið á auglýsingaherferð þar í landi í haust. ■ Hagræðing/20 Sjóðheit litadýrð EINS og sjá má á þessari mynd er litadýrðin mikil í svokallaðri Hverarönd, austan Námaskarðs í Mývatnssveit. Þar er eitt mesta leirhverasvæði landsins og má rekja hinn ljósleita blæ þess til útfellinga af brennisteini og gipsi. Hættulegt er þó að láta fegurðina glepja sig um of því mikill hiti er í leirhverunum og eru nokkur dæmi þess að menn hafi brennt sig er jarðvegurinn gaf sig undan þunga þeirra. Morgunblaðið/RAX Veikur íslending- ur í Taílandi nýtur ekki trygginga TR stefnt vegna synjunar LÖGMAÐUR 73 ára gamals ís- lendings sem slasaðist í Taflandi í maímánuði sl. hefur stefnt Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, vegna þeirrar ákvörðunar trygg- ingaráðs að synja manninum um sjúkratryggingu. Óskað hefur ver- ið eftir flýtimeðferð vegna ástands mannsins, sem slasaðist í Taflandi um miðjan maí og veiktist hastar- lega í kjölfarið. Fljótlega eftir að maðurinn var fluttur á sjúkrahús hófst rekistefna um tryggingar og hvemig hann greiddi fyrir sjúkrahúslegu sína. Fjölskylda hans leitaði til TR til að fá staðfest að hann væri sjúkra- tryggður á íslandi, en stofnunin hafnaði því að gefa út slíka staðfest- ingu, á þeim grundvelli að þar sem hann sé ekki búsettur á Islandi, njóti hann ekki tryggingarverndar. Vekur efa um réttarstöðu „Þó svo að hann hafl dvalist úti seinustu mánuði er hann fæddur á Islandi, hefui- verið búsettur hér alla sína ævi og átt hér lögheimili, seinustu áratugi í Reykjavík þar sem hann hefur starfað," segir Dóra Sif Tynes, hdl., fulltrúi á lög- mannsskrifstofu Andra Arnasonar hrl., sem annast mál mannsins hér- lendis. Dóra Sif kveðst telja að þessi af- staða TR hljóti m.a. að vekja spurningar um réttarstöðu þeirra mörgu Islendinga sem hafa fest kaup á húsnæði t.d. á Spáni og dveljast þar mikinn hluta ársins. Hún segir manninn í bráðri lífs- hættu fái hann ekki skjóta og af- dráttarlausa læknismeðferð á sjúkrahúsi í Taflandi. ■ Liggur fárveikur/10 Hæstiréttur klofnaði er Kio Alexander Briggs var sýknaður Mínnihluti dómaranna taldi sekt sannaða Ljósleiðaranet fs- landssíma og Línu Boðið út í næstu viku ÚTBOÐ vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í lagningu ljósleiðaranets Islandssíma og Línu, dótturfyrirtækis Orku- veitu Reykjavíkur, á höfuðborg- arsvæðinu verður í næstu viku. Fyrirtækin hafa náð sam- komulagi um samstarf um upp- byggingu ljósleiðaranets á svæði Orkuveitunnar til gagna- flutnings, fjarskipta- og síma- þjónustu. Að sögn Þorsteins Sigurjónssonar, framkvæmda- stjóra tæknisviðs Línu, er um að ræða fyrsta 10 kílómetra ljósleiðarahringinn sem leggja á frá höfuðstöðvum íslandssima í Borgartúni út í Laugarnes og inn á Suðurlandsbraut. I gær voru opnuð tilboð í 12 km ljós- leiðarastreng hjá Línu. Barst töluverður fjöldi tilboða og fara starfsmenn Línu yfir tilboðin um helgina._____________ _ ■ Samkeppni/6 HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær sýknudóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kio Alexander Ayobambele Briggs, sem var handtekinn 1. sept- ember sl. við komu sína hingað tfl lands, þegar 2.031 e-tafla fannst í fórum hans. Dómurinn klofnaði hins vegar í afstöðu sinni og taldi minni- hluti hans að sekt Briggs væri sönn- uð þannig að hún væri hafin yfir all- an velígrundaðan vafa. Eiturlyfín voru gerð upptæk og ákveðið að allur sakarkostnaður greiddist úr ríkissjóði, þar á meðal réttargæslu- og málsvamarlaun skipaðs verjanda Briggs. Kio Briggs neitaði frá upphafi allri vit- neskju um efnin eða ástæður þess að þau komust í tösku hans, en var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavík- ur 11. mars sl. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar með kröfu um ómerk- ingu dómsins eða sýknu, og laut fyrmefnda krafan einkum að því að héraðsdómari hefði ekki lagt nauð- synlegt mat á framburð eins helsta vitnisins í málinu, Guðmundar Inga Þóroddssonar. Var sýknaður í héraði I dómi Hæstaréttar 20. maí sl. var fallist á að dómarinn hefði ekki átt að víkja þessum framburði til hlið- ar, heldur leggja mat á trúverðug- leika og þýðingu hans og taka rök- studda afstöðu til hans. Héraðsdóm- urinn var því felldur úr gildi og mál- inu vísað heim í hérað til nýrrar að- almeðferðar og dómsálagningar að nýju. Var dómaranum jafnframt talið rétt að kveðja tvo aðra héraðs- dómara með sér við nýja meðferð málsins. Héraðsdómarinn ákvað með úrskurði 21. maí að eigin frum- kvæði að víkja sæti í málinu á þeirri forsendu að ákærði gæti dregið óhlutdrægni hans í efa. Briggs var síðan sýknaður í héraði. Hæstaréttardómaramir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Bjömsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason dæmdu í málinu. Amljótur Bjöms- son og Hrafn Bragason skfluðu sér- atkvæði og kemur þar fram það mat að Briggs hafi verið óstöðugur í skýrslum um ferðir sínar, dvalar- staði og hverja hann umgekkst síð- ustu daga fyrir förina til Islands. Sekt talin sönnuð Frásögn hans um hvemig hann ætlaði að fjármagna dvöl sína hér- lendis sé fjarstæðukennd. „Þegar þess er gætt að verulegt magn fíkniefna fannst í fórum ákærða, og alls annars sem að framan er rakið, verður að telja að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna sekt ákærða og sé hún hafin yfir allan velígrundað- an vafa,“ segir í sératkvæði dómar- anna. Þeir telja ennfremur að með tilliti til sönnunaraðstæðna í málinu verði að leggja til grundvallar að Briggs hafi tekið að sér að flytja e- töflurnar til landsins fyrir aðra, þótt ekki sé upplýst hverjir það voru. En þar sem meirihluti dóms- ins telur með tilliti til sönnunarað- stæðna, að sýkna beri Briggs, sé ekki tilefni til í sératkvæðinu að ákveða ákærða refsingu eða taka afstöðu til upptöku eða sakarkostn- aðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.