Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útlit er fyrir Hlýtt en rignir víða um land ÁHUGI landsmanna á veður- spám er að jafnaði í hámarki um verslunarmannahelgina. Veður- horfur eru að skýrast og telur Veðurstofan að á morgun verði svipað veður og var í dag. Um verslunarmannahelgina lítur út fyrir fremur hægan vind og hlý- indi um mest allt land, þó mun rigna eitthvað í flestum lands- hlutum, fyrst sunnan- og vestan- lands á föstudag. Á föstudaginn, 30. júlí, er gert ráð fyrir suðaustlægri átt, dálít- illi rigningu sunnan- og vestan- lands en bjartviðri norðan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast um norðan- og austanvert landið. Á laugardaginn er gert ráð fyrir fremur hægri austan- og suðaustanátt. Dálítil rigning eða skúrir um mest allt land en áfram verður hlýtt um allt land. Á sunnudaginn er spáð hægri breytilegri átt og hlýindum. Stöku skúrir verða á víð og dreif, þó síst á Norður- og Vest- urlandi. Á mánudaginn verður hæg austlæg átt með smá skúr- um á víð og dreif um landið. Heldur kólnar norðan- og vest- anlands, en hiti verður áfram allt að 20 stig suðaustanlands. Gæsluvarð- hald fram- iengt í smyglmáli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur varð í gær við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um þriggja vikna gæslu- varðhaldsframlengingu yfir karl- manni á fímmtugsaldri, sem setið hefur í varðhaldi síðan 16. júlí í þágu rannsóknar lögreglunnar á e- töflusmygli, sem kom upp 7. júlí. Þá fundust 969 e-töflur í hraðpóst- sendingu frá Þýskalandi. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rann út í gær og var hann með ákvörðun dómara úrskurðaður í varðhald tfl 18. ágúst. Úrskurður- inn var kærður til Hæstaréttar. Tveir aðilar til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. MARGIR lögðu leið sína í sundlaugarnar í gær og í Hafnarfjarðarlaug var margt um manninn og meðal annars þessi unga snót, sem virðist vera að kæla aðeins kroppinn í hitanum. Dæmdur til að greiða örorkubætur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur álítur að stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar hafi teldð ranga ákvörðun er stjórnin hafnaði um- sókn 49 ára gamallar verkakonu um örorkubætur fyrir rúmum tveimur árum. Dæmdi héraðsdóm- ur því Framsýn tfl að greiða kon- unni 900 þúsund krónur í bætur vegna vefjagigtar, sem olli því að hún varð óvinnufær. Akvörðun Framsýnar var byggð á mati trúnaðarlæknis Framsýnar, sem taldi orkuskerðingu konunnar vegna veikinda litla eða minni en 40%. Allir þeir læknar sem höfðu konuna í meðferð töldu hana hins vegar vera haldna svo alvarlegum veikindum að hún væri óvinnufær. Tryggingalæknar hjá Trygginga- stofnun ríkisins féllust á það mat og töldu hana hafa fulla örorku. I dóminum segir að athyglisvert sé að læknar, bæði meðhöndlandi læknar og læknai’ Tryggingastofn- unar ríkisins, sem síðan hafa haft með konuna að gera, hafi haft sama mat. Væri því ljóst að einungis nú- verandi trúnaðarlæknir Framsýnar hafi talið orkuskerðingu konunnar vegna veikinda litla, eða minni en 40%. þokkalegt veður um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Golli SANNKÖLLUÐ heimsborgarstemmning myndaðist, í Reykjavík í gær er sólin skein á borgarbúa. Fleiri innlagnir á sjúkrahús af völdum kampýlóbakter „Sjáum aðeins topp ísjakans“ Fjöldi staðfestra Campylobacter sýkinga árin 1990-1998 250 200 150 100 255 [ l Uppruni erlendis eða óþekktur 1H Uppruni innaniands 88 ?3 60 "-□□HQHia 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 BÚAST má við að greind tflfelli sýkinga af völdum kampýlóbakter í júlímánuði verði um eða yfir hund- rað talsins, að sögn Karls G. Krist- inssonar, sérfræðings í sýklafræði á rannsóknarstofu Landspítalans. Karl segir að heimflislæknar sendi sýni frá þorra þeirra sem sýkjast af kampýlóbakter en þó hafi fjölgað þeim sem leggjast á sjúkrahús. „Mun fleiri hafa verið lagðir inn af völdum þessarar bakteríu í ár og í fyrra en áður var, og nú er svo komið að fleiri eru lagðir inn vegna kampýlóbakter en salmonellu. Þetta þýðir í raun að nú orðið veldur kampýlóbakter miklu meiri vanda en salmonella," segir Karl. Hjördís Harðardóttir, sérfræð- ingur í sýklafræði, segir að miðað við tíðnina undanfarin ár verði aukning kampýlobaktersýkinga undanfama mánuði að teljast far- aldur. „Þróunin frá því í fyrra held- ur áfram og það virðist greinflegt að þessi sýking er komin til að vera. Aukningin endurspeglar að fólk hefur ekki gert sér grein fyrir hætt- unni og meðhöndlar ekki matvælin með réttum hætti,“ segir hún. Hjör- dís kveður sér ekki kunnugt um dauðsföll af völdum kampýlóbakter- sýkinga hérlendis, en dæmi sé um slíkt erlendis. Á þriðja þúsund sýkst? Karl segir að aðeins lítill hluti þeirra sem veikjast greinist með sýkingu, og sé áætlað að um 10% þeirra sem smitist greinist. Þetta þýði að á þriðja þúsund manns hafi smitast hérlendis af völdum kampýlóbakter það sem af er þessu ári. „Við sjáum bara toppinn á ísjak- anum,“ segir Karl. „Þessi mikla aukning er áhyggjuefni. Við erum að tala um yfir hundrað tflfelli í þessum mánuði og margir sjúkling- anna eru talsvert veikir. Við vonumst þó eftir því að aukn- ingin verði ekki meiri, samfara auk- inni umfjöllun um málið, auk þess sem við vonumst tfl að víðtæk rann- sókn á matvælum og dýrum beri ár- angur. Um leið og við komum auga á t.d. kjúklingabú sem hefur lága tíðni sýkinga eða enga tíðni, og ber- um saman við bú sem hefur háa tíðni, er hægt að gera úrbætur til að lækka tíðni almennt. Einnig verður að brýna fyrir neytendum að varast að borða hrátt kjöt, sérstaklega hrátt eða illa steikt kjúklingakjöt, og virða ákveðna meðhöndlun mat- væla.“ Síðan 1996 hefur iðrasýkingum af völdum bakteríunnar campylobact- er farið ört fjölgandi á íslandi. Á ár- inu 1998 greindust 220 einstakling- ar með sýkingu af völdum hennar, eða 137% fleiri en árið á undan. Fjölgunin er nánast öll tilkomin vegna innlends smits. Þannig voru 151 tflfelli kampýlóbakter talin hafa smitast á íslandi árið 1998 en aðeins 11 tilfelli salmonellusýkinga. Þrátt fyrir þennan fjölda einstaklinga sem smituðust af kampýlóbakter á síðasta ári, var yfirleitt ekki um þekkta hópsýkingu að ræða, þ.e. ekki voru sjáanleg tengsl á milli þeirra sem sýktust, öfugt við t.d. salmonellusýkinguna sem kom upp hérlendis 1996, þegar 124 sýktust eftir bolludaginn. Smit algengast á sumrin Kampýlóbakter bakterían veldur bólgu í þörmum með niðurgangi, stundum blóðugum, kviðverkjum, hita, ógleði og uppköstum með til- heyrandi vökvatapi, en getur líka valdið einkennalausri sýkingu. Sýk- ingin gengur oftast yfir innan viku án meðferðar, en getur stundum valdið langvarandi fylgikvillum, þeirra alvarlegastir eiu liðbólgur og liðverkir. Helstu heimkynni bakter- íunnar eru meltingarfæri húsdýra og villtra dýra. Smit er algengast á sumrin, þótt það geti átt sér stað allt árið. Upplýsingar um útbreiðslu kampýlóbakter á Islandi eru af skomum skammti. Bakterían hefur fundist í ómeðhöndluðu yfirborðs- vatni og í þremur tflvikum hefur slíkt vatn orsakað hópsýkingar. I umfangsmikflli úttekt á gæðum neysluvatns árin 1993 og 1994 fannst bakterían ekki í 246 neyslu- vatnssýnum frá 22 vatnsveitum. Upplýsingar um hversu algeng kampýlóbakter bakterían er í mat- vælum, öðrum en kjúklingum, eru sömuleiðis takmarkaðar. Bakterí- unnar hefur verið leitað í nauta- hakki án þess að finnast. Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins rannsakaði 50 sýni af ferskum fiski og úr fisk- vinnslunni árið 1989, sem öll voru neikvæð. I könnunum á gerlafræði- legu ástandi frystra kjúklinga árið 1986 til 1991 reyndust 75% tfl 88% sýna innihalda sýkflinn. í skyndiút- tekt heilbrigðiseftirlits á höfuðborg- arsvæðinu á ferskum kjúklingum síðastliðið haust, voru tekin 22 sýni og reyndust 14 þeirra jákvæð. Út- breiðsla sýkilsins, þar á meðal hversu algeng hún er í bústofnum, gæludýrum, villtum dýrum og um- hverfi, er að öðru leyti óþekkt hér- lendis. heimilisbankinn www.bi.is áhyggjulaus í fríi Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn ® BÚNAÐARBANKINN ® Traustur banki s k i m a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.