Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 71

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 71 Útöalan í fullum gangi Laugavegi 83 • Sími 562 3244 FYRSTI Fiatinn, árg. 1899. Fiat 100 ára Flug fyrir tvo með hverjum seldum bíl VEGNA 100 ára afmælis Fiat núna í júlímánuði og um leið 74 ára afmælis Fiat á Islandi verð- uð boðið upp á afmælistilboð með öllum seldum og afhentum Fiat-bílum í júlímánuði. Flug fyrir tvo með Flugleiðum til Mflanó á Ítalíu ásamt bflaleigubfl í fjóra daga. Þessi ferð er í boði Istraktors og Fiat á íslandi. M.a. er boðic upp á aðgang á Fiat-safnið : Tórínó þar sem saga Fiat ei kynnt frá upphafí aldai- til okkai tíma. Einnig eru Fiat-verksmiðj- umar staðsettar í Tórínó og þai verður hægt að kynna sér fram- leiðsluferli á nýjum bfl. Um takmarkaðan fjölda er að ræða. Cinde^ella CtlOISf* B-YOIJNG' Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir VEÐRIÐ lék við dönsku kennarana sem lentu í garðveislu hjá Isólfi Gylfa Pálmasyni þingmanni og konu hans Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur. Danskir lýðháskóla- kennarar í heimsókn Hellu. Morgunblaðið. UM MIÐJAN júlí voru hér á landi 49 danskir Iýðháskólakennarar en þeir ferðast saman um Norður- löndin annað hvert ár, fóru fyrir tveim árum til Færeyja og þar áð- ur til Finnlands. Hópurinn kom á Hvolsvöll undir lok ferðalags síns, en hafði þá dvalið á Varmalandi í Borgarfírði og ferðast þaðan um Vesturland, en síðan farið á Kirkjubæjarklaustur og Skóga. Ferðinni lauk í Reykjavík þar sem fyrirhugað var að hitta for- kólfa í skólamálum hér á landi á ráðstefnu í Norræna húsinu, m.a. frá Námsflokkum Reykjavíkur og Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, en enginn lýðháskóli er til í íslenska skólakerfinu. Hópnum til aðstoðar hér á landi var Torben Rasmussen sem gegndi stöðu forstöðumanns Nor- ræna hússins fyrir nokkrum ár- um. Torben kom á fomar slóðir í heimsókn hópsins tii Hvolsvallar en hann var vinnumaður á bænum Garðsauka sem er skammt frá Hvolsvelli, á sínum yngri árum. Yfírlýsing frá Félagi kjúklingabænda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá Félagi kjúklingabænda: „Stjóm Félags kjúklingabænda fordæmir afar grófar árásir sem til- tekinn framleiðandi í röðum félags- ins, Reykjagai'ður hf., og atvinnu- greinin öll hefur mátt þola í yfírlýs- ingum og auglýsingum opinberra embætta og embættismanna undan- farið. Stjómin fjallaði um málið á fundi sínum í dag og samþykkti eft- irfarandi: Lögmanni félagsins var falið að kanna réttarstöðu kjúklingabænda gagnvart fulltrúum Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands sem þverbrotið hafa landslög með framgöngu sinni og fádæma ruddalegum yfírlýsingum á opinberum vettvangi. Lögmanni félagsins var ennfrem- ur falið að óska eftir áliti Sam- keppnisstofnunar og siðanefndar Sambands íslenskra auglýsinga- stofa á auglýsingum Landlæknis- embættisins og Hollustuvemdar ríkisins þar sem vegið er að kjúklingaframleiðslunni í heild með ósæmilegum hætti. Félag kjúklingabænda telur að í þessari auglýsingu tveggja virtra opinberra embætta sé brotið gegn jafnræðis- reglu stjórnsýslulaga, gegn sam- keppnislögum og gegn meðalhófs- reglu í opinberri stjómsýslu. Kjúklingarækt er meira undii- smásjá heilbrigðiseftirlits en nokk- Athugasemd VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 28. júlí sl. um úthlutun fjármuna úr Menningarsjóði útvarpsstöðva vill undirritaður taka fram að sá Jón Asgeirsson sem þar er tilgreindur sem styrkþegi er. frétta- og þáttagerðarmaðurinn Jón Asgeirsson en ekki tónskáldið Jón Asgeirsson. 1 fullri vinsemd, Jón Ásgeirsson, tónskáld. ur önnur kjötframleiðsla á íslandi, sem reyndar er að undirlagi at- vinnugreinarinnar sjálfrar. Þai' kemur bæði til opinbert eftirlit og innra eftirlit á búunum, sem m.a. hefur leitt til þess að sem betur fer tókst fyrir fáeinum áram að útrýma salmonellu í kjúklingaræktinni. Staðreynd er að hvergi annars stað- ar í búvöruframleiðslu á Islandi em sýni tekin jafn ört og í kjúklinga- ræktinni og eftMit er mun meira þar en annars staðar. Erlendir sér- fræðingar sem hingað koma hafa oft haft orð á að leitun sé í veröld- inni að stað þar sem jafn vel er búið að kjúklingaframleiðslu og hér á landi. Kampýlóbakter er fyrir hendi í kjúklingarækt á Islandi og engir hafa meiri hagsmuni af rannsóknum á þessum bakteríum og smitleiðum þeirra í umhverfinu en einmitt kjúklingabændur. Hins vegar er óþolandi og forkastanlegt að opin- ber heflbrigðisyfírvöld taki kjúkling sérstaklega fyrir í áróðursherferð gagnvart neytendum þegar vitað er að kampýlóbakter getur verið í ann- ars konar kjötvöram líka, í dýram, yfírborðsvatni og víðar. Kjúklingur er í mikilli sókn á markaðinum, sem birtist í hnot- skurn í því að hlutur hans í heildar- kjötneyslu landsmanna hefur nær tvöfaldast frá því árið 1994. Stærst- ur hluti neytenda hefur þrátt fyrir allt látið fjaðrafok undangenginna sólarhiinga lítil áhrif á sig hafa og kaupir eftir sem áður kjúklingakjöt; holla, góða og ódýra matvöru. Fjár- hagstjón framleiðenda vegna upp- hlaupsins nú er engu síður verulegt og ímynd heillar atvinnugi-einar hef- ur því miður skaðast. Kjúklinga- bændur taka hollustu- og heilbrigð- ismál í framleiðslu sinni alvarlega hér eftir sem hingað til. Sérstök ástæða er til þess að fara nú fram á að þeir sem fjalla um heilbrigðismál og matvælaeftirlit í opinberri þjón- ustu taki jafn alvarlega lög og reglur sem þeim er ætlað að starfa eftir.“ Hraðganga um „Lauga- veginn“ og Þórsmörk FERÐAFÉLAG íslands efnir um verslunarmannahelgina í fyrsta sinn til svonefndrar hraðgöngu um „Laugaveginn" og er það eina ferð sumarsins af slíku tagi. Þessi vin- sælasta gönguleið óbyggðanna er þá gengin á tveimur dögum í stað fjögurra eins og algengast er. Brottför er föstudagskvöldið 30. júlí kl. 19 frá BSÍ, austanmegin, en á sama tíma er farin öku- og skoð- unarferð um Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri, en rúta þeirrar ferðar flytur farangur hraðgöngu- hópsins. í báðum þessum ferðum er gist í Landmannalaugum, við Alftavatn og í Þórsmörk. Um verslunarmannahelgina er einnig farin hefðbundin ferð í Þórs- mörk með brottför föstudag kl. 19 og er hægt að koma heim á sunnu- degi eða mánudegi. Á sunnudag og mánudag er boðið upp á einsdags- ferðir í Þórsmörk. í allar þessar ferðir þarf að panta og taka far- miða á skrifstofunni að Mörkinni 6. Verslunarmannafrídaginn, 2. ágúst, kl. 13 er farin stutt göngu- ferð á Grænudyngju og Trölla- dyngju. --------------- Fjallræðan í þriðja sinn ÞRIÐJA helgigangan með fjall- ræðuna í farteskinu verður laugar- daginn 31. júlí. Gengið verður frá Stöng í Þjórs- árdal upp og inn í Gjána, en Gjáin er spöl kom þar frá. Lagt verður af stað kl. 13:30. Fjallræðan verður lesin í nokkram lestrum og Guð beðinn um að blessa land og lýð. Áætlaður ferðatími er rúm klukkustund og öllum heimil þátt- taka. Vefslóð helgigangnanna er www.kirkjan.is/storinupur/fjallra- edan. Þar segir frekar frá.. Trygginga- miðstöðin ge fur skyndihjálp- artöskur TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN sendir viðskiptavinum í TM- ÖRYGGI skyndihjálpartösku að gjöf fyrir verslunarmanna- helgina. Viðskiptavinir fá tfl- kynningu senda heim þar sem fram kemur að þeirra bíði gjöf á næsta pósthúsi. í fréttatilkynningu segir: „Tilvalið er að taka töskuna með í útileguna, veiðiferðina og hjólreiðaferðina. Rétt er að benda á að taskan hefur að- eins að geyma helsta búnað sem nota má til þess að búa um minniháttar áverka. Tryggingamiðstöðin vill því hvetja fólk til þess að koma sér upp stærri og fullkomnari skyndihjálpartöskum heima, í bílnum og í sumarbústaðnum. Einnig mælist félagið til þess að skyndihjálparnámskeið Rauða kross íslands séu sótt.“ Tilgangurinn með sending- unni er að verðlauna þá ein- staklinga og þær fjölskyldur sem eru bestu viðskiptavinir félagsins og stuðla um leið að auknu öryggi þeirra, segir ennfremur. X ■ Í. €
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.