Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hans P. Lind- berg Andrésson, skipasmfðameistari, fæddist í Trongis- vági í Færeyjum 5. ágúst 1920. Hann lést 18. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 27. júlí. Ég hitti Hans Lind- berg er ég flutti til Hafnarfjarðar á haustdögum 1943. Hann starfaði þá við skipasmíðar hjá Skipasmíðastöð- inni Dröfn hf. Þá var þar í smíðum eitt stærsta tréskip sem smíðað hafði verið á íslandi, 183 lestir. Hans fluttist frá Færeyjum árið 1941 og hafði þá full réttindi í skipasmíði og var vel fær í þeirri iðn, bæði vandvirkur og efnisvand- ur. A þessum haustdögum lágu leiðir okkar saman í Dröfn. Hans hafði fljótt mikinn áhuga á að ná sem bestum tökum á íslensku máli og að kunna sem best skil á ís- lenskum háttum. Framhald varð svo á okkar góðu kynnum því á næsta ári leigðum við hvor sitt herbergið á Hlíðar- braut 1 hér í Hafnarfirði. Oftar en einu sinni fékk ég Hans með mér norður til átthaga minna og víðar fórum við saman um landið. Við unnum svo lengi saman í Dröfn. Fyrst í stað vann Hans við skipasmíði en síðar einnig sem verkstjóri í iðn sinni. Ég vann aftur á móti fyrstu árin á skrifstofu hjá Páli V. Daníels- syni, stjórnanda fyrir- tækisins. Arið 1946 vai- Páll í byggingar- hugleiðingum og fór það svo að við Hans gengum inn í fram- kvæmdir með honum og byggt var þriggja hæða sambýl- ishús enda voru menn þá óðum að festa ráð sitt. Húsið varð Hring- braut 65 og gekk samstarfið allt með ágætum. Árið 1954 hófum við Hans bygg- ingu á þremur húsum í félagi við Benedikt Ingólfsson sem átti viss- an rétt á landi undir húsin. Er fram liðu stundir urðu þetta húsin númer 30, 32 og 34 við Ölduslóð í Hafnarfirði. Við unnum sjálfir mjög mikið við byggingu þessara húsa og keyptum aðeins rafmagns- vinnu og verkamenn til að hjálpa okkur við steypu. Hans stjórnaði allri smíðavinnu og allir gengum við í þessi verk utan vinnutíma í Dröfn. Þegar húsin urðu fokheld tók hver við sinni eign og sá um framhaldið. Samstarfið reyndist okkur mjög hagkvæmt og húsin komust upp og allir fluttu í þau með fjölskyldu sína. Þó að sam- starfinu við byggingarnar lyki var ekki lítils virði að eiga góða ná- granna. Hjá Dröfn starfaði Hans í nær 20 ár. Er hann hætti þar fór hann til Stálvíkur hf. í Garðabæ og hóf þar störf við útfærslu á skipateikn- ingum. Við hlið Stálvíkur vai- Skipasmíðastöðin Nökkvi hf. Þá stöð keypti Hans ásamt Halldóri Amundasyni og fleirum. Þetta fyr- irtæki ráku þeir félagar með mikl- um myndarbrag í nær 30 ár og höfðu þá stóraukið húsa- og véla- kost. Þeir tóku að sér fjölmargar endurbyggingar á innréttingum skipa ásamt því að annast allt tré- verk í þeim skipum sem Stálvík hf. byggði á þeim tíma. En svo kom að því að Stálvík hf. hætti öllum rekstri og samdráttur varð í allri skipasmíði og skipaviðgerðum. Það mun hafa verið vorið 1993 sem þeir félagar hættu rekstri í Nökkva og seldu hús og allmikið af vélum. Þá var Hans kominn á þann aldur að eðlilegt var að rifa seglin og leggja iðnina á hilluna. Það hefur verið okkur hjónunum ómetanlegt að eiga þessa góðu ná- granna í næsta húsi. Hans og Ala, kona hans, voru ávallt jafn elskuleg og börnin þeirra sömuleiðis. Þau mynduðu öll tryggan vinahóp. Við hjónin vottum ÖIu, börnum hennar, tengdabörnum og bama- börnum innilega samúð og flytjum þeim þakkir fyrir liðna tíð. Jón Pálmason. HANS P. LINDBERG ANDRÉSSON ÁRNI ARASON + Árni Arason fæddist á Grýtu- bakka, S-Þingeyjar- sýslu 6. september 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- Iands 17. júlí síðast- liðinn og fór útfbr hans fram frá Keld- um, Rangárvöilum, 24. júlí. Elsku afi minn, þá hefur þú kvatt þenn- an heim eftir erfið veikindi síðustu mán- uði. Það er erfitt að kveðja þig en góðu stundirnar sem ég átti með þér munu lifa í minningunni. ég var alltaf sérlega hænd að þér og þegar við mamma áttum heima hjá þér og ömmu þegar ég JTTTITTIlIIIIIIir Erfisdrykkjur E R L A N Sími 562 0200 'TTTTTTTTTTT T~TTT var lítil þá var mér sagt að ég hefði beðið eftir þér þegar þú komst úr gegningun- um og þú varst varla kominn inn þegar þú áttir að „kaka bless- aða“. Þú kallaðir mig alltaf blessunina þína og ég hélt að ég hlyti að heita það. Þú varst alltaf að kenna mér og Asdísi lög og vísur og ófáar ferðirnar fórum við frænkur með þér út á tún í heyskap og sátum þá og trölluðum aftan í Landrover tímunum saman. Við fórum saman í margar ferðir svo sem veiðitúra og eggjaleit og þó að þær ferðir hafi dottið upp fyrir þegar ég eltist þá lifa þær í minningunni sem miklar gleði- stundir. Ég mun sakna þess að vera blessunin þín og fá að kyssa á skallann en núna hefur þú fengið frið og þá líður þér betur. Ég mun alltaf geyma þig í hjartanu mínu, elsku afi minn. Þín dótturdóttir, Árný Lára. Elsku Árni, kallið er komið og kveðjustundin upp runnin, þú sem varst búinn að vera svo hress allt þar til á vordögum að þú varst fyr- ir þessu mikla áfalli sem hreif frá þér mestallan þrótt. Margs er að minnast á kveðju- stund en hæst ber þakldæti til þín fyrir mikla umhyggju og hjálpsemi sem þú varst sífellt tilbúinn að veita að ógleymdum ótal samverustund- um og veiðiferðum þar sem þú lékst á als oddi, og naust þess svo inni- lega að vera með bamabömunum í slíkum ferðum. Gott minni þitt, frá- sagnarhæfni þín og léttleiki skapaði í huga allra skýran veruleika af áð- ur liðnum viðburðum. í huga mínum varst þú fyrst og fremst ræktunarmaður sem sífellt varst að byggja og bæta, rækta jörð og bústofn til að ná sem best- um afurðum, sem þú náðir og hafð- ir ánægju og lífsfyllingu af. Síðustu mánuðirnir vora erfíðir en þú tókst veikindum þínum af æðruleysi og yfirvegun. Minningin um þig mun lifa, hafðu þökk fyrir allt og allt. Viðar Jónsson. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra fmni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ó. Andrésd.) Elsku afi, þakka þér fyrir ánægjulegar stundir og hjálp við vandamál, þú vissir alltaf svör við öllu og varst alltaf tillitssamur við aðra, hvort sem það voru menn eða skepnur. Hjalti Rúnar, Tryggvi Hjörtur og Árný Oddbjörg. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; ÍSS.HELGAS0N ISTEIIUSMIÐ JA c irp l . ^ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410, Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. JÓSEF GUÐJÓNSSON + Jósef Guðjóns- son fæddist í Strandhöfn í Vopnafirði 1. janú- ar 1913. Hann lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jósefs- son og Hildur Sig- urðardóttir. Jósef átti sex systkini sem öll eru látin. Jósef kvæntist 14.7. 1945 eftirlif- andi konu sinni, Margréti Ólafsdótt- ur, f. 14.2. 1916 í Hvammsgerði. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Grímsson og Þórunn Þorsteinsdóttir. Jósef og Margrét eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Guðjón, f. 3.1. 1946, kona hans er Helga Kristjáns- dóttir. 2) Þórunn Ólöf, f. 7.1. 1947, maður hennar er Sverrir Kristins- son. 3) Hilmar f. 9.9. 1948, kona hans er Birgitta Guðjóns- dóttir. 4) Hildur, f. 20.7. 1950, maður hennar er Magnús Kristjánsson. 5) Þórólfur Jökull, f. 2.8. 1952, kona hans er Ingibjörg Matthí- asdóttir. 6) Oddný Kristín, f. 7.9. 1954, maður hennar er Bjarni Kristinsson. AfkomendurJósefs og Margrétar eru 41. Jósef bjó alla tíð í Strandhöfn og sat í hreppsnefnd Vopnafjarðar í ljöldamörg ár. títför Jósefs fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að skrifa nokkrar línur um tengdaföður minn, Jósef Guðjónsson, fyrrverandi bónda úr Strandhöfn í Vopnafirði. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég sá hann í fyrsta skipti. Þá kom ég til Vopnafjarðar 16 ára gömul og við Jökull nýbúin að trú- lofa okkur. Hann var úti á túni og kom labbandi á móti okkur og tók mig og faðmaði að sér. Ég fann fyrir svo miklu öryggi og hefur það haldið síðan. Það kom mér á óvart hvað hann var líkur Jack gamla í Dallas. Þá voru þeir þætt- ir í sjónvarpinu. Ekki hefði mér dottið í hug að tveimur mánuðum eftir að ég missi föður minn, Matthías Vilhjálmsson, værir þú farinn frá okkur líka. Hvað lífið getur verið óréttlátt. En ég vitna í orð mömmu minnar þegar pabbi dó: „Maður verður líka að skila því sem maður hefur fengið að láni.“ Og meinti hún að lífið er bara fengið að láni. En vegir guðs eru órannsakan- legir. Þú hefur verið veikur í nokk- ur ár og held ég að þú hafir verið hvíldinni feginn. Nú þegar þið báð- ir eruð farnir er allt svo tómt. Tengdapabbi var góður maður. Hann gat verið þrjóskur en ekki var húmorinn langt undan. Alltaf var gott að koma í sveitina á sumr- in og hlökkuðum við öll til að koma. Eitt man ég alltaf. Það var þegar ég ákvað að hætta að reykja. Það var eitt sumarið og hann seldi einn hrút. Jósef kemur til mín og réttir mér andvirði hrútsins og segir: „Ég er stoltur af þér og ég vil verð- launa þig með þessu.“ Ég man að ég ætlaði aldrei að byrja aftur því þá myndi ég skammast mín það sem eftir væri. Það fór nú öðravísi, en ég reykti aldrei fyrir framan hann. Svo kemur upp í hugann þegar við Jökull létum skíra strákinn okkar Jósef Matthías. Þú varst ekki hrifinn af að halda börnum undir skírn en þú varst búinn að gefa samþykki þitt. Svo þegar í kirkjuna var komið vildir þú ekki, en ég lét þig fá barnið í hendurnar og er það eina bai’nið sem þú hefur haldið á. Ég held bara að þú hafir verið hálfsmeykur en þetta gekk bara svo vel og ég held að þú hafir verið mjög stoltur af þessu eftir á. Elsku Jósef, það var gott að fá að þekkja þig og Möggu tengda- mömmu og hef ég alltaf sagt að það hefði ekki verið hægt að fá betri tengdaforeldra. Þið vorað alltaf svo góð við bömin okkar þegar þau voru að koma í sveitina á sumrin. En nú ertu farinn frá okkur og verður skrítið að koma á Vopna- fjörð og enginn afi að heimsækja á elliheimilið. Að leiðarlokum vil ég, Jósef minn, þakka þér fyrir góð- mennsku þína í minn garð og barna minna. Elsku Magga tengdamamma og amma, guð veri með þér og þínum nánustu. Guð blessi ykkur öll. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt (V. Briem) Þín tengdadóttir Ingibjörg Matthíasdóttir, Danmörku. Elsku afi. Mig langar að skrifa nokkrar línur. Nú ertu farinn frá okkur og það verður tómlegt að koma á Vopnafjörð, en amma er ennþá á elliheimilinu. Það var gott að við komum til Islands í fyrra og gátum kvatt þig. Þú ert búinn að vera veikur í nokkur ár, svo það er gott að þú getur hvílt þig núna. Þú getur farið að spila vist eða leggja kapal með hinum afa mínum sem dó fyrir tveimur mánuðum síðan. Það er skrítið að eiga engan afa meira, en tvær ömmur. Ég man í fyrra þegar við komum til þín í heimsókn og við komum að rúminu þínu, þú hélst að ég væri Gunna Magga, stóra systir mín. Við eram svolítið líkar en þú mundir eftir henni á mínum aldri. Þú varst farinn að heyra ansi illa, en þú mundir eftir öllu sem gerðist í kringum þig. Mik- ið hef ég oft hugsað til þín eftir að við fluttumst til Danmerkur, sér- staklega á sumrin þegar heyskapur- inn er í fullum gangi. Það kemur upp í hugann minning frá því að ég var sex eða sjö ára gömul. Þá leyfðir þú mér að fara á hestbak en amma var ekki alveg á því. Henni fannst ég vera of ung, en þú hafðir gaman af þessu. Elsku afi, þín er sárt saknað en þú mátt trúa því að ég á eftir að segja litla bróður mínum, honum Alexander Má, frá þér þegar hann stækkar. Hann er bara þriggja ára gamall og man ekki svo mikið eftir þér. Elsku Magga amma, megi guð vera með þér. Með þér leið mín lá um liljum skrýdda grund, já, þér muna má ég marga glaða stund; þú ert horfrnn heim, ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. Iris Maggý Jökuls- dóttir, Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.