Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝJAR STJÓRN- UN ARAÐFERÐIR IEVRÓPU er nú mjög um það rætt, að bandarískar stjórnun- araðferðir, bandarísk viðhorf til hluthafa og bandarísk vinnu- brögð almennt í viðskiptalífinu, séu að ryðja sér til rúms í Evr- ópulöndum. Auðvitað er ljóst, að stjórnunaraðferðir og hug- myndir nútímans hafa komið frá Bandaríkjunum á síðustu ára- tugum. En það fer ekki á milli mála, að það eru að verða kyn- slóðaskipti í evrópsku viðskiptalífi og ný, ung og vel menntuð kynslóð er að komast þar til áhrifa, sem leitar fyrirmynda vestan hafs og þá ekki sízt í viðhorfi til hluthafa, þeirra, sem leggja fjár- magn í fyrirtækin. I viðskiptaátökum síðustu mánaða hefur mjög borið á því að evrópsk fyrirtæki hafa leitað til bandarískra lög- fræðinga og bandarískra fjármálaráðgjafa um ráðgjöf í flóknum viðskiptamálum. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á íslenzkt við- skiptalíf, alla vega síðustu tvo áratugi og ekki fráleitt að halda því fram, að stjórnendur Eimskipafélags Islands hf., að frum- kvæði Harðar Sigurgestssonar, forstjóra þess, hafi lengi verið þar í fararbroddi og áhrif frá þeim náð út í viðskiptalífið til fleiri fyrirtækja. En jafnframt hefur ungt fólk með viðskiptamenntun frá beztu viðskiptaháskólum heims, og starfsreynslu frá heims- þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum, komið til starfa á Islandi á seinni árum í vaxandi mæli og mótað nýja starfshætti innan fyr- irtækjanna. Nýr hugsunarháttur og nýjar stjórnunaraðferðir eru þáttur í þeirri velgengni, sem einkennt hefur íslenzkt við- skipta- og atvinnulíf á síðari hluta þessa áratugar. I Morgunblaðinu í gær var fjallað um ný vinnubrögð af þessu tagi í nokkrum atvinnufyrirtækjum. Þegar stjórn Básafells hf. tók ákvörðun um að selja togarann Sléttanes kom fram, að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ýmsir kostir hefðu verið sett- ir inn í reiknilíkan, sem allir hefðu leitt til þeirrar niðurstöðu að splja ætti togarann. í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Ur Verinu, virtist í gær viðtal við eigendur hugbúnaðarfyrirtæk- is, sem nefnist Bestun og ráðgjöf ehf., sem tók við þróun, sölu og þjónustu á rekstraráætlunarkerfí, sem Svanur Guðmundsson, núverandi framkvæmdastjóri Básafells, þróaði í upphafi. í sam- tali við Úr Verinu segja þeir Hálfdan Gunnarsson og Eyjólfur Ingi Asgeirsson m.a.: „Líkanið finnur út hvernig bezt sé að gera út skipin, þ.e. hvaða skip ættu að sækja á hvaða mið, hvaða kvótategundir fyrirtækið ætti að leigja til sín eða frá sér og hvernig bezt sé að haga hráefnisöflun, svo eitthvað sé nefnt. Þannig nær kerfið til heildarskipulagningar sjávarútvegsfyrir- tækja. Líkanið aðstoðar menn við að taka beztu mögulegar ákvarðanir miðað við þær forsendur, sem menn telja sig hafa. I líkaninu eru allir þættir rekstrarins tengdir saman og ef for- sendurnar eru settar réttar inn í líkanið finnur líkanið beztu lausnina." Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hefur verið með nýjustu uppfærslu reiknilíkansins í notkun og framkvæmdastjóri þess, Guðmundur S. Guðmundsson, segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Með líkaninu er fljótlegt að vinna rekstraráætlanir, auk þess sem yfirsýn yfir breytingar sem verða á rekstrinum og áhrif, sem þær hafa verður mun betri. Þegar allar forsendur hafa verið settar inn í líkanið verða allar breytingar einfaldar og fljótlegar. Við notum líkanið mikið við ákvarðanatöku og ég tel, að það hafi hjálpað mikið. Við höf- um sannreynt að kerfið vinni rétt og stundum hafa niðurstöðurn- ar komið okkur á óvart. Við höfum hiklaust breytt rekstraráætl- unum samkvæmt þessum niðurstöðum og það reynzt mjög vel.“ A viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær var skýrt frá því, að tvö íslenzk fyrirtæki, Landssími íslands og Nýherji hefðu nú tekið í notkun þýzkt upplýsingakerfi, sem nefnist SAP/R3 og hefur ver- ið rómað víða um lönd. Þetta upplýsingakerfi leiðir annars vegar til stóraukins aga í vinnubrögðum innan fyrirtækja og hins veg- ar sundurgreinir það kostnaðarþætti með þeim hætti að stjórn- endur fá nýja sýn á það, hvaða þættir í rekstri fyrirtækjanna skila góðri afkomu og hverjir ekki. Það eru framfarir af þessu tagi, sem eru að breyta íslenzkum atvinnufyrirtækjum og leiða til þess að rekstur þeirra verður ag- aðri, hagkvæmari og á allan hátt betri. Það getur kostað blóð, svita og tár að koma þessum kerfum upp en það erfiði skilar sér margfaldlega síðar meir. En um leið og upplýsingakerfi sem þessi leiða til réttari ákvarðana í stjórnun fyrirtækja geta þau líka haft mikla þýðingu við rekstur þjóðarbúsins. Reiknilíkön yfir þjóðarbúskap okkar eru til en líklegt má telja, að það mundi hafa mikla þýðingu ef umtalsverðum fjármunum yrði ráðstafað til þess að fullkomna þau. Það gæti t.d. verið fróðlegt að setja upp slíkt reiknilíkan fyrir íslenzkan sjávarútveg í heild í tengslum við þjóðarbúskap- inn og prófa þar hugmyndir á borð við þær, sem svo mjög hefur verið deilt um í tengslum við auðlindagjald og aðrar breytingar á núverandi fiskveiðistjórnkerfi. Spáð 12% framleiðsluaukningu _ ^ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SVÍNABÚIÐ að Vallá á Kjalarnesi er eitt þeirra sem ætla að stækka verulega við sig á næst- unni með því að reisa nýtt bú í Melasveit. VESTUR-fslend í svínarækt frá 1 við Svína- og alifugla- kjöt orðið vinsælla en kindakjötið SALA á svínakjöti var 19,8% meiri í júní sl. heldur en á sama tíma í fyrra. Sala á „hvítu kjöti“, svína- og ali- fuglakjöti, hefur verið um 6% meiri en á kindakjöti undanfama tólf mán- uði, og er það í fyrsta sinn sem það gerist. Kristinn Gylfí Jónsson, for- maður Svínaræktarfélags íslands, spáir því að ársframleiðslan eigi eftir að komast upp í 5-6.000 tonn innan þriggja ára. „Það er að verða, og verður áfram að mínu mati, mikil aukning í sölu á svína- og alifuglakjöti. Það á enn eftir að verða mikil framleiðniaukning, sem ætti að geta leitt til aukinnar sölu á næstu árum,“ segir Kristinn Gylfi. Kristinn segir að framleiðsla og sala á svínakjöti hafi á síðustu árum haldist vel í hendur og því hafi litlar birgðir myndast. I fyrra varð fram- leiðsluminnkun og salan dróst saman um 1-2%, en samkvæmt framleiðslu- spá Svínaræktarfélags Islands má búast við að minnsta kosti 12% fram- leiðsluaukningu á þessu ári. Miklar fjárfestingar stórra framleiðenda í aukinni framleiðslugetu benda til þess að aukningin muni halda áfram á næstu árum. Fall- þungi sláturgrísa er einnig meiri en áður. Kristinn Gylfi segir að verðlækk- unin hafi átt sér stað hjá svína- bændum frá ára- mótum, en hún hafi ekki skilað sér nægilega vel í verði til neytenda. „I fyrra var meðal- verðið frá framleið- endum um 264,70 krónur á kílóið, en nú er það um 230-235 krónur kílóið. Þetta er 12-14% verðlækk- un en samkvæmt tölum frá Hagstof- unni hefur hún ekki skilað sér í smá- sölunni. Að vísu getur verið að mæl- ingar Hagstofunnar taki ekki tillit til einstakra tilboða." „Það er að verða mjög mikil fram- leiðsluaukning hjá svínabúinu í Undanfarna mánuði hef- ur svína- og alifuglakjöt í fyrsta sinn verið að seljast meira en kinda- kjöt á íslandi, og búast má við því að þróunin gangi lengra í sömu átt. Helgi Þorsteinsson ræddi við Kristin Gylfa Jónsson, formann Svína- ---------------7-------- ræktarfélags Islands, um mikla framleiðslu- aukningu svínabúa sem hafín er og áhrif hennar á kjötmarkaðinn og staðsetningu landbúnað- arframleiðslunnar. TÖLVA sem stýrir fdðurgjöf á svinabúi. Tæknivæðing er einn þeirra þátta sem dregur úr framleiðslukostnaði búanna, en verð frá framleið- endum er nú komið í 230-235 krdnur kíldið. Brautarholti sem er búið að byggja nýtt fimm þúsund fermetra svína- hús,“ segir Gylfi. „Miklar stækkanir eru líka fyrirhugaðar hjá svínabúinu á Vallá, en eigendur þess hyggjast byggja svínabú á Melum í Melasveit. Það má enn nefna verulega stækkun sem er fyrirhuguð á Hýrumel í Borgarfirði, en eldi grísanna hjá þeim og Vallá verður sameiginlegt." Kristinn segir að aukin íramleiðsla sé einnig í vændum hjá búum fyrir austan fjall og í Eyjafirði. „Stækkun- in er aðallega á svæðinu frá höfuð- borginni og upp í Borgarfjörð. Ef fer sem horfir um stækkun svínakjöts- markaðarins og svínabúa á þessu svæði má gera ráð fyrir að þar fari fram 50-60% af framleiðslunni, og ef Suðurland er tekið með í reikninginn 80-85%. Afgangurinn verður að mestu leyti í kringum Eyjafjörð. Framleiðslan færist nær þéttbýlinu. Þetta er spurning um fjarlægð að markaði og aðföng á fóðri og öðrum nauðsynjum." Aukin kjötneysla en kinda- kjötsneysla dregst saman Kristinn spáir því að söluaukning í svínakjöti muni aðallega styðjast við auka kjötneyslu, en einnig verður hún að nokkru leyti á kostnað kinda- kjötsneyslunnar. „Markmið alifugla- og svínabænda er að stækka kjöt- markaðinn. Á undanförnum tólf mán- uðum hefur orðið 6,4% aukning í heildarsölu á kjöti. Neysla kinda- og hrossakjöts fer á hinn bóginn minnkandi. Það er til dæmis mikið áhyggjuefni fyrir sauðfjárbændur að salan dróst saman um 10% í apríl, maí og júní miðað við síðastliðið ár, en þetta eru allt góðir grillmánuðir. Það má búast við að þessi þróun haldi eitthvað áfram, en að söluaukningin í svína- og alifugla- kjöti verði svo mik- il að hún vegi upp á móti því og stækki heildarmarkaðinn.“ að kjötneysla hafi í flestum löndum. „Um helmingur heildarneyslunnar í heiminum er svínakjöt, og víða í Evr- ópu og Ameríku er hvíta kjötið með 60-70% markaðshlutdeild. Ég er reyndar ekki viss um að það verði Kristinn segir verið að aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.