Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 75
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga rómantísku gamanmynd-
ina Notting Hill með Juliu Roberts og Hugh Grant í aðalhlutverkum.
Rómantík
í Lundúnaborg
Frumsýning
WILLIAM Thacker (Hugh
Grant) rekur litla ferða-
bókaverslun í Notting
Hill. Hann leigir með hinum sér-
kennilega Spike (Rhys Ifans) sem
hefur helst áhyggjur af því hvaða
bol hann geti klæðst fyrir stefnu-
mót við ógæfusamar stúlkur. Lítið
gerist í bókabúðinni enda ekki sú
vinsælasta í hverfinu þar til stór-
stjarnan Anna Scott (Julia Ro-
berts) gengur einn daginn inn í
búðina. Eins og sönnum Englend-
ingi sæmir hleypur William ekkert
upp til handa og fóta þótt kvik-
myndastjarnan heiðri litlu verslun-
ina hans með nærveru sinni en
hjartað hamast þó í brjósti hans.
Til að róa sig niður ákveður hann
að skjótast eftir ávaxtasafa en á
hlaupunum til baka í búðina rekst
hann á Önnu og allt hellist yfir
hana. Nú eru góð ráð dýr!
Gamanmyndin Notting Hill hef-
ur dregið að sér áhorfendur í
Bandaríkjunum frá því hún var
frumsýnd þar í lok maímánaðar og
hefur verið talað um hana sem
helsta sumarsmellinn vestanhafs á
léttari nótunum. Leikstjóri mynd-
arinnar, Roger Michell, hefur
starfað mikið í leikhúsi, sjónvarpi
og í kvikmyndum. Leikstjóm hans
á Persuasion sem byggð var á
samnefndri skáldsögu Jane Aust-
en vann til BAFTA-verðlaunanna
og var fyrsta myndin af mörgum
eftir sögum Jane Austen sem
flykktust á markaðinn í kjölfarið.
Handritshöfundurinn Richard
Curtis hefur skapað sér nafn sem
einn helsti höfundur gamanefriis í
Bretlandi. Fyrsta verk hans fyrir
sjónvarp voru gamanþættimir „Not
The Nine O’Clock News“, en á eftir
fylgdu „Blackadder“-þættimir með
Rowan Atkinson í aðalhlutverid en
sú þáttaröð vann til verðlauna bæði
í Bretlandi og í Bandaríkjunum. I
samvinnu við Atkinson skrifaði
Cm'tis síðan Bean-þættina, en hann
skrifaði einnig handritið að kvik-
myndinni um Bean sem naut
óhemjuvinsælda. Síðan fylgdu gam-
anþættimir Vicar of Dibley sem
sýndii- hafa verið hérlendis í sjón-
varpi. Önnur kvikmynd hans var
Fjögur brúðkaup og jarðarför, en
þar fór Hugh Grant með aðalhlut-
verkið á móti Andie McDowell.
Hugh Grant snýr aftur á svipað-
ar slóðir og hann var á í myndinni
Fjögur brúðkaup og jarðarför en
það hlutverk skaut honum upp á
stjörnuhimininn og hlaut hann
Golden Globe-verðlaun fyrir leik
sinn í myndinni. Julia Roberts er
ein hæst launaða leikkonan í
Hollywood um þessar mundir og
hefur tvívegis verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.
Næst mun Julia leika á móti Ric-
hard Gere í myndinni „Runaway
Bride“ sem verður frumsýnd síðar
á árinu.
AJULIA Ro-
berts og Hugh
Grant fara með
aðalhlutverk
Notting Hill.
►BÓKASALINN
og stórstjaman
kynnast.
' Brúðhjón
Allur borðbiínaður - GIísíIcij gjdfavara Briiðbjónalisfar
, VERSLUNIN
Laugíivegi 52, s. 562 4244.
Malbik endar,
malarvegur tekur við.
Sýnum aðgát!
4
^ínxwi,/t
UMFERÐAR
RÁÐ
\
„VERSLÓ DROPP“
Utsalan
á fullri ferð
mikið úrval
Vindbuxur
Anonakkar
Peysur
Vindjakkar
Strigaskór
Bolir 2 stk.
Gallabuxur
oími COO H7HO
Kringlunni, sími 533 1718.
Hljóðfæra- og sönghátíð „FOLKFESTIVAL“ í Árnesi,
Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina.
Dagskrá 30. júií-2. ágúst 1999
Föstudagur 30. júlí
Blái fiöringurinn verður klár í slaginn um miönætti og það veröur trallaö og sungiö fram undir morgun.
Dansleikur í Félagsheimilinu Árnesi frá kl. 24.00.
Laugardagur 31. júlí
Kl. 13.00 Samspilsæfingar
Ný lög lærö. Knattspyrna, leikir, grill, hestaferðir, samsöngur o.s.frv. ...æfingin skapar meistarann...
Kl. 13.30 „Með fjallræðuna í farteskinu"
Gengiö verður frá Stöng í Þjórsárdal. Lestur hafinn á Fjallræöunni og síðan lagt af staö undir sálmasöng áleiðis
í Gjána. Bænastund verður í Gjánni um miöbik göngu og síðan haldiö til baka til Stangar. Þessi gönguferö tekur
um eina og hálfa klukkustund og er öllum heimil þátttaka ...gott aö huga aö almættinu...
Kl. 16.00 Tónleikar íslenska tríósins
Eydís Fransdóttir, óbó, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott og Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, píanó
...einstök ánægja, flott hljóðfæri...
Kl. 17.00 Wilma Young og þaö sem henni hefur tekist aö skrapa saman á staðnum, vááááá...
Kl. 18.00 Kvöldverðarhlé .tilboð ÍÁrnesi —« «— —* -■ ■*“ T" mm “1
Kl. 20.00 Vfsnakvöld: Dúó Islandioa sljórnar - aSe*™Sm™“kust»nd a6 aka |
Kl. 21.00 Sukkaf.-.beinstífir og flottir... frá Reykjavík í gegnum Selfoss og upp í
Kl. 22.00 Kuran Swing...tjútt... Árnes...sama leið og upp aö Flúðum. j.
Kl. 23.00 Bubbi Morthens...verbúðarmaðurinn...
Kl. 24.00 Blái fiðringurinn .bingó!
Kl. 03.00 Lýkur formlegri dagskrá...rómantík, elskulegheit og vinátta...
Á milli atriða verður jammað.
Sunnudagur 01. ágúst_____________________; ú
Kl.13.00 Samspilsæfingar
Ný lög lærð. Knattspyrna, leikir, grill, gönguferðir, samsöngur...gott tækifæri til að komast í „grúbbu" eöa „lið“
Kl. 16.00 Tónleikar Strengjatríósins
Kristín Björg Ragnarsdóttir, fiöla, Valgeröur Ólafsdóttir, lágfiðla og Sólrún Sumarliðadóttir, selló.
...gott til íhugunar: Hvaö er strengjatríó?
Kl. 17.00 Barnalögin
Leikið og sungiö veröur meó börnum. Wilma Young og hjálparmenn...þetta er fjölskylduvænt,
gerumst börn á ný!
Kl. 18.00 KvÖldverðartÓnlÍSt...sértilboö í Árnesi
Stefán Örn Arnarson og Marion Herrera leika á selló og hörpu...flottur matur og rautt meö.
Kl. 20.00 Barnalögin .tekin með „bandi“ og öllum tilheyrandi „hreyfingum"...
Wliöaverði verður stillt
mjög í hót og kostar aðeins
300 kr. á dansleikinn^ j
Imm mmm mm mmm mmm mmm
Kl. 03.00 Lýkur formlegri dagskrá...rómantík...söngur, svefn...???
Á milli atriða verður jammað.
MUNIÐ SONGBÆKURNAR!
Askiljum okkur rétt á fyrirvaralausri dagskrárbreytingu og viðbótum.
Allar nánari upplýsingar veitir:
ÞÚSUND ÞJALIR - Umboösskrifstofa listamanna Austurstræti 6,101 Reykjavík
Símar 552 4022 / 898 0120 • Fax 552 4065 • Netföng olit@1 OOOth.is / siggi@1 OOOth.is
Veffang: http://www.1000th.is
Kl. 21.00 Bjartmar Guðlaugsson...listmáiari...
Kl. 22.00 The EYOS...Kerlingarfjallastemmningin...
Kl. 23.00 KK...Sir KK, vegbúinn sjálfur...
Kl. 24.00 Geirfuglamir .halda uppi merkinu...
Kl. 01.00 Biái fiðringurinn . í stuði og viö öii hin...
tr