Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir 4 é • i ö 1 1 3 v í 7' w W i | I ?! i§ H ti' ‘4 V/IOLIN LE550N5; 5PANI5H LE550N5;DANCE LE550N5, 5U/IMMINO LE550N5 ANP READ"D0N QUIKOTE77 60 BACK IN AND CL05E THE DOOR,MAI?CIE..I/LL JU5T 5TANP HEKE.. Hæ, Magga...nokkur áform varðandi sumarið? Fiðlutímar, spönskutímar, danstímar, sundnámskeið og lesa “Don Quixote” Farðu aftur inn, Magga, og lokaðu dyrunum á eftir þér..ég ætla bara að standa héma.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fæðingardagur Kjarvals Frá Braga Asgeirssyni: MIÐVIKUDAGINN 21. júlí birtist vinsamlegt og upplýsandi lesenda- bréf frá Evu Ragnarsdóttur, þar sem hún leiðréttir skrif í grein minni er að meginhluta fjallaði um skottúr á fæðingarslóðir Kjarvals í Meðal- landssveit. Fram kom að Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum sýndi mér og félögum gamla afmælisdagbók með áritun málarans 7. nóvember, en samkvæmt kirkjubókum á hann að vera fæddur 15. október, kemur sömuleiðis og athugasemdalaust fram í ævisögu málarans eftir Ind- riða G. Þorsteinsson. Höfðum við sérstaklega gaman af þessu fyrir þá sök hvaða vísu hann skrifaði undir og hina vísuna sem hann að okkar giskan vildi síður festa nafn sitt við, var það tilefni saklausra hnippinga og gamanmála. Kjarval gat verið óútreiknanlegur, var með háttum sínum umfram alla aðra málara lagið að vekja á sér athygli. Þá var hann flestum opinskárri á opinberum vett- vangi um það sem honum fannst miður fara í umhverfinu, var í þá veru fagurkeri og náttúrufriðunar- sinni út í fingurgóma. Margur rök- þrota bregst iðulega við slíkri orð- ræðu á þann veg að telja sig ofsótta og vilja meina að viðkomandi sé eitt- hvað brenglaður, slíkt þekkist enn þrátt fyrir allar „framfarir“. En nú vitum við að Kjarval var sjáandi á framtíðina og hafði oftar en ekki rétt fyrir sér í skrifum sínum. Eitt nær- tækt dæmi; þá gamla Morgunblaðs- húsið á Austurstræti var fjarlægt og Kvennaskólinn, Austurvöllur, AI- þingishúsið og Dómkirkjan blöstu við sjónum manna. Hvílík opinberun! Kjarval barðist hatrammt gegn byggingu húsalengjunnar á sínum tíma og taldi réttilega skammsýn gróðaöfl vera að loka fyrir friðhelgt opið svæði og fagra sýn. Segir okkur hve ríka tilfinningu hann hafði fyrir lífsrými í vaxandi þéttbýli. En mál málanna er, að ég hafði ekki hugmynd um söguna að baki fæðingardeginum, sá ei heldur sjón- varpsþáttinn um Eyjólf á Hnausum, og hefði ekki komið til hugar að Listsýning Ljósmyndari Kaldal. Jóhannes Sveinsson Kjarval. leggja þetta fram á þann hátt sem ég gerði ef ég hefði vitað betur, í öllu falli formað skrifin öðruvísi. Sjálfur átti ég fyrir margt löngu afmælis- dagbók með málsháttum og á vafa- laust einhvers staðar enn, og kom þá fyrir að einstakir vildu alls ekki skrifa undir suma þeirra, eins og t.d. Hurðin snýst á hjörum en letinginn í hvílu sinni (!), og er sú síða auð. Nú veit ég eins og aðrir að kirkju- bókum er ekki alltaf treystandi og þekki nærtæk dæmi þess, stundum fórst fyrir að skrifa nöfnin niður strax og gleymdist svo, þannig að ekki alltaf sallaklár getspekin réði er til kom og gat munað allt að heilu ári! Efast ekki eitt augnablik að Eva Ragnarsdóttir hafi mikið til sína máls og að 7. nóvember muni að öll- um líkindum fæðingardagur Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals, og hann hafi ritað nafn sitt við réttan mánað- ardag í öllu falli góðri meiningu. Ber mér að biðjast velvirðingar á fáfræði minni, þar fyrir utan deili ég satt að segja skoðun Evu um nútíma sagn- fræði, einkum hinnar póst- módernísku sem nær ekki lengra aftur óbrengluð en til 1970 ... BRAGI ÁSGEIRSSON Slunkaríki Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: HANN kemur frá Austurríki og er listamaður að atvinnu. Kemur til ís- lands með fylgd- arliði, eiginkonu og dóttur, og vin- konu norskri, sem bæði málar og tekur listrænar ljósmyndir sem minna á málverk frekar en ljós- myndir. Eigin- konan gæti verið ítölsk vegna útlits, glæsileg en ómontin, og sigrar allt með nærveru. Dóttirin ennþá í menntaskóla og líkist föðumum. Sjálfur er hann stríðsmannslegur, enda voru bæði faðir hans og afi at- vinnumenn fyrir þýzkara í hernaði (sleppum swastikunni!). Nú er þessi kvartett hér á Islandi og heldur list> sýningu í þessu heimsþekkta galleríi sem kallast Slunkaríki (fáir vita hvað þetta þýðir, enda skiptir það kannski ekki svo miklu máli). Sýning þessa fjóreflda liðs frá Ostereich er viðburður. Aukinheldur er hún lituð tveim öðrum listamönn- um, honum Pétri Guðmundssyni, sem er ofboðslega flinkur teiknari og vaxandi kúlöristi (þekkti persónulega fóður hans sem var ágætismaður en afar langt til hægri í pólitík - það er önnur saga). Svo er það kvenmaður frá ísafirði sem sýnir afar frumstæð en yfirlætislaus verk, hvorki málverk né skúlptúr, heldur eitthvað sem hún sækir beint til náttúrunnar, til sjáv- arins eins og allur lífskraftur þeirra Vestfirðinga lýsir sér í orði og verki. Hafið er eins og eilífð, deyr aldrei. Svo er guði fyrir að þakka. Þetta er bráðskemmtileg listsýn- ing, sem er óvanalegt á Islandi í seinni tíð. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, listamaður. Steingrímur ST. TH. Sigurðsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.