Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 49 + Inga Erlends- dóttir var fædd að Auðólfsstöðum í Langadal 29. októ- ber árið 1910, en fluttist ung með for- eldrum sínum að Hnausum í Austur- Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 15. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Þorsteinsdótt- ir (f. 29. maí 1879) frá Grund í Svínadal og Erlend- ur Erlendsson (f. 20. júní 1874) frá Skálholti í Biskupstungum. Systkini: Guðbjörg, f. 17.11. 1901; Jóhanna, f. 16.3. 1905; Ei- ríkur, f. 12.9. 1906; Þorsteinn, f. í febr. 1908; Aðalheiður Erlends- dóttir Samso, f. 20.3. 1912; Guð- rún, f. 19. 10. 1914; Jakob, f. 8.2. 1916; Sigríður, f. 3.7. 1917. Á lífi eru þrjár yngstu systumar. Hinn 12. ágúst 1939 gekk Inga að eiga Borgþór Björnsson (f. 5. apríl 1910 - d. 4. júlí 1996) frá Gijótnesi á Mel- rakkasléttu. Börn Ingu og Borgþórs eru: 1) Jóhanna, f. 1. ágúst 1940, kennari. Maki hennar er Haukur Bjarnason, f. 4. maí 1934, lög- fræðingur. Börn þeirra em: Bjarni, f. 5. september 1969, lögfræðingur í sam- búð með Helgu Dögg Björgvins- dóttur, f. 9. apríl 1974, bók- menntafræðingi; Þór, f. 19. mars 1972, stjórnmálafræðingur í sambúð með Lilju Aðalsteins- dóttur, f. 7. júní 1973, lögfræð- ingi; og Araór Gauti, f. 5. ágúst 1982, nemi. 2) Baldur Björn, f. 3 febrúar 1947, húsgagnasmiður. 3) Erlendur, f. 10. mars 1951, framkvæmdastjóri. Maki hans er Oddbjörg Friðriksdóttir, f. 29. júní 1953, skrifstofumaður. Börn þeirra em: Guðjón Þór, f. 15. ágúst 1970, arkitekt (móðir Sigrún Marínósdóttir); Elmar Þór, f. 8 maí 1978, nemi og Steinar Örn, f. 18. maí 1981, nemi. 4) Margrét, f. 15. nóvem- ber 1953, flugfreyja. Maki henn- ar er Grétar Magnússon, f. 7. október 1945, verktaki. Böm þeirra em: Borgþór, f. 16. októ- ber 1977, háskólanemi, unnusta Björk Baldvinsdóttir, f. 24. sept- ember 1978, háskólanemi; Inga Rún, f. 2. ágúst 1982, nemi og Grétar Atli, f. 5. nóvember 1988, nemi. Eftir fermingu fór Inga til Reykjavíkur til móðursystur sinnar, Jóhönnu Þorsteinsdóttur handavinnukennara, sem kost- aði hana til náms. Inga lauk prófi frá Verslunarskóla Islands árið 1929, vann um skeið hjá út- gerðarfyrirtækinu Max Pemperton, fór svo til Edin- borgar í Skotlandi og stundaði þar nám í eitt ár við verslunar- háskóla. Eftir heimkomuna vann hún í sjö ár á skrifstofu Tóbakseinkasölu rikisins. Utför Ingu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. INGA ERLENDSDÓTTIR Látin er elskuleg tengdamóðir mín, Inga Erlendsdóttir. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég kynntist þeim heiðurshjónum Ingu og Borgþóri Björnssyni fyrir um það bil 25 árum, þegar ég kom í fylgd yngri dóttur þeirra á fallega heim- ilið þeirra í Kópavogi. Það má með sanni segja að vel hafi verið tekið á móti mér, hlýlegt viðmót þeirra gerði mér þessa stund yndislega og jafnframt ógleymanlega. Inga vár fædd á Auðólfsstöðum í Langadal en flutti ung að Hnaus- um í A-Húnavatnssýslu þar sem hún ólst upp, en fjórtán ára að aldri yfirgaf hún æskustöðvarnar og hélt til Reykjavíkur til náms. Þar lauk hún verslunarprófi frá Verzlunarskóla Islands, prófi sem hún alla tíð var stolt af. Hún stundaði einnig framhaldsnám í verslunarfræðum í Bretlandi. Dvölin í Reykjavík átti eftir að lengjast, þar kynntist hún ástkær- um eiginmanni sínum, Borgþóri, sem hún átti eftir að deila lífi sínu með, þar til hann dó fyrir þremur árum. Inga og Borgþór hófu bú- skap sinn í Reykjavík en fluttu síð- an í Kópavoginn þar sem þau byggðu sér hús af miklum stórhug og myndarskap, þar leið fjölskyld- unni vel. Það er margs að minnast á langri samferðasögu en efst í huga mínum nú er frásögn hennar af ferðinni til Rómar sem þau hjónin fóru fyrir nokkrum áratug- um, sú ferð var henni einkar hug- leikin. Einnig vetrarkvöldin við ar- ineld þar sem Inga sat við hann- yrðir en þar naut hún sín vel. Lífs- ganga hennar tók óvænta stefnu fyrir tæpum 18 árum þegar hún veiktist af þeim sjúkdómi sem átti eftir að fylgja henni til dauðadags. í veikindum sínum sýndi hún mik- inn styrk og aldrei heyrði ég hana kvarta yfir þessum breyttu að- stæðum. Inga var skáti frá unga aldri og naut þess að vera í góðum félagsskap gömlu skátafélaganna. Einnig var hún í fjölskylduklúbbi sem var félagsskapur systra henn- ar og dætra þeirra. Þær komu saman nokkrum sinnum á ári og hafði hún mikið gaman af þeim samverustundum. En heilsu Ingu hrakaði og síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún naut um- önnunar frábærs starfsfólks sem á svo sannarlega þakkir skilið fyrir óeigingjamt starf. Henni leið vel þar og oft hafði hún á orði að sér liði eins og prinsessu. Elsku Inga mín, það er komið að kveðjustund, ég þakka þér samfylgdina sem var mér ánægjuleg og þroskandi. Ég minnist þess ekki að okkur hafi orðið sundurorða eitt einasta skipti síðan leiðir okkar lágu sam- an fyrir um 25 árum. Einnig þakka ég þér þá ástúð og umhyggju sem þú sýndir börnum mínum. Síðasti sunnudagur lífs þíns mun seint líða mér úr minni, þá komum við, ég og yngri sonur minn, í heimsókn í fal- lega herbergið þitt og þú sagðir okkur frá aðgerðinni á augunum þínum sem hafði tekist svo vel og að þú værir aðeins farin að sjá aft- ur; þér leið svo vel. A þeirri stundu var ég þess fullviss að hugur þinn var hjá ástkærum eiginmahni sem beið eftir þér á æðri stöðum. Ég veit að hann hefur nú þegar tekið vel á móti þér. Kæra fjölskylda, ég veit að missir ykkar er mikill en minningin um góða móður, tengda- móður, ömmu og systur mun hlýja ykkur um hjartarætur um ókomin ár. Megi algóður Guð styrkja ykk- ur í hinni miklu sorg. Ég votta öll- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn tengdasonur, Grétar Magnússon. Elsku amma mín. Nú ert þú farin frá okkur og komin til Borgþórs afa sem hefur alveg örugglega tekið mjög vel á móti þér og nú eru þið komin sam- an til þaradísar og verðið þar sem eftir er. En núna þegar ég hugsa um allar minningamar sem ég á um þig er þessi ein sú minnistæð- ust. Þegar ég kom til þin um miðj- an júní þá var fallegur sumardagur og þú varst búin að vera mikið veik síðastliðna daga en þennan dag varst þú svo hress og hlóst mjög mikið. Ég kom með gular rósir til þín og allt herbergið ilmaði af rósa- lykt og þú sagðir að þér liði eins og þú værir úti í sveit umkringd fal- legum blómum, þér leið svo vel og við töluðum saman alveg heillengi um allt milli himins og jarðar og hlógum saman og alltaf sagðirðu mér að halda áfram að tala vegna þess hve þér fannst svo gaman og alltaf leiðréttirðu mig ef ég talaði eitthvað vitlaust enda varstu ekki í Verzlunarskóla Islands fyrir ekki neitt. Þessar minningar og margar fleiri koma upp í huga mér núna og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þennan tíma og fá að vera eina prinsessan þín og nafna. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði en þú munt alltaf t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR, Þingvallastræti 29, áður húsfreyja á Arnarhóli, sem lést laugardaginn 24. júlí sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju á morgun, föstu- daginn 30. júlí, kl. 10.30. Kristinn Sigmundsson, Hörður Kristinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Birgitte Kristinsson, Hallmundur Kristinsson, Anna Lilja Harðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNUR G. K. DANÍELSSON fyrrverandi skipstjóri, Víðilundi 20, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli, mánudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Guðmunda Pétursdóttir, Guðmundur Finnsson, Hallbera Ágústsdóttir, Valur Finnsson, Arna Dóra Svavarsdóttir, barnabörn og langafabörn. eiga stóran hlut af hjarta mínu. Þín nafna, Inga Rún. Mér varð mjög þungt fyrir hjarta þegar við bræðurnir vorum staddir eriendis fyrir rúmum tveimur vikum er móðir okkar hringdi og tjáði okkur að Inga amma væri látin. Auk þess var það þungbært að geta ekki staðið við hlið móður okkar og stutt hana á þessari erfiðu stundu. Á heimili Ingu ömmu og Borgþórs afa á Mánabrautinni var alltaf gott að vera. Þar var ávallt pláss fyrir ást, umhyggju og prakkarastrik. Eru það ófáar dýrmætar minningar sem fljúga upp í huga manns þegar litið er til baka. Þegar við krakk- arnir vorum búnir að fá nóg af bar- dúsinu með afa var alltaf eitthvað heitt og gott á boðstólum hjá ömmu í eldhúsinu. Eftir matinn kúrðum við síðan í sófanum hjá afa og hlustuðum á „gömlu gufuna“ á meðan amma prjónaði. Eftir því sem árin liðu og maður þroskaðist rökræddum við amma oft um heima og geima en hún var ávallt vel inni í fréttum, innlendum sem erlendum. Þá átti hún ávallt góð ráð ef til hennar var leitað. Ástin sem var milli ömmu og afa leyndi sér aldrei. Nú eru erfið veikindi ömmu loks að baki. Minningin um yndislegu Ingu ömmu sem var svo hjartgóð, vel að sér á mörgum svið- um og helgaði fjölskyldunni líf sitt lifir í hjarta okkar. Tifhugsunin um það að nú séu amma og afi saman á ný gerir sorgina léttbærari. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hvers kyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr.) Þinn dóttursonur, Þór. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi. 0 þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. (GEV.) Þegar ég minnist Ingu minnist ég konu sem mér fannst bera svip- mót hefðarkonu, mér fannst öll framkoma hennar vera þess eðlis. Hún var ákaflega virðuleg og hátt- vís, ræðin og skemmtileg í sam- skiptum við aðra, alltaf tilbúinn að ræða þau mál sem helst bar á góma hverju sinni, hvort sem þau voru að gerast hér heima eða erlendis. Inga var myndarkona til orðs og æðis, alltaf vel og fallega klædd og heim- ili hennar vel búið húsgögnum sem báru með sér virðuleik og hiýju. Inga eignaðist þann mann sem var henni samstiga í því að heimilið bæri vott um að það höfðu verið samhent hjón sem það byggðu upp og ætluðu að njóta þess virðuleika sem það hafði upp á að bjóða. Inga var Húnvetningur að ætt, þar ólst hún upp í fallegri sveit sem hefur eflaust mótað hennar lífs- mynstur í þá veru að bera virðingu fyrir landi sínu og þjóð sem hún og gerði í ríkum mæli. Inga átti við vanheilsu að stríða í mörg ár, það bar hún á undraverð- an hátt en ofan á hennar sjúkdóms- raunir verður hún fyrir þeirri þungu sorg að missa sinn lífsföru- naut sem sýndi henni svo mikinn skilning og kom svo vel til móts við hennar þarfir þegar hún þurfti þess mest með. Ekki efast ég um að þetta hefur verið þung raun fyr- ir hana að bera en þann harm bar hún með stillingu og æðruleysi en hefur eflaust þráð þann endurfund sem nú er fenginn og ekki efast ég um að vel hefur verið á móti henni tekið. Inga eignaðist fjögur mann- vænleg börn sem öll hafa komið sér vel áfram í lífinu. Níu voru barnabörnin orðin, allt myndar- fólk. Við hjónin þökkum Ingu sam- fylgdina og söknum góðrar konu sem varð á vegi okkar hjóna þegar börn okkar ákváðu að ganga lífs- brautina saman og giftast. Það fer vart framhjá neinum að falleg mannleg samskipti er það besta sem hver og einn skilur eftir að loknu þessu lífi og svo sannar- lega gerði Inga það. Hún skilur eft- ir minningar sem aldrei gleymast þeim sem fengu að njóta samvista við hana. Nú ert þú horfin í himinsins borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið heimilið er, þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, Ó Jesú hjá þér. (Ingibj. Jónsd.) Við hjónin viljum að endingu þakka Ingu góð kynni á liðnum ár- um og biðjum henni Guðs blessun- ar á ókunnum vegum. Magnús Þór. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN PÉTUR SIGURJÓNSSON bifreiðarstjóri frá Heiðarbót, Uppsalavegi 9, Húsavik, lést þriðjudaginn 27. júlí á sjúkrahúsinu Húsavík. Jarðarförin auglýst síðar. Kristbjörg Héðinsdóttir, Helga Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hjördís Stefánsdóttir, Haukur Tryggvason, Héðinn Stefánsson, Hjördís Garðarsdóttir, Sigurjón Pétur Stefánsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + HELGIBJARNASON, Ásgarðsvegi 15, Húsavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson, Bjarni Hafþór Helgason, Laufey Sigurðardóttir, Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.