Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 47 SIGURÐUR SIGURÐSSON + Sigurður Sig- urðsson (Cító) var fæddur í Vest- mannaeyjum 17. desember 1930. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steindór Sig- urðsson og Helga Sigurðardóttir. Hann ólst u'pp hjá móðurömmu sinni og afa, þeim Onnu Pálsdóttur og Sig- urði Sigurðssyni skáldi frá Arnarholti. Systir hans er Dóra Fulton sem búsett er í Bandaríkjunum og hálfsyst- ir hans samfeðra Sæunn Stein- dórsdóttir. Hinn 20 janúar 1959 kvæntist Sigurður Guðbjörgu Krisljáns- dóttur, f. 27.6. 1933. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurður Sigurðsson, f. 5.11. 1957, kvæntur Barbro Glad og eiga þau fjögur börn. 2) Krist- ján Sigurðsson, f. 15.1. 1962, í dag kveðjum við pabba okkar, Sigurð Sigurðsson, Cító eins og allir kölluðu hann. Einhvem veginn átt- um við ekki von á að það yrði svo fljótt því þú hafðir ennþá svo margt að gefa. Þegar við nú setjumst niður til að skrifa nokkur kveðjuorð hrannast minningarnar upp. Aldrei gleymum við fjölskyldukvöldunum á flmmtu- dögum. Þar sátum við saman og spiluðum, leystum þrautir og keppt- um í öllu milli himins og jarðar, því keppnisandinn er mikill hjá okkur og öllum líkaði illa að tapa. Ekki gleymum við því heldur hvað þú fylgdist vel með okkur í íþróttunum, því á þeim dögum var ekkert sérstaklega algengt að for- eldi-ar kæmu á kappleiki barna sinna. Auðvitað hlaust þú að hafa mikinn áhuga á íþróttaiðkun okkar, sjálfur fyrrverandi íslandsmeistari í knattspyrnu með Val, snillingur í snóker og liðtækur í mörgum öðr- um íþróttagreinum. Ennþá munum við hvað við vorum stolt af þér þeg- ar við vorum að leika okkur í snóker og gátum fengið þig með og fyrr en varði voru komnir áhorfendur sem fylgdust með þessum fullorðna manni sem spilaði svo vel. Aldrei munum við heldur gleyma þegar þú tókst upp gítarinn, spilaðir fyrir okkur og söngst, en það gerðir þú gjarna á hverjum degi því tónlistar- hæfileikana hafðir þú hlotið í vöggu- gjöf frá móður þinni og ömmu, sem báðar voru píanóleikarar. Þegar við fluttumst að heiman var þetta eitt af því sem við söknuðum mest, því fátt var notalegra en leggjast til svefns og heyra þig spila og syngja í stofunni. Fjölskyldan var alltaf númer eitt hjá þér og eftir að bamabörnin komu til sögunnar var fátt skemmtilegra fyrir þau en að fá afa í heimsókn. Enginn var duglegri að spila, leika sér í fótbolta eða syngja og tralla. Þótt við gætum skrifað svo ótal- margt vitum við að það hefði verið þér á móti skapi að teygja lopann, því þannig varst þú ekki. Þú varst alltaf hreinn og beinn og ætlaðist til að aðrir væru það líka og trúðir alltaf á það besta í hverjum manni. Við minnumst þess líka að fáir voru þrjóskari en þú þegar þú hafðir myndað þér skoðun á ein- hverju og það var alveg sama hvemig reynt var að sannfæra þig, það gekk bara ekki. En svona varstu og ekki hefðum við viljað hafa þig öðruvísi, því fáir voru stoltari af föður sínum en við; allir þekktu þig og bám þér gott orð. Ungir fóram við elstu bræðumir að vinna hjá þér á verkstæðinu og við minnumst þess enn hve vel var haldið áfram í vinnunni, reglulegir kaffitímar þekktust lítið og þá sjaldan að pásur vora teknar mátti kvæntur Láru Guð- rúnu Agnarsdóttur og eiga þau þijú börn. 3) Rúnar Sigurðsson, f. 26.8. 1964, i sambúð með Maríu Ýr Vals- dóttur og eiga þau tvö börn. 4) Anna Sigurð- ardóttir, f. 25.5. 1968, í sambúð með Bjarka Val Bjarnasyni. Sigurður ólst upp í Reykjavík. Hann hlaut almenna skóla- göngu og lauk síðan námi í skósmiði frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem skó- smíðameistari í Reykjavík og Hafnarfirði þar til hann var um fimmtugt. Síðan réðst hann til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og starfaði fyrst við Sundhöll Hafn- arfjarðar og siðasta áratuginn sem forstöðumaður íþróttahúss- ins við Strandgötu í Hafnarfirði. títför Sigurðar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. heyra þig segja: „Væri nú ekki ráð að setja í þriðja gír?“ Gælunafnið þitt Cító, sem allir þekktu þig undir, er komið úr lat- ínu, en það gaf afi þinn, Sigurður Sigurðsson skáld frá Amarholti, þér ungum að áram. Það mun þýða eitthvað í námunda við fljótur eða snöggur og það lýsti þér vel. Ekki var beðið með það til morguns sem hægt var að gera í dag. Við krakkarnir voram og eram stolt af því að bera nafnið þitt, Cító- fjölskyldan í Hafnarfirði. Elsku mamma, megi Guð blessa þig og styrkja þessa erfiðu daga. Sigurður, Kristján, Rúnar og Anna Sú sorgarfregn barst mér að með skjótum hætti væri horfinn af sjón- arsviðinu gamall og góður vinur minn, Sigurður Sigurðsson eða Cító eins og hann var alltaf kallaður meðal félaga. Fyrir stuttu er fund- um okkar bar saman sagði hann mér að hann hefði fengið hjartaáfall í fríi á Kanaríeyjum í febrúar sl. Eg var fluttur með þyrlu frá fjallaþorpi beint á spítalann, þetta var eins og „A bráðavaktinni", sagði hann með glettni í augum. Þá minntist ég þess að ég hafði aldrei heyrt þennan mann bera sig illa eða kvarta og því síður bregða skapi þá rúma fimm áratugi sem vinátta okkar hefur staðið. Hugurinn reikar til eftirstríðsár- anna þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, en þá flutti Cító að Klappar- stíg 40 í Reykjavík í næsta nágrenni við mig. Einn daginn birtist þessi strákur með gúmmífótbolta í hönd- um og bauð upp á leik. Hann reynd- ist búa yfir knatttækni sem við strákarnir í hverfinu höfðum aldrei áður kynnst. Þarna var þá kominn liðsmaður úr yngri flokkum Vals og strax tókst með okkur góð vinátta. Cító var alinn upp hjá ömmu sinni, Onnu G. Pálsdóttur píanó- kennara, ekkju Sigurðar Sigurðs- sonar skálds írá Amarholti. Hann nam snemma skósmíðaiðn hjá Þor- láki Guðmundssyni á Klapparstíg 44, en þar hafði ég þá unnið sem sendill um nokkurt skeið. Eg fylgd- ist því spenntur með hvernig fýrsta verkefninu hans reiddi af, en það var að setja nýja leðurhæla undir illa slitna karlmannsskó. Auðvitað gekk verkefnið eins og í sögu því handlægni hans var slík að undrun sætti. Skósmíðaverkstæði Þorláks var ekkert venjulegt, en Þorlákur hafði létta lund og einstakt lag á að tala við fólk. Þarna komu ýmsir kynlegir kvistir reglulega með sín vandamál, töluðu opinskátt og fengu hollráð. Þarna var sem sé öðram þræði rek- in einskonar ókeypis sálfræðiþjón- usta. Oft voru samtöl þessi eins og spennandi framhaldssögur fyrir okkur strákana, við hlustuðum 'með athygli en gættum þess vel að leggja aldrei orð í belg. A vetram stunduðum við skíðaí- þróttina og fóram upp í Valskála í Sleggjubeinsdal um hverja helgi þegar viðraði. Þar var glatt á hjalla og Cító ómissandi með gítarinn enda hafði hann sjálfsagt erft tón- listarhæfileika ömmu sinnar. Hann hafði góða söngrödd og lék af fingr- um fram hljóma í mörgum söng- og dægurlögum og jafnvel jassi þess tíma. Við sungum alltaf fjölraddað og fór það eftir fjölda þátttakenda hverju sinni hvort sungið var tví-, þrí- eða fjórraddað og raddsetning- in fundin upp smásaman á staðnum. Að áliðnum páskahelgum var Cító oft orðinn bólginn og blóðrisa á fmgurgómum eftir gítarstrengina, en áfram hélt hann alltaf án þess að æmta né skræmta. Cító lék í mörg ár með meistara- flokki Vals á vinstri kantinum í framlínunni, eins og sagt var á þeim tíma, en þar nýttist knatttækni hans vel. Mikið og gott félagslíf var í Val á þessum árum með tilkomu félagsheimilisins á Hlíðarenda og þar var spilaður borðtennis, skák, brids og hlustað á músik, a.m.k. einu sinni í viku á vetrarkvöldum. Cító hafði góða hæfileika á öllum þessum sviðum og þó kannski sér- staklega í ballskák (snóker), sem lít- ið sem ekkert var stunduð sem íþrótt á þeim tíma. Cító var gæddur sérstakri næmni sem ekki er öllum gefin og nýttist honum þegar beita þurfti nákvæmni. Cító opnaði eigin skóvinnustofu á Vatnsstíg sem fljótlega varð „mæt- ingarstaður" okkar félaganna í Val, en síðar fluttist hann til Hafnar- fjarðar og rak þar skóvinnustofu um árabil og reisti sér og fjölskyldu sinni myndarlegt heimili að Sævangi 8. A seinni árum gerðist hann umsjónarmaður sundlaugar og síðast íþróttahúss Hauka við Strandgötu. Leiðir okkar lágu lítið saman síðustu áratugina, en stopul- ir samfundir með þeim hjónum Guggu og Cító vora alltaf tilhlökk- unarefni. Með þessum fátæklegu orðum, en ljúfu endurminningum vil ég þakka mínum kæra vini Cító allt það sem hann gaf mér. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra gömlu félaganna, að þar fór drengur góður. Eg vil votta Guðbjörgu og fjöl- skyldunni samúð okkar hjóna og bið Guð að styrkja ykkur í sorg. Einar H. Ágústsson. Það var mánudagsmorgunn og ég fann vin minn hvergi. Hvert hafði hann farið? Ég gafst upp á leitinni en skömmu síðar hringdi sonur hans í mig og upplýsti mig um að faðir sinn, Cító vinur minn, væri lát- inn. Hann hafði gengið til náða kvöldið áður og ekki vaknað aftur. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmum fjöratíu áram þegar Cító og fjölskylda fluttust til Hafn- arfjarðar 1958 og við urðum ná- grannar á Suðurgötunni í Hafnar- firði. Cító kom til Hafnarfjarðar til að koma á laggimar skósmíðaverk- stæði sínu sem hann starfrækti í 23 ár, eða þar til hann tók að sér starf umsjónarmanns íþróttahússins við Strandgötu. Fjölskyldur okkar hafa raglað saman reytum á marga vegu, börnin okkar vinir, bekkjar- og skólafélag- ar, og við foreldramir vinir. Hér er því um óvenju mikil fjölskyldutengsl að ræða og tilfmningatengslin mörg. Við höfðum það oft í flimtingum í gamla daga að Cító og Gugga hefðu ekki þolað fjarlægðina frá okkur og því elt okkur, þegar við fluttum nokkram húsum ofar í götuna. Gugga stríddi krökkunum, spaugaði og lagði á ráðin, Siggi og Sigga áttu að giftast, enda búin að leika sér saman frá eins til tveggja ára aldri, Ragnar átti að giftast Onnu litlu, sem við öll áttum svo mikið í af því að hún var yngst, Rúnarnir nafnar, Ragnar og Kristján bestu vinir o.sfi’v. Þegar bömin vora lítil hitt- umst við á aðfangadagskvöld og hélst sá siður þar til bömin vora komin á unglingsár. Cító bjó yfir mörgum hæfileikum og hann var góðum gáfum gæddur. Hann var góður söngmaður, spilaði á gítar, íþróttamaður og bridsspilari mikill. Hann var góður knatt- spyrnumaður á sínum yngri áram og spilaði m.a. í meistaraflokki Vals. Hann kom til Hafnarfjarðar til að þjálfa Hauka. Vinátta okkar byggðist á sam- veru í daglegu lífi eða hversdags- leikanum. Við fóram ekki í ferðalög saman eða út að skemmta okkur, eins og vinum er títt að gera, held- ur höfðum nánast daglegt samband og þá sérstaklega nú seinni árin. A okkar yngri fullorðinsáram spiluðum við saman með Gaukum sem var „old boys“-lið knattspymu- deildar Hauka og var það Cító sem kom mér í þann félagsskap. Cító var einnig aðalhvatamaðurinn að því að ég fór að spila brids og voram við saman í bridsklúbbi sem spilaði saman í það minnsta vikulega yfir vetrartímann. Vináttan var mér mikils virði og á ég eftir að sakna Cítós mikið. Hann skilur eftir sig stórt skarð, hann var besti vinur sem ég eignaðist á fullorðinsáram AGNAR WILHELM AGNARSSON /T\ Agnar Wilhelm LIV Agnarsson fæddist í Reykjavík 10. september 1951. Hann Iést á heimili sínu 14. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram 26. júlí. Jarðsett var í graf- reit ásatrúarmanna í Gufunesi. Hið fáránlega hefur gerst. Agnar er farinn. Hann kom askvaðandi inn í líf mitt ‘86. Það var nótt og haust í Vatnsmýrinni. Ég er einn að dansa hringdans þessa nótt. Og held eldinum log- andi. Og þangað kom þessi hlæj- andi maður. Eg fór að bjástra við að opna límonaðiflösku án upptak- ara ... eða var það Aggi sem braut flöskuna ... nei, það var ég ... ég var blóðugur... og Aggi skar sig í snatri og „blandaði"... „Jæja, Tryggvi minn ... Þá eram við orðnir fóstbræður,“ sagði Aggi með sitt mikla smæl. Það var alltaf viðstöðulaust „þing“ hjá Agga í kjallaranum. Mamman talaði þýsku við drenginn sinn. Stundum höstug- lega. En allt kom fyrir ekki. Aggi breyttist ekká neitt. Það þýddi ekkert að rífast... Aggi nöldraði bara líka á þýsku. Svo fluttu þau neðar í göt- una. Vinirnir hissa að hafa ekki afdrepið lengur. En nýja Leifs- gatan var góð og fastagestimir komu allir þangað ... og það var hjalað og malað áfram í Aggastofu. Þá var þingað í kringum tölvuna og Netið. Aggi starfaði mikið á Netinu. Hann þýddi Bók- ina um veginn og fjölmargar smá- sögur vísindaskáldsagnahöfunda, það er allt saman að finna á Net- inu, ásamt myndlist hans og fleiii hugverkum undir nafninu agnarius. Agnar er ansi lifandi persóna í mínum huga. Aggi hinn óforbetr- anlegi, Aggi hinn gamansami, Aggi úrilli, Aggi glaði, Aggi létt- geggjaði. Allir þessir Aggar til- heyra nú stjörnuryki himnanna, hlátur minninganna umvefur Agga kyrrð og ró. Það voru kyrr- látar stundir hjá Agga þau síðustu og vil ég kveðja hann með þessum fátæklegu orðum og minninga- brotum. Kæra Gugga, Siggi, Rúnar, Kri- stján, Anna, tengdaböm og barna- börn, megi algóður guð styrkja ykk- ur í sorginni. Ég, Dísa og börnin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. fjölskyldu minnar, Kristján Hans Jónsson. Skjótt skipast veður í lofti. Sig- urður er látinn eftir að hafa náð sér vel á strik og hafið fullan vinnudag vegna áfalls er hann varð fyrir í fríi þeirra hjóna sem vora að halda upp á brúðkaupsafmæli fyiT í vetur. Með dugnaði og æðruleysi barðist hann í hljóði við hrakandi heilsu sína eins og svo margir af hans kyn- slóð. Sigurður Sigurðsson starfaði sem forstöðumaður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði síðan 1. janúar 1985, en þar á undan um ára- bil starfaði hann sem baðvörður í Sundhöllinni og íþróttahúsinu. Gælunafn Sigurðar var Cídó, sem fóstri hans og afi gaf honum á unga aldri, en Cídó þýðir snöggur á lat- ínu. Þetta átti vel við Sigurð því hann var ávallt snar í snúningum og snöggur til verka. Sigurður var mjög samviskusamur og vandaður starfsmaður. Skipulagður var hann og vildi hafa hlutina á hreinu, af sumum talinn of nákvæmur stund- um, en ávallt mjög samvinnuþýður og áreiðanlegur. Sigurður átti auð- velt með að umgangast fólk og oft var stutt í glaðværðina hjá honum, sem hjálpaði mikið við störf hans að stjómun og skipulagningu á því um- fangsmikla og mikilvæga starfi sem fram fer í íþróttahúsinu. Áhugi Sig- urðar á íþróttum var mikill enda gamall íþróttamaður sjálfur og fylgdist hann ávallt mjög vel með því sem var að gerast á því sviði. Þetta ásamt öllum hans mannkostum gerði hann farsælan í starfi sínu sem for- stöðumaður í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nú þegar Sigurður Sigurðsson er allur er mér ljúft að þakka fyrir störf hans við íþróttamannvirki Hafnar- fjarðarbæjar og fyrh- hönd starfs- manna í íþróttahúsinu við Strand- götu, sem misst hafa góðan félaga og vin, vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir óeigingjarnt og eljusamt starf Sigurðar. Ég átti persónulega mjög gott samstarf við Sigurð, sem ég vil enn- fremur þakka fyrir. Ekkju Sigurðar, frú Guðbjörgu Kristjánsdóttur, börnum þeirra Sigurði, Kristjáni, Rúnari, Onnu og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Ingvar S. Jónsson, íþrótta- fullt.rúi Ilafnarfjarðar. skipti sem ég kom til hans. Hann studdi mig ef hann gat, á sinn hátt. Bókhald, andagift og brosið svip- mikla. Svo er hann allt í einu horfinn. Sorglegt fyrir alla sem þekktu mann- gæði Agnars. Við sjáum eftir honum. Agnar átti til ýmsa sérvisku og sér- kennilega siði. Maður kom aldrei að tómum kofanum hjá honum. Stund- um varð hann líka þreyttur eins og aðrir og gat verið stuttui* í spuna... „Tryggvi, hvers vegna á ég að vita það?“ var frægasta setningin þegar sá gállinn var á honum. Aggi var gjarn á að treina sér stemmningarnar og gefa með sér þegar gest bar að garði. Hann var svo mikill gestgjafi. Með einlægustu mönnum sem ég þekki... allavega við mig... elskulegur maður... gamansamur... hlýr. Ég mundi segja að Aggi hafi verið hug- ljómaður, því sem næst. Ólseigur var hann og ávallt glaðui* í góðum vina- hópi. Vertu sæll, vinur... nú fyllir þú himinandann með hlátri þínum. Tryggyi Hansen. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. í»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfír eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.