Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 29 ERLENT Nítján fórust og tveggja er enn saknað eftir mikinn harmleik í svissnesku Ölpunum BJÖRGUNARFÓLK hélt í gær áfram leitarstarfi í Saxeten-ánni en tveggja var enn saknað í gær. Reuters Hinir látnu flestir ferðamenn frá enskumælandi löndum Björgunarfólk kallað út eftir að lík tók að reka á land í Brienzer-vatninu Zurich, Interlaken, Böningen. Reuters, AFP. SVISSNESKA lögreglan fann í gær eitt lík til viðbótar við þau átján sem fundust á þriðjudag, eft- ir að gljúfraferð erlendra ferða- manna í svissnesku Olpunum breyttist í sannkallaðan harmleik. Tveggja er enn saknað og sögðu talsmenn lögreglunnar að leit yi-ði haldið áfram uns birtu þryti. Voru þeir þó ekki vongóðir um að þeir fyndust á lífi. Jafnframt var einn í lífshættu af sárum sem hann hlaut í slysinu. Slysið, sem er hið versta í sögu svokallaðra gljúfraferða, átti sér stað í Saxetenbach-árgljúfrinu, sem er í Mið-Sviss, suðaustur af höfuðborginni Bern, í nágrenni ferðamannabæjarins vinsæla Interlaken. Varð mönnum ljóst að eitthvað hræðilegt hafði gerst í fjöllunum þegar vart varð við lík á floti í Brienzer-vatninu, sem er við ósa Lútschine-árinnar, sem rennur úr Saxetenbach-árgljúfrinu. Fimmtíu og þrír voru í hópi ferðafólksins, sem lagt hafði í fjór- um hópum í árgljúfrið ásamt sviss- neskum fylgdarmönnum frá úti- vistarsamtökunum Adventure World. Kom fólkið frá Astralíu, Bretlandi, Kanada, Nýja-Sjálandi, Sviss, Bandaríkjunum og Suður- Afríku en ekki hafði tekist að bera Harmleikur í svissnesku Ölpunum Að minnsta kosti 19 fórust og tveggja var enn saknað eftir að gljúfraferð útivistarfólks nærri Interlaken í Svisss breyttist í harmleik á þriðjudag. Fórnarlömbin voru í hópi erlendra ferðamanna sem var í gljúfraferð, þegar skyndilega skall á mikil rigning, vatnsmagn óx mjög hratt í árgili Saxeten-ár og öflugur vatnsflaumurinn hreif fólkið með sér Saxetenbach-árgljúfrið Úrfelli umbreytti ánni í öflugt fljót sem hreif fólkið með niður í Brienz-vatn ^ ...... r kennsl á öll líkanna og því var ekki vitað nákvæmlega hvaðan hinir látnu eru. Óskaði svissneska lögreglan eftir því í gær að ættingjar þeirra sem létust í slysinu eða er saknað, sem hygðust ferðast til Sviss, tækju með sér tannlæknaskýrslur eða önnur gögn sem gætu hjálpað til við að bera kennsl á lík fólks. Jafn- framt var áströlskum, breskum, ný-sjálenskum og suður-afrískum ferðamönnum, sem staddir eru í Sviss, bent á að hringja í ættingja sína til að fullvissa þá um að þeir væru heilir á húfi, en greint hafði verið frá því í fjölmiðlum víða um heim að hinir látnu væru frá þess- um löndum. Öflugur árstraumur talinn hafa hriflð fólkið með sér Gljúfraferðir eru ný íþrótt sem eru afar vinsælar, ekki síst meðal spennufíkla, enda fela þær í sér áhættusama blöndu af fjallaklifri og sundi og vaði í kröftugum ár- gljúfrum. Iklæðist útivistai’fólkið blautbúningum og notar hjálma og reipi. Er talið að meira en fimmtíu þúsund manns stundi íþróttina ár hvert í Sviss, jafnvel börn og ung- lingar. Líklegt þykir að flestir hafi látist af höfuðáverkum í kjölfar þess að fjallalækur umhverfðist skyndilega í beljandi stórfljót eftir gífurlegt skýfall. Mun öflugur árstraumur- inn hafa hrifið fólkið með sér og slengt í harðan árbotninn eða í klettavegginn. Nokkrir munu þó hafa drukknað. Gátu heimamenn sér þess til að miklar rigningar hefðu valdið því að trjágreinar, grjót og eðja mynd- uðu stíflu ofar í ánni sem síðan brast, með þeim afleiðingum að stórfljót skall 4 útvistarfólkinu og hreif það með sér án þess að það gæti komið vörnum við. Öllum gljúfraferðun aflýst Nokkur umræða spratt í gær upp í Sviss um það að óábyrgt hefði verið að halda í þessa tilteknu ferð, enda hefði legið fyrir að líklegt var að stormur brysti á seinnipart þriðjudags. Jafnframt sögðu marg- ir að gljúfraferðir væru glæfrasöm íþrótt og mun Adventure World hafa aflýst öllum þeim ferðum, sem skipulagðar höfðu verið á næstu dögum. Aður höfðu önnur útivist- arsamtök í Sviss aflýst öllum gljúfraferðum. Sagði Thierry Gasser, sem rekur ævintýraferðafyrirtækið No Limits Center, að slysið væri afar slæmt fyrir þessa íþrótt en átti þó ekki von á þvi að stjórnvöld myndu banna hana. „Það sem gerðist í þetta sinn var einsdæmi. Gljúfra- ferðir eru ekki hættuleg íþrótt,“ sagði Gasser. „Menn verða bara að þekkja ána vel og gæta vel að veð- urspám.“ Réttu eru átakkarnir mbl.is Fylgstu með boltanum í sumar á íþróttavef mbl.is Hmbl.is -SKLLTAf= e/TTH\SS\£> NÝTJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.