Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 1
169. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HUNDRUÐ manna komu saman í þorpinu Gracko í Kosovo í gær til að jarðsetja fjórtán serbneska bændur, sem voru myrtir á föstudagskvöld. Pa- vle patríarki, yfirmaður serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, stjórnaði útförinni. Friðargæsluliðar og herlögreglumenn hafa handtekið tíu manns vegna rannsóknarinnar á fjöldamorðinu, að sögn embættismanns NATO. Háttsettur foringi í Serbíu gagnrýnir bandamenn Milosevics í hernum Segir að ráðamenn hafi misnotað herinn Upptök krabba- meins fundin Lundúnum. Reuters. VÍSINDAMENN sögðust í gær hafa leyst ráðgátuna um það hvern- ig venjulegar frumur í mönnum verða krabbameinskynjaðar. Upp- götvun sína segja þeir geta orðið grundvöll frekari tilrauna til að finna lækningu á sjúkdómnum. „Hingað til hafa krabbameins- kynjaðar frumur verið svartur kassi með óþekktum fjölda breytinga. Núna hefur okkur tekist að skrá breytingamar nákvæmlega," sagði Robert Weinberg, vísindamaður við Massachusetts Institute of Technology í Boston, og einn höf- unda rannsóknarinnar. Með því að breyta eðlilegum frumum í krabbameinskynjaðar frumur á rannsóknarstofu hafa vís- indamennimir komist að því að ferl- ið spannar fjögur umbreytingarstig. „Takist okkur á einhvern hátt að breyta gangi einhverra þeirra er hugsanlegt að við getum komið í veg fyrir að krabbameinskynjaðar frumur verði til,“ sagði Moshe Yaniv, vísindamaður við Pasteur- stofnunina í París, og samstarfs- maður Weinbergs. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í vísindaritinu Nature í gær, og segjast Yaniv og Weinberg hafa „leyst ráðgátuna sem vísindamenn hafa glímt við í fimmtán ár.“ Belgrad. Reuters. HÁTTSETTUR foringi í Júgóslavíuher sakar stjómvöld í Belgrad um að hafa misnotað herinn til að halda völdunum í opnu bréfi sem birt var í vinsælu serbnesku dagblaði í gær. Dragan Vuksic ofursti, sem var í sendinefnd Serba í viðræðunum um frið í Bosníu árið 1995, ðskaði eftir því að verða leystur frá störfum. „Núverandi valdhafar vilja augljóslega nota her- inn sem lokaúrræði til að halda völdunum og beina honum í ranga átt með ósvífnum og óþyrmilegum hætti,“ skrifar ofurstinn. Hann gagnrýnir einnig aðra háttsetta herfor- ingja sem hafa talað fyrir hönd Júgóslavíuhers og segir þá rangfæra skoðanir meirihlutans í hemum. Ummæli „sjálfskipaðra talsmanna“ hersins um hlutverk hans í samfélaginu leiði til „þeirrar niðurstöðu að þeir hafi gerst sekir um hættulegar ranghugmyndir, fávísi, vanþekkingu og algjört ábyrgðarleysi". Krefjast afsagnar Milosevics Ofurstinn virðist hér skírskota til nýlegra yfir- lýsinga Nebojsa Pavkovic hershöfðingja, sem stjórnaði hersveitum Serba í Kosovo, um að her- inn myndi hindra allar túraunir stjómarandstæð- inga til að steypa Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseta af stóli með valdi. Serbneskir stjórnarandstæðingar hafa efnt til fjölmennra mótmæla að undanfömu til að krefj- ast afsagnar Milosevics. Zoran Djindjic, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, var leiddur fyr- ir herrétt í gær og sakaður um að hafa vikið sér undan því að gegna herþjónustu eftir að loftárás- ir NATO á Júgóslavíu hófust. Dómstóllinn ákvað að halda Djindjic ekki í fangelsi meðan réttað er í máli hans eftir að hafa fallist á þá fullyrðingu hans að ekki hefði verið staðið rétt að herkvaðn- ingunni. Fulltrúar rúmlega 100 iðnríkja og alþjóða- stofnana komu saman í Brussel í gær til að lofa fjái’framlögum til uppbyggingar í Kosovo áður en vetur gengur í garð. Framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins áætlar að safna þurfi 300 millj- ónum evra, andvirði 23 mOIjarða króna, til brýn- ustu verkefnanna og kvaðst vongóð um að það tækist. Lögð verður áhersla á að ljúka viðgerðum á íbúðarhúsum og nauðsynlegustu mannvirkjum, svo sem rafveitum, áður en veturinn gengur í garð eftir þrjá mánuði. Áætlað er að gera þurfi við um 120.000 hús. ------------ Harmleikur í Sviss LIÐSMAÐUR björgunarsveita situr hér við hlið fórnarlamba slyssins er varð í svissnesku Ölpun- um á þriðjudag, þegar gljúfraferð breyttist í harmleik. A.m.k. nítján manns fórust þegar miklar rign- ingar ollu því að vatnsmagn í Sax- etenbach-árgljúfrinu óx skyndi- lega mjög hratt, með þeim afleið- ingum að öflugur árstraumur hreif fólkið með sér. Hinir látnu/29 Lífgað upp á leiðtogafundi Singapore. Reuters. ÞAÐ er ekki aðeins, að Madel- eine Albright þyki hafa staðið sig vel sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur hefur henni tekist að færa gáska og gleði inn á annars grafalvarlega leiðtogafundi. Brá hún ekki út af því á fundi ASEAN, Suðaustur- Asíubandalagsins, í fyrrakvöld þótt hún gæti að vísu ekki sjálf tekið þátt í gamanmálununi. Albright varð að yfirgefa fundinn snemma á þriðjudag og hraða sér til Rómar en í loka- veislunni um kvöldið flutti hún leiðtogunum kveðju sína á mynd- bandi og sagði, að vegna yfir- burða bandarískrar tækni hefði tekist að klóna hana áður en hún fór. Væri útkoman Madeleine II, sem sameinaði hógværð Henrys Kissingers og heimóttarskap Madonnu. Madeleine II eða Kurt Camp- bell, aðstoðar- varnarmálaráð- herra Bandaríkj- anna, kom þvi næst fram, uppfærður sem Al- bright, og flutti kvæði, sem hann kallaði „Einmana heimsveldið“. Þar segir á gamansaman hátt frá bandarískri heimsvalda- stefnu „frá Pristínu til Port Au Prince“ og naut hann við það að- stoðar kórs nokkurra banda- rískra embættismanna. Leiðtogafundir af þessu tagi þóttu lengi heldur þurrlegir en það breyttist þegar Albright varð utanríkisráðherra Banda- rílqanna 1997. Þá vakti hún mikla hrifningu fyrir dálitla uppfærslu, sem var byggð á söngleiknum „Evitu“, og í fyrra kom hún fram með Jevgení Prímakov, sem þá var utanríkis- ráðherra Rússlands, í „Sögu af Austra og Vestra". Var það byggt á „Sögu úr Vesturbæn- um“ eða „West Side Story“. Sagt er, að Albright og sam- starfsmenn hennar hafi haft áhuga á að bregða líka á leik með Kínverjum en ekki treyst almennilega gamanseminni þar á bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.