Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mjólkursamsalan kaupir mjólkursamlagið á Blönduósi Tugir milljóna sparast við sameiningu Tilgangur Sölufélags Austur-Húnvetninga með sölu á mjólkursamlagi félagsins er að lækka skuldir og geta rekið áfram slátur- hús og kjötvinnslu. Forráðamenn félagsins eru jafnframt reiðubúnir til viðræðna um samstarf eða sameiningu við önnur fyrir- tæki á því sviði. MJÓLKURSAMSALAN í Reykja- vík hefur keypt eignir og rekstur mjólkursamlagsins á Blönduósi af Sölufélagi Austur-Húnvetninga og tekur við rekstrinum 1. september. I sýslunni eru 55 mjólkurframleið- endur sem framleiða 4,2 milljónir lítra á ári og bætast þeir í hóp 845 innleggjenda á starfssvæði Mjólk- ursamsölunnar sem fyrir er með innlegg upp á um 57 milljónir lítra á ári. Lækka skuldir kjöthlutans Sölufélag Austur-Húnvetninga (SAH) er samvinnufélag bænda og rekur sláturhús og kjötvinnslu, auk mjólkursamlagsins. Pað hefur fjár- fest verulega í sláturhúsinu á und- anfömum árum og er það með stærstu sláturhúsum í landinu. Fé- lagið hefur í rúmt ár verið í viðræð- um við Kaupfélag Eyfírðinga á Akureyri og Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík um sameiningu afurða- stöðva. I viðræðunum kom í ljós að sameinað mjólkursamlag yrði arð- bært en sameinað afurðasölufyrir- tæki í slátrun og kjötvinnslu yrði það ekki. „Við vorum ekki reiðubún- ir að slíta í sundur rekstur félagsins í kjöti og mjólk með því að sameina aðeins mjólkursamlögin. Hins vegar var ákveðið að selja samlagið og lækka með því skuldir félagsins þannig að það yrði áfram góð rekstrareining," segir Ólafur Hauk- ur Magnússon, kaupfélagsstjóri á Blönduósi og framkvæmdastjóri SAH. Hann tekur jafnframt fram að stjóm félagsins vilji skoða áfram möguleika til sameiningar eða sam- vinnu fyrirtækja í slátrun og kjöt- vinnslu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu tafír á viðræðum um sameiningu félaganna á Norður- landi þegar fjárhagserfiðleikar KÞ komu í ljós og KEA kom inn í rekst- ur afurðastöðvanna á Húsavík og ljóst er að bið verður á endanlegu uppgjöri þar sem KÞ er í greiðslu- stöðvun. Forráðamenn SAH buðust til að selja KEA mjólkursamlagið í maí en fengu ekki undirtektir við þá hugmynd. Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar- kaupfélagstjóri KEA, segir að áhugi KEA á samvinnu við Húnvetninga um myndun stærri eininga í afurða- sölu væri óbreyttur. Hins vegar hefðu kraftar stjómenda félagsins beinst að undanfomu að úrvinnslu mála í Þingeyjarsýslu. Spurður um vilja til að taka upp þráðinn um sameiningu sláturhúsa og kjöt- vinnslufyrirtækja á Norðurlandi segir Þórarinn að KEA sé fylgjandi viðræðum sem miði að því marki sem félagið hefur stefnt að, stækk- un eininga í landbúnaði. Þórarinn tekur fram að kaup Mjólkursamsöl- unnar á mjólkursamlaginu á Blönduósi sé skref í þá átt að stækka einingamar og sé því af hinu góða, þótt hlutur annars aðil- ans yrði heldur minni en KEA hefði haft áhuga á. Söluverð ekki gefíð upp Forráðamenn SAH áttu óform- legar viðræður við stjómendur Kaupfélags Skagfirðinga um sam- vinnu á afurðasviðinu en þær leiddu ekki til formlegra viðræðna. I júní hófust óformlegar og síðar formleg- ar viðræður um sölu mjólkursam- lagsins til Mjólkursamsölunnar. Fyrsti samningafundur aðila fór fram í Búðardal um miðjan júní og á fundi á Hvanneyri 22. júlí náðist samkomulag um sölu samlagsins og var það staðfest á fundi stjóma beggja félaganna í gær. Samningur- inn er háður samþykki félagsráðs- funda Sölufélagsins og Mjólkursam- sölunnar. Stefnt er að félagsráðs- fundi Sölufélagsins á fimmtudaginn í næstu viku. Mjólkursamsalan kaupir rekstur mjólkursamlagsins og viðskiptavild, fasteignir og tæki og eignarhlut í Osta- og smjörsölunni sf. og Rann- sóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Það tekur jafnframt yfir allai- skuld- bindingar samlagsins, þar á meðal ráðningarsamninga við þá tólf starfsmenn sem þar vinna. Sam- komulag er með aðilum að gefa ekki upp kaupverð. „Við réðum sérfræðinga á vegum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn- aði til að gera úttekt á því hvað mætti spara með því að sameina rekstur mjólkursamlagsins á Blönduósi öðrum rekstri á Samsölu- svæðinu. Kom í ljós að verulegt hag- ræði yrði af því,“ segir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursam- sölunnar (MS), þegar hann er spurð- ur um tilgang Samsölunnar með kaupum á mjólkursamlaginu á Blönduósi. Segir hann að borðleggj- andi sé spamaður upp á milljónir, eða fáa milljónatugi með sameiningu íyrirtælqanna. Vekur hann jafn- framt athygli á því að unnið hafi ver- ið að hagræðingu á undanfómum ár- um, meðal annars með því að leggja niður mjólkursamlögin á Patreks- fii-ði, í Borgamesi og á Höfn í Homafirði. „Þetta er allt gert til þess að gera vinnsluna hagkvæmari, neytendum og framleiðendum til góða,“ segir Guðlaugur og bætii’ því við að það hljóti að vera styrkur fyrir bændur í Austur-Húnavatnssýslu að ganga inn í félagskerfi MS og njóta þeirrar þjónustu sem í því felst. Mjólkurpökkun suður Mjólkurframleiðendur í Austur- Húnavatnssýslu, 55 talsins, munu halda áfram að leggja inn mjólk í samlagið á Blönduósi. Gert er ráð fyrir því að rekstur verði óbreyttur í upphafi en þegar fram líða stundir verði lögð áhersla á sérhæfingu og verkaskiptingu milli mjólkursam- lagsins á Blönduósi og Mjólkursam- lagsins í Búðardal sem er í eigu Mjólkursamsölunnar. Rekstur sam- lagsins á Blönduósi mun falla undir Mjólkursamlagið í Búðardal. Mjólkursamlagið á Blönduósi hef- ur sérhæft sig í framleiðslu á valsa- þurrkuðu nýmjólkurdufti en þar er auk þess unnið smjör og smjörvi og pakkað mjólk og öðrum mjólkuivör- um fyrir dagvörumarkað í báðum Húnavatnssýslum. Guðlaugur Björgvinsson segir að meira en helmingur innleggs á Blönduósi fari til framleiðslu á nýmjólkurduftinu sem sé vinsælt meðal sælgætis- framleiðenda. Sú vinnsla verði áfram á Blönduósi. Þá segir Guð- laugur að fyrir liggi að mjólkur- pökkun verði flutt frá Blönduósi og reyndar einnig frá Búðardal til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sem hefði til þess bestu aðstöðuna. Það hefði í för með sér að 700-800 þúsund lítrar yrðu fluttir frá Blönduósi og væri ákveðið að þeir færu til vinnslu í Búðardal. Skyr og smjör er framleitt í báðum mjólkur- samlögunum, í Búðardal og á Blönduósi, og segir Guðlaugur stefnt að sérhæfmgu og verkaskipt- ingu samlaganna. Guðlaugur segir Ijóst að einhver vinnsla önnur en duftframleiðsla verði í mjólkursam- laginu á Blönduósi, að minnsta kosti næstu mánuði. Breyttir tímar „Við verðum að laga okkur að breyttum tímum. í Danmörku hafa verið tvö stór mjólkursölufyrirtæki og nú er verið að tala um sameiningu þeirra. Þróunin hér gengui' í sömu átt en hefur bara verið hægari. Markmið okkar er að tryggja bænd- um hæsta verð fyrir sínar afurðir, þetta er einn liðurinn í því ferli,“ seg- ir Ólafur H. Magnússon á Blönduósi spurður að því hvort ekki væri eftir- sjá í rekstri mjólkursamlagsins. Samlagssvæði Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík nær nú úr Álfta- firði í austri, um Suðurland og Vest- urland og allt vestur í Amarfjörð, auk Austur-Húnavatnssýslu. Sjálf- stætt mjólkursamlag er á Hvamms- tanga í Vestur-Húnavatnssýslu og slítur það Samsölusvæðið. Innleggj- endur verða 900 með viðbótinni nú, með alls um 61 milljón lítra mjólk- urframleiðslu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Samfylkingin gagnrýnir rflrisstjórnina Vill breyta stjórn- kerfi fiskveiða VEGNA þeirra endurbóta sem gera þarf á Þjóðmiiyasafni ís- lands er nú unnið hörðum hönd- um að því að tæma safnið og koma munum þess fyrir í sér- staklega innréttuðu geymslu- húsnæði í Vesturvör í Kópavogi. Lilja Ámadóttir, deildarstjóri á Þjóðminjasafninu, segir flutn- ingana ganga afar vel, en þeir hófust fyrir um þremur vikum, að lokinni undirbúningsvinnu, og mun ljúka í næsta mánuði. Þjóðminja- safnið er að tæmast Engir týndir eða gleymdir mun- ir munu hafa fundist við flutn- ingana, enda eru allir munir vandlega skráðir. Lilja segir þó engu að síður að spennandi sé að handfjatla muni sem hún hafí ekki snert á áður. Stefnt er að því að opna Þjóð- minjasafnið að nýju um mitt ár 2001, en nú er hafín vinna við viðbyggingu við það. Ekki er þó hægt að hefja endurbætur á gamla húsinu fyrr en allir mun- ir safnsins hafa verið fluttir. A meðfylgjandi mynd má sjá Lilju við altaristöflur sem kom- ið hefur verið fyrir í geymslu- húsnæðinu í Kópavogi. ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum af þróun atvinnumála í sjávarbyggðum víða um land og mikilli byggðaröskun. Einnig gagnrýnir flokkurinn ríkis- stjórnina fyrir sífellt lakari lífskjör eldri borgara. I tilkynningunni segir: „Ein höf- uðástæðan fyrir þessari þróun er það ígildi eignarhalds sem útgerð- armenn hafa á veiðiréttinum. Það hefur valdið því að heilu byggðar- lögin, sem byggst hafa upp vegna fengsælla fiskimiða, hafa nú engan rétt til veiða.- Réttur útgerðarinnar til að selja veiðiréttinn burt hefur valdið mikilli óvissu og vantrú á framtíð sjávarbyggðanna enda dæmi þess að handhafar veiðirétt- arins selji hann burt til að fjárfesta í alls óskyldri starfsemi fjarri heimabyggð." Samfylkingin heldur því fram að sértækar aðgerðir, eins og út- hlutun Byggðastofnunar á kvóta, hafi ekki áhrif á hina eiginlegu meinsemd heldur þurfi að breyta stjórnkerfi fiskveiða. Þá gagnrýn- ir Samfylkingin sjávarútvegsráð- herra fyrir að hafa ekki enn skip- að nefnd til að vinna að endur- skoðun laganna um stjórn fisk- veiða samkvæmt samþykkt Al- þingis þar um frá liðnum vetri og lýsir flokkurinn sig reiðubúinn til þess að taka þátt í slíku starfi, verði eftir því leitað. Nauðsynlegt að stokka upp í almannatryggingakerfinu Varðandi lífskjör aldraðra bendir Samfylkingin á það að sá hópur hafi dregist verulega aftur úr hvað tekjuþróun varðar. í til- kynningunni segir: „Frá árinu 1995 hafa meðalfjölskyldutekjur hjóna og sambúðarfólks í hópi eldri borgara hækkað um 23.000 krónur á mánuði á meðan meðal- fjölskyldutekjur allra hjóna og sambúðarfólks í landinu hafa hækkað nær fjórfalt meira, eða um rúmar 83.000 krónur á mán- uði, á sama tíma. Þingflokkur Samfylkingarinnar minnir á að við afnám sjálfvirkrar tengingar bóta almannatrygginga við launa- þróun árið 1995 varaði stjórnar- andstaðan sterklega við þessum áhrifum." Samfylkingin segir að nauðsyn- legt sé að stokka almannatrygg- ingakerfið upp frá grunni til þess að það þjóni betur markmiðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.