Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði - Haldnir voru franskir dagar á Fáskrúðsfirði 23. til 25. júlí sl. og virðist sem þessi hátíð, sem haldin hefur verið und- anfarin ár, njóti ávallt nokkurra vinsælda. Margir brottfluttir Fá- skrúðsfirðingar nota þessa hátíð til að heimsækja vini og kunn- ingja. Hátíðin hófst með helgistund þar sem sóknar- presturinn flutti tölu og franskur unglingakór söng. Síðan var varðeldur þar sem ýmislegt var til skemmtun- ar. Á laugardag voru ýmsar uppá- komur, þ.á m. dorgveiði, en Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar hefur séð um þessa keppni und- anfarin ár. Veitt eru verðlaun og þar á meðal er veittur bikar sem er gjöf frá bæjarstjóranum í Gravelines. Seinni part laugar- dags afhjúpaði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra minnis- varða við Ráðhús Búðahrepps. Minnisvarðinn er afsteypa af listaverki Einars Jónssonar sem gert var og gefið Frökkum í minningu um dr. Charcot. Lista- verkið er gjöf frá ríkisstjórn fs- lands og er gefið vegna samskipta Fáskrúðsfirð- inga við Frakk- land. Áhugafólk um varðveislu gamla sam- komuhússins (Templarans) efndi til harm- onikudansleiks. Þar var troðfullt hús og hafa ef- laust margir rifjað upp gaml- ar minningar. Um kvöldið var flugeldasýning, siðan dansleikur með Bigbandi Magnúsar Kjart - anssonar og Ruth Reginalds. Á sunnudag var hjólreiðakeppni og verð- launaafhending. Alla dagana voru sýningar, t.d. sýning Krist- bergs Péturssonar listmálara, handverkshópur sýndi og einnig gat að líta listaverk íslenskra og franskra leikskólabarna. Hótel Bjarg var með franskt kaffihús úti og inni og á laugardagskvöld- ið bauð hótelið upp á franskt há- tíðarhlaðborð. Viðurkenning var veitt fyrir frumlegustu garð- skreytinguna og valdar voru tvær fegurstu lóðirnar í bænd- um. Þær voru lóð Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga og lóð hjón- anna Vals Þórarinssonar og Ólafíu Andrésdóttur. HALLDÓR Ásgrímsson af- hjúpaði listaverk á frönsk- um dögum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SIGRÍÐUR Jónsdóttir, formaður skógræktarfélagsins, afhendir Sólveigu Ólafsdóttur, viðurkenningarskjöldinn. Hrunamannahreppi - Fyrir nokkru gekkst stjórn Skógræktarfélags Hrunamannahrepps fyrir því að mæla hæstu tré sem var að finna í görðum og skógargirðingum sveit- arinnar. Til þess voru notaðar ná- kvæmar mælistangir sem fengnar voru hjá Rafseli á Selfossi. Hæsta tréð reyndist vera í garð- inum á Grund á Flúðum en þar eru 24 alaskaaspir, sem plantað var 1950, ámóta háar. Sú hæsta reyndist verað 15,63 m. Á nokkrum öðrum stöðum mældust aspir 13 til 14 m á hæð. Hæsta grenið var í skógrækt- argirðingunni á Álfaskeiði og mæld- ist 14,55 m en þar var fyrst plantað trjám árið 1973. Hæsta lerkitréð mældist á bænum Grafarbakka, 13,81 m, það var gróðursett 1936. Hæsta birkið er á Álfaskeiði, 9,43 m, og þar er hæsti þinurinn, 5,65 m. Sigríður Jónsdóttir á Fossi, for- maður skógræktarfélagsins, afhenti Sólveigu Ólafsdóttur á Grund fagr- Verðlaun fyrir hæsta tréð an viðurkenningarskjöld, sem Helga Magnúsdóttir í Bi-yðjuholti gaf af þessu tilefni, skorin út í mahoní. Stjórn félagsins hefur áformað að gangast fyrir svona mælingum á þriggja til fimm ára fresti og einnig að mæla hvaða tré hafi gildasta bol- inn. Skilyrði til skógræktar góð Allnokkrir skógræktarreitir eru til innan sveitarfélagsins og eru sumir þeirra margra áratuga gaml- ir og mjög víða eru fallegir garðar þar sem trjávöxtur er góður. Sjö aðilar eru þátttakendur í verkefni Suðurlandsskóga. Skóg- ræktarfélagið er með 25 ha girð- ingu á Högnastöðum og var fyrst plantað í hana árið 1975. Nýlega gekk félagið frá samningi við bræð- urna Bjarna og Magnús Jónssyni á Kópsvatni um leigu á 14 ha landi sem verður girt á næstunni. Þá eru að hefjast framkvæmdir við garð skrúðgarðs á Flúðum sem verður nokkrir hektarar, beggja vegna Hellisholtalækjar, en myndarleg skógrækt er á hluta landsins, sem kvenfélags sveitarinnar gróður- setti. Finnur Kristinsson, lands- lagsarkitekt, hefur skipulagt garð- inn. Fyrir 10 árum gróðursetti skóg- ræktarfélagið aspir rneð veginum frá Flúðum að Stóru-Laxárbrú um 9 km leið og eru 8 m á milli trjánna. Er ekki að sjá annað en að aspirnar dafni vel eins og víðast annars stað- ar hér í uppsveitum Árnessýslu. Morgunblaðið/Albert Kemp FRANSKUR unglingakór söng við upphaf hátíðarinnar. MIKIÐ var um aðkomufólk á frönskum dögum og skemmtileg stemmning myndaðist. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vitinn á Dalatanga Neskaupstað - Töluverður fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Mjóafjörð yfir sumartím- ann enda umhverfið friðsælt og fallegt og þar er ýmislegt að sjá. Margir leggja leið sína út á Dalatanga og skoða vitann þar enda nafnið vel þekkt úr veður- fregnunum, ekki síst fyrir þann mikla hita sem þar verður stundum á veturna. Ferðamenn sækja einnig til Dalatanga til að njóta náttúrunnar, en þar er mjög víðsýnt. Leikjanám- skeið vinsæl í Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll KRAKKARNIR stilltu sér upp brosmild fyrir ljósmyndara. Grindavík - Það var kátt á hjalla hjá krökkunum sem voru að ljúka leikjanámskeiði á vegum Grinda- víkurbæjar. Verið var að grilla pylsur eftir sundferð og að sögn Þóris Geirs Jónassonar, umsjónar- manns leikjanámskeiðanna, í sum- ar hefur verið þokkaleg aðsókn að þeim. „í sumar höfum við boðið upp á þriggja vikna Icikjanámskeið fyrir aldurshópinn 1990-1994 og tveggja vikna íþróttaskóla fyrir aldurshópana 1986-1989. Á leikja- námskeiðunum förum við í fjall- göngu, skógarferð, ýmsa leiki, för- um á hcstbak, þá er hjóladagur og við förum í hverri viku í sund. Þá má ekki gleyma Reykjavíkurferð sem tilheyrir námskeiðinu og þá er farið í Húsdýra- og fjölskyldu- garðinn og sund. Síðasti dagurinn er siðan eins og þessi grillveisla þrátt fyrir að sé súld núna.“ Þátttökugjaldið er að sögn Þóris Geirs 1000 kr. vikan og eru þrjú námskeið fyrir hvorn aldurshóp og siðustu námskeiðin haldin strax í byrjun næsta mánaðar. „Við höfum verið að reyna að höfða til eldri krakka með íþrótta- skólanum en þar reynum við að kynna sem flestar íþróttagreinar, m.a. körfubolta, handbolta, baðminton, borðtennis, hjólreiðar o.fl. Þá fer íþróttaskólinn líka í Reykjavíkurferð þar sem farið er í „Laser-tag“ og fleira“, sagði Þórir Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.