Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 67 SKOÐUN greinst með þroskafrávik, sem tryggir að það fái nauðsynlega sér- fræðiaðstoð innan skólans frá ári til árs, í samstarfi við stofnanir og sér- fræðinga utan skólans sem við á í hverju tilfelli. Mér skilst að nú sé í endurskoðun skipulag sérskennslumála grunn- skólans í Reykjavík. Forvitnilegt verður að sjá hvað sú endurskoðun leiðir í ijós. Mig grunar að þörf verði á gagngerum breytingum á fyrir- komulagi sérkennslumála, þá ekki síst m.t.t. þess að það nái utan um að sinna þeim fjölda barna sem þurfa sérstuðning. Stöðugt fleiri börn greinast með þroskafrávik af ýmsu tagi. Börn sem greinast með „at- hyglisbrest með ofvirkni" (Attention-Deficit/ Hyperactivity Disorder, ADHD) eru talin vera um 3-5% af hverjum árgangi. Fyrst og fremst held ég að það skipti máli, til þess að starfsfólk grunnskólans og aðrir geti skipulagt þjónustu við þessi börn ár frá ári, að horfast í augu við hvað sá hópur er orðinn stór sem greinist með þroska- frávik af ýmsu tagi og þarf þess vegna sérstuðning. Kennarar og fagfólk gera sitt besta til að sinna þessum hóp bama, en betur má ef duga skal. Mér finnst fráleitt að ætla einum bekkjarkenn- ara að sinna tveimur, þremur og fleiri börnum sem eru á mörkunum að geta nýtt sér kennslu í bekk. Það skapar mikið álag á kennarann og einnig aðra nemendur í bekknum. Æskilegt væri að skipulag sérstuðn- ingsmála væri þannig hannað og uppbyggt að hægt væri að veita þessum börnum tímabundna sér- þjónustu eftir þörfum hverju sinni, sem miðaði að því að gera þau bekkj- arhæf. Hér væri tilefni til að fjalla sér- staklega um sálfræðiþjónustu í skól- um, en samkvæmt reglugerð um sér- fræðiþjónustu í skólum (nr. 386, 1996) er í dag kveðið svo á að sál- fræðingar sem vinni við skólana skuli einungis sinna „faglegri ráðgjöf vegna almennrar kennslu einstakra námsgreina og aðstoð og leiðbeining- um við kennara vegna sérkennslu". Ljóst er að með þessari breytingu á grunnskólalögunum var verulega dregið úr faglegri þjónustu við börn í grunnskólanum. Það væri of langt mái að fjalla ítarlega um hvers vegna þessi lagasetning var ákveðin, en spurningin er hver á að sinna þeim verkefnum sem sálfræðiþjónusta skóla sinnti áður, vegna þess að þörf- in er sannanlega fyrir hendi. Tökum til hliðsjónar hvernig aðrar þjóðir hafa staðið að skipulagi þjón- ustu við umrædd börn, t.d. á hinum Norðurlöndunum eða í Bandaríkjun- um. Ég hef nýverið heyrt af ferðum hópa kennara til Bandaríkjanna, sem hafa verið að kynna sér skólastarf í ýmsum fylkjum þar. Mér skilst að ís- lensku kennararnir hafi tekið sér- stakiega eftir því hversu góður agi var á börnunum og þar af leiðandi stresslaust andrúmsloft. Þá er að veita því eftirtekt hvernig er staðið að skólastarfinu þar miðað við hér hjá okkur. Jú, það voru fleiri stuðningsfull- trúar og þeim var ætlað að veita stuðning inni í bekkjarstarfinu, það voru fleiri sérkennarar, góð aðstaða var til að vinna með einstaka bömum sem þurftu sérstuðning, einn sál- fræðingur var með aðeins tvo skóla, mikið var um faglega ráðgjöf, for- eldrar veittu skólanum dyggan stuðning með þátttöku í skólastarfi og viðveru og síðast en ekki síst kennarar voru með ásættanleg laun. Mér er óskiljanlegt hvers vegna ráðamenn í menntamálum þjóðar- innar bera ekki skynbragð á mikil- vægi þess að vinna fyrirbyggjandi starf með börnum og unglingum í skólum borgarinnar á þann hátt sem hér um ræðir. Er það vegna þess að árangur af öflugu forvarnarstarfi í grunnskóium Reykjavíkur kæmi e.t.v. ekki í ljós fyrr en á næsta kjör- tímabili eða þar næsta? Ég spyr hvar er fyrirhyggjan og ég segi; við höfum ekki ráð á að láta börnin okk- L, Efþúætlaraðleggjaland * undir fót er goður kostur |; * * að leigja NMT síma til að hafa með. NMT farsímakerfið hefur mjög mikla útbreiðslu Þú ert í öruggu sambandi með hina frábæru Benefon Sigma eða Benefon Delta í farteskinu. Á kortinu getur þú séð hversu víða NMT kerfið nær. Allar frekari upplýsingar færðu hjá Símanum í Ármúla, en þú getur einnig leitað upplýsinga í netfanginu: NMTIeiga@simi.is Ljósa svæðið ei útbreiðsla NMT á íslandi, sjá nánar í simaskránm bls, 15 www.sinu.is ar sem eitthvað stórt eða smátt bját- ar á hjá, velkjast um'kerfið og fara á mis við góða aðstoð og þjónustu, sem því miður gerist í alltof mörgum til- fellum. Augljóst er hvað það er dýrt fyrir samfélagið þegar allt hefur far- ið á versta veg og börnin sem ekki hafa fengið rétta aðstoð, koma út úr skólanum með brotna sjálfsmynd og með takmarkaðan grunn til að byggja á. Sum þeirra hafa ánetjast misnotkun vímuefna og valda sjálf- um sér og öðrum ómældum þjáning- um, þessi hópur er mest áberandi og því meira fjallað um hann. En það er jafnframt dýrt þó ekki komi til mis- notkun vímuefna, endurhæfing ein- staklinga með skerta sjálfsmynd, sem ekki hafa fundið leið til að nýta hæfileika sína og leita þar af leiðandi inn á bótakerfið, jafnvel mjög ung að aldri. Svo ekki sé talað um sóun á mannauð. Við höfum alla burði til að veita börnum okkar og unglingum betra veganesti til að þau geti sjálf séð sér farborða og lifað innihaldsríku lífi. Ég vona að þessi skrif mín hvetji til málefnalegrar umræðu um þetta mál málanna eins og það kemur mér fyr- ir sjónir. Ég vil sérstaklega hvetja fagfólk, kennara og foreldra til að tjá sig um málið, mikilvægt er að fá sýn sem flestra. Starfsfólk forvarnarsviðs hefur þegar ágætt samstarf við ýmsa aðila í forvarnarmálum barna og unglinga. A stefnuskránni er að huga sérstak- lega að forvarnarstarfi með aldurs- hópnum 6 -12 ára. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur, sér- staklega ef það getur miðlað til okk- ar góðum hugmyndum eða til að kanna samstarfsgrundvöll. Höfundur er félagsráðgjufi á for- vamarsviði Félagsþjónustunnar i Reykjavfk. GERI AfiKIK BETUR HEILIR STURTUKLEFAR 80x80 á kant Blöndunar- tæki, sturtusett, botn og vatnslás innifalinn. Verð fró kr. 39.600,- stgr. VERSLUN FYRIR ALLA I Vib Feilsmúta Simi SS8 7332 www.heildsoluverslunin.is 30 ára reynsla Hljóðeinangrunargler • • Oryggisgler GLERVERKSMIÐJAN Eyjasandur 2 • 850 Helia tr 487 5888 • Fax 487 5907 íslenskir vefir eiga heima á Vefskinnu ^mbl.is —ALLTA.Í= GITTHXSAÐ A/Ý7~7— BRYGGJUSVÆÐI Á bryggjum verður oft launhált vegna vatns eða ísingar. Ökum hægt á bryggjum! iJU^FERÐAR Utborgun Greiða skal út laun á morgun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur * i í I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.