Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsókn
á flugslysi
Kennedys
RANNSÓKN á tildrögum
flugslyssins er John F. Kenn-
edy yngri, eiginkona hans,
Carolyn Bessette, og systir
hennar, Lauren, létust, gefur
til kynna að hvorki bilanir í vél
né búk vélarinnar hafi valdið
slysinu, að því er Boston Globe
skýrði frá í gær. Blaðið greindi
frá að enn væru mánuðir í að
rannsókninni lyki en enn á eft-
ir að rannsaka rafmagnskerfi
vélarinnar, raftækninýtingu í
flugi og stjómkerfi. Blaðið
hafði það eftir ónefndum rann-
sóknarmanni að það væri bæði
„of snemmt og óábyrgt" að
segja að rannsóknin hefði
beinst að því að athuga hvort
Kennedy hefði sjálfur gert
mistök í flugi. Samkvæmt ný-
legri skoðanakönnun Gallup og
Pew Research Center for the
People & the Press, kemur
fram að allt að sex af hverjum
tíu aðspurðra hafi þott umfjöll-
un fjölmiðla um slysið hafa
keyrt úr hófi fram.
Taldir af
BRAK könnunarflugvélar
bandaríska hersins í frumskóg-
um Suður-Kólumbíu sást úr
lofti á sunnudag á fjallshrygg
Andesfjallanna. Br talið ólík-
legt að Bandaríkjamennimir
fimm, sem vora um borð í vél-
inni, finnist á lífi en þeirra er
nú leitað.
51 látinn
TALIÐ er að 51 hafi látist í
flóðunum í Iran, að því er
IRNA skýrði frá í gær. Að
sögn hjálparstarfsmanna hafa
34 látið lífið og 17 er enn sakn-
að.
Fleiri látast í
hitabylgju
ENN fleiri hafa látist af völd-
um hitabylgju í Bandaríkjun-
um. Nú er talið að um 41 hafi
dáið í hitanum, tólf í Missouri,
16 í Illinois, tíu í Ohio, tveir í
N-Carolina og einn í Georgíu.
Breytingar í
frönsku ríkis-
stjórninni
LIONEL Jospin, utanríldsráð-
herra Frakklands, skipaði tvo
nýja ráðhema í ríkisstjóm í
kjölfar skipanar Bemards
Kouchners, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, í embætti yf-
irmanns Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo. Flokksfélagi
Kouchners í Sósíalistaflokkn-
um, Dominique Gillot, tók við
embætti hans. Þá tilnefndi
Jospin Francois Huwart, í
Vinstriflokki róttækra, í emb-
ætti viðskiptaráðherra, sem
Jacques Dondouz hefur gegnt.
Drauma vél-
menni
DRAUMUR alh-a húsráðenda
hefur nú ræst. New Scientist-
tímaritið bandaríska skýrði frá
því í gær að nú væri hægt að
kaupa vélmenni, sem sér m.a.
um að ryksuga og þvo upp, fyr-
ir tæpar 60.000 krónur á útsölu
í póstverslun.
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 33
ERLENT ~
Mannaskipti í stöðu æðsta yfírmanns herafla Atlantshafsbandalagsins
Clark beðinn
um að hætta
Reuters
WESLEY Clark, núverandi æðsti yfirmaður herafla Atlantshafsbandalags-
ins, og Joseph Ralston, hershöfðingi og líklegur eftirmaður Clarks í starfí.
Vilníus, Brussel, Tókýó. Reuters.
WESLEY Clai'k, æðsti yfirmaður
hersveita Atlantshafsbandalagsins
(NATO), lýsti því yfir í gær að hann
myndi láta af núverandi starfi
þremur mánuðum fyrr en starfs-
samningur hans rennur út en hafn-
aði því að deilur um áherslur í átök-
unum á Balkanskaga hafi ráðið
nokkru um ákvörðunina. Mikið
mæddi á Clark í ellefu vikna loft-
árásum NATO á Júgóslavíu og er
talið víst að hann hafi viljað fara
aðrar leiðir í hemaðaraðgerðum en
Bandaríkjastjóm kaus að fara. Cl-
ark sagði í gær að honum hafi verið
tjáð um starfslok sín á þriðjudag.
Aðspurður sagðist Clark, sem
mun hætta í starfi sínu í apríl á
næsta ári, ekki vita tO þess að starf
sitt sem æðsti yfirmaður herafla
NATO í aðgerðum bandalagsins í
Júgóslavíu hafi verið forsenda þess
að starfslokum hans var flýtt. Vildi
Clark, sem í gær var staddur í Viln-
íus í Litháen á fundi með þarlend-
um ráðamönnum um framtíðaraðild
Eystrasaltsríkjanna að NATO, ekki
tjá sig meira um málið.
Öðrum manni komið að
Embættismenn bandaríska vam-
armálaráðuneytisins sögðu í gær að
ákvörðunin um flýtingu starfsloka
Clarks væri í engu bundin við óá-
nægju með frammistöðu hans í
starfi. Sögðu þeir að skipti á mönn-
um í æðstu stöðum væra venju-
bundnar og að ráðgert væri að fleiri
háttsettir herforingjar en Clark
myndu skipta um starfssvið.
Kenneth Bacon, talsmaður vam-
armálaráðuneytisins, sem í gær var
í heimsókn í Japan ásamt William
Cohen vamarmálai'áðherra sagði að
Joseph Ralston, hershöfðingi í flug-
flota Bandaríkjahers og næstráð-
andi í sameinuðum herafla Banda-
ríkjanna, muni taka við starfi Cl-
arks. Sagði Bacon að Clark væri í
miklum metum og að „hann hafi
sýnt afar góða frammistöðu við
mjög erfiðar aðstæður“. Bætti hann
því við að ákvörðunin væri ekki
spuming um óánægju. Varnarmála-
ráðuneytið hafi ekkert nema gott
um Clark að segja og að mikil virð-
ing væri borin fyrir störfum hans.
Bacon sagði í gær að ákvörðunin
um starfslok Clarks hafi verið tekin
til þess að koma Ralston í starfið.
Ralston mun láta af starfi sínu hjá
sameinuðum herafla Bandaríkjanna
í febrúai' nk. og samkvæmt reglum
bandaríska hersins mega ekki líða
meira en 60 dagar áður en hermað-
ur tekur upp nýja stöðu. Ella hefði
hann þurft að fara á eftirlaun.
Clark gerði lýðum það ljóst á
meðan loftárásir NATO á Jú-
góslavíu stóðu yfir að hemaðarað-
gerðunum var oft þröngur stakkur
skorinn vegna tregðu ríkisstjóma
aðildarríkja bandalagsins til að ráð-
ast á tiltekin skotmörk. Er talið að
Clark hafí eytt miklum kröftum í að
reyna að sannfæra bandaríska
vamarmálaráðuneytið um að hefja
undii'búning landhemaðar í ljósi
þess að loftárásimar virtust ekki
skila tilætluðum árangri.
Aherslur Clarks voru aðrar en
áherslur aðildarríkja
Breska sunnudagsblaðið The
Observer greindi frá því fyrir
skömmu að Clark hafi, ásamt
nokkram hermálasérfræðingum
NATO sem ganga undir nafninu
Jedi-riddaramir eftir Stjörnustríðs-
kvikmyndunum, hafið á laun undir-
búning að innrás í Kosovo.
Þá þykir sýnt að ákvörðun Clarks
um að kalla til 24 bandarískar
Apache-árásarþyrlur til
Balkanskaga hafi verið dæmi um
baráttu hans við bandarísk stjórn-
völd. Clark fékk aldrei heimild til að
beita þyrlunum í aðgerðum banda-
lagsins og um miðjan maí greindi
bandaríska dagblaðið The New
York Times frá því að bandaríska
vamarmálaráðuneytið hafi meinað
Clark að nota þyrlumai' í hemaði.
Heimildamenn Reuters, kunnugir
Clark, segja að hann hafi ekki haft
sömu ofurtrú og aðrir innan banda-
lagsins á því að loftárásir NATO
myndu skila tilætluðum árangri á
skömmum tíma. Hafi hann varað
ráðamenn við því að líkja Jú-
góslavíu við írak þar eð hugsunar-
háttur Serba væri ólíkur hugsunar-
hætti araba.
Fundur Sergeis Stepashins og Als Gores í Washington
Washington. AFP.
SERGEI Stepashin, forsætisráð-
herra Rússlands, og A1 Gore, vara-
forseti Bandaríkjanna, lýstu því yfir
á þriðjudag að Bandaríkin og Rúss-
land myndu hefja frekari afvopnun-
arviðræður í Moskvu í næsta mánuði
og sagði Stepashin að samskipti ríkj-
anna, sem höfðu stirðnað veralega
vegna átakanna á Balkanskaga,
myndu nú færast á nýtt stig. Yfirlýs-
ing ráðamannanna kemur í kjölfar
viðræðna embættismanna ríkjanna í
Washington síðustu dægur. Er hún
talin mikilvæg hvað afvopnun risa-
veldanna varðar og ítrekaði Gore að
fækkun kjarnaodda í vopnabúram
ríkjanna þjónaði sameiginlegum
hagsmunum þeirra.
Bandarískir embættismenn hafa
þó greint frá því að fast hafi verið
þrýst á Rússa að hætta að láta írön-
um í té tæknibúnað og þekkingu sem
gæti gagnast þeim við smíði kjarna-
vopna og langdrægra eldflauga.
Stepashin hafi hins vegar farið þess
á leit við Bandaríkin að ríkin legðust
á eitt um að hindra að svokölluð „út-
lagaríki" gætu komið sér upp ger-
eyðingarvopnum og hvatti til þess að
bandarískir ráðamenn íhuguðu til-
lögur Jeltsíns Rússlandsforseta um
hnattrænt öryggiskerfi.
Á fréttmannafundi tók Gore undir
orð Stepashins og sagði að báðum
ríkjum stæði ógn af útbreiðslu ger-
eyðingarvopna, annarra en þeirra er
þau ættu sjálf.
í ræðu sem Stepashin hélt á
mánudagskvöld lýsti hann því yfir að
„ekkert getur fært okkur aftur til
daga kalda stríðsins" og degi síðar
ítrekaði hann mikilvægi þess að
Bandaríkin og Rússland héldu inn í
nýja öld sem vinátturíki.
Mikill hluti funda rússnesku og
bandarísku embættismannanna fór
þó í að ná samkomulagi um vissar
eftirstöðvar kalda stríðsins; málefni
kjarnorkuvígbúnaðar og njósna.
Gore sagði að þrátt fyrir að við-
ræður um START III sáttmálann,
sem lengi hafa verið í undh'búningi,
muni senn hefjast þá muni Banda-
ríkjastjórn ekki leiða þann sáttmála
til lykta fyrr en Dúman, rússneska
þingið, samþykki START II sáttmál-
ann sem undirritaður var fyrir
nokkrum áram. START II sáttmál-
inn kveður á um gagnkvæma fækk-
un í kjarnavopnabúram Bandaríkj-
anna og Rússlands og samkvæmt
honum munu ríkin, hvort um sig,
takmarka kjarnaodda sína við 3.500,
fyrir árið 2003.
Stepashin sagði á þriðjudag að
hann myndi reyna að hlutast til um
að START II sáttmálinn yrði sam-
þykktur næsta haust.
Hermálasérfræðingar telja að
Rússar muni reiða sig æ meir á
kjarnavopnabúr sitt á næstu áram,
ekki síst í ljósi þess hve illa efna-
hagsástandið í Rússlandi hafi leikið
rússneska herinn.
Njósnamál rædd
Gore og Stepashin viðurkenndu að
rætt hefði verið um njósnamál á
fundum fulltrúa ríkjanna en banda-
ríska dagblaðið Washington Times
greindi frá því í vikunni að Banda-
ríkjastjórn hefði farið fram á það við
Rússa að þeir fækkuðu njósnurum
sínum í Bandaríkjunum umtalsvert.
„Gömlum viðhorfum verður seint
þokað frá,“ sagði Gore aðspurður um
afstöðu Bandaríkjanna til mikils
fjölda rússneskra njósnara vestan-
hafs.
Stepashin, sem sjálfur er fyrrver-
andi yfirmaður gagnnjósnastofnunar
Rússlands, sagði: „Svo lengi sem ríki
era til munu sérstakar stofnanir
ávallt vera starfræktar.“
Astand Columbia kannað
TÆKNIMENN skoða ástand Col-
umbia-geimferjunnar eftir að
hún lenti á Kennedy-geimstöð-
inni á þriðjudag en henni var
skotið á loft sl. föstudag. Að því
er embættismenn hjá NASA
skýrðu frá virðist sem eldsneyti
hafi lekið úr þriðja hreyflinum,
neðst til hægri á myndinni, er
flauginni var skotið á loft og með
þeim afleiðingum að aðalhreyfill-
inn slökkti of fljótt á sér.
Ákveðið að heQa afvopnunar-
viðræður í Moskvu í águst