Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kosovo-Albaninn Adem Gasi segist bjartsýnn á framtíð Kosovo-héraðs ADEM Gasi er 55 ára Kosovo-Al- bani sem flúði frá Kosovo 28. mars síðastliðinn og kom hingað til íslands ásamt eiginkonu sinni 4. maí. Gasi er fæddur og uppal- inn í Lazic, sem er lítið þorp í nágrenni Klína, vestur af Pristína, héraðshöf- uðborg Kosovo. Foreldrar hans voru bændur en auk Gasis áttu þau eina dóttur. Gasi sleit bamsskónum í Lazic þar sem hann gekk í barnaskóla en í Djakovica stundaði hann fram- haldsnám. Gasi útskrifaðist svo með lögfræði- próf úr háskólanum í Pristína. Frá árinu 1991 hefur hann starfað með Kristilega demókrata- flokknum í Kosovo sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur hann setið fyrir flokkinn á hinu óformlega þingi í Kosovo frá árinu 1992. Um 50.000 meðlimir eru í Kristilega demókra- taflokknum í Kosovo. Helstu baráttumál Gasis í stjórnmálum hafa verið að upplýsa önnur ríki Evrópu um ástand- ið í Kosovo „því það vissi enginn í rauninni hvað var þar um að vera,“ segir Gasi. Hann segir það hafa verið erfítt að koma sjónarmið- um flokksins á framfæri. „Eins og þið vitið hefur fréttaflutningi í Kosovo og Serbíu verið stjómað af yfirvöldum í Belgrad og því gátum við ekki upplýst Kosovo-AIbana né aðra um ástandið í gegnum fjölmiðla. Við höfðum ekki tækifæri til að eiga í beinum viðræðum við rík- isstjórnir í Evrópu og því reyndum við að koma boðum og upplýsingum til systurflokka okkai- í Evrópu, þ.e. flokksmeðlima demókra- taflokka, í von um að þeir kæmu upplýsingun- um áfram til ríkisstjórna landa sinna.“ Viðbrögðin sagði Gasi hafa verið „góð á end- anum, eins og raun ber vitni, þrátt fyrir að Evrópuríkin hafi brugðist svolítið seint við“. Gasi segir starfsemina ekki hafa ver- ið hættulausa og í ljósi þess hafi hann og samstarfsmenn hans beitt öllum möguleg- um ráðum til að koma boðunum áleiðis. „Við notuðum öll tiltæk boðkerfí. Faxtæki voru notuð, skýrslur og skjöl voru lesin staf fyrir staf í gegnum síma, alls kyns upplýsingar og gögn voru falin í bílum hjá fólki sem var á leið til útlanda, eða í far- angri þeirra sem ferðuðust með lestum og rútum. Starfsmenn flokksins urðu að fara huldu höfði eða fela gögn sín vandlega á sér ef þeir fóru með þau frá einum bæ til annars.“ Gasi segir lögregluna ítrekað hafa reynt að koma í veg fyrir þetta upplýs- ingaflæði og starfsemi flokksins almennt. „Serbnesk stjómvöld töldu flokkinn ekki löglegan. Einungis einn flokkur var viður- kenndur af serbnesku ríkisstjóminni í Kosovo og það var Lýðræðisflokkurinn, flokkur Ibrahims Rugova. Aðrir flokkar störfuðu samt sem áður í Kosovo en vora ekki viðurkenndir af stjórnvöldum í Ser- bíu. Fyrir kom að lögregla handtók flokks- meðlimi - til að mynda þar sem við voram við fundahöld á skrifstofu flokksins - fór með þá á lögreglustöðina þar sem þeir vora svo lamdir og hvað eina. Eg veit ekki almennilega hvað þeir gerðu við þá. í stuttu máli sagt reyndi hún að gera allt til að koma í veg fyrir starfsemi okkar.“ Öllum skólum fyrir Albana lokað ,Að mínu mati var ástandið sambæri- legt því sem var í Suður:Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Öll völd voru í höndum lögreglunnar og hún gat farið með þau eins og henni hentaði. Til dæmis réðst hún inn á heimili fólks, lagði þar allt I rúst og fór með karlmennina í fangelsi án þess að þurfa að útskýra gjörðir sínar fyr- ir kóngi eða presti. Við höfðum engin völd og engan rétt. Frá og með árinu 1989 lokuðu serbnesk stjórnvöld öllum skólum fyrir albönsk börn, unglinga og háskólanema í Kosovo. Albanskir kennarar vora reknir úr störf- um og krökkunum var ekki einu sinni leyft að fara á fótboltavelli eða aðra leikvelli í nágrenni skólanna. Við þurftum því að koma á laggirnar okkar eigin heimarekna skólakei’fí þar sem fólk bauð kennurum og nemendum afnot af húsum sínum undir kennslu því að við höfðum ekki ráð á að byggja nýjar skólabyggingar. Námið var nemendum að kostnaðarlausu þar sem kennararnir kenndu án þess að fá greitt fyrir og húsráðendur vildu ekki fá neina greiðslu fyrir afnot af heimilunum. Reynt var að safna peningum á ýmsa vegu til að hjálpa til við rekstur skólakerfísins og Kosovo-AIbanar sem unnu erlendis sendu peninga heim til kennslunnar. Svona hefur þetta gengið fyrir sig í tíu ár.“ Gasi segir mikla einingu hafa ríkt meðal al- banskra íbúa Kosovo. „Ef það þurfti til að mynda að mála húsin sem notuð voru undir kennsluna komu málarar og gerðu það án þess að fá borgað fyrir. Fólk reyndi að gera allt fyr- „Draumur minn hefur ræst - Kosovo er frjálst“ Hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Kosovo, er Serbar ráku hann ásamt eiginkonu hans og átta þús- ----------------------------—-——---y--- und íbúum Klína frá heimilum sínum í mars sl. I sam- tali við Hrund Gimnsteinsdóttur segir Adem Gasi, fyrrverandi dómari og forseti bæjarstjórnar, frá flótta sínum undir vernd Frelsishers Kosovo um hálendið í átt til Svartfjallalands, frá hörmungunum sem hann og fólkið hans hafa þurft að þola í fjöldamörg ár, frá við- ■-______-------------------7----------- ræðum hans við dómsmálaráðherra Islands og vonir hans um bjarta framtíð Kosovo-héraðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg ADEM Gasi flúði frá Kosovo í mars sl. og er nú staddur á Islandi en stefnir að því að halda aftur heim hið fyrsta. Gasi er bjartsýnn á framtíð Kosovo-héraðs, sem hann segir vera ríkt frá náttúrunnar hendi og hýsa duglegt fólk. ir þjóðina, íyrir börnin og skólakerfið og það gerði það ókeypis." Án atvinnu í tíu ár Gasi talar hlýlega um heimabæ sinn, Klína, en þar lét hann til sín taka í velferðarmálum bæjarins. „í bænum og nágrenni hans búa 50.000 manns en í Klína einum búa um 10.000 manns. Á 21 árs starfsferli mínum í Klína vann ég í tólf ár sem dómari - til ársins 1989 - og svo var ég forseti bæjarstjórnar. Til ársins 1989 var réttarkerfið í Júgóslavíu nokkuð sanngjarnt gagnvart öllum. Eftir það svipti Milosevic hins vegar alla Kosovo-Albana réttindum og henti þeim út á götu. Þá var ég rekinn úr starfi - líkt og flestir aðrir Kosovo- Albanar í raun og vera.“ Gasi er fjögurra barna faðir, á tvo syni og tvær dætur sem öll era búsett á Islandi. Elsta dóttir hans og eiginmaður hennar komu til Is- lands árið 1987 en með hjálp þeirra komu hin systkinin til landsins, það síðasta fyrir rúmu ári. Þau höfðu verið við nám í háskóla í Kosovo en vegna síversnandi ástands þar ákváðu þau að koma til íslands. Gasi vildi reyna að halda börnunum í Kosovo í lengstu lög því hann stóð ætíð í þeirri trú að ástandið myndi batna. Þó kom að því að ástandið var orðið óbærilegt er serbneskir her- menn ráku Gasi og eiginkonu hans frá heimili þeirra I Klína. Þvi fylgdu þau fordæmi barna sinna og flúðu til Islands í byrjun maí. „Menntað fólk eins og ég vildi ekki fara frá Kosovo heldur vera þar áfram og búa aðra íbúa undir það sem var í vændum og útskýra fyrir þeim hvað var að gerast. Við vildum alls ekki fara frá Kosovo. Það var aldrei á dagskrá að gera það. Albanar sem yfirgefið hafa Kosovo er fólk sem hrakið hefur verið frá héraðinu. Þetta er fólk sem hefur þurft að þola margt og því hefur það flúið. Það flúði ekki vegna þess að lífið átti að vera betra á Vesturlöndum, sem hefur því miður verið erfitt að útskýra fyrir mörgum Vesturlandabúum. Árið 1980 byrjuðu Serbar að drepa Albana sem gegndu herþjónustu í Júgóslavíuher. Þeir myrtu þá á meðan á herþjónustunni stóð og sendu þá svo heim í líkkistum og gáfu þá skýr- ingu að þeir hefðu framið sjálfsmorð. Er við svo opnuðum kisturnar sáum við að viðkom- andi hafði verið skotinn með tíu skotum. Hvernig má slíkt vera ef menn fremja sjálfs- morð?- Mörg dæmi voru um þetta og því kom að því árið 1986 að við ákváðum að senda ekki fleiri Albana í herinn. Júgóslavíustjórn krafðist þess hins vegar áfram að Albanar frá Kosovo gegndu herskyldu með þeim afleiðingum að fjöldi ungra drengja og karlmanna á her- skyldualdri flúðu til Evrópu.“ Gasi segir þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo hafa verið vel skipulagðar og að í raun- inni hafi þær staðið yfir í fjöldamörg ár. „Menntamenn innan serbnesku akademí- unnar, sem rekin er af hinu opinbera, hafa í fjölmörg ár verið að ski-ifa um áætlanir Serba um að „hreinsa" Kosovo af Albön- um. Til að mynda skrifaði maður að nafni Ilija Garashanin fyrir hundrað árum um hvernig standa ætti að þjóðernishreinsun- um á Albönum í Kosovo. Árið 1937 gerði það annar þekktur maður innan akademí- unnar sem heitir Vasa Qubrillovic. Þótt kaldhæðnislegt sé má að mörgu leyti þakka það seinni heimsstyrjöldinni að Albanar hafi, á þessum tíma, komist hjá því að þessi langtímaáætlun um þjóðernis- hreinsanir yrði framkvæmd. Milosevic hélt að nú væri rétti tíminn til að taka þessa stefnu upp, sem gekk ekki hjá honum því að Vesturlönd komu okkur til bjargar. Serbnesk yfirvöld gerðu sér einnig grein fyrir völdum menntafólks í Kosovo og til að halda sem fastast um stjórnartaumana gripu þau til þess ráðs að fangelsa mennta- fólk þar og ofsækja á annan hátt. I mörg ár vora serbnesk yftrvöld á eftir þessu fólki. Það sem var að gerast í Króatíu komst ekki í hálfkvisti við það sem Serbíu- stjórn gerði við Kosovo-Albana því í Kosovo varði ástandið í mörg ár. Vegna þessara þjóðernishreinsana Serba eru fleiri Albanar búsettir í Tyrklandi í dag en þeh’ era í Kosovo.“ Gasi segir óvíst hversu margir Albanar hafi búið í Kosovo áður en loftárásimar hófust en íbúafjöldi var skráður þar síðast árið 1981, þrátt fyrir að slík skráning eigi að fara fram á tíu ára fresti samkvæmt lögum. „Um það bil tvær milljónir bjuggu í Kosovo áður en Serbar hófu að herja á héraðið en allt frá árinu 1980 hafa Albanar verið að flýja Kosovo." Gasi segir stjórnarskrá Serbíu vera til- tölulega lýðræðislega en stjórnvöld í Belgrad hafi ekki farið að lögum hennar og því hafi þau getað blekkt Vesturlandabúa og leynt því fyrir þeim hvernig ástandið var í rauninni. Árið 1989 svipti ríkisstjórn Serbíu Kosovo sjálfstjórn og frá þeim tíma var öll löggæsla undir stjórn serbneskra yfir- valda. „Kosovo-albanskir lögreglumenn tóku þá ákvörðun að segja upp störfum sínum í mótmælaskyni því þeir vildu ekki vera undir stjórn yfnvalda í Belgrad. Því var svo komið að Albanar í Kosovo, sem voru 90% af íbúum héraðsins, höfðu enga albanska lögreglumenn til að gæta öryggis þeirra. Þessi 8-10% Serba í Kosovo fóra því með lögreglustjórn yfir okkur, 90 prósentum íbúanna. Sem dæmi má nefna var bæjarstjóri eins sveitarfélags Serbi, þrátt fyrir að allir íbúarnir væra Alban- ar.“ Mannréttindasamtök sett á laggirnar „Ég og mínir samstarfsmenn trúðum því all- an tímann að friður myndi komast á í Kosovo. Okkar helsta vandamál var hins vegár að opna augu fólks í öðram Evrópulöndum og heimin- um öllum íyrir því hvað raunveralega var um að vera en ekki einungis því sem það vildi sjá. Þegar svo var komið að allur lögregluflotinn var skipaður Serbum, bæði frá Serbíu og þeim sem bjuggu í Kosovo, átti lögreglan erfítt með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.