Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti hús Stephans G. Stephanssonar skálds í fyrradag.
Með honum í för var Dalla, dóttir hans.
Heimsótti slóðir Stephans G.
HEIMSÓKN forseta íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar, til Kanada,
stendur nú sem hæst. I fyrradag
heimsótti hann m.a. slóðir Steph-
ans G. Stephanssonar og annarra
íslenskra landnema í Markerville.
Forsetinn Iagði blómsveig frá ís-
Iensku þjóðinni að Ieiði Stephans
og skoðaði hús skáldsins í Spruce
View.
I húsi Stephans er nú starfrækt
safn tileinkað minningu hans og
kynnti forsetinn sér starfsemi
þess. Þar tóku á móti honum þrjú
barnabörn Stephans G. Stephans-
sonar, ásamt öðrum afkomendum
íslenskra landnema á svæðinu. Við
húsið var fjölsóft menningarhátíð
og fulltrúar þings Kanada og fylk-
isþingsins í Alberta fluttu forset-
anum kveðjur. I ræðu sinni hyllti
forsetinn ininningu Stephans G. og
þakkaði stjórnvöldum í Kanada
fyrir þann sóma sem þau sýna lífi
hans og skáldskap.
Ólafur Ragnar heimsótti einnig
ijómabú í Markerville, sem ís-
lenskir bændur stofnuðu um síð-
ustu aldamót. Það hefur verið end-
urgert og hýsir nú safn sem Vest-
ur-Islendingar sjá um.
I fyrrakvöld buðu Vestur-Islend-
ingar í Alberta-fylki forsetanum til
hátíðarkvöldverðar í Calgary. I
gærmorgun fúndaði forsetinn með
forystumönnum í atvinnulífi Al-
berta-fylkis í boði Davids Kilgours,
ráðherra þróunarmála. Um miðjan
dag í gær hélt Ólafur Ragnar svo
til Saskatchewan-fylkis og átti þar
fundi með fulltrúum sfjórnvalda
og fylkisþings.
Laun embættismanna hækka um 11-14%
Laun skatt-
stjóra hækka
KJARANEFND hefúr ákveðið að
hækka laun um það bil fimmtán emb-
ættismanna skattkerfisins, þar á
meðal níu skattstjóra, um 11 til 14%.
Ákveðinn hluti launabreytinganna
miðast við 1. janúar sl. en hinn hlut-
inn miðast við 1. maí sl. Að sögn Guð-
rúnar Zoéga, formanns kjaranefndar,
má búast við að nefndin úrskurði á
næstunni um launabreytingar ann-
arra forstöðumanna stofnana og fyr-
Stórlaxar í
Vatnsdalsá
ÓVENJULEGA margir stórlax-
ar hafa veiðst í Vatnsdalsá í
sumar. Hópur veiðimanna, sem í
vikunni lauk sex daga veiðitúr,
dró á land 60 laxa og reyndist
heildarþyngd laxanna litlu minni
en 100 laxa sem sami hópur
veiddi á sama tíma í fyrra.
Laxar í Vatnsdalsá eru þekkt>
ir fyrir að vera sérstaklega stór-
ir. A síðustu 14 dögum hafa 14
laxar veiðst sem voru á bilinu
99-107 sentimetrar að lengd, en
það þýðir að þeir voru 20-26
pund. Um 260-270 laxar hafa
veiðst í ánni í sumar en það er
um 80 löxum minna en á sama
tíma í fyrra. Astæðan fyrir
minni veiði er fyrst og fremst sú
að smálaxagöngur hafa verið
minni í sumar en oft áður.
irtækja ríkisins sem undir hana
heyra.
Tilefni endurskoðunar á launum
þessara aðila er að sögn Guðrúnar
þær hækkanir sem orðið hafa á laun-
um ríkisstarfsmanna undanfarin tvö
ár en þess má geta að kjaranefndin
ákvað fyrr í sumar að hækka laun
ráðuneytisstjóra um 2,5 til 4,5% m.a.
með vísan til ákvörðunar Kjaradóms
frá 8. maí sl. um hækkun launa emb-
ættismanna sem undir hann heyra,
um 13,5%.
í rökstuðningi kjaranefndar fyrir
áðurnefndum hækkunum á launum
embættismanna skattkerfisins segir
m.a. að frá því að launakjör þeirra
hafi síðast verið ákveðin hafi ekki
orðið breytingar á kjarasamningum
ríkisins. „Hins vegar hafa á síðustu
misserum verið gerðir aðlögunar-
samningar innan stofnana og fyrir-
tækja ríkisins á grundvelli kjara-
samninga opinberra starfsmanna og
ríkisins frá árinu 1997. Við ákvörð-
un kjaranefndar nú er meðal annars
tekið tillit til kjarabreytinga sem
þessir aðlögunarsamningar hafa
haft í för með sér.“ Þá segir í rök-
stuðningi kjaranefndar að hún hafi
stuðst við þær almennu launafor-
sendur sem Kjaradómur lagði til
grundvallar úrskurði sínum 8. maí
sl., en í samræmi við álit umboðs-
manns Alþingis er nefndin að meg-
instefnu til bundin við þær almennu
launaforsendur sem Kjaradómur
hefur lagt til grundvallar í úrskurð-
um sínum.
Husavfkurbær kaupir hlut KÞ í Fiskiðjusamlaginu
Andlát
Ræður yfir 46,5%
hlutafjár í félaginu
BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sam-
þykkti á aukafundi í gær að kaupa
tæplega 14% eignarhlut Kaupfélags
Þingeyinga í Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur hf. Eftir kaupin ræður bærinn
yfir tæplega 46,5% hlut í Fiskiðju-
samlaginu. Kaupverð er liðlega 180
milljónir kr. sem samsvarar geng-
inu 2,1 og er það töluvert hærra en
síðasta skráða gengi. Minnihluti
bæjarstjómar gagmýndi vinnu-
brögð meirihlutans við kaupin.
„Við töldum að fyrst hlutabréfin
væm til sölu þá væri ástæða fyrir
bæinn að taka þau í sínar hendur og
sjá hvemig þau kæmu bænum að
sem mestu gagni,“ segir Kristján
Asgeirsson, formaður bæjarráðs, í
samtali við Morgunblaðið. Hann og
Reinhard Reynisson bæjarstjóri
gerðu KÞ tilboð um kaup á bréfun-
um 14. júlí. Bæjarráð samþykkti
kaupin viku síðar.
Meirihluta bæjarstjómar skipa
fimm fulltúar af H-lista, lista jafn-
réttis og félagshyggju. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks gagnrýndu harðlega vinnu-
brögð meirihlutans við kaupin, með-
al annars með því að halda þeim frá
bæjaiTáðsfulltrúum. Lýstu þeir sig
þó fylgjandi kaupum hlutabréfanna
og á fundinum í gær lögðu þeir fram
tillögu um kaupin með ítarlegum
fyrirvörum, meðal annars um for-
sendur kaupanna. Meirihlutinn
felldi tillöguna og samþykkti bókun
bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var
falið að ganga frá kaupum hluta-
bréfanna. Þrír fulltrúar minnihlut-
ans greiddu atkvæði á móti og einn
sat hjá.
Yfir gengi á VÞÍ
Bærínn kaupir hlutabréfin á
genginu 2,1 sem er talsvert hærra
en síðasta skráða gengi í félaginu á
Verðbréfaþingi Islands. Síðustu við-
skipti fóm fram 7. júlí á genginu
1,20. Kristján Asgeirsson telur
gengi bréfanna á Verðbréfaþingi
ekki raunhæft vegna þess hversu
lítil viðskipti hafa farið fram á þeim
vettvangi. Kaupin verða fjármögn-
uð með lántöku.
Húsavíkurbær átti meirihluta í
FH en fyrri meirihluti seldi hluta
af bréfum bæjarins. Með kaupun-
um nú eignast bærinn 46,44%
hlutafjár. Kristján var andvígur
ýmsum ráðstöfunum fyrri meiri-
hluta í málefnum Fiskiðjusamlags-
ins. „Hann ætlar sér að leita leiða
til að fyrirtækið verði betra og
hagur bæjarbúa þar með betri og
öruggari," segir Kristján þegai-
hann er spurður að því hvort meiri-
hlutinn hyggist beita sér fyrir
breytingum á rekstri Fiskiðjusam-
lagsins með auknum ítökum. „Stað-
an var sú að bréfin voru til sölu og
einhver hlaut að kaupa. Okkur
þótti ekki rétt að láta svona stóran
hlut fara án þess að vita hvar hann
lenti,“ segir Kristján.
GUNNLAUGUR E.
BRIEM
GUNNLAUGUR E.
Briem, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri er lát-
inn, 96 ára að aldri.
Gunnlaugur fæddist
hinn 5. febrúar árið
1903 á Sauðárkróki,
sonur Eggerts Ólafs
Eggertssonar Briem,
sýslumanns á Sauðár-
króki og síðar hæsta-
réttardómara, og konu
hans, Guðrúnar Jóns-
dóttur Briem. Gunn-
laugur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið
1922 og lögmannsprófi frá Háskóla
íslands árið 1927.
Gunnlaugur hóf störf í atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytinu árið
1927, var skipaður fulltrúi þar árið
1930 og skrifstofustjóri árið 1944.
Hann var skipaður ráðuneytisstjóri
atvinnumálaráðuneytisins 1947 og
gegndi stöðu ráðuneytisstjóra tii
ársins 1973. Hann var jafnframt
dómari í Félagsdómi frá 1938-1974.
Gunnlaugur gegndi fjölda félags-
og trúnaðarstarfa. Var hann m.a.
skrifstofustjóri útflutningsnefndar
1939-1943, skipaður í
viðskiptaráð 1943-1945
og fulltrúi landbúnaðar-
ráðherra í norrænni
samvinnunefnd um
landbúnaðarmál á veg-
um Norðurlandaráðs
1965-1973. Þá sat hann
í stjóm Rannsókna-
stöðvar Skógræktar
ríkisins 1968-1978 og
var hann kjörinn heið-
ursfélagi Skógræktar-
félags Islands árið 1965.
Gunnlaugur hlaut
riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1946,
stórriddarakross 1952 og stórridd-
arakross með stjömu 1963. Einnig
hlaut hann frelsisorðu Kristjáns tí-
unda 1946, kommandörkross
sænsku Vasaorðunnar 1946, ridd-
arakross norsku st. Olavsorðunnar
1947, annars stigs kommandörkross
Dannebrogsorðunnar 1948 og
fyrsta stigs kommandörkross
Dannebrogsorðunnar 1956.
Eiginkona Gunnlaugs var Þóra
Briem, sem lést hinn 18. janúar á
þessu ári. Eignuðust þau þrjú böm
og em tvö þeirra á lífi.
Sérblöð í dag
sKiptapia
Morgunblaðsins
Sérblad um vidskipti/atvinnulíf
• íslandsmet hjá Láru Hrund
á EM / C1
Rútur Snorrason með
Keflavík / C4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is