Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Valdimar Rósin- krans Jóhanns- son fæddist að Ósi í Skagahreppi, Aust- ur-Húnavatnssýslu, hinn 1. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu í Alftamýri 2, 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar Valdmars voru hjónin Jóhann Jósepsson, bóndi á Ósi, og Rebekka Guðmundsdóttir. Valdimar ólst upp á Ósi til 6 ára aldurs, en fór þá að Björg- um í sömu sveit til hjónanna Sig- mundar Benediktssonar og Að- alheiðar Ólafsdóttur. Þar var Valdimar til 16 ára aidurs og flutti svo til móður sinnar í Hafnarfirði. Systkini Valdimars voru átta og dóu tvö þeirra óskírð. Þau systkini sem upp komust eru: 1) Friðgeir I. Jó- hannsson, f. 27.6. 1920. 2) Krist- inn A. Jóhannsson, f. 13.6. 1922. 3) Siguijón E. Jóhannsson, f. 22.7.1923, látinn. 4) Jósep Ó. Jó- hannsson, f. 29.12. 1924, látinn. 5) Ragn- heiður M. Jóhanns- dóttir, f. 17.7. 1927. 6) Hólmfríður M. Jó- hannsdóttir, f. 5.5. 1933, látin. Valdimar kvæntist 14. ágúst 1954 Ráð- hildi Ingvarsdóttur frá Stíflu í Vestur- Landeyjum. Þau hjónin áttu tvö börn: 1) Sigmundur Heiðar Valdimarsson, verk- taki, f. 23.4. 1954, bú- settur í Hafnarfirði. Sambýliskona Sigmundar er Amporn Meelarp. Börn Sigmund- ar með Birgittu Helgadóttur eru Svava, Guðlaug og Kristján. 2) Sigurjón Hafberg Valdimarsson, f. 15.4. 1958, px'pulagningarmeist- ari, í sambúð með Guðlaugu Elí- asdóttur. Börn þeirra eru Sonja Fríða, Vignir og Hildur Ösp. Fóst- urdóttir Valdimars er Hólmfríður Þorbjörnsdóttir, f. 9.3. 1947, bú- sett í Bandaríkjunum. Hún er gift Einari Magnússyni og eiga þau sex börn. Barnabarnabörn eru orðin átján. Valdimar og Ráð- hildur slitu samvistum. Valdimar vann sem verka- maður og sjómaður, en á sumrin var hann hjá Ræktunarsam- bandi Húnvetninga sem véla- maður. Árið 1954 gerðist hann mjólkurbílstjóri á eigin bílum með Kristni Andréssyni frá Blönduósi. Var það oft ansi strembið á veturna í því starfí. Árið 1959 fór hann til starfa til Jóns Loftssonar í vikurflutn- inga, en um það leyti fer hannn að byggja þak yfir höfuðið fyrir sig og sína fjölskyldu í Álfta- mýri 2, Reykjavík. Árið 1962 hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf. Síðar fer hann til verktaka- fyrirtækisins Véltæknis hf. Svo starfaði hann hjá Malbikun hf. Stofnaði verktakafyrirtækið Hlaðprýði hf. með þremur fé- lögum sinum. Rekur það í nokk- ur ár, selur það til Loftorku hf. Verður bæjarverksljóri á Sel- tjarnarnesi í 13 ár. Fer til OLÍS í stuttan tíma. Gerðist húsvörð- ur í Austurbæjarskóla og er þar til hann hættir í september 1998. Valdimar var húsvörður í Félagsheimili Húnvetninga og var formaður bridsdeildar þess. Hann var ötull í störfum sínum fyrir félagið. Jarðarför Valdimar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON Hér sit ég og hugsa til baka til þess tíma þegar ég var ungur og lét ófriðlega. Þá var ég tuktaður til og svo var það búið. Svona var pabbi. Það hlýtur að hafa tekið á, að vera með fjölskyldu og þurfa að vinna mikið við að byggja eigið húsnæði og sinna vinnu sinni einnig. Með tvo gaura, sem ekki fór lítið fyrir, en þetta tókst. Pabbi var rólegur og dagfarsprúður maður, sem hafði allt í röð og reglu. Allt á sínum stað, allt fágað og hreint. Bflskúrinn eins og stofa og alltaf nýjasti bfllinn bestur og flottastur. Ávallt var hann hjálpsamur, reiðu- búinn til aðstoðar, laghentur mjög og nákvæmur, engu mátti muna, hvorki á halla né vinkli, allt varð að vera rétt. Hann aðstoðaði mig og fjölskyldu mína við húsbyggingu okkar og þökkum við fjölskyldan fyrir það. Pabbi fann sér margt til skemmtunar, var mikill bridsspil- ari og hafði mikla ánægju af. Hann var formaður Bridsfélags Hún- vetninga í mörg ár. Hann var einnig liðtækur í félagsvist og kana. Félagsvistin fannst honum sérstaklega skemmtileg, því hann hafði lúmskt gaman að meðspilur- um sínum. Einnig hafði hann mik- inn áhuga á handbolta og fótbolta. I fótboltanum hélt hann með Skagamönnum, en ég Frammari, og það var oft gert grín að því, þegar við fórum saman á völlinn. Við fórum oft á handboltaleiki, m.a. hjá landsliðinu. Fórum við saman á heimsmeistarakeppnina í Danmörku 1978 og var það lítil frægðarför fyrir landann. Það skiptust á skin og skúrir í lífí Valdimars. Þegar hann var verk- stjóri hjá Seltjarnarnesbæ veiktist hann og þegar hann taldi sig vera búinn að ná fyrri heilsu fékk hann ekki fyrra starf. Var honum boðið annað starf og sætti hann sig ekki við það. Fannst honum gengið á sinn hlut og var aldrei sáttur við þau málalok. Pabba þótti vænt um Húnvetningafélagið og vildi frama þess sem mestan, en var ósáttur við aðgengi að félagsheimilinu fyr- ir eldra fólk og lagði til að það yrði selt og fengið annað á jarðhæð húss eða í lyftuhúsi. Þar sem hann hafði verið húsvörður félagsins all- an tímann í Skeifunni fannst hon- um málið sér viðkomandi. En stjórn félagsins ýtti honum til hlið- ar vegna þessa og vildi ekki lið- sinni hans og fór aðrar leiðir, sem leiddu þó til sömu niðurstöðu og hann hafði mælt með. Var hann aldrei sáttur við framkvæmd þessa og fannst að hann hefði ekki unnið til slíkrar framkomu af hálfu fé- lagsins. Síðustu árin var hann húsvörður í Austurbæjarskóla og leið honum þar vel. Var mikið að gera þar bæði sumar og vetur. Mildar fram- kvæmdir voru í skólanum, sem hann hafði gaman af, þótt hann hefði sínar skoðanir af fram- kvæmdunum. Hætti hann þar á síð- asta ári, þá 69 ára. Hann rak verk- takafyrirtækið Hlaðprýði með þremur félögum sínum og sá þar um malbikun og hitaveitufram- kvæmdir víða um borgina. T.d. lagði hann hitaveitu í Arnarnes, Skerjafjörð, Árbæ og Seltjamar- nes. Þeir félagar seldu reksturinn til Loftorku og er það enn til í dag. Pabbi ætlaði að gera ýmislegt þegar hann hætti að vinna, m.a. í sumarbústað sínum og hjálpa mér í byggingunni minni, en varð bráð- kvaddur 19. júlí, 18 dögum eftir sjö- tugsafmælið sitt. Við bræður erum mjög stórir og miklir, og pabbi alltaf grannvaxinn, og var stundum haft á orði, að pabbi þyrfti að koma fyrr í matinn, áður en við mættum og kláruðum allt. BR YNJULFUR G. THORARENSEN + Brynjúlfur Gunnar Thorarensen fædd- ist í Vestmannaeyj- um 4. apríl 1951. Hann lést hinn 17. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júlí. Elsku frændi. Þú varst stór þáttur í lífi mínu eins og hjá svo mörgum. Þú varst alltaf til staðar ef mað- ur þurfti á þér að halda. Alltaf tilbúinn að rétta manni hjálparhönd. Ég á eftir að sakna samtalanna sem við áttum saman. Sérstaklega þegar þú varst að keyra mig hingað og þangað, út á flugvöll og til baka ef ég gleymdi flugmiðanum. Þér fannst gott að tala og gaman að segja sögur. Það er eitt, Binni, sem er mér svo minnisstætt, eitt sem mig lang- ar til að þakka þér fyrir. I erfi- drykkjunni hennar mömmu var ég svo reið og leið. Ég vildi ekki vera innan um allt fólkið og ætlaði að læðast út í garð til að gráta í friði. Þú varst sá eini sem tókst eftir því hvemig mér leið og komst til mín til að hugga mig en ég brotnaði niður og hljóp í burtu. Ég kann svo að meta hvað þú gerðir. Bara að hafa komið og hvíslað nafn mitt. Ég fann svo inni- lega hvað þér þótti vænt um mig. Þetta sýnir líka hlýjuna í hjarta þínu og þá sér- staklega í garð barna. 011 böm hændust að þér. Þú varst fyndinn, skemmtilegur og svo notalegur, líka við litla fólkið. Elsku elsku Binni minn. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín. Það var svo gott að kyssa og knúsa þig. Allar þær minningar sem ég á um þig mun ég geyma djúpt í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín Ingibjörg. Elsku Binni. Að leiðarlokum er margs að minnast gegnum árin. T.d. þegar við Inga og þú fómm hringveginn um árið, þegar hann var opnaður. Margt og mikið bröll- uðum við saman, og sem endranær varst þú hrókur alls fagnaðar. Allar okkar gleðistundir væra efni í heila bók. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Inga, Óli og Ingi Þór. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Erla og Jóhann. Elsku Binni, örlítil kveðja. Pá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kærast mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Takk fyrir samfylgdina. Birna Gísladóttir. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Sigurjón, Guðlaug, Sonja Fríða, Vignir, Hildur Ösp, Karen Embla og óskírður drengur. í dag verður borinn til moldar Valdimar R. Jóhannsson sem lengi hefur búið í Álftamýri 2 í Reykja- vík. Eins og hér hefur áður komið fram var Valdimar Húnvetningur, ættaður úr Nesjum í Skagahreppi og ólst upp frá sex ára aldri hjá afa mínum og ömmu, Sigmundi Bene- diktssyni og Aðalheiði Ólafsdóttur á Björgum í sömu sveit. Valdimar átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár æfinnar, hafði gengist undir mikla aðgerð fyrir fáum árum en ekki náð fullum bata. Hann lést stuttu eftir sjötugsafmæli sitt. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Valdimars eða Valda eins og hann var kallaður af kunningj- um og vinum - nú þegar hann er burtu kallaður löngu áður en elli náði að sækja hann heim að nokkru ráði. Margir munu sakna hans og minnast hans með hlýhug fyrir góða viðkynningu og komast að raun um að hans skarð verður ekki auðveldlega fyllt. Til þess var hann of sérstæður og að mörgu leyti óvenju vel gerður maður, greindur, duglegur, jafnvel kappsamur og hafði yndi af því að blandi geði við fólk. Sem ungur drengur heima á Björgum minnist ég Valda eftir að hann hafði farið suður í atvinnuleit og komið í heimsókn norður. Aðal- heiður amma mín vakti yfir velferð þessa fóstursonar og á að hafa taut- að döpur í bragði eitt sinn, svo sem margar mæður og feður verða að sætta sig við: „Nú er hann Valdi minn farinn að reykja.“ Það var ekki laust við það að ég liti upp til Valda á þessum árum og í hans fór- um sá ég hluti sem ég ætlaði að éta með augunum, hluti sem ekki vora til í sveitinni á þeim áram. Valdi hafði gaman af forvitni minni og spurði gjarnan hvort mig langaði til þess að eiga þetta sem ég var að mæna á. Við því átti ég yfirleitt ekki nema eitt svar. Sérstaklega er matador sem Valdi átti mér minnis- stæður og þótti mér á þeim tíma vera æðsta takmark lífsins að kom- ast yfir slíkan grip. Valdi hét áfram að sýna fólkinu á Björgum tryggð og ræktarskap, heimsótti okkur á sumrin í fylgd konu sinnar, Ráðhildar Ingvars- dóttur, og síðar barna þeirra. Við andlát afa og ömmu á Björgum kom best í ljós hve mikils Valdi hafði metið þau og áfram urðu sterk tengsl við Skagahreppinn þar sem Sigmundur Heiðar Valdimars- son gerðist sumarkaupamaður hjá mínum foreldram á Björgum og var hann eins og pabbinn, harður af sér og kappsamm-. Valdimar og Ráðhildur reyndust mér einstaklega vel þegar ég fór að sækja atvinnu í tengslum við mína skólagöngu, fyrst á Blönduósi og síðar í Reykjavík. Þau veittu mér langtímum saman fæði og húsnæði og á ég þeim sannarlega skuld að gjalda og sérstaklega minnist ég þeirra gæða og hlýju sem ég varð aðnjótandi frá þeim á þessum áram mínum út í hinn dularfulla og lokk- andi heim sem mætti sveitadrengn- um. Ráðhildi kallaði ég gjarnan Reykjavíkurmömmu og eftir að ég kvæntist fóram við hjónin ósjaldan með krakkana til þess að eiga stund með Valda og Ráðhildi í Alftamýri 2 og þar var okkur alltaf afar vel tekið. Á áram Valda í Skagahreppnum var ég það ungur að ég var að sjálf- sögðu ekki í hópi hans skóla- eða leikfélaga. Vinátta Valda við margt þetta fólk sýndist mér endast allt lífið, eins og við frændfólk mitt frá Björgum og Króksseli og fleiri og fleiri. Fátt gerði Valdi líklega skemmtilegra en koma norður á haustin í réttirnar og hitta kunn- ingjana og rifja upp gamlar og góð- ar stundir. Það er ekki hægt að ljúka lítilli minningargrein um Valdimar Jó- hannsson án þess að geta hans framlags sem vinnandi manns sem snemma byrjaði af miklum krafti. Valdi var vinnuþjarkur langt yfir meðallag en svo sem oft vill verða tók slíkt sinn toll þegar frá leið. Óhóflegur vinnutími og vökur á tímabili ævinnar var ekki talið umtalsvert. Fyrir norðan minnist ég Valda sem jarðýtustjóra og síð- ar sem meðeiganda og bflstjóra mjólkurflutningafyrirtækis á Blönduósi. Þessir flutningar voru sérstaklega erfíðir að vetrarlagi enda vegir í Húnaþingi mun lakari þá er nú er. Síðar í Reykjavík vann Valdi afar mikið sjálfur að smíði stórrar íbúðar í Álftamýri 2 en í því húsi bjuggu hjónin síðan alla tíð. Valdi reyndi ýmsa at- vinnu, svo sem á sjó sem togara- háseti en það átti ekki vel við hann. I Reykjavík starfaði hann m.a. hjá verktakafyrirtækinu Vél- tækni í nokkur ár og síðan hjá Malbikun hf. Hann stofnaði með öðrum verktakafyrirtækið Hlað- prýði hf og stjórnaði því fyrirtæki af miklum myndarskap í nokkur ár eða þar til fyrirtækið var selt. Valdimar sneri sér um hríð að iðn- aði með fjölskyldunni og rak Svefnbekkjaiðjuna. Hann var þó lengstum eða í þrettán ár bæjar- verkstjóri á Seltjarnarnesi, en síð- ari árin sem húsvörður. Hann tók virkan þátt í starfsemi Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík og spil- aði þar brids af mikilli leikni um marga vetur og þar lágu leiðir okkar Valda saman á Reykjavík- urárum mínum um og eftir 1970. Foreldrar mínir mátu Valda mik- ils og móðir mín mun sárt sakna hans. Við systkinin eigum þann söknuð með móður okkar og við biðjum Guð að styrkja aðstandend- ur í þeirra missi og þeirra sorg. Leiðir lífs og dauða era sá hluti til- verunnar sem marka upphaf og endi að jarðnesku mati en þar fyrir utan er eilífðin og hin guðlega for- sjón. Það er mikilvægt að eiga bjartsýni, von og trú. Blessuð sé minning Valdimars R. Jóhannsson- ar. Sigurður Kristjánsson. Þegar við fréttum um lát Valdi- mars komu í huga okkar margar minningar. Það er einkennilegt að það sem virtust smærai gleðiefni, hefur maður mest auga fyrir á þessari stund og lærir að njóta. Aðeins óblíð umskipti og breyti- leg örlög eru þess megnug að móta dugmikinn mann, og það varst þú. Ólatur varst þú og vannst með ótrúlegri elju og þrautseigju við það sem þú tókst þér fyrir hendur. Hvað sem á móti blés gafst þú aldrei upp og það var þér kappsmál að hafa hlutina á hreinu. Valdi var mikill bókamaður og þær voru ófáar bækurnar sem hann hafði lesið og vitnaði oft í. Áhugasvið hans var mjög breitt og hann var mjög fróðleiksfús. Til gamans greip hann oft í krossgát- ur eða fór með vísur fyrir krakk- ana. Hann hafði mikið yndi af harmonikkumúsik og vísum sem hann virtist kunna endalaust af. En sjúkdómurinn gerir ekki mannamun eða spyr álits og hrifs- aði frá okkur barnsföður, föður, afa og langafa. Við huggum okkur við að Valdi er í höndum Guðs nú og líður vel í ríki ljóssins. Söknuð- ur og sorg fyllir huga okkar er við kveðjum Valda hinstu kveðju okk- ar. „Ég dó sem steinn og varð að jurt. Eg dó sem jurt og varð að dýri. Eg dó sem dýr og varð að manneskju. Er þá óttalegt að deyja? Tapaði ég nokkum tímann á því að deyja? Einhvem tímann dey ég sem manneskja Og verð að ljósveru, engli draumsins. Og ferðinni held ég áfram: allt hverfur nema Guð. Þá verð ég það, sem enginn hefur séð. Og enginn heyrt. Ég verð að stjömu ofar öllum stjömum, Stjömu, sem ljómar og skín ofar fæðingu og dauða.“ (Djelal ed din Rumi; Sigmundur Heiðar, Svava, Guð- laug, Kristján og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.