Morgunblaðið - 04.08.1999, Side 2

Morgunblaðið - 04.08.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNB L AÐIÐ FRETTIR Bensín hækkaði um 2,70 kr. lítrinn í 82,40 kr. Rúmlega 12 króna hækkun frá áramótum Útsöluverð á bensíni með fullri þjónustu 1998 og 1999 Krónur/lítrinn ' J FM AMÍJ j;A SOjWjÖ[jj! 1998 1999 BENSÍN hækkaði um 2,70 kr. lítrinn um mánaðamótin og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 82,40 kr. miðað við fulla þjónustu og lítrinn af 98 oktana bensíni 87,10 kr. Þá hækkaði verð á dísilolíu um eina krónu og kostar lítr- inn nú 29,70 kr. Bensínverð hefur hækkað í hveijum mánuði frá því í apríl í vor vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu og nemur hækkunin frá áramót- um 12,20 krónum. Bensín hækkaði síðast í byrjun júlí um 1,20 kr. og þar áður 1. júní um 3,40 kr., en hluti þeirrar hækkunar stafaði af hækkun vegagjalds eða sem nam 1,35 kr. Þar áður hækkaði bens- ín í tvígang í maímánuði um 1,50 kr. í hvort skipti og í byrjun apríl hækkaði bensín um 1,90 kr. Hækkun á heimsmarkaðsverði Gunnar Karl Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Skelj- ungs, sagði aðspurður að hækkunin nú stafaði af hækkun á heimsmark- aðsverði olíu, sem enn væri að hækka. Framan af árinu hefðu litlar breytingar orðið á olíuverði, en síðan hefði hækkunin verið stöðug. Gunnar sagði að þessar miklu hækkanir kæmu sérfræðingum í opna skjöldu, því menn hefðu ekki búist við þeim svo fljótt. Talað hefði verið um að það myndi taka einhvern tíma að ganga á þær miklu birgðir sem til væru í heiminum, þótt OPEC-ríkin hefðu ákveðið að skera niður framleiðslukvóta sína. Hækk- anir hefðu hins vegar gert mun fyrr vart við sig og orðið mun meiri en menn hefðu átt von á miðað við þann framleiðslukvóta sem boðaður var. Talað hefði verið um að fatið gæti farið í 16-18 dollara, en það væri nú komið í tæpa 20 dollara. Morgunblaðið/Ingibjörg Jóhannesdóttir BRÚIN frá Sandá liggur nú bundin við bryggju á Kópaskeri. Þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna vatnavaxta INGIBJÖRG Jóhannesdóttir á Syðri-Bakka í Öxarfirði á Vestur- sandi í Kelduhverfi var eini ábú- andinn sem þurfti að rýma húsið sitt vegna hlaupsins í Kreppu, sem olli miklum vatnavöxtum í Jökulsá á Fjöllum á sunnudag og aðfaranótt mánudagsins. Ötti manna við að varnargarðurinn við Skjálftavatn gæfi sig og vatn flæddi yfir á Vestursandi reyndist hins vegar ástæðulaus. Dóttir Ingibjargar kom frá Kópaskeri og sótti hana. Ingi- björg hefur búið á Syðri-Bakka í 30 ár og hefur ekki áður þurft að rýma heimili sitt. Hún segist þó nokkrum sinnum hafa einangrast í skamman tíma vegna vatna- vaxta. Hestamenn, sem eiga eyði- Morgunblaðið/Golli INGIBJÖRG Jóhannesdóttir var glaðbeitt þótt hún þyrfti að rýma heimili sitt vegna vatnavaxta. RANNSÓKNARDEILD innan Evrópusambandsins, OLAS, sem er að rannsaka tolla- og skattasvindl í tengslum við útflutning íslenskra hesta til Evrópusambandslanda, ætlar að ljúka athugun sinni fyrir lok þessa árs. Samkvæmt upplýs- ingum frá OLAS mun forstöðumað- ur deildarinnar síðan taka ákvörðun um það hvort málið verði sent til dómstóla í einstökum aðildarlönd- um sambandsins. Hvorki OLAS né rannsóknar- deild þýsku tollgæslunnar, Zoll- kriminalamt, vilja gefa nokkrar upplýsingar um gang rannsóknar- innar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hafa ítarlegar athuganir farið fram í Þýskalandi og Austurríki, en tals- maður OLAS segir að algengt sé að rannsókn sem þessi hefjist í ein- stökum löndum í samstarfi við OLAS, en breiðist síðan út til allra aðildarríkja Evrópusambandsins. Fulltrúi hjá sænsku tollgæslunni segir að engin rannsókn sé í gangi sem stendur á þessum málum þar í landi, en að lauslegar athuganir hafi áður farið fram vegna ábend- inga um að verð það sem gefið væri upp í tollskýrslum fyrir hesta frá íslandi væri of lágt. Þær athuganir hafi þó ekki sýnt fram á neitt mis- jafnt. Samkvæmt upplýsingum frá sam- tökum eigenda íslenskra hesta í Danmörku, hafa menn þar enn ekki orðið varir við neina rannsókn tolla- og skattayfirvalda. Jón Snorrason, saksóknari og yfirmaður Efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, segir þó að beiðni um aðstoð við rannsókn hafi borist frá dönskum og þýskum yfirvöldum. Innanlandsviðskipti lítt sýnileg í opinberum tölum í skýrslu frá Hagþjónustu land- búnaðarins í fyrra var áætlað að á hverju ári skiptu að minnsta kosti 1.346 reiðhestar um eigendur hér á landi, en að þau viðskipti væru lítt sýnileg í opinberum tölum, og þær tölur sem birtust væru oft á tíðum ótrúverðugar. Ekki fengust upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra um það hvort þessi viðskipti yrðu einnig könnuð, enda er það starfsreglan hjá embættinu að gefa ekki upp hvaða rannsóknum er verið að vinna að hverju sinni. jarðir í næsta nágrenni við hana, höfðu farið á brott með hrossa- stóð sín daginn áður en Kreppa hljóp. Skildi eftir hund og tófuyrðling Ingibjörg sagðist hafa skilið eftir heima á bænum hundinn sinn og tófuyrðling en hafði hjá þeim nægan mat. Hlaupið í Kreppu rénaði með sama hraða og það hófst og var viðgerðum á þjóðvegum í Öxar- STÚLKA á tvítugsaldri var flutt al- varlega slösuð á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur eftir bílveltu á Vesturlandsvegi, rétt ofan við Borg- ames, á iaugai-dagsmorgun. Stúlk- an var ásamt þremur öðrum á norð- urleið. Rétt sunnan við Gufuá missti bflstjórinn stjórn á bflnum með þeim afleiðingum að hann valt og lenti í skurði vinstra megin við akst- ursstefnu bflsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti stúlkuna á sjúkrahús. Hún reyndist háls- og handleggsbrotin auk þess sem hún hlaut andlitsáverka. Að sögn læknis á bæklunardeild Sjúki-a- húss Reykjavíkur var líðan hennar í gær góð eftir atvikum. firði og við Grímsstaði á Fjöllum lokið fyrri hluta mánudags. Enn er hins vegar vegasam- bandslaust við þrjá bæi á Austur- sandi í Kelduhverfi þar sem brúna yfir Sandá tók af í heilu lagi og flaut hún til hafs. Björgunarsveitarmenn frá Kópaskeri sóttu brúna á haf út og bundu við bryggju á Kópa- skeri. ■ Vegasambandslaust við/38 Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi ásamt hinum farþegunum tveimur. Ekið á dreng Ekið var á dreng í Reyrengi í Reykjavík um helgina. Barnið hafði staðið aftan við bifreiðina þegar henni var ekið afturábak. Bamið hlaut áverka á höfði og var flutt á slysadeild. Að öðru leyti gekk umferð um helgina mjög vel fyrir sig að sögn lögreglu. Umferðareftirlit hefur verið hert um land allt og telur Umferðarráð að það hafi skilað ár- angri. Hrossaútflutningur til Evrópusambandsins Ætla að ljúka rann- sókninni á þessu ári Alvarleg slys um helgina Sérblöð í dag www.mbl.is HTí WúrVERINU ►í Verinu í dag er sagt frá sjáv- arútvegsfyrirtækjum á Tálkna- firði og Patreksfirði og rætt við unga útgerðarmenn í Keflavík. Jafnframt er fjallað um umhverf- ismerkingar á fiski og rætt við framkvæmdastjóra MSC. % iSÍDÍR Kristófer Sigurgeirsson lánaður til Framara / B1 Gleymdu veðurguðirnir Landsmótinu? / B4 Heimili FASTEIGMR 4 sKmíkr H&LFUR M&NUÐUR DAGSKR&R FR& MID- VIKUDEGI TIL ÞRIDJUDAGS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.