Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sæunn Axels ehf. segir upp 70 manns í fískvinnslu Uthlutun Byggðastofnunar kornið sem fyllti mælinn „ÉG er ekki í neinum vígahug en ég ætla mér að keyra þetta mál til enda,“ segir Sæunn Áxelsdóttir en fyrirtæki fjölskyldunnar, Sæunn Axels ehf. í Ólafs- firði, sagði upp 70 manns í fisk- vinnslu fyrir helgi þegar lá fyrir að enginn byggða- kvóti kæmi á Ólafsfjörð. Starf- semin verður stöðvuð 30. sept- ember en í upp- sagnarbréfinu kemur fram að ræt- ist úr á einhvem hátt megi búast við endurráðningu. Sæunn segir að uppsagnimar hafi ekki aðeins með starfsfólkið að gera heldur komi við alla í bænum. „Þetta snertir bæjar- félagið í heildina því svo margt hangir á spýtunni. Missi fólk vinn- una getur það ekki greitt skuldir sínar og þar fram eftir götunum. Allt hangir á smáþræði.“ í uppsagnarbréfinu segir að Byggðastofnun hafi úthlutað 1.500 tonna aflaheimildum en ekki hafi komið eitt kíló til Ólafsfjarðar og því sé uppsögnin tilkomin. „Úthlut- unin er komið sem fyllti mælinn," segir Sæunn. „Um áramótin keypt- um við bát til að reyna að bjarga einhverju og höfum gert hann út á keilu og löngu eftir mætti, en í sex mánuði höfum við keypt leigukvóta á hann fyrir 50 mOljónir. Við höfum sótt tO Byggðastofnunar um að fá lán en höfum alltaf verið sett hjá á svívirðilegan máta.“ Ætlaði frá Ólafsfírði Fyrirtækið hefur verið rekið um árabO en hóf núverandi rekstur fyrir um þremur ámm þegar Þormóður rammi sameinaðist Sæbergi. „Þá höfðum við opnað verkun í Reykja- vík og vorum á þeim buxunum að fara héðan enda miklu hagstæðara að vera nærri þeim fiski sem við þurftum á mörkuðunum en að vera að keyra hann á mOh. Hins vegar, að vandlega athuguðu máli, ákváðum við að reyna að opna héma og gerð- um ráð íyrir að fá lán, ekki gjafir, frá Byggðastofnun, tíl að koma þessu í gang en höfum alltaf fengið nei. Við fengum þá tO að koma hingað út eft- ir og yfirfara húsin sem eru glæsOeg og mjög vel gerð. Svo komu þeir hingað heim og sögðu að nær væri að taka veð í heimOi mínu því hús- kofamir héma væra aOir verðlausir og enginn með fuUu viti færi út í þá ævintýramennsku að hefja atvinnu- rekstur héma. Svona vora svörin en ekki nóg með það. Á sama tíma og Byggðastofnun neitaði okkur lánaði hún World Class á Akureyri 28 mOlj- ónir. Á sama tíma og maðurinn minn óskaði eftir láni og fékk nei hjá Fjár- festingabanka atvinnulífsins lánaði hann tO Mexíkó í ævintýri hjá Þor- móði ramma og Granda sem er orðið heimsfrægt." Ekki við sama borð Sæunn segir að spumingar vakni varðandi úthlutun Byggðastofnunar og staðhæfir að gert sé upp á mOli manna. Fyrirtæki sitt hafí barist við að flytja inn fisk frá Alaska, Kína og Kóreu, sem sé mjög ótryggt, en fái samt ekki kfló. „Ég fullyrði að við fáum hvergi að sitja við sama borð og aðrir.“ Að sögn Sæunnar var velta fyrir- tækisins í Ólafsfirði um 800 mflljónir króna í fyrra en umfangið í heOd, með hótelrekstri og fleira, var mOli þrá- og fjórir milljarðar. „Fyrirtækið hefur alltaf verið rekið með hagnaði þar tíl í hitteðfyrra og í fyrra. Við ætlum ekki að keyra okkur í þrot og ef Byggðastofnun telur að Sæunn eigi að reka og axla Ólafsfjörð, þá er Sæunn ekki tObúin tO þess lengur." Fyrirtækið til sölu Sæunn segir að gera megi ráð fyr- ir að uppsagnimar standi. „I augna- blikinu og miðað við öll viðbrögð held ég að ég muni skefla í lás fyrir fullt og fast,“ segir Sæunn og bætir við að aðrir fái ekki eignimar fyrir ekki neitt. „Við eigum þetta og ég hef ekki efni á að gefa Byggðastofn- un neitt, en ég sel fái ég gott tflboð. Ég er ekki tflbúin að leggja líf og heflsu að veði eins og ég hef gert. Ég hef lagt aleiguna í þetta og fjölskyld- an hefur unnið 18 tíl 20 tíma á sólar- hring við þetta. Það er hægt í eitt eða tvö ár, en hjón eins og við, komin yfír sextugt, gera þetta ekki.“ Á ekkert sökótt við þessa heið- urskonu EGILL Jónsson, stjómarformaður Byggðastofnunar, segist ekki þekkja innri málefni Sæunnar Axels ehf. en hafa beri í huga að byggða- kvótanum hafi verið úthlutað tfl sveitarfélaga og byggðarlaga sam- kvæmt ákveðnum reglum sem væra í takt við lögin eins og þau vora af- greidd á Alþingi. „Ekki hefur komið fram umtals- verð gagnrýni á þessi vinnubrögð og engin á vinnutflhögunina og regl- umar,“ segir EgOl, „nema frá fyrir- tækjum sem eiga í rekstrarvanda.“ Hann segir að í umræðum á Alþingi og í lagatextanum komi berlega í ljós að tflgangurinn hafi ekki verið að bjarga fyrirtækjum enda séu umrædd 1.500 tonn ekki af þeitri stærð að hægt sé að setja þau inn í fyrirtæki í þeim tilgangi. „Ólafs- fjörður fékk nákvæmlega sömu um- fjöllun og eftirtekt eins og önnur byggðarlög í landinu." EgOl áréttar að úthlutunin hafi verið tfl byggðarlaga og síðan verði fyrirtækin valin. „Sæunn Axelsdótt- ir hefur sínar ástæður fyrir gagn- rýninni en ég á ekkert sökótt við þessa heiðurskonu." Mikið áfall „UPPSAGNIRNAR era mikið áfall,“ segir Bjöm Snæbjöms- son, formaður Einingar - Iðju, verkalýðsfélagsins í Eyjafirði. „70 manns var sagt upp störf- um eða um 30% félagsmanna okkar í Ólafsfirði og það er stór hluti.“ Bjöm segir að verði starfsem- in stöðvuð 30. september eins og fram kemur í uppsagnarbréfi til starfsfólks verði afleiðingarnar mjög alvarlegar. ,Ástandið í Ólafsftrði hlýtur að verða mjög alvarlegt. Fyrir um þremur ár- um, þegar Sæunn Axels kom inn í þennan rekstur, stóðu menn í ámóta sporam og útlitið var mjög dökkt en það er ekki betra núna. Ég hef ekki trú á því að aðrir staðir taki við fjölda fólks því þeir búa við sama kerfi og Sæunn. Því er þetta mikið áfall íyrir byggðarlagið." Að mati Bjöms er útlitið ekki bjart og hann segir að verka- lýðsfélagið geti ekki beitt sér í málinu. „Fyrirtækið segir fólk- inu upp með löglegum uppsagn- arfresti og er auðvitað að skoða sín mál, hvort þetta gangi eða ekki, að mér skilst. Auðvitað vona ég að þetta gangi en ég sé engar töfralausnir í málinu. Við fylgjumst með og getum h'tið annað gert. Við reynum að fræða okkar fólk um ganginn í þessu og aðstoðum það eftir þörfum en það er fyrirtækisins að ákveða hvort það geti haldið áfram. Hins vegar hef ég trú á að málið verði vandlega skoðað og vonandi verður niðurstaðan jákvæð." Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfírði Kjaftshögg fyrir bæjarfélagið ÁSGEIR Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir að upp- sagnir Sæunnar Axels ehf. hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir bæj- arfélagið komi þær tO fram- kvæmda eftir tvo mánuði. „Það segir sig sjálft að þetta er kjafts- högg. Um er að ræða mjög stóran vinnuveitanda og það er mjög bagalegt þegar kippt er undan fólki fótunum, ekki síst kvenfólki sem er meirihluti starfsfólksins, því ekki er um auðugan garð að gresja í atvinnulífi staðarins." Hann segir að málið sé margþætt og það megi nálgast á margan hátt en menn verði að horfast í augu við þróunina. Ef vinnslan eigi að vera öll tfl sjós verði landsvinnslan ekki samkeppnisfær og þar með verði vinnslan of einhæf. Spumig sé hvort gott sé að hafa öll eggin í sömu körfu en ekki megi gleyma að áhafnir hjá Þormóði Ramma - Sæ- bergi borgi stóran hluta útsvars bæjarins og bærinn verði að halda þeim. „Við höfum reynt að sækja í önnur störf en sveitarfélagið hefur ekki farið vel út úr atvinnusköpun samanber Glit og Sæver og þar með er takmarkað hvað sveitarfélagið getur komið beint að máli eins og þessu.“ Hráefnisöflun erfið Að sögn Ásgeirs Loga virðist sem Ólafsfjörður hafi ekki átt möguleika á byggðakvóta vegna reglnanna sem Byggðastofnun byggir úthlutun sína á. „Hafi menn byrjað á því að setja það sem takmörkun að byggðakvót- inn færi ekki á staði með yfir 1.000 íbúa eigum við ekki möguleika á kvóta, sama hvemig ástandið er í at- vinnumálum bæjarins." Fjórar fiskverkanir era í Ólafsfirði og segir Ásgeir Logi að á öllum stöð- um sé verið að draga saman seglin í vinnslunni vegna erfiðleika við hrá- efnisöflun. „Þróunin hefur verið mjög hröð. Ekki era nema liðlega 11 ár síðan íyrsti frystitogarinn kom tfl Ólafsfjarðar en nú er aflur kvótinn unninn úti á sjó. Kröfumar um arð- semi era meiri en að halda uppi at- vinnu eins og áður var. Þróunin hef- ur orðið of ör tO að menn hafi náð að laga atvinnulífið að henni.“ Ottast fólksflótta Ásgeir Logi óttast fólksflótta fari sem horfi. „Við erum í bullandi varnarbaráttu við að halda fólki. Við megum ekki og viljum ekki missa fólk frá okkur en erfitt er við að eiga því ef það hefur ekkert við að vera er ljóst að það fer.“ Gerist það segir hann áhrifin keðjuverk- andi. Fyrst fari atvinnulausar kon- ur með börnin, þau fái ekki fyrir- greiðslu í öðra sveitarfélagi nema öll fjölskyldan flytji lögheimOið og þar með fari útsvarstekjur eigin- mannsins. „Miklar framkvæmdir hafa verið í Ólafsfirði. Grunnskól- inn er einsetinn, glæsilegt íþrótta- hús hefur verið byggt og skíðaað- staðan er mjög góð auk þess sem öll hitaveitan hefur verið endurnýj- uð. Fyrir vikið erum við frekar skuldsett sveitarfélag og eðlilega er mikil hræðsla vegna þess sem getur gerst. Við megum ekki við því að missa einhvem fyrir borð. Hvert einstakt starf er mjög mikil- vægt hjá okkur. Ekki síst í fiski því við höfum lifað af honum. Fisk- vinnsla er það sem við kunnum, getum og geram vel. Mannafli er nægur en hráefni til fískvinnslu vantar.“ Umræða nauðsynleg Að mati Ásgeirs Loga er ekki hægt að byggja rekstur eingöngu á því að flytja allt hráefni inn tfl fisk- vinnslu. Það sé gert í Ólafsfirði en hafa beri í huga að Þormóður rammi - Sæberg hf. hafi staðið sig vel á sínu sviði. „Það verður alltaf álitamál með hvaða hætti reka eigi útgerðina í landinu og spuming er hvort stjórnvöld eigi að koma að málinu með reglumyndun. Norð- menn fóru þá leið 1983 þegar þeir ákváðu hvaða hlutfall heildarafla mátti vinna úti á sjó og hvað mikið skyldi koma að landi. Færeyingar hafa tekið á þessu hjá sér, sögðu að allur fiskur veiddur á færeyska landgrunninu skyldi boðinn upp í landi. Ámóta sögu er að segja frá Alaska þar sem kvóti hefur verið færður tfl landvinnslu. Þetta hefur því verið að gerast allt í kringum okkur og nauðsynlegt er að um- ræða um málið eigi sér stað hjá okkur.“ Hann segir að málið sé erfitt viðureignar en aðlögunartími sé nauðsynlegur. „Ég held að byrja hefði átt með miklu stærri byggða- kvóta tO ákveðins árafjölda sem yrði þá aðlögunartími tfl að byggja upp atvinnulíf í viðkomandi byggð- arlögum. Ástandið er svona, stans- laus brekka upp á við, og þó ekki þýði að vera með barlóm er mikil- vægt að jafnræðis sé gætt. Umfram allt þarf að huga að hagsmunum smærri sveitarfélaga." Tómas Ingi Olrich alþingismaður 1 Norðurlandi eystra Aldrei lagt til inngrip í rekstur fyrirtækja TÓMAS Ingi Olrich, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, segist aldrei hafa farið þess á leit, sem Egill Jónsson, formaður stjómar Byggðastofnunar, hafi gefið í skyn í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins að með úthlutun byggða- kvóta ætti að grfpa inn í rekstur einstakra fyrirtækja. I samtafl við fréttavef Morgun- blaðsins á laugardaginn sagði Egill Jónsson að svo virtist sem Tómas Ingi hafi ekki lesið þá lagagrein sem hann samþykkti sjálfur um úthlut- un byggðakvóta. Úthluta eigi tfl byggðarlaga en ekki íyrirtækja. Út- hlutunin fari eftir reglum, sem byggist á lögum frá Alþingi og Tómas Ingi viti ekki um hvað hann er að tala. „Formaður stjómar Byggðastofn- unar fer mikinn og það verður hann að eiga við sjálfan sig,“ sagði Tómas Ingi þegar ummæli Egfls vora borin undir hann. „Það er Ijóst að stjómin hefur sett sér reglur um úthlutun og ég er ekki að efast um að þeir hafi vfljað taka ems faglega á málum og þeir hafi getað. Reglumar era flókn- ar og era að sjálfsögðu mannanna verk. Það er ekíd hægt að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að Ólafsfjörður hafi ekki fengið úthlutun vegna þess að hann hafi ekki faflið undir þessar reglur. Ef mál af þessu tagi væra af- greidd með reglum þyrfti ekki ákvörðun stjómar.11 „Ég hef aldrei farið þess á leit, eins og formaður stjórnar Byggða- stofnunar gefur í skyn, að það yrði farið að grípa inn í rekstur ein- stakra fyrirtækja. Ég hef hins veg- ar bent á að þetta fýrirtæki er burðarásinn í atvinnulífi Ólafs- fjarðar og það berst eiginlega eng- inn afli að landi til fiskvinnslu í Ólafsfirði. Fyrirtækið hefur haft úti allar klær tfl þess að verða sér úti um hráefni og sótt það um hálf- an heiminn. Nú þegar þessar út- hlutanir eiga sér stað hljótum við að líta á það hversu ástandið sé al- varlegt í hverju byggðarlagi fyrir sig og þegar við skoðum það er ljóst að úthlutunin vekur margar spurningar," sagði Tómas Ingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.