Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 11 FRETTIR Deilur um útboð skólaaksturs á Norður-Héraði Sveitarstjórn hafnar öll- um tilboðum í aksturinn MEIRIHLUTI sveitarstjómar Norður-Héraðs hefur ákveðið að hafna öllurn tilboðum sem borist höfðu í akstur skólabama í Brúarás- skóla en leita þess í stað eftir samn- ingum við fráfarandi skólabílstjóra. Hópur tilboðsgjafa hyggst krefja sveitarstjóm um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og undirbýr stjóm- sýslukæra vegna þess að hann telur tvo hreppsnefndarmenn vanhæfa í málinu. Pyrr í sumar ákvað meirihluti hreppsnefndar að segja upp samn- ingum um skólaakstur og bjóða hann út í kjölfar þess að verktakar í skóla- akstri höfðu óskað eftir „hóflegri launahækkun". Akvörðunin var tek- in með fjóram atkvæðum fulltrúa S- og F-lista gegn þremur atkvæðum H-lista. Meirihlutinn klofnaði því fulltrúar H- og S-lista mynda meiri- hluta við stjómun sveitarfélagsins. Fjögur til sjö tilboð bámst í hverja af þeim fimm leiðum sem um ræðir. Þegar málið var tekið fyrir í sveit- arstjóm á miðvikudagskvöld var felld tillaga S-listans um að fela sveitarstjóra og oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðendur. Hins vegar var samþykkt tillaga fulltrúa F-listans um að hafna öllum tilboð- unum en leita samninga við fráfar- andi skólabílstjóra. Tekið er fram að sveitarstjóra verði falið að ljúka samningsgerð á grundvelli hug- mynda skólabílstjóra um samninga frá síðasta vori. Meirihlutinn klofn- aði aftur í málinu en nú greiddi full- trúi F-listans atkvæði með H-listan- um. Varamaður hans hafði áður greitt atkvæði með S-listanum í sama máli. Undirbúa stjómsýslukæru „Mér þykja það óeðlileg vinnu- brögð að menn skrifi á undirskrifta- lista og komi síðan og greiði atkvæði í sveitarstjóm um sama málefni,“ bókaði Guðgeir Ragnarsson, einn fulltrúa S-lista, að fenginni niður- stöðu. Vísaði hann þar til þess að nöfn eins eða fleiri hreppsnefndar- manna úr Jökulsárhlíð vora á undir- skriftarlista þar sem skorað var á sveitarstjóm að ganga til samninga við fyrri skólabílstjóra um aksturinn þar. Hópur tilboðsgjafa hyggst krefja sveitarstjóm um rök fyrii- ákvörðun sinni. Sömu menn undirbúa stjóm- sýslukæra til félagsmálaráðherra vegna þess að þeir telja að tveir hreppsnefndarmenn af þeim sem höfnuðu tilboðunum hafí verið van- hæfir til að taka afstöðu til málsins vegna tengsla við tilboðsgjafa og þátttöku í undirskriftarsöfnun. Básafell Sölumálin hjá þeim sem standa sig best GUÐMUNDUR Kristjánsson, út- gerðarmaður frá Rifi, sem á meira en 40% í útgerðarfyrirtækinu Básafelli á Isafirði, segir of snemmt að segja til um hvort breyting verði á sölumálum fyrirtækisins. Islenskar sjávarafurðir hafa séð um þau en Guðmundur er í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Guðmundur hefur að undanfömu styrkt stöðu sína hjá Básafelli og gerir ráð fyrir að hluthafafundur verði innan tveggja vikna en segir of snemmt að ræða framhaldið varðandi rekstur fyrirtækisins. Aldrei hafi komið neitt út úr því að spá í spilin í fjölmiðlum og ekki sé hægt að segja fyrir um hluti í viðskiptum, því við- skiptalífið á Islandi hafi breyst svo mildð. „Þetta verður bara að koma í ljós, en hinu er ekki að leyna að ég vil að fyrirtæki mér tengd séu rekin sem best og eðlilegt er að sölumálin verði hjá þeim sem standa sig best.“ Staðar- skoðun á Sólheimum MARGIR lögðu leið sína í Sól- heima í Grímsnesi um verslunar- mannahelgina. Þar var boðið upp á staðarskoðun og starfsemi verk- stæða og fyrirtækja kynnt. Auk þess var fjallað um átak Sólheima í ræktun og umhverfismálum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins HM í hestaíþróttum Tvær hryssur Þjóðverja efstar Braust inn í íbúð MAÐUR braust inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur á mánu- dagsmorgun og gekk þar ber- serksgang, braut allt og bramlaði. Að sögn lögreglu braut hann upp útidyrahurð og fór inn í íbúð á annarri hæð. Kona, sem var í íbúðinni, þekkti ekki til mannsins. Hún komst út án þess að maðurinn skipti sér af en var að sögn lögreglu mjög skelkuð. Nágrannar konunnar köll- uðu á lögreglu sem yfirbugaði manninn með táragasi. Maður- inn sem er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild og þaðan í fangageymslur. Málið er í rannsókn rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. KYNBÓTADÓMAR hófust á Heimsmeistaramótinu í hestaíþrótt- um í gær og varð niðurstaðan í tveimur flokkum kunn í gærkvöldi. Ætla má að Þjóðverjar kætist mjög því hryssur frá þeim stóðu efstar í báðum flokkum. Af sex vetra hryssum stóð efst Jörp frá Schnorrenberg, sem Andr- eas Trappe sýndi, en hún hlaut 8,36 í aðaleinkunn, 8,13 fyrir sköpulag og 8,51 fyrir hæfileika. Fulltrúi ís- lands í flokknum, Eygló frá Hólum, sem Anton Páll Níelsson sýndi, var önnur með 9,07. Hún var með 7,93 fyrir sköpulag og 8,16 fyrir hæfi- leika. Af fimm vetra hryssum stóð efst Hrönn frá Godemor, sem Jóhann G. Jóhannesson sýndi, en hún hlaut 8,14 í aðaleinkunn, 7,53 fyrir sköpu- lag og 8,55 fyrir hæfileika. Ásrún frá Ey, sem Erlingur Erlingsson sýndi, var önnur með 7,93 í aðalein- kunn, 8,20 fyrir sköpulag og 7,74 fyrir hæfileika. Rúna Einarsdóttir sýndi fulltrúa Hollands í þessum flokki, Litför frá Aldenghoor, en sú varð í þriðja sæti með 7,88 í aðalein- kunn, 7,65 fyrir sköpulag og 8,03 fyrir hæfíleika. Upplýsingar um dóma í öðram flokkum lágu ekki fyrir í gærkvöldi. Þetta era ekki endanlegar niður- stöður því samkvæmt upplýsingum frá blaðafulltrúa mótsins verður dómum ekki lokið fyrr en eftir yfir- litssýningu á laugardag. Umferðarráð um skýrslu OECD Island viðkvæmt fyrir samanburði NÝ SKÝRSLA Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD), sýnir að dauðaslysum fjölgaði hlut- fallslega mest á Islandi, eða um 80% milli áranna 1997 og 1998, en að sögn Amar Þorvarðarsonar, deild- arsérfræðings Umferðarráðs, er ekki hægt að tala um þróun í þessa átt, þ.e. að dauðaslysum fari sífellt fjölgandi hérlendis. Hann sagði árið í fyrra hafa verið afar slæmt og í raun út í hött. Örn sagði að ísland væri mjög viðkvæmt fyrir samanburði af þessu tagi vegna fámennisins, þar sem hvert einstakt dauðaslys hefði mun meira vægi hér en annars staðar. „Þetta var mjög slæmt ár í fyrra og það er engin ástæða til að fegra þá mynd,“ sagði Öm, en í fyrra fjölgaði dauðaslysum um 12 frá því árið 1997, eða úr 15 í 27. Hann sagði að ekki væri hægt að benda á ein- hverja eina skýringu á þessari fjölg- un, en þó væri áberandi hversu margir hinna látnu hefðu ekki notað bílbelti, af 23 farþegum eða öku- mönnum notuðu 12 ekki belti. Þá sagði Örn það einnig mjög áberandi hversu mikill munur væri á þéttbýli og dreifbýli, því um 70% dauðaslysa ættu sér stað í dreifbýli, þ.e. á þjóð- vegum landsins og benti hann á aukinn hraða sem liklega skýringu á þessu. Tólf hafa látist í umferðinni í ár Örn sagði að það sem af væri þessu ári hefðu 12 látist í umferð- inni, en á sama árstíma í fyrra hefði sama tala verið 16. Öm sagði að ný nefnd, rannsókn- amefnd umferðarslysa, hefði tekið til starfa um síðustu áramót og að nokkrar vonir væra bundnar við störf hennar. Nefndin rannsakar al- varleg umferðarslys og sagðist Öm vonast til að störf hennar skiluðu árangri, þannig að hægt yrði að leggja fram tillögur til úrbota. Bæjarsljórinn á fsafírði Rætt var við Básafell um vinnslu á Þingeyri HALLDÓR Halldórsson, bæjar- stjóri á Isafírði, segir að Básafell hf. hafi verið eitt fyrsta fyrirtækið sem Haraldur Lyngdal, ráðgjafi bæjar- ins í atvinnumálum, heimsótti í tengslum við fyrirhugaða stofnun nýs fiskvinnufyrirtækis á Þingeyri. Hann vísar því alfarið á bug að hagsmunatengsl af nokkra tagi hafi ráðið því að gengið hafi verið til samninga við Vísi í Grindavík um að sjá um veiðar og vinnslu. Svanur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf. í ísa- fjarðarbæ, sagði í Morgunblaðinu sl. laugardag að forsvarsmenn fyrir- tækisins hefðu lýst yfir áhuga á því að taka þátt í að byggja upp fisk- vinnslu á Þingeyri en engar upplýs- ingar fengið um fyrirtækið sem ver- ið væri að stofna. Byggðastofnun hyggst leggja 100 milljónir króna í nýja fyrirtækið. Halldór segir að hann hafi aldrei starfað fyrir Vísi. Hann kveðst hafa búið í Grindavík í sextán ár en það hljóti að teljast mjög sérstakt ef bú- seta hans þar leiddi til hagsmuna- tengsla við fyrirtækið núna. Hann segir sömuleiðis fleipur að halda þvi fram að Haraldur hafi starfað hjá Vísi. ------------- Húsasmiðjan kaupir Smiðjuna HÚSASMIÐJAN hf. hefur keypt byggingavöraverslunina Smiðjuna KÞ sem var deild innan Kaupfélags Þingeyinga. Gert er ráð fyrir að Húsasmiðjan taki við rekstri fyrir- tækisins 1. september næstkom- andi. Kaupfélag Þingeyrar er nú í greiðslustöðvun og er salan liður í að létta á skuldastöðu fyrirtækisins. Flestum starfsmönnum Smiðjunnar hefur verið boðið starf hjá nýjum eiganda fyrirtækisins. Um er að ræða kaup á vörabirgðum en Kaup- félagið á áfram húseignina á Vall- holtsvegi 8 en gert er ráð fyrir þvi að hún verði seld fljótlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.