Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 13 FRÉTTIR Ráðstefna um konur og lýðræði við árþúsundamót Flestir þátttakendur hafa verið valdir Samkomulag við ESB um inn- flutningsgjöld vegna bókunar 2 Bætir samkeppn isstöðu íslensks útflutnings NÁÐST hefur samkomulag um föst innflutningsgjöld til Islands og ESB vegna vegna bókunar 2 við gömlu fríverslunarsamning- ana.' Bókunin fjallar um unnar landbúnaðarvörur, pasta, súpur og fleira. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytis þýðir samkomulag- ið að samkeppnisstaða íslensks út- flutnings á þessum vörum mun batna. Gjöld inn til ESB munu lækka, sérstaklega þó á súkkulaði. Gert er ráð fyrir 500 tonna kvóta, sem er meira magn en nú er flutt út, með 50% lægri gjöldum. Einnig verða lægri gjöld á sterku áfengi inn til ESB. Magntollur í innflutningi til Is- lands á vörum bókunar 2 lækkar um 5% að meðaltali. Heildargjöld lækka þó minna vegna tvískipting- ar álagningar í verðtoll og magn- toll. Stefán H. Jóhannesson, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins, segir samninginn vel viðunandi fyrir Islands hönd. Hann skapi aukin sóknai’færi fyrir íslenskan iðnað í útflutningi til ESB og styrki stöðu iðnaðar í sívaxandi alþjóða- samkeppni. Bókun 2 var gerð fyrir gildistöku EES-samningsins en þá voru í gildi tvíhliða fríverslunarsamning- ar milli EFTA-ríkja og EBE. í þeim voru ákvæði um viðskipti með vörur sem innihalda landbúnaðar- hráefni í sérstakri bókun, bókun 2. I gildi var verðjöfnunarkerfi, þar sem verðjöfnunargjöld á innflutn- ing endurspegluðu þann verðmun á landbúnaðarhráefni sem framleið- endur standa frammi fyrir. I bókun 3 við EES-samninginn var gert ráð fyrir sambærilegu kerfi en ekki náðist að semja um hvernig reikna ætti út verðjöfnun- argjöldin, því var bókun 2 áfram í gildi. Er samningur Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO-samningur- inn) tók gildi var lagt bann við álagningu breytilegra innflutnings- gjalda. Ekki hafði náðst samkomu- lag um reiknireglur fyrir verðjöfn- unargjöld í bókun 3 og því þurfti að semja um föst gjöld, íyrst vegna bókunar 2 vegna þess að hún var enn í gildi og svo vegna bókunar 3 við EES-samninginn. Samninga- viðræður um hana standa yfir og munu byggjast á samkomulagi vegna bókunar 2. LISTAR yfír þátttakendur á Ráð- stefnu um konur og lýðræði við ár- þúsundamót, sem haldin verður í Reykjavík í haust, liggja að mestu leyti fyrir. Að mati Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns fram- kvæmdanefndar ráðstefnunnar, tek- ur afar breiður hópur kvenna og karla þátt í henni. Fólkið á það sam- eiginlegt að hafa starfað að málum er varða konur og lýðræði í þeim löndum sem standa að ráðstefnunni. Bandaríkjamenn hafa ekki lokið við að velja sína þátttakendur auk þess sem ekki liggur enn fyrir hverjir mynda hóp framkvæmdaaðila sem ætlað er að framkvæma þau verkefni sem mótuð verða á ráðstefnunni. Sigríður Dúna segir rúm á ráð- stefnunni fyrir 300 þátttakendur og framkvæmdaaðila. Hún segir að gengið hafi verið út frá því við val á fulltrúum að 25 þátttakendur kæmu frá hverju baltnesku landanna, 50 frá Rússlandi og sami fjöldi frá Bandaríkjunum. Miðað var við að 15 þátttakendur kæmu frá hverju Norðurlandanna að Islandi frá- töldu, sem hefur 29 fulltrúa á ráð- stefnunni. Þeim verða send bréf um þátttökuna í næstu viku, að sögn Sigríðar Dúnu. Víðtækt samráð við val á þátttakendum Þátttakendur voru valdir með þeim hætti að skrifstofa ráðstefn- unnar sendi 700 bréf til einstaklinga og stofnana í þátttökulöndunum að höfðu samráði við fjölmarga aðila. „Við leituðum í smiðju allra sem við vissum að þekktu til í þessum lönd- um og notuðum ráðstefnulista frá öðrum ráðstefnum. Við reyndum að finna alla sem við gátum hugsan- lega ímyndað okkur að ættu erindi á þessa ráðstefnu," sagði Sigríður Dúna. Hún segir sendiráð Islands og Bandaríkjanna einnig hafa aflað mikilla upplýsinga um hugsanlega þátttakendur. Mögulegir þátttakendur voru beðnir um að gera grein fyrir því hvar þekking þeirra á viðfangsefni ráðstefnunnar lægi, hvernig þeir skilgreindu þau vandamál sem taka þyrfti á, hvaða lausnir þeir hefðu á vandanum og með hverjum þeir gætu hugsað sér að leysa hann. Um 340 svör bárust skrifstofu ráðstefn- unnar. Fyrir starfsmönnum hennar lá svo að fara yfir svörin og gera til- lögu um þátttakendur til samstarfs- nefndar allra þátttökulandanna. Til- lagan var samþykkt á fundi nefndar- innar nýlega með þeim fyrirvara að skrifstofa ráðstefnunnar gæti breytt honum lítillega ef þurfa þætti. „Með þessari leið við val á þátt- takendum vorum við að leggja eyrað að jörðinni í þátttökulöndun- um og finna út hvað brennur á kon- um þar,“ sagði Sigríður Dúna. Hún segir karla einnig eiga ríkt erindi á ráðstefnuna því allt sem snerti kon- ur og lýðræði snerti karla líka. ísland í forystu tveggja nefnda 10 álíka stórir vinnuhópar voru myndaðir út frá svörum hugsan- legra þátttakenda. Hóparnir nálg- ast umfjöllunarefnið konur og lýð- ræði hver á sinn hátt. íslenskar konur eru í forystu fyrir tveimur hópanna. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri stýrir hópi sem fjallar um beina þátttöku kvenna í hinu opinbera lýðræðisferli og Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra stjómar vinnuhópi um aðferð- ir til að ná forystu. Sæti verða frátekin fyrir 100 boðsgesti á ráðstefnunni og þar verður rúm fyrir um 140 frétta- menn. Heildarfjöldi ráðstefnugesta verður því nálægt 540 manns, en fleiri rúmast ekki í sal Borgarleik- hússins. Stretchbuxur St. 38—50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. C Geislaspilari og hátalarar ^ - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is HR-V ÖQfcancJl og fjórhjólcacJriffnn Akranes: Bílver sf., sími 431 1985. Akureyrí: Höldur hf., sími 4613000. Egilsstaðin Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjan Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. \_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________> V á Hondd HR-V, HxH frá 1.699.000 fcr. í sætum) sérstöku Nú er tími til að gleðjast þvíí tilefni af 50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda HR- afmælistilboði. Honda HR-Ver tímamótabíll íumferðinni, ögrandi útlit, ótrúlegt rými. Komdu og skoðaðu í pakkana. Samlitir stuðarar ) # 50>~" 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.