Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Biskup Serba í Kosovo styður stj órnarandstöðuna Milosevic verði steypt af stóli Reuters Allt sem flýtur Hvetur Serba til að framselja for- setann til Haag VaUevo. Reuters. YFIRMAÐUR serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Kosovo flutti ávarp á mótmælafundi serbnesku stjórnarandstöðunnar á mánudag og skoraði á Serba að steypa Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta af stóli og framselja hann til stríðsglæpadómstólsins í Haag. „Við styðjum allar aðgerðir sem miða að því að koma stjórninni og forsetum Júgóslavíu og Serbíu frá völdum,“ sagði Artemije biskup, andlegur leiðtogi Serba í Kosovo, á mótmælafundi í serbneska bænum Valjevo. Rúmlega 6.000 manns komu þar saman á mánudag til að krefjast afsagnar Milosevic. Stjórnarandstaðan hvött til að sameinast Þetta er í fyrsta sinn sem full- trúi serbnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar ávarpar mótmælafund á vegum stjórnarandstöðunnar. Biskupinn hvatti serbneska stjórn- arandstæðinga til að taka höndum saman til að hægt yrði að mynda nýja stjórn. Leiðtogar serbnesku stjórnar- andstöðunnar vilja mynda bráða- birgðastjórn til að undirbúa kosn- ingar en mikil óeining er í röðum þeirra. Tugir óeirðalögreglumanna voru sendir til Valjevo og voru á varð- bergi við torg þar sem mótmæla- fundurinn var haldinn. Þetta er í fyrsta sinn sem óeirðalögreglan fylgist með mótmælafundi á veg- um bandalags serbneskra stjóm- arandstæðinga. „Hafið engar áhyggjur, lögreglan og herinn munu styðja okkur,“ sagði Vuk Obradovic, fyrrverandi hershöfð- ingi sem fer fyrir einum stjórnar- andstöðuflokkanna. Einn ræðumannanna hvatti til þess að Milosevic yrði sendur til Kosovo en Artemije flutti þá annað ávarp til að andmæla því. „I guðs bænum ekld senda hann aftur til Kosovo. Sendið hann til Haag,“ sagði biskupinn. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ákært Milosevic fyrir stríðs- glæpi vegna ódæðisverka serb- neskra öryggissveita í Kosovo fyrr á árinu. ÞESSI fleyta er gerð úr tómum plastflöskum og áldósum, og var meðal þess sem keppt var á í keppninni „Allt sem flýtur“, er fram fór í borginni Augustow í PóIIandi um helgina. Ekki hafa borist fregnir af úr- slitum. Ahyggjur af vopna- hléi IRA ÍRSK stjórnvöld gerðu í gær ljóst að þau myndu ekki ana út f það að gefa yfirlýsingar um hvort þau teldu írska lýðveldisherinn (IRA) hafa rofið tveggja ára gamalt vopnahlé sitt, en löggæsluyfirvöld á Norður-írlandi sögðust í gær hafa öruggar heimildir fyrir því að IRA hefði átt þátt í morðinu á Charles Bennett, tuttugu og tveggja ára gömlum kaþólskum manni, í Belfast í síðustu viku. Bennett var borinn til grafar í gær. I síðustu viku komst einnig upp um áætlanir nokkurra Ira að smygla vopnum frá Bandaríkjun- um til N-írlands og voru þeir jafn- vel taldir tengjast IRA. Hafa menn því nokkrar áhyggjur af því að vopnahlé hersins sé u.þ.b. að bresta. John O’Donoghue, dómsmála- ráðherra Irlands, sagðist hins veg- ar í gær ekki sætta sig við að frétt- ir þar að lútandi væru á rökum reistar og jafnframt lét Liz O’Donnell, aðstoðarutanríkisráð- herra Irlands, þau orð falla í gær að bresk og írsk stjórnvöld myndu rannsaka málin vel áður en þau gæfu út nokkrar yfirlýsingar varð- andi vopnahlé IRA, en slíkar yfir- lýsingar myndu óhjákvæmilega hafa pólitískar afleiðingar fyrir Sinn Féin, stjórnmálaarm IRA. Dagskráin í hálfan mánuð Þú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva naesta hálfa mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaðsins sem kemur út með Morgunblaðinu < dag. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um torfæruna en úrslit í Islands- meistaramótinu eru á næsta leiti, umfjöllun um leikarann Ted Danson sem leikur lækninn John Becker í þáttunum Becker, yfirlit yfir beinar út- sendingar frá íþróttaviðburðum, kvikmyndadómar, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annaó skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Pítubrauö, pítsubotnar, frönsk pylsubrauð Algjört lostæti - lágmarksfyrirhöfn! Upplagt heima, í útilegunni og sumarhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.