Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 34

Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Andi gam- alla hluta MYJVPLIST Lisf asafnii) á Aknreyri SKÚLPTÚR AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR Opið 14 til 18. Sýningin stendur til 8. ágiíst. í LISTASAFNINU á Akureyri stendur nú sýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar sem áður var í Listasafni Islands. En í minni salp- um er sýning eftir listakonuna Aðal- heiði S. Eysteinsdóttur. Aðalheiður lærði í Myndlistaskólanum á Akur- eyrir og starfar þar, auk þess sem hún hefur mest sýnt á Norðurlandi og er því listunnendum höfuðborg- arinnar lítt kunn. Á þessari sýningu einbeitir hún sér að endurnýtingu alls kyns Nýjar bækur • LITLA ljóskubrandarabókin hefur að geyma 138 valin skeið úr ævi Ijósku. • Litía. spilabókin hefur að geyma 23 spil af ýmsum toga fyrir alla aldurshópa. Þar á meðal eru sígild spil, s.s. marías, rommí og kasína. Einnig eru minna þekkt spil eins og jassinn, lander, napóle- on og gullgrafarar. Utgefandi er Steinegg ehf. Bæk- urnar eru 8,5 x 6,5 cm á stærð í handunnu bandi. Bækurnar eru prentaðar í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð hvorrar bókar um sig er 880 krónur. gamalla hluta, en hún segir einmitt í sýningarskrá að það hafi lengi verið áhugamál sitt. Þessa hluti og ýmsar smáspýtur festir hún svo saman í mannamyndir í fullri stærð, eins konar spýtukarla sem síðan bera hlutina inni í sér og ut- an á. Heildarhrifin af þessum fígúrum eru nokkuð skemmtileg þar sem þær standa hér og þar um salinn eins og þær sjálfar séu komnar til að skoða myndlistar- sýningu. Samsetningar þessara gömlu hluta eru líka oft hnittnar, til dæmis þegar tveir gamlir hátar- arar verða að kvenmannsbrjóstum eða gamlar gluggakrækjur að eymalokkum. Margir listamenn á þessari öld hafa fengist við að endurnýta gam- alt rusl í verkum sínum og tengja þannig listina við hið daglega líf og sýna fram á þröngsýnina sem felst í strangri aðgreiningu upphafinna lista og lífsins sjálfs. Er þar nær- tækast að nefna upphafsmanninn sjálfan, Marcel Duchamp, en fáir hafa haft eins mikil áhrif á list tutt- ugustu aldar og hann. Jafnframt varð list af þessu tagi útbreidd á sjötta og sjöunda áratugnum með hreyfingum á borð við Arte Povera. Það er því margsannað að hægt er að búa til ágeng og lífseig lista- verk úr gömlu dóti en hjá Aðalheiði er eins og örlítið vanti upp á til að verkin nái að tala til áhorfandans og verða eftirminnileg. Þau eru vissu- lega skemmtileg og stundum blátt áfram fyndin en ná ekki að miðla sterkum skilaboðum eða gefa hug- mynd um hvað listamanninum sé niðri fyrir. Jón Proppé SPÝTUKONA eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Leyndir dómar TðNLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR J.S. Bach: Goldberg-tilbrigðin. Helga Ingólfsóttir, semball. Laugardaginn 31. júlí kl. 21. ÞRIÐJU og síðustu tónleikar á viðburðaríkan laugardaginn var í Skálholti hófust um náttmálaleyti, er Helga Ingólfsdóttir flutti Gold- berg-tilbrigði Bachs við furðugóða aðsókn á miðri verzlunarmanna- helgi. Það eru þónokkur ár síðan undirritaður heyrði fyrst túlkun Helgu á þessu mikla meistara- verki á sama stað, og verða hér- umræddir tónleikar eflaust ekki í síðasta skipti, því Goldberg-til- brigðin eiga það sammerkt með mestu gimsteinum tónsögunnar að geta stækkað og víkkað í það óendanlega og látið því meir af mörkum sem maður kynnist þeim betur með auknum aldri og þroska. Slíkir lífsförunautar eru fáir, jafnvel meðal hátinda tónbók- menntanna. Ekki er gott að segja hvað helzt olli því að manni þótti flutningur- inn sl. laugardag áhrifameiri en í fyrra skipti. Það væru látalæti að þykjast muna svo langt um liðinn atburð í smáatriðum. Engu að síð- ur kom flutningur Helgu nú fyrir sem skýrari og klárari í saman- burði - bæði í útlínum heildar og áferð einstakra þátta. Það skal auðvitað ekki útilokað, að viðtöku- hæfileikum hlustandans hafi eitt- hvað farið fram í millitíðinni, og varla hefur betra og kraftmeira hljóðfæri heldur spillt fyrir. En mestu hlýtur að skipta áralöng sambúð túlkandans við þetta magnaða verk. Sambúð sem virðist öðrum verkum fremur þurfa að koma til, áður en djúpstæðir leynd- ardómar þess taka að skila sér. Eða hví eru tilbrigðin svo sjaldgæf á dagskrám yngri hljómborðssnill- inga sem raun ber vitni? Menn myndu sjálfsagt benda á lengdina. 80 mínútna löng tónverk eru ekki vel fallin til að leggja sali að fótum sér í einni svipan. Galdur Goldberg-tilbrigðanna gerist enda heldur ekki í hvössum virtúósum sviptingum, þótt vissulega séu til inni á milli, heldur með hægri markvissri uppbyggingu sem reyn- ir jafnt á innsæi og úthald. Það hefði þurft heila opnu að fara ofan í hvert einstakt tilbrigði. En svo hendi sé slæmt af stangli, þá vakti fljótt eftirtekt hvað leikáferðin hjá Helgu var yfirleitt jöfn og þétt, streymandi þar sem það átti við, og dansandi þar sem Bach lætur tón- sköpunargleðina renna sér til fóta, eins og í fyrsta kanoninum (3. tilbr.) af alls níu, sem strengdir eru eins og gullperlur með tveggja þátta millibili á kosmísku talnabandi. 4. tilbrigðið næst á eftir, tiplandi spræk sískörun, sveiflaði af afmark- aðri hrynorku, og þó að 32.-parta- forslög sicílíönunnar (7.) væru svo- lítið stirð og nr. 8. fremur sveiflus- neytt, var Fúghettan (10.) leikin af hrífandi myndugleika. Rúberað var á hárréttum stöðum í seinni hluta 13. þar sem hljómaskipti verða íhugul, og handavíxlamartöð nr. 14 flaug lauflétt sem fis án þess að neitt væri gefið eftir. Punktun franska forleiksins (16.) hefði mátt vera þyngri (til mótvæg- is við lipurð fúghettu-gikksins í seinni hluta), og 17. rann svolítið í belg og biðu, en sexundarkanoninn þar á eftir var skemmtilega valds- mannslegur. 19. tilbrigðið var afar skýrt, og níðþungur léttleiki snertl- unnar í 20. sveif nærri fyrirstöðu- laust um loft. Alla breve ricercar- inn (21.) var tær sem gluggagler, og hnígandi hálfátturunurnar í 23., að ógleymdri hrynrænni hótfyndni seinni hlutans, komust frábærlega vel til skila. „Svarta perlan“ sem svo hefur verið nefnd (25.), þar sem moll- kynið kemur fyrst við sögu, var sérlega innlifuð, og ekki var minnsta þreytuvott að sjá af 18/16 gikknum næst á eftir eftir nærri þriggja kortéra úthald. Sérkenni- legur tremolando-kontrapunktur nr. 28 verður alltaf einum of áber- andi á sembal (hér gæti slagharpa sennilega jafnað betur um styrk), þótt leikurinn væri annars öryggið uppmálað. I 29. tilbrigði, þar sem fyrrgetið tremolando-frum virðist enn frekar útfært, bregður fyrir einhverjum hraðskreiðustu nótum í öllu verk- inu, og verður að leika líkt og lykl- amir væru glóandi - vel að merkja án þess að grunn-tactus fari úr skorðum. Svo var því miður ekki hjá Helgu, er flýtti þar allhressi- lega - líka í endurtekningunum. Hugsanlegar mótbárur upphafs- sinna um að á þvílíkum stöðum sé einmitt lag að tjá fyrrum vanmetna „tilfinningasemi" barokkmanna með æstu grunntempó-raski, hljóma ekki sannfærandi. Þær ná einfaldlega ekki músíkalskri átt. En þessi lýti dofnuðu fljótt í dýrðarljóma heildarinnar, er fest- ist í vitund hlustandans með síð- asta tilbrigðinu, hinum fræga „Fram, fram fylking“-quodlibet (skemmtilega þýtt sem „söngvasópur"; gæti „lagflétta" líka komið til greina?), og loks ít- rekun upphafsaríunnar. Var þar með lokið eftirterktarverðu afreki; áþreifanlegum ávexti langtíma elju og yfirlegu, sem ástæða væri til að festa á hljómplötu meðan hæst stendur. Ríkarður 0. Pálsson Islenzkar kórperlur TOJVLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Kórverk eftir Smára Ólason, Elínu Gunnlaugsdóttur, Jakob Hall- grímsson, Báru Grímsdóttur, Ingi- björgu Bergþórsdóttur, Gunnar A. Kristinsson, Harald V. Svein- björnsson, Örlyg Benediktsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Kolbeinn Bjarnason, flauta; Kári Þormar, orgel; Kammerkór Suðurlands. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnars- son. Laugardaginn 31. júli kl. 15. MEÐAN erfingjar landsins flykktust sem læmingjar á úti- skemmtanir með vökulli athygli fjölmiðla, hét Sumarhátíðin í Skálholti í kyrrþey á forvitni tónlistarunnenda. Og sjá - kirkjan fylltist út að dyrum! Á fyrstu tónleikum sl. laugardags af þrem var á ferð einn yngsti kammerkór landsins, kenndur við Suðurland og stofnaður fyrir ári. Tónleikarnir báru yfirskrift- ina íslenzk kirkjutónlist forn og ný í þúsund ár. Viðfangsefnin voru samt að mestu ný eða ný- leg kirkjuleg kórverk við forna texta, og tónhöfundar sumir hverjir fáséðir á tónleikaskrám. Lengi getur góður frágangur batnað, og var það helzti galli tónleikaskrár að þessu sinni - úr því allir söngtextar voru birtir, hinir latnesku þýddir og upp- runi hvers vandlega rakinn - að láta tónskáldin liggja í algjöru þagnargildi. Utsetning Þorkels Sigur- bjömssonar á þjóðlaginu Dagur er, dýrka ber féll niður; hefur e.t.v. spmngið á tíma, því tón- leikalengd fór vel yfir hefðbund- in ldukkustundar mörk. Meðal lítt kunnra tónhöfundanafna mátti sjá kennarann og tónvís- indamanninn Smára Ólason, er átti fjórar útsetningar eða fmm- smíðar. Þar af vom fmmfluttar Sekvenzía Ólafs helga (11712. öld) og Patris sapientia úr Skóla- kveri Skálholtssveina 1687, en endurfluttar útsetningar hans á Þorlákstíðasekvenzíunni Innocentem te servavit og ís- lenzku þjóðlagi við ferðasálm Hallgríms Péturssonar Ég byrja reisu mín. Tímasetning Sekvenzíunnar var vel til fundin á nýhafinni Ólafsmessu, sem hér á landi þokaði fyrir Þorláksmessu af beinhörðum fjárhagsástæðum. A cappella ritháttur Smára gekk út frá íslenzku organum-hefðinni ásamt að virtist blöndu af faux- bourdon og frjálsri mótröddun og lét tvo kóra syngjast á úr austur- og vesturenda kirkjunn- ar. Tónleikaskráin ranghermdi að „fylgirödd“ eftir Smára væri við Sekvenzíu Ólafs, því orgel- fylgibassinn reyndist vera í næsta atriði á eftir, Innocentem te servavit; fyrst liggjandi bordúnn við einradda söng, en síðan með sjálfstæðri hreyfíngu, er léði módölum gregorssöngn- um ákveðið tónalt yfirbragð, en - líkt og fyrri útfærslan - á smekklegan og sannfærandi hátt. Áferð Reisusálmsins var þykkari og hómófónískari, undir áhrifum sálmkórala samtímans, og hefði kórinn þar mátt stemma ögn betur. Seinni frumflutningur eftir Smára, Patris sapientia, var hugvitssamlega fersk útfærsla á latneskum bragarhætti (vel kunnum úr Carmina Burana), þar sem m.a. var leikið með rímnahrynmynztrinu 4/4-3/4- 4/4-2Z2, en líka beitt einröddun við ýmist yfir- eða undirbordún í fimmundum. Enn svo sann- færandi „stílhreint", að auð- veldlega hefði mátt ímynda sér tilvistarmöguleika álíkra kór- smíða hér fyrr á öldum, hefði Lárenzíus biskup ekki upprætt „triplun" á 14. öld. Eftir fallega rómantíska út- setningu Jakobs Hallgrímsson- ar heitins á Veróníkukvæði frá 1998 söng Kammerkór Suður- lands gamalt helgikvæði, Ég vil lofa eina þá, við skemmtilega etnískt litað lag Báru Gríms- dóttur í balkankenndum fimm- skiptum takti. Eftir Báru var seinna frumflutt Forgefins muntu mér í þokkafullum ný- rómantískum stíl með ýmist tutti- eða einsöngvarakór. Elín Gunnlaugsdóttir lét kórinn ákalla Drottin af miklum trúar- hita í hinu stutta Á guð skal heita, en aftar á dagskrá frum- flutti KS eftir hana Um það hvað hégómlegur hlutur veröld- in sé við tvö erindi úr kvæði eft- ir Sigurð Jónsson á Presthólum (d. 1661); frábærlega tæran módernískan satz með smekk- legri beitingu klasahljóma sem sat eftir í huga manns þrátt fyr- ir örlítið endasleppt niðurlag. Eftir Sýn mér, sólarfaðir, mjúkmála útsetningu Jakobs Hallgrímssonar á lagi Ingibjarg- ar Bergþórsdóttur, komu við sögu þrjú kórverk eftir jafn- marga unga höfunda úr tón- fræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík, að því er maður frétti á skotspónum. Frumflutt var Vakið! Verið viðbúnir eftir Gunnar A. Kristinsson, fremur stutt en ágengt. Ave Maria eftir Harald V. Sveinbjörnsson var og í styttra kanti, en skildi meira eftir; upphafin og skýr blanda af endurreisn, postrómantík og hóflegri framsækni, gædd fersk- um og frumlegum hljómasam- böndum. Loks var fi-umflutt Son minn f. kór og orgel eftir Örlyg Benediktsson; sannkölluð fram- úrstefna með hvínandi þykkum klasahljómum, sem hljóta að hafa útheimt sitt af ekki eldri kór. Sá stóð sig hins vegar með mikilli prýði og gerði erfiðu verki góð skil, sem átti sína áhugaverðu kafla, þótt heildará- hrif þess væru nokkuð hverful og leitandi. Lokavers tónleikanna var hin 18 mín. langa Missa Piccola f. kór, einsöngvara, flautu og org- el frá 1982 eftir Gunnar Reyni Sveinsson við valin erindi úr Passíusálmunum ásamt innslögum úr latneska messu- textanum. Þetta bráðskemmti- lega og ljóðræna kirkjuverk Gunnars mætti heyrast oftar, því fjölbreytni þess, iðuleg dansandi hrynjandi og austræn litadýrð gera heildaráhrifin sérlega áhrifamikil. Organisti og flautuleikari léku af mikilli lipurð, þ.á m. eftirminnilegt dúó í Agnus Dei. Samhljómur kórsins var að vísu stundum heldur hrár (sópraninn skar sig nokkuð úr og þyrfti að ,,þæfa“), en Kammerkór Suðurlands sýndi hér sem víðar það mikla hæfni af ekki eldri hóp að vera undir dugandi stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, að ætti að spá góðu um framhaldið. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.