Morgunblaðið - 04.08.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 04.08.1999, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ KONA í dyragætt. Ljósmynd eftir Björn Erlingsson. Ed McBain í borginni vondu Ný lægð í hvert mál BÆKUR Ljðð TVEGGJA HEIMA SKIL Eftír Björn Erliugsson. Utgefandi: Bókbandsstofan Kjölur, 1998 63 bls. BÓKIN Tveggja heima skil er til- einkuð gömlu sveitafólki á Islandi. Er einkonar óður til lífshátta og lífs- stíls sem fyrirfinnst ekki lengur, og til fólks sem kunni þá list að búa í sátt við landið og tímann. Höfundur- inn, Björn Erlingsson, blandar sam- an rúmlega þrjátíu ljóðum og um tuttugu svarthvítum ljósmyndum, og spinnur frásagnarkenndan bálk þar sem brugðið er upp myndum af gömlum bændum og dýrum, búskap- arháttum og veðurfari, eins og í ljóð- inu Óþurrkur: „Svona þungbúinn himinn varð daglegt brauð/ sem hafragrautur í potti/ enda boðaði veðurstofan/ nýja lægð í hvert mál.“ Þau skil tveggja heima sem titill- inn vísar til, eru á milli okkar sam- tímafólksins og afa og ömmu í sveit- inni en þau eru fulltrúar heims sem er nánast horfínn. Skáldið er að lýsa þessum heimi og tregar endalok hans. Ljóðin tengjast og mynda bálk með upphaf og endi. Fyrst er lagt af stað með ímyndunaraflinu í ferð inn til landsins, með viðkomu í heimi gömlu bændanna og sumrum í sveit- inni. Ferðinni lýkur síðan í bókarlok með sumri sem var öðruvísi en hin fyrri; dauðinn hefur rofið tengsl ljóð- mælandans við sveitina og skilið hann eftir með spurningar sem hann leggur fyrir lesandann. Flest eru kvæðin frásagnarleg og skreytt með stöku myndum, oft nátt- úrutengdum og vel gerðum, eins og lýsingin á fljótinu: „Sem flækjulaus tvinni/ rann tærleikinn heim til byggða.“ í ljóði um sveitasímann er hann sagður nytsamlegt undratæki, ekkert kjaftatól, nema þegar hann var misnotaður af símalandi kjafta- kerlingum að sunnan, sem... „spunnu þá oftast/ eintómar óláns- flækjur á prjóna sína/ Meðan gamla sveitakonan/ fítjaði til gagns fyrir komandi vetur.“ í sumum ljóðanna vill hinsvegar brenna við að brugðið sé upp mótaðri mynd i fyrri hluta kvæðis en síðan dreginn úr henni máttur með spurningu; eins og skáldið treysti ekki lesandanum til að botna ljóðið sjálfur. Þá eru sum ljóðin nokkuð hátíðleg. Bestu ljóð bókarinnar eru þau þar sem brugðið er upp hnitmiðuðum myndum úr sveitinni og ekki komið með útleggingar á þeim, eins og í ljóðinu Kólnandi veður, þar sem lýst er komu haustsins, og í Svört fót: {herbergi gömlu hjónanna héngu svört fot á snaga og höfðu tæpast verið notuð hin síðari ár. Því köngulæmar höfðu spunnið vef milli sauma enda löngu hættar að búastvið suðurferð. Við opinn gluggann suðaði húsfluga og könguló trítlaði á óhefluðum gólffjölum sem festust í þvældir sokkar. Höfundurinn tók einnig ljósmynd- irnar og sumar þeirra eru samsettar, en engu síður einfaldar og vel í stfl við ljóðaheiminn sem er svo þrung- inn af eftirsjá. Þetta eru myndir úr sveitinni, af landslagi, húsum, skepn- um og umhverfi fólksins sem einnig glittir í. Gömul kona sker brauð, önnur prjónar, sú þriðja stendur í dyragætt og gáir til veðurs. Mynd- irnar undirbyggja enn fremar stemmningu ljóðanna, í þeim er viss tregi, og einlægni, án þess að það sé nokkuð sérstakt við það hvernig þær eru teknar. Allur frágangur á bókinni er til fyrirmyndar, hún er innbundin og einfaldlega smekkleg. Skáldið hefur hér sett saman snotra bók og ein- læga um aldrað sveitafólk og heim sem er að hverfa sýnum. Einar Falur Ingólfsson ERLE]\DAR BÆKUR Spennusaga „THE BIG BAD CITY“ eftir Ed McBain. Hodder & Stoughton 1999. 271 síða. ED MCBAIN er meistari amer- ísku löggusögunnar. Hann hefur í nokkra áratugi sent frá sér löggu- sögur sem gerast í kringum 87. hverfið í borginni Isola sem líkist engri borg meira en New York og segir frá rannsóknarlögreglumann- inum Steve Carella og félögum og morðrannsóknum þeiira. McBain er höfundarnafn Evans Hunters og nýtur hann mikillar virðingar þeiiTa sem lesa og fást við löggubók- menntir. Sjöwall og Walhöö munu hafa þýtt hann áður en þau lögðu sjálf út í löggusagnagerð og hann er t.d. eini Bandaríkjamaðurinn sem hlotið hefur helstu viðurkenningu félags breskra glæpasagnahöfunda. Sagt er að bækur hans hafi selst í yfir hundrað milljón eintökum. Þefur af illsku Það telst nokkur viðburður þegar kemur ný saga frá McBain um 87. hverfið en á þessu ári kom út í vasa- broti hjá forlaginu Hodder & Stoughton sagan „The Big Bad City“ um þá Carella og kompaní. Hún svíkur engan, hvorki þá sem þekkja vel til McBains né hina sem vilja kynnast honum í fyrsta skipti. Hún er dæmigerð fyrir höfund sinn og bókaröðina með sínum ljúfsára andblæ, skemmtilega lögguhúmor, forvitnilegu persónum og spennandi morðrannsókn. Ed McBain skrifar stórborgarsögur sem eru engum öðrum líkar. Og hann veit hvar hann stendur í krimmahópnum. Á einum stað skrifar hann í „The Big Bad City“: „Svo, ef þú hefur komið hingað og hugsað með þér, vá, það verður framið lítið, sætt morð á herragarð- inum og einhver bláhærð roskin dama mun leysa það í frístundum sínum þegar hún er ekki að sinna rósabeðinu, þá hefurðu farið villur vegar. I þessari borg verður þú að hafa athyglisgáfuna í lagi. I þessari borg gerðust hlutii-nir allan sólar- hringinn úti um hvippinn og hvapp- inn og þú þarft ekki að vera spæjari til þess að finna þefinn af illsku í vindinum." í upphafi „The Big Bad City“ finnst lík af ungri konu er í ljós kemur að hefur farið í eina af þess- um vinsælu brjóstastækkunum. Það þykir ekki skrítið á stöðinni í 87. hverfi fyrr en í Ijós kemur einnig að hún var nunna. Enn furðulegra er að hún þurfti af einhverjum ástæð- um á miklum peningum að halda skömmu fyrir lát sitt. Á sama tíma er Smákökustrákurinn á ferli að brjótast inn í íbúðir hjá fólki og veldur miklum ósköpum fyrir klaufaskap. Og síðast en ekki síst er morðingi föður Steves Carrellas laus og hyggst losna við soninn líka úr þessu lífi. Önnur ímynd Svona hlutir eru alltaf að gerast í borginni og úti um hvippinn og hvappinn. Ed McBain skrifar stór- borgarsögur sem eru einstakar eins og áður sagði en hann skrifar einnig löggusögur sem fáum er við að jafna. Við þekkjum of vel löggu- þættina úr ameríska sjónvarpinu þar sem glæsilegir leikarai- jafna um óþokkana rétt fyrir auglýsingar með glæsidúkku upp á arminn og eru varla mennskir. List McBains felst m.a. í því að spyma á móti þeirri ímynd og svipta hetjuljóman- um af ameríska löggustarfinu eins og því er lýst í sjónvarpi og bíó- myndum. Hans löggur eru ósköp venjulegir, dauðlegir menn sem ganga til vinnu sinnar eins og hverj- ir aðrir fjölskyldumenn, fráskildir menn, fjörugir, fyndnir eða einmana og leiðinlegir, heimskir eða greind- ir, kynþáttahatarar, brandarakallar. Lýsing McBains á löggustarfinu er einnig mjög áhugaverð. Ef hleypt er af skoti er það sennilegast fyrir misskilning. Mest er þetta labb frá einu vitni til annars, fram og til baka, þar til tekst að púsla saman heildarmyndinni, þar til kemur ósamræmi í frásögnina, þar til lítið og ómerkilegt smáatriði vekur aðrar og fleiri og merkari spumingar. McBain kann tökin á þessu. Bet- ur en nokkur annar. Arnaldur Indriðason Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu (veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 WIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, • 105 Reykjavík -------------- Leiklist frá Finnlandi í Norræna húsinu í SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins er boðið upp á norræna tónlist, leiklist og bókmenntir. Á morgun, fimmtudag, kl. 20 er röðin komin að leiklist frá Finnlandi. Þá mun Teatteri Kehá III (Hringveg- ur 3) sýna tjáningarríkan söngleik fyrir eitt kvenhlutverk og tvo und- irleikara, Ástarsöng aldarinnar, sem er gerður eftir þekktu verki Martu Tikkanen, Ástarsögu aldar- innar. Leik- og söngkonan Anne Nielsen flytur ásamt Kanerva Pa- sanen (syngur sem barn), Jiri Kuronen (píanó) og Juha Alanne (bassa). Tónlist, leikstjóm og dramatúrgíu annast Toni Edel- mann. Liisa Ryömá og Eila Pennanen snem texta Mártu Tikkanen á sænsku. Teatteri Kehá III er finnskur at- vinnuleikhópur sem undanfarin tólf ár hefur sýnt fjölmörg ný verk jafnt fyrir börn sem fullorðna. Leikhópurinn hefur fengið styrk til ferðarinnar frá Norræna menning- arsjóðnum. Sýningin er á sænsku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.