Morgunblaðið - 04.08.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 04.08.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 37 LISTIR EIN vatnslitamynda Sólveigar Eggerz í Þrastarlundi. Sólveig Eggerz sýnir í Þrastarlundi Ljósmyndir á Islandi MYJVPLIST Ráðhúsið á Siglufirði LJÓSMYNDIR ÝMSIR LISTAMENN Opið 13 til 17. Sýningin stendur til 8. ágúst. LJÓSMYNDUN á sér langa sögu á íslandi, jafnvel lengri en saga nú- tímamálverksins er hér á landinu. Það er því ekki að furða að við eigum marga sterka Ijómyndara sem starfa nú á ýmsum vettvangi og eiga sumir eftir sig mikla útgáfii, bæði í tímarit- um og á bókum, auk sýninga. Hins vegar er það ekki algengt að hægt sé að skoða á einum stað jafn gott yfir- lit yfir þessa sterkustu ljósmyndara og nú er til sýnis í Ráðhúsinu á Siglufirði. Þar hafa verið teknar saman myndir eftir átta ljósmyndara og gefur sýningin góða innsýn í hin ýmsu viðfangsefni þeirra og þau vinnubrögð og þann stíl sem þeir beita. Skiljanlega hefur landslagið verið íslenskum ljósmyndurum hugleikið, ekki síður en islenskum málurum, og það er líklega Matz Wiebe Lund sem einna lengst hefur helgað sig þessu viðfangsefni af núlifandi ljósmyndur- um. Yngri mennirnir Sigurgeir Sig- urjónsson og Páll Stefánsson hafa einnig verið iðnir við þessa grein og þekkja líklega flestir verk þeirra á því sviði. Þróunin í landslagsljós- myndun hefur að sumu leyti verið hliðstæð við þróunina í landslags- málverkinu eins og sjá má í verkum þessara þriggja. Frá því að vera eins konar skrásetning á landslagi með áherslu á hið stóra, stórfengleg birtuhrif og „mikið“ landslag hafa menn beint linsunni að landinu sjálfu, hinu smáa í náttúrunni og hinu hverfula, snjó, vatni og sandi sem vindurinn gárar. Segja má að ívar Brynjólfsson sé fulltrúi nýlistarinnar á sýningunni, þótt slíkir fiokkadrættir séu ávallt varasamir. Hann hefur lengi fengist við að blanda saman heimildaijós- myndun og minimalisma í myndraðir sem geta verið afar áhrifamiklar í einfaldleik sínum. Af öðrum lista- mönnum á þessari sýningu má síðan nefna hinn fjölhæfa ljósmyndara Ragnar Axelsson, Guðmund Ingólfs- son, sem um langt skeið hefur verið meðal fremstu ljósmyndara hér á landi, og Einar Fal Ingólfsson sem nú starfar hjá Morgunblaðinu. Sýningin á Siglufirði er gott fram- tak og væri full ástæða til að huga að því að flytja hana til Reykjavíkur þegar sýningartímanum þar lýkur, og jafnvel víðar. Eins og sjá má á henni er ekki aðeins mikil gróska í ljósmyndun á íslandi heldur byggist hún á traustum grunni reyndra fag- manna. Jón Proppé í ÞRASTARLUNDI í Grímsnesi stendur yfir sýning Sólveigar Eg- gerz Pétursdóttur. Sólveig sýnir þar olíumyndir unnar á rekavið og vatnslitamyndir. Myndirnar eru unnar í ævintýrastíl. Sýningin stendur út ágústmán- uð. Pierre-Alain Barichon sýnir I EDEN í Hveragerði stendur yfir sýning Pierre-Alain Barichon á vatnslitamyndum. Pierre-Álain Barichon fæddist 6. maí 1956 í París. í fréttatilkynn- ingu segir að nám í byggingateikn- un í Boulevard du Montpamasse í París hafi opnað honum leiðina í listmálun á áttunda áratugnum. í raun og veru sé hann sjálfmenntað- ur. Eftir langt ávaxtarlaust tímabil, undirstrikað með nokkrum gvasslitamyndum við og við, sem gefin voru vinum eða seld í Latínu- Eden hverfinu, á Saint Michel-torginu eða í Metró, hætti hann að mála í 20 ár. Enn fremur segir í fréttatilkynn- ingu að Island gefi honum innblást- ur, fegurð landslagsins heilli hann. Uppgötvun vatnslitanna hjá Guð- rúnu Svövu, íslenskri listavinkonu, og olíumálverk Óskars Waagfjörd Jónssonar, tengdaföður hans, hafi hrifið hann. Árið 1997 hófst hann svo handa við fyrstu vatnslitamynd- ina sína, 210 x 297 mm að stærð. Sýningunni lýkur 15. ágúst. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskaó er. t..j .Nýj° tstíhaúhreirmnin Sóíheimar 3$ . Sími: 513 1634 • G5M: 897 3634 TILBOÐSDAGAR 3.-7. ágúst 20-60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM LAUGAVEGI 15, SÍMI 561 3060 ARCADIA HANSSQN ^NÍEVA <S>aADO FSKO ruite: F R A V A N G I L 5 U'Or /ie,od(itc jf>á oö U'érsdí fvjá Nýi haust- og vetrarlistinn er kominn út. Einfaldlega þægilegra www.freemans.com • Fax 565 2015 Sími 565 3900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.