Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 52

Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ,Bíó eða skóla í Laugardalinn? 5. JANUAR síðastliðinn kynntu rödsstjóm og Reykjavíkurborg sameig- inlega að tónlistarhús, ráðste&umiðstöð og hót- el skyldu rísa í miðborg Reykjavíkur. Ákvörðun um þetta átti nokkum að- K draganda, enda þurfti til dæmis að gera upp á milli ýmissa staða undir mannvirkin í Reykjavík. Þar á meðal var litáð til þess, að á níunda ára- tugnum var tóniistarhúsi ætluð lóð í Laugardaln- um. Þegar ákveðið hafði verið, að hin nýju mann- virki skyldu rísa í miðborg Reykja- víkur losnaði tónlistarhússlóðin í Laugardal. Nú hefur R-listinn, meiri- hluti borgarstjómar, samþykkt, að Landssími íslands hf. fái að reisa 14.000 fermetra höfuðstöðvar sínar í dalnum. Einnig hefur Jóni Ólafssyni, Hí-sem lengi hefur verið kenndur við Skífuna, verið hlutað út lóð fyrir 5.800 fermetra kvikmyndahúsi. Ákvarðanir R-listans um þetta mæta andstöðu sjálfstæðismanna í borgarstjóm og margra fleiri. Gagn- rýnendur eru annaðhvort andvígir því, að ráðist verði í byggingarfram- kvæmdir á þessum stað, eða þeir telja, að reisa eigi hús, sem falli betur að Laugardalnum en skrifstofur símafyrirtækis og kvikmyndahús. Talsmenn nýju lóðarhafanna reyna að milda andstöðuna og segja, að , X símahúsið verði einnig vísir að tækni- safni og kvikmyndahúsið sé í raun tómstundahús fyrir unglinga. Ósk um skólalóð Samþykkt borgarráðs um lóðafyr- irheit til Landssímans var lögð fyrir skipulags- og umferðamefhd Reykja- víkur 12. apríl 1999. Tveimur dögum síðar, hinn 14. aprfl, ritaði ég borgar- stjóranum í Reykjavík bréf um lóð fyrir skóla í Laugardal. í bréflnu er vakin athygli á því, að Menntaskólinn við Sund búi við mikil þrengsli í óhentugu húsnæði. Einnig er vísað til þess, að Reykjavíkurborg sé að undirbúa stækkun Vogaskóla. Nemi áform um stækkun skólanna allt að 4000 fermetrum, en þeir séu á * sömu lóð og rúmi hún ekki að báðir Björn Bjarnason skólamir stækki. Þá er því hreyft, að kannað verði áður en lengra sé haldið í skipulags- og hönnunarvinnu, hvort til álita komi maka- skipti með þeim hætti að annar aðilinn yfir- taki hlut hins og að byggður verði nýr grunn- eða framhalds- skóli. í lok bréfsins er þess eindregið óskað, að haldið verði eftir bygg- ingarsvæði fyrir skóla í innri hluta Laugardals, þar til þessi mál hafi verið könnuð til hlítar og byggingarlóðum, sem gætu hentað fyrir skóla ekki ráðstafað fyrr en að slíkri könnun lokinni. Er lýst vilja menntamálaráðuneytisins til tafar- lausra viðræðna um málið. Skrýtið svar Svar Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra við þessu bréfi birtist í frétt í Morgunblaðinu 5. maí 1999. Svarið er skrýtið miðað við málavexti, en í Morgunblaðinu var þetta haft eftir borgarstjóra: „Hún benti á að samstarfsnefnd mennta- málaráðuneytis og borgar hefði starf- að og fjallað um framhaldsskólamálin í borginni almennt. Þar hefði ekki komið fram ósk um að taka frá lóð fyrir MS og hún hefði talið að fremur væri forgangsmál að leysa húsnæðis- mál Kvennaskólans en að byggja stærra húsnæði fyrir MS. Borgar- stjóri benti einnig á að lóðin í Laugar- dalnum leyfði ekki svo stóra bygg- ingu sem skólinn hefði áhuga á eða alls um 8.500 fermetra, þar væri ekki gert ráð fyrir stærra húsi en um 7.000 fermetrar." Lengi hefur blasað við, að stækkun MS og Vogaskóla á sömu lóð færi ekki saman. Hefur þessu margoft verið hreyft í viðræðum ráðuneytis og borgar, bæði formlega og óformlega. Foreldrar grunnskólabama í Voga- skóla hafa einnig vakið rækilega máls á þessum vanda. Töldu ýmsir, að MS ætti að fá aðstöðu á Þróttarlóðinni svonefndu, sem varð ekki. Lóðin í Laugardal losnaði ekki fyrr en ákvörðun um nýja lóð fyrir tónlistar- hús lá fyrir. Þegar fréttir bárust af Lóðaúthlutun Óskað hefur verið eftir lóð fyrír skóla í Laug- ardalnum segir Björn Bjarnason og greinir frá viðbrögðum Reykj avíkurborgar. því, að R-listinn vildi úthluta þessum lóðum, óskaði ráðuneytið með form- legum hætti eftir skólalóð, skólanefnd MS ályktaði um málið og Eiríkur G. Guðmundsson, rektor MS, ræddi það á opinberum vettvangi. Vissulega þarf að huga að húsnæðismálum Kvennaskólans, en hið sama á við um MS. Nú hefur verið úthlutað rými fyrir samtals um 20.000 fermetra byggingar í Laugardalnum og því erfitt að sjá, að 8.500 fermetra skóla- hús sé of stórt á þessu svæði. Borgar- stjóri telur hinn 5. maí, að samstarfs- nefnd ráðuneytis og borgar starfi um framhaldsskólamálin, en nýlega hefur hún farið þess á leit í bréfi til mín, að ráðuneyti og borg skipi fulltrúa í slíka nefnd og er unnið að því að koma henni á laggirnar að hennar ósk. Mikilvægt úrlausnarefni Hvorki ráðuneyti né borgaryfirvöld geta vikið sér undan því að huga að úrlausn í húsnæðismálum Mennta- skólans við Sund og Vogaskóla. Þar ræður að sjálfsögðu úrslitum, að borgaryfirv'öld sýni málinu skilning við ráðstöfún á lóðum í hverfinu, þar sem skólarnir starfa. I kynningu meirihluta borgar- stjómar á ákvörðunum sínum um lóð- ir í Laugardalnum verður þess ekki vart, að ósk um athafnarými fyrir skólana sé hreyft. Borgarstjóri telur það kvikmyndahúsi í Laugardalnum helst til framdráttar, að það höfði til unglinga og þeir eigi rétt á samastað í Laugardalnum ekkert síður en smá- fólkið, sem fer í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn. Að kvikmyndahúsi ólöstuðu er miklu nær að skapa ung- lingum samastað í Laugardalnum með því að reisa þar skóla. Höfundur er menntamálaráðherra. Vandamálið sem ekki mátti nefna Undanfama daga hafa verið líflegar umræður í fjölmiðlum um annars líflega bakteríu, kampýlóbakter, sem að sögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands herjar nú á kjúklinga sem eiga sitt heimasetur á Ásmund- arstöðum. Og vissulega hefur þessi umræða verið afar skondin á köflum, enda virðist megin vandamálið vera að almenningur fékk fregnir af þessu vanda- máli, sem landlæknir, Sigurður Guðmunds- son, líkir reyndar við faraldur í Morgunblaðinu 30. júlí sl. Reyndar er landlæknir þar ekki einn á báti, því meðferðis hefur hann ekki merkilegra fólk en sjálfan landbúnaðarráðherra og umhverfis- ráðherra í þessum hópi, auk minni spámanna. Áuk þess hafa landlækn- ir og Hollustuvemd rfldsins viður- kennt þetta stórfellda vandamál, samanber auglýsingar sem birtar hafa verið frá þeim að undanfömu í dagblöðum undir yfirskriftinni „Það iðar allt af lífi í eldhúsum landsins". Neytendasamtökin hafa beitt sér mjög í þessari umræðu, enda Ijóst að hér er um stórfellt vandamál að ræða og viðurkennt að hjá þeim aðila sem er með um það bil 80% af allri kjúklingaframleiðslu landsmanna, eru 75-88% af kjúklingunum sýktir af þessari bakteríu. Sigurður Guð- mundsson landlæknir sem hefur mikla þekkingu á máli sem þessu, enda smitsjúkdómalæknir að mennt, hefúr bent á í fjölmiðlum hve alvar- legar sýkingamar geti orðið hjá þeim sem borða sýkta kjúklinga. Auk þess sem þessir sjúklingar geta þurft að líða af völdum sjúkdómsins mánuðum saman geta ýmsir fylgi- kvillar fylgt og í alvarlegustu tilvik- unum geta þeir orðið þeim neytend- um sem búa við minnstan viðnáms- þrótt að bana. Reyndar hefur komið fram þjá landlækni að ekki séu dæmi um það hérlendis að alvarlegustu til- vikin hafi átt sér stað. I Ijósi þessa Jóhannes Gunnarsson Islensk framleiásla slöan 1972 MURKLÆÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað. ELGO múrklæðning varðveitir upprunalegt útlit hússins ólíkt ál- og stálklæðningum. Góð einangrun, vörn gegn vatni og vindum og glæsilegt útlit einkennir þessa íslensku framleiðslu. Yfir 25 ára reynsla Elgo viðhalds- frágangs- og viðgerðarefna er þín trygging. ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. LÍMMÚR GRUNNMÚR HUSVEGGUR Verð sem allir ráða við TREFJANET ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir svo sem, NORDEST NT Build 66 og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. Slsteinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718 hafa Neytendasamtök- in krafist tafarlausra aðgerða af hálfu yfir- valda, enda óviðunandi að neytendur búi við slíka ógn. Þess vegna sendu samtökin út svohljóðandi fréttatil- kynningu 29. júlí sl.: „í framhaldi af þeirri um- ræðu sem orðið hefur á síðustu dögum um kampýlóbaktersýking- ar gera Neytendasam- tökin kröfu til að stjómvöld tryggi eftir- farandi: 1. Að þegar verði gripið til aðgerða og allar afurðir sem framleiddar eru á Ásmundarstöðum og komnar eru í verslanir verði innkallaðar. 2. Að opinber rannsókn fari fram á málinu í heild sinni. Neytendasam- tökin minna á að kampýlóbaktersýk- ingar em miklu algengari hér á landi borið saman við nágrannalönd okk- Kampýlóbakter Neytendur hafna rök- um yfirvalda í þessu máli, segír Jóhannes Gunnarsson, og krefj- ast þess að tekið sé til- lit til hagsmuna þeirra. ar. Slíkt er að sjálfsögðu óviðunandi. Þá vilja Neytendasamtökin minna á að allt bendir til að kampýlóbakt- ersýkingin hafi aðeins komið upp hjá einum kjúklingaframleiðanda.“ Með bréfi til umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, dagsett 29. júlí sl., kröfðust Neytendasamtökin þess að gripið yrði til þeirra aðgerða sem frá greinir hér að framan. I ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja sé full ástæða til að grípa til þeirra. Því urðum við afar undrandi þegar í ljós kom að ráðherra taldi ekld ástæðu til að grípa til þessara aðgerða. Raunar hefur umhverfísráðherra með þess- ari ákvörðun sinni samþykkt að neytendur skuli áfram búa við þann faraldur sem landlæknir hefur svo skilmerkilega lýst. Það er því full ástæða fyrir þá neytendur sem verða fyrir barðinu á þessum sýking- um að skoða vel hvort ekki sé ástæða til þess að höfða skaðabótamál á hendur umhverfisráðherra. Það er a.m.k. Ijóst að þessi ákvörð- un umhverfisráðherra hefur valdið íslenskum neytendum afar miklum vonbrigðum, það sýndu þeir með við- brögðum sínum, þegar fréttatilkynn- ing Neytendasamtakanna hafði verið birt, enda voru allar símalínur hjá Neytendasamtökunum glóandi þar sem reiðir neytendur voru á línunni. Þannig er Ijóst að neytendur hafna rökum yfirvalda í þessu máli og krefjast þess að tekið sé tillit til hagsmuna þeirra í þessu máli. I lokin er ekki úr vegi að minna á að dönsk stjómvöld haga sér á ann- an veg en þau íslensku. Þar er það megin regla að birta allar niðurstöð- ur heilbrigðisyfirvalda þannig að skýrt komi fram um hvaða aðila er um að ræða þegar gerðar eru gerla- rannsóknir. Þeir sem til þekkja muna til dæmis vel eftir að margir matsölustaðir sem þóttu svo góðir, fengu falleinkunn þegar birtar voru niðurstöður gerlarannsóknar á þess- um stöðum. Siv Friðleifsdóttir um- hverfísráðherra getur greinilega lært ýmislegt af kollega sínum í Danmörku. Höfundur er fornmður Neytendn- snmtaknnnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.