Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 53 i Hvað er í pokanum? ÞAÐ segir í einu ljóði, skondnu mjög, að um síðir verði allir spurðir þessarar spumingar. Af hverjum og við hvaða tækifæri er ekkert fullyrt hér en líklega verður það í einrúm- inu mikla, þegar menn eru gengnir veg allrar veraldar og eru hverjir með sér - einir og ekki truflaðir af neinum, - nema samviskunni. Þá mun sumum þyngra en öðrum, víst er það. Þetta hefur verið að grassera með mér hin síðari ár og misseri. Kemur þar tU, að nokk- uð hefur verið um, að menn fari hamförum út í þá menn, sem komið hafa skikk á verðbólgu og nokkrar þær aðrar plágur, sem hrjáð hafa landann. Hver postulinn af öðrum kemur fram og lýsir yfir furðu sinni á tUgreindum hópum, innan Sjálfstæðisflokks- ins. Sumir tuða um frjálshyggjumenn, pen- ingadýrkendur og hvað nú heitir, aðrir um landbúnaðarsérgræðinga og kvótakónga, til lands og sjávar. Eitt eiga þessir hópar sameiginlegt, - þeir eru, að mati postulanna, allir á sérlega ábyrgð Davíðs Oddsonar forsætisráðherra. Víst er Davíð Þjóðlíf Ráðamenn, segir Bjarni Kjartansson, eru því miður oft skotspónn lágkúru- legra skrifa. mikUl áhrifamaður á landi voru en vart getur hann borið ábyrgð á gerðum nánast allra, sem eitthvað eru að sýsla annað en að bíða eftir kaupi sínu. Ég hef verið sjálfstæðismaður í allmörg ár, telst líklega frekar tU hægri í flokknum. Ég hef verið og mun líklega áfram vera „kvótaand- stæðingur", vísast verð ég ætíð á móti skömmtunarkerfum, hverju nafni sem þau nefnast. Það er alveg pláss fyrir mínar skoðanir í Sjálf- stæðisflokknum og öruggt er, að þar má hitta fyrir menn, sem endi- lega vUja halda við öllum hugsan- legum kvótakerfum og mörgum skömmtunarkerfum öðrum. Allt er gott um það að segja en Davíð Oddsson getur ekki borið ábyrgð bæði á skoðunum kvótasinna og kvótaandstæðinga í flokknum, það er firra. - Skelfilega hlýtur þessum mönnum, sem hengja vUja á hann þá ábyrgð, að vera ómótt sakir öf- undar út í flokkinn með formann- inn. Eitt sinn vorum við Ellert B. Schram nokkuð samstiga í Sjálf- stæðisflokknum gegn skömmtun og sérreglum fyrir gæðinga. Þá gneist- aði af stflvopni Ellerts, enda óspUlt- ur af valdabrölti, augnstungum öll- um og baknagi. Nú hefur hann látið höggin dynja á flokknum mínum og foringja hans. Talið flest, ef ekki allt, sem þar á bæ er gert, af hinu Ula. Nú síðast gerir hann því skóna, í pistli sínum „ Lífsnautnin frjóa“ í Morgunblaðinu hinn 4. júlí síðastlið- inn, að Davíð hafí sjálfur komið því tU leiðar, að Þórarinn V. hafi færst tU mUli starfa og, að fyrrum for- stjóri Símans hafi farið tU annarra starfa innan sama fyrirtækis. Ellert víkur að frelsinu og gerir því skóna, að frelsisást nútímans byggi á græðgi og óskammfeilni, eitthvað hefur hann tU síns máls, þar sem ekki er farið að þeirri þekktu visku, að frelsi eins megi aldrei verða helsi annars. EUerti er mik- ið niðri fyrir, enda ekki nema von, fráfar- andi forstjóri er KR- ingur og Elli góður við samherja. - EUert hef- ur auðvitað allt klárt og kvitt, þegar kemur að orðunum „frelsi tU að rífa augun úr ná- unganum - frelsi tU að bola öðrum burt og svo áfram. Við Ellert erum á líku reki og þekkjum báðir þá tíð er allt atvinnu- líf þjóðarinnar var í hlekkjum ýmis- konar hafta og skömmtunar. Við vorum afskaplega sammála um að þau kerfi voru engum hættulegri en þeim sem úr litlu höfðu að spUa. Samtíminn hefur sannað, svo ekki þarf að kýta neitt um, að skömmt- unarkerfi og sérreglur, fáum tU handa, eru hvað hættulegastar launþegum og hvort af stað er farið, til ímyndaðra hagsbóta allra, vUl lendingin verða önnur en ætlað var í upphafi farar. Ég bendi á fiskveiði- og landbúnaðarkvóta, einnig nefni ég verðtryggingarskrímslið, sem á fáum misserum gæti gert helftina af skuldunautum húsnæðiskerfisins gjaldþrota, ef olía og aðfluttar nauð- synjar aðrar, hækka verulega eða stjómendur matvörurisanna næðu saman um umtalsverða hækkun álagningar sinnar í smásölu. Skrif sem eru á mörkum þess að vera meiðandi ættu menn að varast, sérstaklega ef sjónin er byrgð af hulu einhverra hvata, sem ekki eru haldnar prúðmannlegar eða stór- mannlegar. Ráðamenn eru þvi mið- ur oft skotspónn lágkúrulegra skrifa, þar sem þeir sjaldnast hafa til þess tíma eða nennu (vilja), til að hrekja tilskrifin. Strákslegar og rætnar sendingar í pósti, nafnlaust, fóru á flot fyrir kosningar og jafnvel vígðir menn gátu ekki setið á strák sínum, heldur fóru grunnt og hrak- lega, í einhverskonar smásögustíl. Allt þetta ber vitni rökþrotum og lítilli rósemi hugans. Annars era þónokkrir kaflar í skrifum Ellerts B. Schram afar læsilegir og á tíðum í skemmtileg- um stíl og á góðu máli. Því er enn brýnna fyrir hann, að temja keppn- isskapið og einhenda sér í að láta gott af sér leiða, til framfara heil- brigðum íþróttum og drengilegri keppni, að hætti Ungmannafélags- andans. Honum verður þá greiðara um svör, þá hann verður inntur eftir því, hvað í pokanum hans er. Höfundur er verkefnisstjórí. Bjarni Kjartansson ...að hollinn af Nescafó kostor adeins um 10 kr: „...í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi“ SÍÐASTLIÐINN vet- ur var lögunum um stjórn fiskveiða breytt tfl samræmis við það sem ríkisstjómin taldi rétt viðbrögð við svokölluðum kvóta- dómi. Þá flutu inn í lög- in jöfnunarpottar ýms-. ir, þar á meðal Byggða- stofnunarpottur uppá 1.500 þorskígildislestir „til að styðja byggðar- lög sem lent hafa í vanda vegna samdrátt- ar í sjávarútvegi". Ég gagnrýndi þetta pottamall ríkisstjómar- innar og þá ekki síst að Byggðastofnun skyldi aftur vera falin úthlutun veiðiheimilda en það hafði verið reynt fyrr á kjörtímabil- inu. Eftir tveggja ára reynslu var þeim heimildum sem stofnunin hafði þá til ráðstöfunar að stærstum hluta úthlutað varanlega til báta frá ákveðnum stöðum, án tillits til þess hvar þeir höfðu landað aflanum. Það hefur verið harðlega gagnrýnt að hið opinbera skuli úthluta veiðirétt- inum ókeypis til sumra og töldu margir að kvótadómurinn tæki m.a. til þess. Það bætir ekkert úr þó Byggðastofnun skammti hluta þess- ara gæða. Landvinnsla og nálægð við miðin Nú er Byggðastofnun búin að skammta. Og þá vakna ýmsar spumingar. Sú fyrsta er, lásu menn lögin? Eiga allir þeir, sem fengu, í vanda vegna samdráttar í sjávarút- vegi eins og lögin áskilja? Sem bet- ur fer ekki, sýnist mér, því sums staðar er bullandi uppgangur, fólki og bátum er að fjölga og meiri afli berst á land. Var þeirrar spuming- ar spurt hve greiðan aðgang fisk- vinnslan ætti að hráefni? Það er mikilvægt því öllum er kunnugt um að afla er ekið um landið þvert og endilangt því víða um land er físk- vinnsla sem á enga útgerð og því engan kvóta og kaupir allt sitt hrá- efni á mörkuðum. Því lengra sem aka þarf því meiri tilkostnaður. Sú vinnsla sem býr næst gjöfulum mið- um, og þá góðum löndunarhöfnum, ætti því að hafa besta samkeppnis- stöðu. Einstöku hafnir innan sama sveitarfélags fengu úthlutun og því hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé af hálfu Byggðastofnunar litið á sveitarfélag sem eitt atvinnu- svæði? Og af hverju var öllu úthlutað á einu bretti? Og það til fimm ára eftir því sem fréttir herma? Þegar stuðn- ingsmenn ríkisstjóm- arinnar vora að verja þessa tilhögun á Ál- þingi var á þeim að skilja að ekki bæri að úthluta úr þessum potti nema í sérstökum viðlögum. Fiskvinnsla með kvóta Það sem vakti þó mesta athygli mína varðandi skömmtun Byggðastofnunar og umfjöllun um hana vom ummæli formanns stjóm- ar, Egils Jónssonar, í Morgunblað- inu sl. föstudag þar sem hann er að fjalla um 100 milljóna hlutafjár- framlagið til nýja fyrirtækisins á Þingeyri. Þar er haft eftir honum að þannig eigi að búa til „sterkt fisk- vinnslufyrirtæki sem á kvóta en Fiskveiðistjórn Mismunun sú sem fyrír er í kerfínu, segir Svanfríður Jónasddttir, verður ekki réttlátarí þótt búið sé til nýtt mismununar- kerfí til hliðar. ekki skip“. Gott og vel, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að samkvæmt lög- unum um stjóm fiskveiða má ein- ungis úthluta kvóta á skip. Fisk- vinnslan má ekki eiga kvóta, nema gegnum skipaeign. Formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis er einn stjórnarmanna Byggðastofnunar. Því hlýtur sú spuming að vakna hvort með þessari ákvörðun sé ver- ið að boða breytingar á lögunum sem geri þetta heimilt og hvort sú breyting verði þá gerð áður en kvót- anum verði úthlutað. Miðað við fréttina virðist staðan ella verða sú að forsendan sem ríkust þótti við úthlutun Byggðastofnunar, kvóta- tap, verði að engu gerð og kvótinn sem mæta átti kvótatapi Isafjarðar verði skráður í Grindavík á bátum Vísis eins og stjórnarformaðurinn upplýsir í viðtalinu. Kvótastaða Isa- fjarðar batni því ekki við aðgerðina. Vont er þeirra ranglæti Ríkisstjómin var með byggða- pottsákvæðinu að bregðast við gagnrýni á kvótakerfið og þannig að reyna að draga það að ganga þyrfti til endurskoðunar á úthlutunarregl- um laganna um stjóm fiskveiða. Ut- hlutun Byggðastofnunar gerir menn þó ekki sáttari við löggjöfina. Þeir era nefnilega býsna margir sem telja sig hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Með úthlutun veiðiréttar er verið að úthluta miklum verðmætum sem ganga kaupum og sölum á markaði. Okeypis úthlutun þessara verð- mæta til sumra verður ekkert betri eða siðlegri þó aðrar stofnanir hins opinbera komi að skömmtuninni eða aðrar reglur gildi fyrir einhverja. Mismunun sú sem fyrir er í kerfinu verður ekki réttlátari þó búið sé til nýtt mismununarkerfi til hliðar. Leikreglumar eiga að byggja á jafnræði. Sú var líka niðurstaða Hæstaréttar. Þá ættu sértækar að- gerðir í atvinnulífinu eins og þessi að heyra sögunni til. Höfundur er alþingismaður og á sæti i sjárarútvegsnefnd Alþingis. Heilír sturtuklefar Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90, 72x92 og 80x120. Bæði ferkantaðir og tóa bogadregnir. feffiÉ VA TNSVIRKINN ehf V Ármúla 21,533 2020. > Svanfríður Jónasdóttir 9. ágúst - 5. september. Við i Þokkabót erum að fara af stað með okkar vinsæla 4 vikna sumarnámskeió fyrir konur sem eru að byrja i iíkamsrækt og fyrir þær sem aó eru að byrja aftur eftir lengra eóa skemmra hlé. Fjölbreytt leikfimi. * 4 lokaðir tímar á viku. Frjáls mæting í aðra tíma. Fitumæling. Farið yfir mataræði. Kennari: Védis Grönvold, iþróttakennari Ukamsrækarstoð • Frosstaskjóli 6 Sími: 561 3535 • Fax: 561 3537 Heimasíða: www.islandia.is/thokkabót Netfang: thokkabot@islandia.is Veró aóeins kr. 5.900 • Skráning hafin í síma 561 3535 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.