Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Kjaftstopp Frá Herði Torfasyni: Á STUNDUM er það þannig í líflnu að maður verður hreinlega kjaft- stopp af undrun. Þetta henti mig núna nýlega í samskiptum mínum , við Landssímann. Og þar sem ég get ekki litið á þetta sem mitt einkamál skrifa ég þetta greinarkorn og krefst ' svara frá Landssímanum á sama vettfangi. Málið er að ég fór í langt ferðalag í sumar og hafði fartölvu með til að geta unnið og sinnt þeim hluta starfs míns sem byggist á sam- skiptum við ýmsa aðila gegnum raf- póst og irc. Þetta er í fyrsta sinn sem ég ferðast með fartölvu til útlanda. Þar sem ég er tengdur í gegnum Landssímann og hef netfang þar, og til að hafa allt á hreinu, brá ég mér inn á Grensásveg í þjónustumiðstöð- ina hjá þeim og ræddi málið við einn starfsmann þar, áður en ég fór. Þau samskipti voru hin ánægjulegustu. Maðurinn liðlegur, brosmildur og kurteis og skýr í svörum. Hann sýndi mér meira að segja hvað ég œtti að gera til að tengjast. Sem sagt allt var í stakasta lagi. Eg fór til útlanda og þar kom að ég skrifaði nokkur rafbréf og sendi og j sótti þau sem ég átti hjá isholf.is. Þetta gekk vel nema að stuttu seinna ! hætti ég að fá rafbréf. Þetta var ein- kennilegt og stóðst eiginlega engin rök. Mikilvæg mál voru í umræðu og á samningastigi en allt í einu hætta allir að skrifa mér! Augljóslega var eitthvað að. Ég yfirfer allar tenging- ar í tölvunni. Finn ekkert athugunar- vert. Ég leita álits sérfræðinga, þeh- segja mér að allt sé í stakasta lagi. Þá byrja símhringingarnar frá j fólki á Islandi sem spyr mig hvers- vegna í ósköpunum ég svari ekki raf- bréfunum þeitra? Eina sem ég gat sagt, eins og satt var, að ég hafði ekki fengið neinn rafpóst frá þeim. Ég notaði allar aðferðir sem ég kunni en allt kom fyrir ekki. Nú var málið að skipta um netfang í snatri til að bjarga málum og það er gert. Ég reyni að sækja rafbréfín mín hjá isholf.is í gegnum hotmail.com en þeir fá þær upplýsingar að ég sé ekki skráður þar. Ég hafði samband við isholf.is og fæ að vita að þar sem ég sé staddur í útlöndum megi ég senda rafpóst í gegnum fyrirtæki þeirra en ekki sækja hann þangað. Þetta sé regla hjá þeim. Stutt og skýrt svar. Þá varð ég kjaftstopp. Kjaftstopp vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því að ef ég hefði ekki rætt við Landsímann áður en ég fór hefðu þessi vandræði mín aldrei orðið. Ég hefði áreynslulaust getað sótt all- an minn rafpóst til þeirra. En þar sem þeir vissu um dvöl mína í útlandinu þá neita þeir mér um aðgang að póstin- um mínum! Þetta atriði hafði enginn nefnt við mig áður en ég fór. Ekki einu sinni gefið það í skyn. Hverslags einræðistilhneiging er hér á ferð? Ég krefst opinberlega skýringa á þessari framkomu Landssímans. Og nú skulu forsvarsmenn Landssímans ekki æla framan í mig því svari að ég ætti að hafa kynnt mér reglur þeirra áður en ég fór því þeim bar að kynna mér þær þegar ég leitaði til þeirra. Og þar sem slíkt mál snertir alla sem nota rafpóst vil ég endilega vekja at- hygli á þessu og helst fá álit annarra á málinu. Eins langar mig til að fá að vita hvort slíkar reglur séu hjá öðr- um samskiptafyrirtækjum sem ann- ast tölvusamskipti. HÖRÐUR TORFASON, söngvaskáld og leikstjóri. Skoðanakönnun á fjár hagsafkomu aldraðra Frá Guðmundi Jóhannssyni: l »HEYRT hef ég erkibiskups boð- skap.“ „Já, ágætu eftirlaunaþegar. Þið hafið eflaust bæði heyrt og séð ' niðurstöðu skoðanakönnunar um fjár- hagslega afkomu eftirlaunaþega og annarra láglaunahópa, m.ö.o. þið haf- ið það gott og getið lagt niður skottið og verið ekki með neitt nöldur. Það eru aðeins örfá prósent sem eru drag- ast upp vegna fátæktar. Miðvikudag- inn 21. júlí birtist nærri heilsíðufrétt í Morgunblaðinu um niðurstöðu þess- (arar skoðanakönnunar, ásamt bros- andi heilbrigðisráðherra, og efalaust hefur könnunin glatt hann. Ekki I hvarflar að mér að vefengja niður- stöður en greinin er fróðleg að ýmsu leyti og kemur eitt og annað fram í henni sem er athyglisvert og rennir stoðum undir ábendingar okkar sem höfum haldið því fram að þessir hóp- ar sætu við skertan hlut. Umrædd skoðanakönnun gefur tilefni til nokk- urra spurninga sem mjög fróðlegt væri að fá svör við. Með því að ég sá I ekki að fram kæmi hve margir voru í | þessari könnun (kannski hefur mér | yfírsést það) þá spyr ég hve margir voru þeir? I öðru lagi, hver voru neðri aldursmörk þeirra sem spurðir voru? Var einhver hluti þeirra sem spurðir voru með launatekjur og ef svo var, af hve stórum hluta af heildinni? Það er glæsilegt að tróna á toppinum með góð lífskjör miðað við nágranna okkar en einhvers staðar stendur: „Maður, líttu þér nær.“ Væri það ekki nær- j tækara að bera okkur saman við lífs- hjör almennt innan eigin þjóðar. Því væri fróðlegt að vita hvort það sé skoðun ráðherrans að aldraðir eigi að hafa rúm 50% af meðallaunum innan þjóðfélagsins? Og hvort hann telji það líka sjálfsagt að þeir fái 50% af gild- andi launavísitölu eins og hún er hverju sinni. Enda kemur fram í um- ræddri frétt í Morgunblaðinu að ánægja aldraðra með íjárhagsafkomu sína hefur minnkað frá 1995-1999 og um leið óánægjan aukist að sama skapi og ekki að ástæðulausu, þ.e. markvisst hefur verið unnið að því að skerða tekjurnar. (Það er slæmt hvað það hefur tekið þessa hópa langan tíma að átta sig á þessari skerðingu.) Ef við skiljum kjamann frá hisminu er niðurstaðan sú, að markvisst er verið að draga þetta láglaunafólk í dilka, sem ekki njóta almennra laga og réttinda sem gilda í landinu. Eg endurtek í því sambandi launavísitöl- una svo og skattamálin og þar ítreka ég, sem margoft hefur verið bent á, að það er staðreynd að um þrír fjórðu hlutar lífeyrissjóðsteknanna eru fjár- magnstekjur en eigi að síður verður að greiða yfír 38% skatt af þeim. Þetta heitir að njóta ekki almennra og gildandi laga. Talið er að í dag séu 6,6 vinnandi menn á bak við hvem líf- eyrisþega, og muni verða komið 3,3 árið 2030. Sjálfsagt er hér um að ræða rétta og fræðilega útreikninga. Má þá ekki láta sér detta í hug að öll þjóðin verði komin á eftirlaun um miðja næstu öld? En án gamans skilst mér að stefnt sé að því að lífeyrissjóð- ir framtíðarinnar yrðu burðarásar í eftirlaunum þjóðarinnar. Hins vegar verður aldrei hjá því komist að viss hópur, sem ýmsar orsakir valda, verði háður greiðslum frá hinu opinbera. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON eftirlaunaþegi. ^vjrskass/xr Á allar gerðir bíla. ** Verð frá aðeins kr. 19.900,- cm JÓNSSON ehf 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644 uAum«s|um, Toyota-salurinn í Njarðvik. aiml 421 4888 UTSALAN hefst í dag Fjöldi spennandi tilboða SKÚUERSLUN KQPAVOGS HAMRABORG 3 • SÍMi 5 54 1754 Veður og færð á Netinu vCT>mbl.is -ALLTAf^ eiTTHVAB /VYTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.