Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Það kennir rnargra grasa í bonsai-garðinum í Hellisgerði. Garður fyrir dvergtré í Hellisgerði Hafnarfjörður BONSAI er japanska og þýð- ir planta í potti. Japanir eru þekktir fyrir nostursamlega ræktun dvergtijáa en nú eru Hafnfirðingar famir að spreyta sig við bonsai-rækt- un og búnir að opna nyrsta bonsai-garð í heimi, á afgirtu svæði í Hellisgerði. Þar gefur að líta um sjötíu tré af íslenskum tegundum. Páll Kristjánsson fór af stað með ræktun þessa fyrir 25 árum en Hafnarfjarðarbær hefur keypt af honum safnið og komið upp þessum garði, sem fyrstu árin verður í sam- eiginlegri umsjón Páls og Bjöms Hilmarssonar, garð- yrkjustjóra Hafnarfjarðar. Fulltrúi japanska sendiráðs- ins opnaði garðinn með við- höfn fyrr í sumar. „Hér er mikið af birki og greni en tegundirnar era mjög margar,“ sagði Björn sem sýndi Morgunblaðinu garðinn á mánudag. „Safnið telur 150 plöntur og við er- um með 70 í garðinum hverju sinni, en skiptum út eftir því sem blómgun, haustlitir og fleira gefa til- efni til.“ Bonsai-ræktun er þolin- mæðisverk og krefst mikillar natni og umhyggjusemi fyrir plöntunum. „Það er hægt að gera bonsai úr hverju sem er,“ segir Bjöm. Það þarf að umpotta reglulega, margar plöntur á hverju ári, skipta um mold og klippa af rótinni og ársvöxtinn. Það litla rými, sem plantan hefur í pottinum takmarkar vöxtinn og jafn- vægi er milli stærðar plönt- unnar og umfangs rótarinn- ar. Flest trén era nokkrir tugir sentímetra á hæð. Hafnfirski bonsai-garður- inn er opinn daglega fram í október en plöntumar verða hafðar inni í vetur. „Plönt- umar þola í sjálfu sér að vera úti allan veturinn en það era pottarnir sem geta frost- sprangið,“ segir Bjöm. „Þess vegna verður að taka þetta inn um vetrartímann." Elsta tréð í garðinum er birkiplanta frá árinu 1953 og mörg tré eru frá sjöunda og áttunda áratugnum. Bonsai- plöntur era sérstaklega við- kvæmar fyrir vökvun og þarf daglega að líta eftir vökvun og slíku. Páll Krist- jánsson hefur haldið nám- skeið um þessa ræktun í Námsflokkum Hafnarfjarð- ar og einnig fyrir bæjar- starfsmenn og ráðleggur, að sögn Bjöms, fólki, sem vill byrja á bonsai-ræktun heima hjá sér að geyma plöntumar í fyrstu við eld- húsvask til þess að fyrir- hafnarlítið megi tryggja þeim nægan raka. Hins veg- ar er ekki vænlegt til árang- urs að stilla bonsai-trjám upp á hefðbundna staði fyrir pottablóm eins og hillur fyr- ir ofan ofna, í suðurglugga eða ofan á sjónvarpstæki. Þá er hætt við ofþornun. Há girðing umlykur bonsai-garð Hafnfirðinga og þrjár eftirlitsmyndavélar halda vakandi auga yfir plöntunum utan opnunar- tíma. Bjöm segir að við og við sé skipt um plöntur og meiningin sé að endurskipu- leggja garðinn reglulega þannig að eitthvað nýtt blasi við augum þeirra sem leggja leið sína þangað aftur og aft- ur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjöm Hilmarsson garðyrkjustjóri með bonsai-ösp frá ár- inu 1976. Björn stendur með pottaplöntuna við 6 metra háa ösp, sem gróðursett var um líkt leyti. Elsta plantan í garðinum er þessi birkiplanta frá árinu 1953. Fimmtán ára gamall álmur. Léð Háteigsskóla breytt Morgunblaðið/Arnaldur Starfsmenn Garðaprýði vinna nd að gagngerum endurbótum á umhverfi Hátcigsskóla. Holt og Hlíðar UNNIÐ er nú að gagngeram breytingum á skólalóð Há- teigsskóla. Að sögn Ásgeirs Beinteinssonar skólastjóra er um að ræða spennandi út- færslu á lóðinni eftir margra ára baráttu fyrir umbótum á umhverfi skólans. „Lóðin hér hefur bara verið drallusvað í 30 ár,“ segir Ás- geir og fagnai' þessum breyt- ingum. Hann segir að borgin hafi farið myndarlega af stað í þessum umbótum á lóðinni en hún verður fullfrágengin með beðum og tilheyrandi á næsta ári. Upphaflega stóð til að verk- takinn, Garðaprýði, skilaði verkinu á föstudag. Það hefur þó dregist vegna þess að skipta þurfti talsvert meira um jarðveg á lóðinni en gert hafði verið ráð fyrir. Ásgeir er þó ánægður með verktakana og segir þá hafa séð um fram- kvæmdir með glæsibrag. Eftir þessar breytingar verður önnur aðkoma að skól- anum frá Háteigsvegi. Þar verða bflastæði sem áður voru austan við skólann. Leiksvæði fyrir yngstu börnin kemur þar í staðinn. Annar áfangi lóðaúthlutana * við Asland Hafnarfjördur HAFNARFJARÐARBÆR mun á næstunni úthluta lóðum fyrir 427 íbúðir í öðr- um áfanga í Áslandi, í næsta nágrenni við fólk- vanginn við Ástjöm. I áfanganum era 83 lóðir fyr- ir einbýlishús, 24 fyrir par- hús, 68 fyrir raðhús auk 252 íbúða í fjölbýli. Hæstu byggingar verða þrjár hæð- ir. Lóðunum verður úthlut- að í tveimur til þremur áföngum. Mikil eftirspum var eftir lóðum í fyrsta áfanga síðastliðið vor og vora tveir umsækjendur um hverja lóð. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fimmtudaginn deiliskipulagstillögu fyrir svæðið og fer hún nú í formlega kynningu meðal íbúa bæjarins. Deiliskipu- lagið tekur til svæðis í hlíð- um Ásfjalls austan og ofan við Ástjöm og afmarkast af Reykjanesbraut að norðan, hlíðum Ásfjalls og fólk- vangsmörkum að austan, vestan og sunnan. í Áslandi er gert ráð fyr- ir 3^1000 íbúa skólahverfi. í miðju hverfisins verður nýr gmnnskóli og leikskóli ásamt smáþjónustu og verslun. Gert er ráð fyrir stærra verslunar- og þjón- ustusvæði við Ásbraut milli Reykjanesbrautar og Valla, gegnt nýju svæði íþróttafé- lagsins Hauka. Hunda- og kattahald bannað Áslandið er sérstök byggð að því leyti að hunda- og kattahald íbúa á Landslag Uppdráttur af deiliskipulagi nýja byggingarlandsins í Áslandi. svæðinu er ekki leyfilegt. Það er vegna nálægðar við friðland Astjarnar og ein- stakt fuglalíf þar. í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er deiliskipulaginu lýst þannig að þar sé miðað að því að skapa ramma um heil- steypta blandaða byggð. „Er yfirbragð byggðarinn- ar þétt, lágreist og mann- eskjulegt. Hæstu bygging- ar verða þrjár hæðir. Er kappkostað að byggðin falli að formi og ásýnd Ásfjalls og að milda yfirbragð hennar gagnvart aðliggj- andi fólkvangi. Áhersla er lögð á góð tengsl við grænt umhverfi fólkvangsins sunnan og vestan við skipu- lagssvæðið og að mynda skjól fyrir ríkjandi vindátt- um með legu bygginga ásamt og gróðursetningu skjólbelta. Fólkvangurinn gefur íbúum á þessu svæði einstaka möguleika til úti- vistar. Innan fólkvangs- markanna er friðlýst svæði umhverfis Ástjörn, þar sem er um að ræða einstakt vistkerfi í nágrenni byggð- ar og eini árvissi varpstað- ur flórgoðans á Suðvestur- landi. Einstakt útsýni er af svæðinu. Þar sést yfir fólk- vanginn til suðvesturs, til vesturs að Keili og fjalla- hring Reykjanesskagans, til norðvesturs yfir Faxa- flóa til Snæfellsjökuls og til norðurs yfir Hafnarfjarðar- bæ og til nágranna- byggða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.