Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 20

Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Heklu hf. 114 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins Áætluð heildar- velta á árinu 10 milljarðar Ih| hekla hf. r Úr milliuppgjöri jan.-júní 1999 El Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 5.115,9 4.908,3 3.774,1 , 3.543,4 +36% +39% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða Fjármagnskostnaður 207,6 (34,9) 230,7 (2,1) -10% +1562% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur Reiknaðir skattar 172,7 0,5 58,9 228,6 5,4 74,4 -24% -21% Hagnaður tímabilsins 114,3 159,6 -28% Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting I Elgnir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 2.285,4 1.434,3 +69% Fastafjármunir 847,3 863,4 -2% Eignir samtals 3.132,7 2.297,7 +36% | Skuldir og eigið fó: | Skammtímaskuldir 1.765,4 1.088,9 +62% Langtímaskuldir 252,7 341,6 -26% Eigiðfé 1.114,6 867,2 +29% Skuldir og eigið fé samtals 3.132,7 2.297,7 +36% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 i 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 36% 38% Veltufjárhlutfall 1,29 1,32 Veltufé frá rekstri Milijónir króna 153,6 182,9 -16% HAGNAÐUR Heklu hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 207,6 milljónum króna án fjármagnsliða, en að frá- dregnum fjármagnskostnaði var hagnaður af reglulegri starfsemi 172,7 milljónir króna. Að teknu tilliti til annarra tekna og reiknaðra skatta nam hagnaðurinn 114,3 milljónum króna. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., segist vera sáttur með afkomuna fyrstu sex mánuði þessa árs þó hagnaður hafi minnkað sem hlutfall af veltu frá því sem var í fyrra. „Það stafar af harðnandi sam- keppni, en árið í fyrra var reyndar það besta í sögu félagsins. Við bjugg- umst aldrei við því að geta náð slík- um árangri aftur og tölurnar sem nú liggja fyrir standast þær áætlanir sem við höfðum gert fyrir árið, en við áætlum að heildarvelta Heklu í ár verði 10 milljarðar króna,“ sagði Sigfús. Hann sagði að fólksbílamarkaður- inn fyrstu sex mánuði ársins hefði aukist um 25% frá því í fyrra, en á sama tíma hefði hlutdeild Heklu hf. aukist um 32%. ,Á sama tíma í fyrra höfðum við 17,3% markaðshlutdeild, en erum núna með 20,7% hlutdeild og erum við mjög sáttir við þá niðurstöðu.11 Sigfús sagði að bílamarkaðurinn hefði verið mjög lélegur hér á landi í mörg ár og meðalaldur bíla verið orðinn mjög hár. Því hefði endurnýj- unarþörfin verið orðin mikil, en bíla- floti landsmanna mætti ekki verða meira en tíu ára gamall vegna þess hve dýr hann yrði þá í rekstri og mengaði mikið. „í okkar áætlun fyrir næsta ár gerum við ráð fyrir minni bílasölu en í ár því salan getur ekki haldið enda- laust áfram eins og hún hefur verið undanfarin misseri. Við erum hins vegar mjög sáttir við það að í þess- um stækkaða markaði skulum við auka hlutdeild okkar,“ sagði Sigfús. Hvað varðar véladeild Heklu hf. sagði Sigíús að auknar framkvæmdir í sambandi við virkjanir og vegagerð hefðu þýtt mjög góða sölu á Ca- terpillar-tækjum og Scania-vörubíl- um. „Þá seldum við á þessu ári stóra Caterpillar-aðalvél í togskipið Börk sem væntanlegt er til landsins nú um mánaðamótim, en þar er Hekla kom- in inn á nýjan markað því við höfum ekki áður getað útvegað aðalvélar í svona stór togskip. Við væntum mik- ils á þessum markaði því þar er mikil endurnýjunarþörf. Síðan var það mjög ánægjulegt að við skyldum ná samningi við Landsvirkjun vegna Vatnsfellsvirkjunar með túrbínur og rafbúnað frá General Electric. Einnig náðum við samningi við Landspítalann um kaup á sneið- myndatæki frá General Electric, þannig að alls staðar í fyrirtækinu hjá okkur er góður gangur. Þá má ekki gleyma því að nýja hafrann- sóknaskipið er væntanlega að koma til landsins í október, en það er með Caterpillar-aðalvélar," sagði Sigfús. íslenska sjón- varpsfélagið hf. kaupir Nýja bíó ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf. hef- ur keypt kvilmiyndafyrirtækið Nýja bíó að fullu. Á bak við íslenska sjón- varpsfélagið standa Árni Þór Vigfús- son, Kristján Ragnar Kristjánsson og Hólmgeir Baldursson, auk ónefndra aðila. Félagið festi nýlega kaup á sjónvarpsstöðinni Skjá 1. Að sögn Árna Þórs er ætlunin að „enduropna" sjónvarpsstöðina í byrjun október undir nafhinu Sl. „Kaupin á kvik- myndafyrirtækinu eru liður í því markmiði þar sem aðaláhersla verður lögð á innlenda dagskrárgerð," segir Ámi Þór. Kvikmyndafyrirtækið Nýja bíó er tíu ára á þessu ári. Með kaupunum eignast Guðmundur Kristjánsson og Guðbergur Davíðsson, fyrrverandi eigendur Nýja bíós, 10% í íslenska sjónvarpsfélaginu. „Aðalástæða fyrir kaupunum er mikil rekstrarhag- kvæmni þar sem við ætlum aðallega að leggja áherslu á innlenda dag- skrárgerð hjá Sl. Það er því mjög hagkvæmt að eiga stúdíó og aÚan búnað til kvikmyndagerðar. Það er einnig mikill mannauður hjá fyrirtæk- inu, starfsfólkið er mjög reynt í út- sendingum og kvikmyndatöku," segir Arni Þór. Að hans sögn verður Nýja bíó áfram rekið sem sjálfstætt fyrir- tæki með sama framkvæmdastjóra. Ámi Þór segir viðræður við nokkra sterka fjárfesta um að koma að Is- lenska sjónvarpsfélaginu standa yfir og niðurstöðu að vænta um miðjan september. SIÓVÁ - ALMENNAR F NIÐURSTÖÐUR ÚR MILLIUPPGJÖRI 1999 Rekstrarreikningur Vátryggingarekstur: króna: 1999 Jan,- júní 1998 Breyting Eigin iðgjöld 1.931 1.667 +15,8% Fjárf.tekjur af vátrygg.rekstri Eigin tjón 587 -2.001 392 -1.669 +49,7% +19,9% Hreinn rekstrarkostnaður -367 -334 +9,9% Hagnaður af vátryggingarekstri 150 56 +167,9% Fjármálarekstur: Fjárfestingartekjur 802 736 +9,0% Fjárfestingargjöld Yfirfært á vátryggingarekstur -139 -587 -91 -392 +52,7% +49,7% Hagnaður af fjármálarekstri 76 253 -70,0% Önnur gjöld af reglul. starfsemi Skattar -22 -27 -11 -79 100,0% -65,8% Hagnaður tímabilsins 177 219 -19,2% Eignir:'' w króna: 30. júní 1999 31. des. 1998 Breyting Eignir samtals: 17.428 15.531 +12,2% Skuldir og eigið fé: Eigið fé 2.569 2.374 +8,2% Skuidir samtals Skuldir og eigið fé samtals 14.859 17.428 13.157 15.53L +12,9% +12,2% Árshlutauppgjör Sjóvár-Almennra trygginga hf. Bifreiðatjón valda versnandi afkomu HAGNAÐUR af starfsemi Sjóvár- Almennra trygginga hf. nam 177 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins en var 219 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Vá- tryggingarekstur félagsins skilaði 150 milljónum króna nú en skilaði 56 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af fjármálarekstri félagsins nam 76 milljónum króna nú en var 253 milljónir króna í fyrra. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að lækkun hagnaðar félagsins megi fyrst og fremst rekja til aukningar tjóna. „Afkoma vátryggingarrekstrarins fór versnandi á fyrri hluta ársins og þar eru bifreiðatjónin að valda okk- ur mestum erfiðleikum. Aukning þeirra er langt umfram það sem eðlilegt getur talist og endurspeglar það sem við höfum verið að segja, að afkoma í bifreiðatryggingum hafi verið afskaplega slök. Það er ekki fyrr en á seinni hluta þessa árs sem væntanlega sést að við höfum náð að snúa þessari þróun við. Þetta er því í fullu samræmi við málflutning okkar um að iðgjöld bifreiðatrygginga hafi verið orðin alltof lág. Það er tvennt sem veldur aukn- ingunni. I fyrsta lagi hefur tjónum fjölgað hjá okkur umfram fjölgun trygginga og í annan stað, sem veg- ur mun meira, fara tjónabætur hækkandi vegna breytinga á skaða- bótalögum, launaþróunar í landinu og fleiri atriða. Fjármálareksturinn hefur hins vegar gengið vel, það sem af er ár- inu og hann er í raun og veru uppi- staðan í heildarniðurstöðu þessa tímabils. Samkvæmt reglugerð er tekjum úr fjármálarekstri skipt ann- ars vegar á vátryggingarreksturinn og hins vegar á fjármálarekstur fé- lagsins. Því færast 587 milljónir sem tekjuliður í vátryggingarrekstur fé- lagsins og þannig má segja að fjár- málareksturinn beri uppi afkomu fé- lagsins. I grófum dráttum má segja að við séum nokkuð sáttir við þessa niður- stöðu í ljósi þess að vátryggingar- reksturinn er erfiðari nú heldur en verið hefur. Við teljum að þetta sé viðunandi miðað við ástandið á markaðnum,“ segir Einar Sveins- son. Vestfjarðaleið Ferðaskrifstofa Skógarhlíð 10 og veislu í mat og Fiogið er með Air Atlanta og <xt(va'iarl ægð/ Æ <t John s * jjý verslunarborg’ Þar er verðlagið gott °9 afqreiðslutíma verslana með góðum tWt-Líff %2£S*m- V gist a fYrsta íl0 ^opafslættR Brottför frá Keflavík: 8.nóv.kl.6.40og heim 10. nov.kl. 23.50 Brottför frá Keflavík: 29.nóv. kl. 6.40 og heim1.des.kl. 23.50 28.900,' Bóhan irhey S Urnmto'óHoMavnn. lljhðað er við að ferðin se greidd fyrir 15. septn.k. Sími 562-9950

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.