Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 23

Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 23 Reuters Hugo Chavez, forseti Venesúela, ræðir við fréttamenn. Stjórnmáladeilur í Venesúela Forsetinn veitist að New York Times Caracas. Reuters. HUGO Chavez, forseti Venesúela, vísaði á sunnudag skoðunum leið- arahöfundar bandaríska dagblaðs- ins New York Times algerlega á bug og kallaði leiðarann „stórkost- legar lygar“ en þar er hann sakaður um að hafa sniðgengið lýðræðis- venjur. Sagði Chavez að blaðið væri að reyna að blanda sér í innanríkis- mál í Venesúela. I vikulegum útvarpsþætti sínum er kallast „Halló forseti" og sendur var út á sunnudag, lýsti forsetinn leiðaranum sem „dæmi um lágkúru og skort á skilningi á því hvað hefur gerst hér“. Chavez, sem komst til metorða árið 1992 er hann stjórnaði mis- heppnuðu valdaráni, var kjörinn forseti Venesúela í desember sl. og hlaut fleiri atkvæði en nokkur annar forseti ríkisins síðan lýðræði komst á í landinu. I upphafi forsetatíðar sinnar hét hann borgurum landsins, sem eru orðnir langþreyttir á spillt- um stjómmálaflokkum og út- breiddri fátækt, miklum breyting- um. I leiðara New York Times á laug- ardag voru starfsaðferðir forsetans gagnrýndar harðlega og Venesúela- búar hvattir til að fylgjast vel með því sem hann tekur sér fyrir hend- ur. „Hann hefur, til þessa dags, sýnt málamiðlunum, sem eru lýðræðinu nauðsynlegar, litla virðingu," sagði í leiðara blaðsins. Þá er Chavez sak- aður um að „draga til sín völd“ og „misnota sérstakt stjómarskrár- þing landsins," sem kjörið var til í júlí og er ætlað að bæta stjórnar- skrá landsins er rituð var árið 1961. New York Times gagnrýndi þing- ið, en 90% þeirra þingmanna er þar sitja em stuðningsmenn forsetans, fyrir að styðja tillögur Chavezar um að yfirtaka sumar starfsskyldur rík- isstjórnarinnar, þvert á dóm hæsta- réttar landsins sem kvað á um að hlutverk þingsins ætti eingöngu að vera að endurskrifa stjómarskrána. I gær lýsti Cecilia Sosa, forseti hæstaréttar Venesúela, því yfir að hún segði starfi sínu lausu til að mótmæla dómi hæstaréttar þar sem því var hafnað að stjónarskrárþing- ið hefði dregið til sín of mikil völd með því að geta rekið dómara og breytt dómum. Sagði hún dóminn vera kúvendingu frá fyrri dómum og í raun hafi hæstiréttur landsins framið „sjálfsmorð". Líkt við öfgafullan lýðskrumara í leiðara New York Times var Chavez húðskammaður fyrir að skipa hershöfðingja og fyrrverandi félaga sína frá því í valdaránstil- rauninni í há embætti í ríkisstjóm- inni og sakaður um að draga til sín allt of mikil völd. „Það er erfitt að sjá hvernig jakobínskar ákvarðanir Chavez og þingsins geti hjálpað Venesúela," sagði í leiðaranum sem líkti Chavez við öfgafulla lýð- skrumara í frönsku byltingunni. Þrátt fyrir einn versta efnahags- samdrátt í þessu fjórða stærsta hagkerfi Suður-Ameríku sl. tíu ár hefur Chavez notið mikillar hylli. Sýna viðhorfskannanir að hann njóti stuðnings um 70% landsmanna sem em 23 milljónir. DAELIH SÍMEVIVnJIVAR | REYKJAVÍK BB. AELJST : Borgarholtsskóli : Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins • Verzlunarskóli (slands • Viðskiptaháskólinn í Reykjavík REYKJAJMES Grindavík Reykjanesbær Sandgerði Svartsengi Vogar I — FRAMX/MIMOA. HAEUft Pl/V/V STARFSMENNTARÁÐ FÉLAGSMALARADUNtYTISINS Nokkrir umbótasinnar í Rússlandi taka höndum saman Kynslóðaskipta þörf í stjórnmálum Moskvu. Reuters. . NOKKRIR af þekktari umbótasinnum af yngri kynslóðinni í Rússlandi urðu í gær sammála um að taka höndum saman fyrir þingkosningamar í desember. Hinn nýi sameinaði flokkur hefur ekki enn hlotið nafn en verður formlega stofnaður á fundi, sem haldinn verður um næstu helgi. McCain höfðar til miðjunnar Washington. The Daily Telegraph. JOHN McCain, öldungadeild- arþingmaður sem vonast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokks- ins, hefur hafnað andstöðu flokksins við fóstureyðingar. McCain lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja ógild- ingu niðurstöðu Hæstaréttar frá 1973 um að konur eigi „rétt á að velja“ um fóstureyð- ingu eða ekki. Segja frétta- skýrendur að með yfirlýsing- unni sé McCain að reyna að höfða til miðjusinnaðra kjós- enda flokksins, sérstaklega í Kaliforníu, þaðan sem 54 af þeim 538 fulltrúum, sem kjósa forsetann, era. Getur stuðn- ingur í Kaliforníu því skipt sköpum er kemur að forseta- kjörinu. Sergej KMjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra Rússlands, tilkynnti að Borís Nemtsov og flokkur hans, Unga Rússland, hefði samþykkt að ganga til liðs við kosningabandalag þeima Kiríjenkós og umbótasinnans Anatólís Tsjúbajs, sem er fyrrver- andi aðstoðarforsætisráðherra. „Við upphaf nýs árþúsunds þurf- um við hægt og sígandi að losa okk- ur við hina öldraðu og afar, afar sjúku valdhafa, ekki aðeins í Kreml heldur einnig annars staðar," sagði Nemtsov, sem er 39 ára, við frétta- menn. Þykir líklegt að Nemtsov hafi þama ekki aðeins verið að vísa til Borís Jeltsíns Rússlandsforseta heldur einnig þess að Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráð- herra, er sjötugur að aldri en eins og kunnugt er virðist kosninga- bandalag Prímakovs og Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra í Moskvu, vera sigurstranglegt í þingkosning- um sem fram eiga að fara í desem- ber. Hefðu viljað breiðara kosningabandalag Frá hrani Sovétríkjanna árið 1991 hafa hinir ungu umbótasinnar í Rússlandi, sem vilja auka frelsi í efnahagsmálum, margsinnis klofnað innbyrðis og þannig valdið því að al- menningur hefur ekki séð þá sem raunhæfan valkost við Kommún- istaflokkinn, sem er stærstur þing- flokka í dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins. Og þótt samstarf þeirra Kíríj- enkós, Nemtsovs og Tsjúbajs teljist áfangi á leið til að sameina sundraða miðhægi’imenn er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Tilraunir til að efna tO samstarfs fjögurra fyrrver- andi forsætisráðherra, sem allir hafa mátt þola brottrekstur úr emb- ætti af höndum Borís Jeltsíns for- seta á undanförnum átján mánuð- um, fóra t.a.m. út um þúfur og ljóst að þeir munu fara fram í kosningun- um hver fyrir sinn flokkinn. Fréttaskýrendur telja að það hefði mjög styrkt stöðu umbóta- sinna ef annaðhvort Sergej Stepas- hín eða Viktor Tsjemómyrdín, sem báðir era fyrrverandi forsætisráð- herrar, hefðu samþykkt að ganga til liðs við þá. Hinn frjálslyndi um- bótasinni Grígorí Javlinský, leiðtogi Jabloko-flokksins, neitaði einnig öllu samstarfi við skoðanabræður sínar. „Eins og þið hafið orðið vör við hefur reynst erfitt að mynda heildstætt kosningabandalag hægri manna,“ viðurkenndi Kíríjenkó við fréttamenn í gær. „Já, ég get svar- að því vafningalaust að við hefðum viljað að þetta bandalag væri breið- ara.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.