Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil ásókn í smáskífu Quarashi Á ÞRIÐJA þúsund manns hefur sótt sér smáskífu Quarashi, Stick ‘em Up, sem gefin var út á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is, sl. föstudag. Að sögn aðstandenda út- gáfunnar er þetta mun meiri ár- angur en búist var við, enda selj- ast ekki af vinsælli smáskífu nema 300-500 eintök hér á landi. Stefán Ingólfsson, samstarfs- maður Quarashi, segir að undir- tektirnar við útgáfu Stick ‘em Up á mbl.is hafi farið fram úr björt- ustu vonum. „Þetta er mun betri árangur en við þorðum að vona, sérstaklega í Ijósi þess að smáskíf- ur seljast yfirleitt ekki nema í 300-500 eintökum hér á landi. Þessar undirtektir sýna að útgáfa þessarar gerðar á fyllilega rétt á sér og verður allsráðandi í náinni framtíð.“ Stefán segist telja að sala á breiðskifum í þessu formi sé ekki langt undan, þótt menn eigi eftir að greiða úr ýmsum atriðum varð- andi höfundargreiðslur og rétt- indamál. „Útgáfa þessarar gerðar jafnar samkeppnisstöðu íslenskra hljómsveita og erlendra, enda er grunnkostnaður útgáfu sá sami hvort sem seljast af plötu 500 ein- tök eða 500.000. Með þessu móti má lækka dreifingar- og útgáfu- kostnað verulega og vonandi verð- ur þessi tækni til að auka til muna útgáfu á islenskri tónlist. Þetta gefur tónlistarmönnum að auki nýjan hlutlausan vettvang til að koma tónlist sinni á framfæri til hliðar við útvarpsstöðvar.“ Lag Quarashi er fyrsta smáskif- an af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar, en á vef mbl.is má sækja smáskífuna til að hlusta á hana, en einnig eru leiðbeining- ar um hvernig búa megi til úr henni geisladisk. Á síðu helgaðri útgáfunni er og hægt að sækja umslag af smáskífunni sem hægt er að prenta út, til að mynda á lit- prentara, en útgáfu hefur ekki áð- ur verið þannig háttað hér á landi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Embætti rikislögreg-lustjora rannsakar fíkniefnamálið Reynt að koma í veg fyrir að eignum sé komið undan Morgunblaðið/Júlíus Ríkislögreglusljóri og lögreglan í Reykjavfk leggjast nú á eitt um að upplýsa stóra fíkniefnamálið. Frá vinstri: Arnar Jensson aðstoðaryfír- lögregluþjónn, Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, og Omar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hef-' ur sett allan sinn mann- afla í það verkefni að aðstoða fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykja- vík við rannsókn stóra fíkniefnamálsins á þátt- um sem varða meint efnahagsbrot og eigna- færslur þeirra sem talið er að tengist málinu. Lagt hefur verið hald á ýmis verðmæti fyrir 50 milljónir króna. RÚM vika er frá því lögreglan í Reykjavík kynnti stöðu mála íyrir efnahagsbrotadeildinni og fór fram á aðstoð við rannsóknina og er nú unnið af fullum þunga að því að ná til verðmæta í eigu þeirra sem tengjast fíkniefnamálinu. Þegar hef- ur tekist að leggja hald á verðmæti fyrir 51 miHjón króna. Hlutverk efnahagsbrotadeildarinnar í málinu er að rannsaka fjármál í tengslum við innflutning og dreifingu fikni- efna á vegum þeirra sem tengjast málinu, eins og fram kom á blaða- mannafundi með Jóni H. Snorra- syni, yfirmanni efnahagsbrotadeild- arinnar, og Arnari Jenssyni og Ómari Smára Armannssyni aðstoð- aryfirlögregluþjónum. Að sögn Jóns H. Snorrasonar er mikilvægt að rekja fjárstreymi og fjármálaleg samskipti á milli aðila til þess að ná til allra þeirra sem tengj- ast málinu, t.d. þeirra sem kunna að vera í íjarlægð frá fíkniefnaneytend- unum. Markmiðið að undirbúa upptöku verðmæta sem lagt hefur verið hald á Markmiðið með aðgerðunum er að undirbúa upptöku verðmætanna við meðferð málsins fyrir dómi þar sem talið er að þau séu afrakstur fíkniefnabrota. Um er að ræða 51 milljón króna í formi fasteigna, bif- reiða og annarra lausafjármuna, ís- lenskra peninga og erlends gjald- eyris, sem lagt hefur verið hald á. M.ö.o. hafa nokkrar íbúðir verið kyrrsettar, lagt hefur verið hald á yfir 10 dýrar bifreiðir og greiðslur vegna fasteigna hafa verið frystar. Niu manns hjá efnahagsbrotadeild- inni vinna nú af fullum krafti við að upplýsa eignafærslurnar sem um ræðir og er lögð þung áhersla á að hraða verkinu, en að sögn Amars Jenssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá ríkislögreglustjóra, er vit- að til þess að menn hafi gert ráðstaf- anir til að koma undan eignum sem tengjast málinu. Jón H. Snorrason sagði að ef skipuleg afbrotastarfsemi eins og sú sem er hér til rannsóknar fær að þróast kemst á hana skipulag sem er með þeim hætti að fáir taka á sig ábyrgðina en starfsemin sjálf heldur engu að síður áfram og skapar þeim sem að henni standa hagnað og jafn- vel þeim sem þurfa að sitja tíma- bundið í fangelsi vegna hennar. „Það er því mjög mikilvægt að taka fjár- málin til rannsóknar, upplýsa um alla þá sem tengjast málinu til þess að gera hagnaðinn upptækan og reyna að uppræta brotastarfsem- ina,“ sagði Jón. Tilkynningar fjármálastofnana höfðu verulega þýðingu fyrir rannsóknina Tilkynningar fjármálastofnana um grunsamlegar peningafærslur höfðu verulega þýðingu við upphaf rann- sóknar málsins. Jón sagði að nýleg löggjöf um vamir gegn peninga- þvætti hefðu skipt talsverðu máli við rannsóknina. Heimild og skyldur fjármálastofnana til að tilkynna lög- reglu um grunsamlegar færslur hefðu haft þau áhrif að þær gátu lát- ið lögreglu í té upplýsingar með mun greiðari hætti en áður, þegar þagn- arskylda fjármálastofnana var við lýði. Það væri lykill að rannsókn mála sem þessa, að allar upplýsingar sem leitað er eftir gætu komið fljótt inn í málið. „Ef ekki væri þessi lög- gjöf þyrfti að koma til úrskurður um að upphefja þessa þagnarskyldu í hveiju einasta tilviki, sem væri mjög tafsamt," sagði Jón. Lögreglan telur að í þessu máli muni reyna verulega á endurskoð- aða og rýmkaða löggjöf, sem kom í kjölfar alþjóðasamnings sem ísland á aðild að og fjallar m.a. um baráttu yfirvalda við fíkniefnabrot og alvar- leg hegningarlagabrot. Felst rýmkunin m.a. í því að heimildir til upptöku verðmæta eru rýmkaðar, þ.e. að beita upptöku til jafnvirðis því sem menn eru taldir hafa aflað með ólögmætum hætti. Meira magn fíkniefna hefur ekki fundist í tengslum við þetta mál og enn eru tveir íslendingar eftirlýstir í Evrópu. Þá sitja fimm menn í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Kennt undir berum himni HELGA Olgeirsdóttir myndlist- arkennari brá sér út í góða veðr- ið með bekkinn sinn í vikunni. Nemendur settust við styttuna Alda aldanna eftir Einar Jónsson en hún hefur án efa blásið þeim listrænum anda í brjóst. ------------ * Islendingur til hjálpar- starfa á Taívan SÓLVEIG Ólafsdóttir, sem verið hefur sendifulltrúi Rauða kross ís- lands í Kína undanfarna mánuði, fór til Taívan í gær tO þess að taka þátt í hjálparstarfi vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið á mánudag. Sólveig er í Taívan sem sendifull- trúi Alþjóðasambands Rauðakross- félaga og mun, að sögn Þóris Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Rauða kross íslands, vinna með japönskum björgunarsveitum Rauða krossins og taívanska Rauða krossinum. Hennar starf felst í því að samræma og skipuleggja utanað- komandi aðstoð sem berst til Taí- vans og er hún í samstarfi við taí- vönsk stjómvöld, Sameinuðu þjóð- imar og Rauða krossinn. Að sögn Þóris er ekki ljóst hversu lengi hún mun dvelja í Taívan. Sólveig hefur undanfama mánuði starfað í Kína við aðstoð á flóða- svæðum á vegum Rauða krossins. ---------------- Rán í verslun í Kópavogi Þriðji maðurinn handtekinn LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í fyrradag þriðja manninn sem leitað var vegna rannsóknar á ráni í versluninni Strax í Hófgerði í Kópavogi 18. september sl. Lögregla hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir honum en dómari tók sér frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í haldi lögreglu síðan hann var handtekinn. Annar maður situr í gæsluvarðhaldi til 5. október vegna málsins, en þriðja manninum hefur verið sleppt úr haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.