Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 21

Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 21 Gauksmýrartj örn endurheimt NÚ er kominn í ljós árangur af að- gerðum til að endurheimta Gauks- mýrartjörn á jörðinni Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu. Tjörnin var fyrrum um 10 ha að stærð og mýr- lendi með bökkum hennar. Þetta land breyttist mjög við framræslu og hvarf vatn að mestu úr tjörninni og mýrlendi þornaði. A Gauksmýri er ekki lengur stundaður hefðbundinn búskapur. Eigendur jarðarinnai', hjónin Jóhann Albertsson og Sigríð- ur Lárusdóttir, eru að byggja þar upp hesta- og ferðaþjónustubýli. Hafa þau m.a. í hyggju að koma upp aðstöðu til fugla- og náttúruskoðun- ar og er endurheimt tjarnarinnar lið- ur í því. Aðgerðir við tjörnina hófust í júlí er Flosi Eiríksson, verktaki á Laugabakka, byggði yfirfallsstíflu úr grjóti og jarðvegi í útfallsskurð úr tjörninni. Yfirfallsstífla var talin henta betur en útfallsrör er þar sem Gauksmýrarlækur rennur um tjörn- ina og mikið vatn getur flætt um hana í leysingum og stórrigningum. I gamla tjarnarbotninn voru einnig hlaðnar upp nokkrar tappir sem von- ast er til að fuglar verpi á. Tjörnin var um fjórar vikur að fyllast og rennur Gauksmýrarlækurinn nú á yfirfallinu út úr henni. Vatnsborð tjarnarinnar hefui- ekki fyllilega náð fyrri stöðu og þarf að hækka stífluna til að svo verði. Arangur af þessu er þó mjög góður og stendur nú Gauks- mýrartjörn aftur undir nafni og hef- ur vatnsstaða hækkað í mýrlendi við hana. Fuglar kunna að meta þessa breytingu á tjörninni og hefur mikið verið um endm-, gæsir og álftir á henni nú í haust. Næsta sumar kem- ur í ljós hvort fuglavarp eykst á svæðinu. Margir vegfarendur á leið um Norðurlandsveg hafa tekið eftir þessari breytingu á tjörninni en hún blasir við frá þjóðveginum. Morgunblaðið/Borgþór Magnússon Gauksmýrartjörn í byijun júní 1999 áður en endurheimt var hafin. Mynd tekin við tjörnina um miðjan ágúst þegar vatn var komið í hana að nýju eftir aðgerðirnar. Það er nefnd um endurheimt vot- artjörn og er þetta fyrsta svæðið á lendis sem staðið hefur með landeig- Norðurlandi sem endurheimt er á endum að aðgerðum við Gauksmýr- vegum nefndarinnar. Hannar kjóla með „tilfinningua Morgunblaðið/Egill Egilsson Flateyri - Hún heitir Díana Stor- ásen og er sænsk myndlistar- kona. Fyrir ári útskrifaðist hún úr Myndlista- og handíðaskóla Islands eftir þriggja ára nám í skúlptúr. Áður hafði hún lokið tveggja ára námi í sama fagi í Svíþjóð. Að námi loknu fyrir sunnan flutti hún ásamt maka sínum, Högna Sigurþórssyni, og syni þeirra, Mio, til Flateyrar þar sem Högni fékkst við mynd- menntarkennslu í Grunnskóla Flateyrar og Díana hóf að kenna myndlist á Isafírði, bæði fyrir grunnskólanemendur og um leið hélt hún sjálfstæð nám- skeið í myndlist. Þegar tökur hófust á mynd- inni í „í faðmi hafsins" í sumar, eftir þá félaga Lýð Árnason og Jóakim Reynisson, vakti kjóll aðalleikkonunnar, Margrétar Vilhjálmsdóttur, mikla athygli. Kjóllinn sá var skreyttur með skeljum og með útliti hans og hönnun var ákveðin tilvísun í þema myndarinnar. Umræddan kjól hannaði Dí- ana sérstaklega fyrir myndina. En þetta er ekki eini kjóllinn sem hún hefur hannað því að á _ útskriftarsýningu hennar í MHI og seinna meir í Slunkaríki fyrir ári gat að líta fjóra sérstaka kjóla sem allir eiga að túlka ákveðnar tilfinningar notand- ans. Fyrstan ber að telja nam- mikjólinn, sem samanstóð af nokkrum kílóum af Mackintosh- sælgæti sem var fest utan á grind hringinn í kringum mittið. Efri hluti kjólsins var síðan venjuleg blússa án sælgætis. Með nammikjólnum vildi Díana undirstrika hlutverk kjólsins sem tákngervings fyrir fegurð- ina sem seður mann og um leið fullnægir fegurðarþörfinni. Óhætt er að segja að sá kjóll hafi staðið undir væntingum og satt margan manninn, því sæl- gætið var nánast etið upp til agna á útskriftarsýningunni. Hinir þrír kjólarnir, glans- mynda-, flugdreka- og teikni- myndakjóllinn, hafa allir tilvísun í tilfínningalegt ástand notand- ans, æsku, frelsi, og lifandi lista- verk. I kjólana notaði Díana plast, smjörpappír og bómullar- efni. Með þessum kjólum, sem eru hver um sig sjálfstæð lista- verk, vill Díana undirstrika að fötin eigi að túlka hugarástand hveiju sinni. Kjólarnir séu hann- aðir utan um tilfinningar. Einnig vilji hún prófa ný efni í myndlist og hugmyndirnar sem fæðast við notkunina ráði útkomunni. Sig langi til að halda áfram að hanna „tilfinningakjóla“ sem gætu nýst til almennrar notkunar. Aðspurð hvort hún fylgist með tískuþáttum segir hún að áhugi sinn hafi verið lítill í fyrstu en siðan farið stigvaxandi þegar hún fór sjálf að hanna. Um þessar mundir er hún á fullu við að teikna og mála og þróa næsta ferli. vARDJG V AVtDVG KKKDKD íKoao ,< Hí I i l I :>'•* 1 ... • ,t | H m **<&. 11 m Gallerídagar IKEA - endalaust úrval af römmum og plakötum . , .. - fyrir alla muni a frabæru veroi! Opiö: virka dagalO-1 8:30, laugardagaIO-1 7, sunnudagal2-1 7. e p

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.