Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 28

Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT "■r / | • "yr J -W- Ehud Barak í Pnr leiðtogar Hamas handteknir í Amman Amman, Berlín, Damaskus. Reuters. JÓRDANAR handtóku þrjá leið- toga Hamas, herskárrar hreyflng- ar Palestínumanna, þegar þeir komu með flugvél til Amman frá Teheran í gær. Mikill viðbúnaður var á alþjóða- flugvellinum í Amman þegar flugvél leiðtoganna lenti. Embættismenn og öryggisverðir tóku á móti þre- menningunum og handtóku þá um leið og þeir stigu út úr flugvélinni. Bryndrekar voru við eftirlitsstöðvar flugvallarins og gerðar voru ráð- stafanir til að koma í veg fyrir mót- mæli vegna handtökunnar. Leiðtogamir þrír - Khaled Mes- hal, formaður framkvæmdastjóm- ar Hamas, Ibrahim Ghosheh, fjöl- miðlafulltrúi hreyfingarinnar, og framkvæmdastjórnarmaðurinn Musa Abu Marzook - höfðu verið varaðir við því að þeir yrðu hand- teknir ef þeir sneru aftur til Amm- an. Stjórnvöld í Jórdaníu létu loka öllum skrifstofum Hamas í landinu í síðasta mánuði þegar leiðtogarnir vom í Iran og 15 starfsmenn hreyf- ingarinnar vom handteknh’. Ayman al-Majali, aðstoðarfor- sætisráðheiTa Jórdaníu, sagði að Abu Marzook yrði vísað úr landi. Marzook er án ríkisfangs og hefur notað egypskt ferðaskjal sem ætlað er palestínsku flóttafólki frá Gaza. Hinir leiðtogamir tveir em jórdanskir ríkisborgarar og búist er við að þeir verði úrskurðaðir í Raísa kvödd HUNDRUÐ Moskvubúa vottuðu minningu Rafsu Gorbatsjovu, eiginkonu síðasta leiðtoga Sov- étríkjanna, virðingu sína í gær við minningarathöfn í Menning- arstofnuninni sem hún kom á fót í Moskvu. Opin líkkista hcnnar var á palli í byggingunni, um- kringd blómum sem syrgjendur höfðu sent. Langar biðraðir mynduðust fyrir utan bygginguna og á með- al fyrstu gestanna voru Vladúnír Pútín forsætisráð- herra, Jegor Strojev, forseti efri deildar þingsins, og nokkrir af fyrrverandi samstarfsmönnum Míkhafls Gorbatsjovs. Naína Jeltsín, eiginkona Rússlandsfor- seta, var einnig viðstödd athöfn- ina og hún vottar hér Gorb- atsjov samúð súia. Rafsa verður borin til grafar í Novodevítsjí-grafreitnum í Moskvu í dag eftir borgaralega athöfn í' Menningarstofnuninni. lýðveldis“ Sachsenhausen, Berltn. Reuters, Daily Telegraph. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, sem er í opinberri heim- sókn í Þýskalandi, sagði í gær, að gyðingar yrðu aldrei framar jafn vamarlausir fyrir ofsóknum og þeir vora á dögum síðari heims-' styrjaldar. í ísrael hafa margir gagnrýnt Barak harðlega íyrir Þýskalandsheimsóknina og saka hann um tillitsleysi við fómarlömb Helfararinnar. I ræðu, sem Barak hélt að lok- inni ferð um útrýmingarbúðir nas- ista í Sachsenhausen, sagði hann, að gyðingar myndu aldrei framar eiga líf sitt og limu undir því, að aðrir skytu skildi fyrir þá. „Við munum verja sjálfa okkur og alla gyðinga hvar sem þá er að finna. Það verður aldrei aftur Auschwitz, engir gasklefar, engar fjöldagrafir. Aðeins sterkt Israel getur tryggt framtíð okkar.“ Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði við minningarat- höfn í gær, að Þjóðverjar mættu aldrei gleyma glæpum fortíðarinn- ar og eina friðþægingin væri fólgin í því að láta þá ekki endurtaka sig. Barak er fyrsti opinberi gestur Schröders síðan þýska stjórnin flutti aðsetur sitt frá Bonn til Berlínar og heimsóknin er því táknræn fyrir hið nýja „Berlínar- lýðveldi" og þá stefnu Schröders, að Þjóðverjar eigi að semja sátt við fortíð sína og treysta um leið stöðu sína sem stórveldi. Reuters „Litla Sviss" Ymsir ísraelskir fjölmiðlar sök- uðu Barak í íyrradag um tillitsleysi við fómarlömb Helfararinnar og sögðu, að Berlín hefði á sínum tíma verið höfuðstaður nasista. Þá gagn- rýndu þeir hann líka fyrir að ætla að gista á Adlon Hotel, sem þeir sögðu hafa verið sótt af frammá- mönnum í nasistaflokknum og ver- ið notað sem Gestapoaðsetur. Talsmaður Adlon Hotels hefur vísað þessum fullyrðingum á bug sem „hreinum þvættingi". Segir hann, að á stríðsámnum hafi hótel- ið verið kallað „Litla Sviss“ vegna þess, að erlendir sendimenn sóttu það mikið enda hafi það verið minna sótt af nasistum en ýmis önnur hótel í Berlín. Suu Kyi gagn- rýnir Ástrala Canbcrra. Reuters. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýð- ræðissinna í Búrma, gagnrýnir stjóm Ástralíu í myndbandsupp- töku, sem birt var í gær, og segir stefnu Astrala torvelda baráttuna fyrir lýðræði í Búrma. Suu Kyi sendi þingi Ástralíu upptöku af tíu mínútna ávarpi þar sem hún gagnrýnir stjómina fyrir að senda mannréttindafulltrúa sinn, Chris Sidoti, til Búrma í síð- asta mánuði. Hún segir að tíma- setning ferðarinnar hafí verið röng og herforingjastjórnin í Búrma geti túlkað heimsóknina sem stuðning við stefnu sína. Vilja kanna nýjar leiðir Stjóm Ástralíu varði heimsókn- ina og sagði að ekkert hefði miðað í baráttunni íyrir lýðræði í Búrma í svo langan tíma að þörf væri á nýj- um aðgerðum. „Fátt hefur gerst og við eram að reyna að kanna nýjar leiðir sem kunna að bæta ástand- ið,“ sagði stjórnarþingmaðurinn Peter Nugent, sem talaði fyrir hönd Alexanders Downers utanrík- isráðhema. Nugent bætti við að heimsókn mannréttindafulltrúans kynni að greiða fyrir viðræðum við herfor- ingjastjómina en lagði áherslu á að Ástralar myndu ekki ræða við hana nema hún sýndi fram á að hún vildi bæta ástandið í Búrma. „Við emm enn að reyna að beita okkur í þágu lýðræðis og mannréttinda í landinu og ef við teljum okkur geta fundið nýjar leiðir til að gera það þá ber okkur skylda til að kanna þær.“ hreyfinguna hafa birgt sig upp af vopnum og komið upp þjálfunar- búðum í landinu og bætti við að þetta væri brot á samkomulagi um að hreyfingin einskorðaði starf- semi sína við stjómmál meðan hún starfaði í landinu. Hamas hefur vísað þessum ásök- unum á bug og segir að markmiðið með herferðinni gegn hreyfingunni sé að sefa stjómvöld í Israel og Bandaríkjunum. Meshal, einn leiðtoganna þriggja, sagði áður en hann hélt aftur til Amman að Hamas myndi ekki breyta starfsemi sinni og skoraði á Abdullah konung að binda enda á herferðina gegn hreyfingunni. Faðir Abdullah, Hussein, bjargaði lífi Meshal þegar hann fékk ísraela til að útvega mótefni gegn eitri sem ísraelskir leyniþjónustumenn sprautuðu í hann í misheppnuðu banatilræði á götu í Amman árið 1997. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, fagnaði handtökunni og sagði hana til marks um „djarfa stefnu sem takmarkar svigrúm mjög hættulegra samtaka". Hamas-hreyfingin er andvíg frið- arsamningum Israela og Palestínu- manna og hefur orðið tugum Isra- ela að bana í sprengjutilræðum. Hamas fordæmdi handtökumar og skoraði á alla Jórdana og Pa- lestínumenn að beita sér íyrir því að herferðinni yrði hætt. Reutere Liðsmaður Hamas mótmælir handtöku þriggja leiðtoga hreyfingarinn- ar í Nablus á Vesturbakkanum. Abu Marzook var vísað úr Jórdaníu 1995 og hann var hand- tekinn í Bandaríkjunum skömmu síðar. Hu8séin konungur leyfði honum að snúa aftur til Jórdaníu fyrir tveimur áram. Jamil Abu-Baker, talsmaður Bræðralags múslima, stærstu stjómmálahreyfingar Jórdaníu, kvaðst harma handtökuna. Hann var á meðal 100 stuðningsmanna íslömsku hreyfingarinnar sem biðu á flugvellinum til að taka á móti Þremenningamir eiga yfir höfði sér ýmsar ákærur, m.a. vegna að- ildar þeirra að bannaðri hreyfingu. Sagðir stefna þjóðar- örygginu í hættu Abdul-Raouf al-Rawabdeh, for- sætisráðherra Jórdaníu, sagði í vikunni sem leið að stjómin væri staðráðin í að handtaka leiðtoga Hamas um leið og þeir kæmu aftur til landsins. Hann sakaði Hamas um starfsemi sem stefndi þjóðarör- yggi Jórdana í hættu. Hann sagði [

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.