Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýja bókafélagið
haslar sér völl
Draumar á
sex strengjum
ÆVISÖGUR, sagnfræðirit,
kennslubækur í sögu og bækur um
samtímaefni eru meðal útgáfu-
verkefna bókaforlags sem nýlega
var hleypt af stokkunum. Forlagið
heitir Nýja bókafélagið. í samtali
við Morgunblaðið segir Páll Bragi
Kristjónsson, framkvæmdastjóri
NB, frá tilurð félagsins, markmið-
um og útgáfubókum haustsins.
Nýja bókafélagið er til húsa í
rúmgóðum húsakynnum að Þver-
holti 14. Þar er einnig til húsa hið
gamalgróna útgáfufélag Þjóðsaga
og eru félögin rekin undir sama
hatti. Nýja bókafélagið var stofnað
í apríl á þessu ári. Stofnendur fyr-
irtækisins eru Björgólfur Guð-
mundsson og Páll Bragi Kris-
tjónsson, en hinn síðamefndi hefur
annast rekstur Þjóðsögu undan-
farin ár. A þeim tíma hefur félagið
einbeitt sér að útgáfu ættfræðirita
og á næsta ári koma út á vegum
Þjóðsögu tvö viðamikil starfs-
greinatöl - Læknatal og Guðfræð-
ingatal. Utgáfustefna Nýja bóka-
félagsins verður hins vegar á
almennari nótum með sérstaka
áherslu á bækur sagnfræðilegs
efnis, kennslubækur, ævisögm’ og
bækur um samtímaefni.
„Það er okkur styrkur að standa
á þeim þjóðmenningarlega grunni
sem Þjóðsaga er og honum verður
haldið við,“ segir Páll Bragi: „Und-
ir stjórn Hafsteins heitins Guð-
mundssonar var Þjóðsaga enn-
fremur í fararbroddi við hönnun
og útlit bóka. I bókaútgáfu þarf
manni helst að þykja vænt um
bækur og hafa almennt á þeim
áhuga og ánægju af því að hand-
leika þær.“
Kári Stefánsson og leyndar-
dómar viðskiptalifsins
Meðal útgáfubóka NB núna í
haust er saga Kára Stefánssonar
og að nokkru leyti Islenskrar
erfðagreiningar eftir Guðna Th.
Jóhannesson sagnfræðing. Bókin
er samin án samráðs við Kára og
er það einmitt eitt af markmiðum
NB að taka til hreinskilnislegrar
umfjöllunar menn og málefni sem
komist hafa í sviðsljósið. Af sama
meiði er bók Óla Björns Kárason-
ar, ritstjóra DV, um þá byltingu
sem orðið hefur í íslensku við;
skiptalífí á síðustu 10-15 árum. í
báðum bókum mun margt verða
dregið fram í dagsljósið sem ekki
hefur verið lýðum ljóst eða legið
hefur í þagnargildi.
Ljósmynda-
sýning í
Galleríi Geysi
SÝNINGIN UNG.DOK.97 stendur
nú yfír í Galleríi Geysi Hinu húsinu
v/ Ingólfstorg til 3. október. UNG.-
DOK.97 er sýning í tengslum við
stórborgararáðstefnu sem er haldin
í Reykjavík þessa dagana og ber
heitið „Storbyens hjerte og smerte“.
UNG.DOK.97 var ljósmyndasam-
keppni undir stjóm Völundarhúss-
ins í Bergen. Þau gáfu 130 ung-
mennum í Bergen á aldrinum 14-21
árs einnotamyndavélar. 60 mynda-
vélar voru gefnar í skólum en 70
voru gefnar í gegnum dagblaðið
Bergens Tidende. Þau báðu ung-
mennin að skrásetja hversdagsleik-
ann með orðin föt, líkami, felulitir og
kærleiki í huga.
Dómnefnd var skipuð af einum
blaðaljósmyndara, tveimur ljós-
myndanemum og einum menningar-
fulltrúa. Tíu sigurvegara voru valdir
úr hópnum og er sýningin afrakstur
vinningshafanna.
Sýningargestum sem eru 14-25
ára gefst einning kostur á að vera
þátttakendur í sýningunni.
Þá mun væntanlega
ekki síður vekja at-
hygli ný bók Arnórs
Hannibalssonar, pró-
fessors, sem byggð er
á áður óbirtum skjöl-
um frá Moskvu sem
Amór hefur haft að-
gang að til rannsókna.
Bók Arnórs er í
tveimur hlutum og
fjallar annars vegar
um tengsl Kommún-
istaflokks Islands og
Komintems og hins
vegar um samband
Halldórs Laxness við
Sovétríkin.
Ennfremur koma út
á vegum NB viðamikið rit Aðal-
geirs Kristjánssonar um tímabil
Fjölnismanna og bók með bréfa-
skiptum Valtýs Guðmundssonar
og Jóhannesar Jóhannessonar
bæjarfógeta sem Jón Þ. Þór rit-
stýrir. Loks er að nefna lítið kver
sem tveir fréttamenn Ríkis-
útvarpsins, Gísli Marteinn Bald-
ursson og Ólafur Teitur Guðnason,
hafa tekið saman og geymir for-
vitnilega lista um allt milli himins
og jarðar frá öldinni sem er að
líða.
Kennslubækur
í sögu
Útgáfuáætlun íyrir árið 2000
liggur fyrir í stómm dráttum og er
ráðgert að þá muni NB gefa út 15-
20 bækur. „Meðal þeirra verða
fyrstu kennslubækur okkar,“ segir
Páll Bragi: „Það er stefna NB að
hasla sér völl í kennslubókagerð,
einkum í kennslubókum í sögu fyr-
ir framhaldsskóla. Við eram í þann
mund að ganga frá samningi við
menntamálaráðuneytið um styrk
til að láta vinna kennslubækur
samkvæmt hinni nýju námsskrá
þar sem m.a. er gert ráð fyrir því
að mannkynssagan og Islandssag-
an séu tvinnaðar saman.
Er það geysiviðamikið verkefni
til nokkurra ára. Sex manna ráð-
gjafahópur sagnfræðinga mun
hafa tilsjón með verkinu og skipa
hann Anna Agnarsdóttir, Gunnar
F. Guðmundsson, Lýður Björns-
son, Sigríður Th. Erlendsdóttir,
Sveinbjörn Rafnsson og Þór
Whitehead.
Höfundar kennslubókanna
verða hins vegar ungir sagnfræð-
ingar með reynslu af sögukennslu
í framhaldsskólum."
Stofnun NB á sér
nokkurn aðdraganda.
„Já, við Björgólfur
höfðum kannað jarð-
veginn um alllangt
skeið,“ segir Páll
Bragi: „Mörgum hef-
ur fundist vanta fram-
sækið borgaralegt
menningarafl í út-
gáfuflóruna undanfar-
in ár. Við höfum feng-
ið ráð og uppörvun
margra góðra manna,
sem veittu okkur end-
anlega kjarkinn til að
láta til skarar skríða
og stofna félagið. Sem
nokkurs konar samn-
efnara þessa hóps ber helstan að
nefna Jakob F. Asgeirsson rithöf-
und sem er aðalráðgjafi okkar í út-
gáfumálum."
Nafnið Nýja bókafélagið vekur
óneitanlega þá spurningu hvort
hér sé á ferð tilraun til að endur-
vekja Almenna bókafélagið sál-
uga?
„Vissulega stefnum við að því að
Nýja bókafélagið starfi í anda AB
eins og það var og hét á árum áður
og takist að einhverju leyti að fylla
tómarúmið sem skapaðist með
hvarfi þess,“ segir Páll Bragi. „En
við göngum samt alls ekki blint í
spor Almenna bókafélagsins. Við
emm lítið fyrirtæki með lágmarks-
yfirbyggingu og berum vonandi
gæfu til að reisa okkur ekki hurð-
arás um öxl. Við viljum skapa okk-
ur sérstöðu, - fylla ákveðna rás
þjóðfélags- og menningarlegra við-
horfa sem okkur þótti ekki vera
blóðstreymi í.“
En hvað um fíárhagslega
áhættu?
„Við Björgólfur riðum á vaðið
vegna þess að við fundum mikinn
hljómgrann meðal fólks og voram
þess vegna reiðubúnir að ýta fé-
laginu úr vör, en við gerum okkur
jafnframt glögga grein íyrir
áhættu í þessari atvinnugrein,
þess vegna sláum við ekki um okk-
ur. Ef hins vegar vel tekst til um
fyrstu skref NB á næstu mánuðum
væri auðvitað æskilegt að fleiri
kæmu að félaginu, treystu fjár-
hagslegan grundvöll þess og
fepgju um leið notið þess að eiga
aðild að þeim frjálslynda menning-
arvettvangi sem Nýja bókafélagið
vonandi verður," segir Páll Bragi
Kristjónsson að lokum.
TÖNLIST
Salurinn í Kópavogi
Einleikstónleikar
Einar Kristján Einarsson lék á gít-
ar verk eftir tónskáld frá ýmsum
tímum. Þriðjudagskvöld kl. 20.30.
AÐEINS helmingur þeirra verka
sem Einar Kristján Einarsson lék á
tónleikum sínum í Salnum á þriðju-
dagskvöld var saminn fyrir gíta-
rinn. Hin verkin vora upphaflega
samin fyrir önnur hljóðfæri. Verkin
vora líka hvert úr sinni áttinni og
spönnuðu ríflega tvær aldir í tón-
listarsögunni. Það er merkilegt
hvað þessi tónlist skipaði þrátt fyrir
þetta sterka heild og var milál gít-
armúsík. Gítarinn sjálfur er sterkur
og afgerandi karakter þótt hann sé
fremur hljóðlátur í eðli sínu. Þegar
maður hugsar um til dæmis útsetn-
ingar á sönglögum Brahms fyrir
selló og píanó, þá era þau ævinlega
útsetningar á sönglögum, en ekki
sellómúsík. Það er eins og önnur
lögmál gfldi þegar gítarinn er ann-
ars vegar. Hann eignast einhvern
veginn allt sem hann tekst á við,
maður upplifir tónlistina ekki sem
útsetningar eða yfirfærslur, heldur
verður hún bara gítartónlist, og þá
gildir einu hvort verkin era sem-
balsvíta eftir Handel, spænskir
píanódansai’ eftir Albeniz, lútu og
sembalverk eftir Bach eða Bítlalög.
Verkin á þessu ágæta gítartónleika-
prógrammi vora Tilbrigði eftir
Mauro Giuliani við lagið um Söng-
glaða járnsmiðinn úr svítu eftir
Hándel; Jakobsstiginn eftir Hafliða
Hallgrímsson frá 1984; Prelúdía,
fúga og allegro í Es-dúr BWV 988
eftir Jóhann Sebastian Bach, samið
fyrir lútu og sembal; Sónatína eftir
Lennox Berkeley frá 1957;
Draumur Merlíns eftir Nfldta
Koshkin frá 1984; Garrotín og
Soleraes eftir Joaquín Turina,
samin tfl heiðurs gítarleikaranum
Francisco Tarrega og loks Cordoba
og Asturias eftir Isaac Albeniz,
upphaflega samin fyrir píanó.
Jámsmiðstilbrigði Giulianis era
dæmigerð fyrir gítarmúsík 19.
aldar, klippt og skorin, þar sem
skiptast á hröð tilbrigði og hæg með
samsvarandi andstæðum í
dýnamík. Upphaf verksins var
órólegt, tempó ekki í jafnvægi og
gítarleikarinn augljóslega ekki
kominn í stuð. Um miðbik verksins,
í fjórða tilbrigði fór að ganga betur
og í kliðmjúku og yndislega fallegu
fimmta tflbrigðinu lék Einar
Kristján undur vel. Þannig var
verkið leikið tfl enda, músíkalskt og
fallega.
Jakobsstiginn eftir Hafliða
Hallgrímson er verk um draum
Jakobs um himnastigann.
Gítarhálsinn er stiginn og þegar
svefninn færist yfir Jakob, fara lítil
mótíf að sperra sig upp og niður
stigann í sekvensum. I fjórða þætti
verksins er draumurinn hugleiddur,
og hægist á traffík engla,
flaututónar og kyrrlát músík taka
við þar tfl í lokaþættinum, Englum
og Epilóg, þar sem Íaglína í
áttundum stikar þungstíg upp og
niður stigann yfir flúri og trillum í
innröddum. Einar lék þetta
gríðarlega vel, og sjúskuð límmynd
úr gamalli biblíusögubók, þar sem
Jakob liggur í bláum og rauðum
kufli og lætur sig dreyma, spratt
fram sem vakin af draumi.
Það er erfitt að spila verk Bachs.
Allar þessar nótur, sextándupartar
í kippum verða að vera í yfirveguðu
jafnvægi svo að allt fari vel.
Prelúdían og fúgan voru virkflega
vel leiknar, og stef úi’ innri röddum
pólýfóníunnar fallega dregin fram
með blæbrigðum í styi’k.
Allegroþátturinn var hins vegar
ekki nógu góður, þar vantaði bara
yfirvegun og ró, til að halda verkinu
saman og í jafnvægi.
Sónatína eftir Lennox Berkeley
var áheyrilegt verk og þokkafullt.
Það hljómar þó heldur gamalt eftir
aldri, samið í hefðbundnu þrískiptu
formi klassískrar sónatínu, og
tiltölulega tónalt. Frábær
gítarleikur Einars Kristjáns lyfti
verkinu hátt, og það var gaman að
hlusta á það. Verk eftir ungan
Rússa kom á óvart. Þetta var
Draumur Merlíns eftir Nikita
Koshkin, byggt á goðsögninni um
Merlín sem er hnepptur í álög af
stúlkunni sem hann elskar. Líf hans
er sem draumur sem hann kemst
ekki út úr. Tónlist Koshkins er
ótrúlega rússnesk. Upphafið,
draumur Merlíns, er dæmigerð
rússnesk nostalgía, ljúfsár og
tregaþrangin laglína í balalaíkísku
tremoló sker mann í hjartað af
einskærri fegurð. Smám saman
leysist þessi fegurð upp í
hljómrænan, þungan og ágengan
mfllikafla, þar sem Merlín er
augljóslega að reyna að kasta af sér
álögunum. Þegar það tekst ekki
hverfur hann aftur inn í drauminn
og upphafsstefið, nostalgían, tekur
við. Þetta er sviphreint verk, með
þónokkurri dramatík, mikfl
gítarrnúsík. Einar Kristján lék
einstaklega fallega og málaði
skarpar andstæður verksins
sterkum litum.
Síðast á efnisskránni vora
spænsk gítarverk, Garrottín og
Solaris eftir Turina, til heiðurs
Tarrega, og Cordoba og Asturias
eftir Isaac Albéniz. Spænska
músíkin lék í höndum Einars
Kristjáns, og allt var leikið
músíkalskt og með tilfinningu. Það
var talsverður hiti í leiknum, en
hann hefði mátt vera meiri. íslenskt
temperament er hófstflltara en það
spænska, og aðeins meira
hömluleysi hefði fleytt flutningnum
hærra.
Síðast en ekki síst verður að
nefna aukalagið, en þar dró Einar
Kristján upp úr pússi sínu eigin
útsetningar á lögum eftir Lennon
og McCartney. Lögin Here and
there, Norwegian Woods, Girl,
When I’m sixty four og Michelle
tóku sig vel út sem lítil gítarsvíta, og
útsetning Einars Kristjáns
virkilega fín. Vonandi að þessi litla
Bítlasvíta fái að heyrast oftar. Þetta
var óvæntur endir á ánægjulegum
tónleikum.
Bergþóra Jónsdóttir.
Fjöll og leiksvið
FÓLK á fjöllum eftir Ara
Trausta Guðmundsson og Pétur
Þorleifsson kemur út hjá Ormst-
ungu á næstunni. Bókin er sögð
fyrir alla sem hafa unun af úti-
vist. Lýst er gönguleiðum á 101
fjallstind og birtar litljósmyndir
og kort fyrir hvert fjall. Göngu-
leiðum era gefnar einkunnir sem
era birtar á grafískan hátt með
hverju fjalli. Þessar einkunnir
eru sagðar gefa lesendum hug-
mynd um flokk, gönguland, rötun
og hættustig hverrar leiðar. Ari
Trausti er þjóðkunnur, en Pétur
er „enn eldri fjallarefur og mikfll
fróðleiksbrunnur um fjöll og fim-
indi. Eftir honum heitir Péturs-
horn í Langjökli," segir í kynn-
ingu.
Hringstiginn er smásagnasafn
eftir Agúst Borgþór Sverrisson.
Flestar smásögurnar era í raun-
sæisstíl og gerast í Reykjavík.
Ein sagan, Afraksturinn, hlaut
verðlaun í smásagnakeppni og
titilsagan vakti athygli þegar hún
birtist í tímariti. I kynningu er
stíll sagnanna sagður beinskeytt-
ur.
Hugsjónir og frásagnir
I skugga heimsins er saga af
ungum hugsjónamanni eftir
Eystein Björnsson. Þessi maður
„á í erfiðleikum með að standa
aðgerðarlaus frammi fyrir
vonsku veraldarinnar. Hann
lendir upp á kant við kirkjunnar
menn og óvæntir atburðir fylgja í
kjölfarið.“
Bréf til Brands nefnast frá-
sagnir eftir Harald Bessason.
Þetta eru frásagnir úr æsku höf-
undar og frá áram í Vesturheimi.
í kynningu segir að Haraldur sé
með afbrigðum skemmtilegur
sögumaður: „Islensk tunga og
menningararfurinn og allt það,
ekki síst vestan hafs, er honum
sífellt yrkisefni. Og allt saman á
léttu nótunum."
Ellefu í efra er eins konar end-
urminningabók Sveins Einars-
sonar __ frá þjóðleikhússtjóratíð
hans. I bókinni koma fram við-
horf Sveins til leiklistarinnar, en
hann rifjar upp flestar ef ekki all-
ar sýningar tímabilsins og leik-
húsfólkið líka. Bókin er kynnt
sem „gagnlegt innlegg í íslenska
leiklistarsögu."
Fyrr á árinu kom út skáldsa-
gan Vörnin eftir Nabokov í þýð-
ingu Illuga Jökulssonar, en 23.
apríl sl. vora liðin hundrað ár frá
fæðingu Nabokovs. Á árinu kom
líka út fjórða hefti þýðingatímari-
tsins Jóns á Bægisá og hið
fimmta er væntanlegt í næsta
mánuði.
Páll Bragi
Kristjónsson