Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 44
^44 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elsku faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR REYNIR EINARSSON, Droplaugarstöðum, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 24. september kl. 13.30. Dröfn R. Hjaltalín, Örn Hjaltalín, María Hjaltalín, Dögg Hjaltalín, Andri Úlriksson, Agnes Hjaltalín Andradóttir, Freyja Kjartansdóttir, Karítas Ólafsdóttir. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, HÖRÐUR ZOPHONÍASSON rafvirkjameistari, sem lést sunnudaginn 19. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. september kl. 15.00. Hrönn Harðardóttir, Erna Harðardóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Zophonías Kristjánsson, Kristján Zophoníasson, Viðar Zophoníasson, Steinunn Zophoníasdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR G. ÞÓRÐARSON, Vatnsleysu, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 25. september kl. 16.00. Alice Lid, Geir Einarsson, Laila Park, Halldór Einarsson, Þórunn A. Einarsdóttir, Hannes H. Gilbert og barnabörn. * + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, HAUKS JÓSEFSSONAR deiidarstjóra, Barmahlíð 48. Svava J. Brand. Þórunn Helga Hauksdóttir, Guðmundur Sveinsson, Hilmar J. Hauksson, Björn Torfi Hauksson, Laufey Birkisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands i' Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Heimsmeistara- mót unglinga á íslandi 2001? SKAK Reykjavík Heimsmeistaramót unglinga árið 2001 FIDE, Alþjóðaskáksamband- ið, samþykkti á fundi sínum í Las Vegas 28.-29. ágúst að gefa ís- lendingum kost á að halda heimsmeistaramót unglinga í skák árið 2001. Upphaf þessa máls má rekja til umsóknar Taflfélagsins Hellis sem félagið sendi fyrr á þessu ári til FIDE um að halda heims- meistaramót unglinga í Reykja- vík árið 2000. Hugmyndin var sú að mótið yrði hluti af hátíðahöld- um í tilefni af því að Reykjavík var valin ein af menningarborg- um Evrópu. Þar sem í ljós kom að framkvæmd keppninnar verð- ur að vera á ábyrgð skáksam- bands viðkomandi lands óskaði Hellir eftir því að Skáksamband íslands sendi umsókn til FIDE um að halda keppnina, þótt fram- kvæmd og fjármögnun yrði í höndum Hellis. Skáksambandið brást fljótt og vel við þeirri ósk. Því miður hafnaði FIDE um- sókn íslendinga og ákvað að mótið yrði haldið í Armeníu á næsta ári. FIDE var reyndar einstaklega hliðhollt Armeníu á fundi sínum í Las Vegas og sam- þykkti að tvö önnur mikilvæg mót yrðu haldin í Armeníu. Þrátt fyrir að heimsmeistara- keppni unglinga verði ekki hluti af hátíðahöldunum á næsta ári, þá bar umsóknin þann árangur að hugsanlegt er að þetta mikil- væga mót verði haldið hér á landi ári 2001 og þá jafnvel bæði karla- og kvennaflokkurinn. Það er ljóst að mót sem þetta mundi vekja alheimsathygli og vera mikil lyftistöng fyrir bama- og unglingastarf taflfélaga hér á landi. Einnig væri mótið hvatn- ing fyrir okkar sterkustu ung- linga um að stefna að enn betri árangri en hingað til og tryggja sér sæti á mótinu. Þess má geta að Helgi Ass Grétarsson varð heimsmeistari unglinga árið 1994. Evrópukeppnin á föstudagskvöld Einn af athyglisverðari skák- viðburðum síðari ára hér á landi hefst annað kvöld í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Þá hefst einn af undanrásarriðlum Evrópukeppni taflfélaga 1999. Upp undir 20 stórmeistarar, margir hverjir heimsþekktir, taka þátt í keppninni. Þar á með- al verður Alexander Morozevich (2.758), fjórði stigahæsti skák- maður heims. Hann er jafnframt einn stigahæsti skákmaðurinn sem teflt hefur kappskák hér á landi. Það má því búast við að skákáhugamenn fjölmenni í Þönglabakkann. Morozevich teflir fyrir hina sterku sveit Síberíu frá Tomsk, en hún mætir einmitt Taflfélagi Reykjavíkur í fyrstu umferð. TR stillir upp sínu sterkasta liði og margir skákáhugamenn munu fagna þvl, að Guðmundur Sigur- jónsson ætlar að tefla allar þrjár umferðimar. Alls taka átta íslenskir stór- meistarar þátt í keppninni, en það er orðið æði langt síðan svo margir þeirra sáust saman í kapp- skákmóti. Það er því margt athyglisvert við þessa keppni. Oslo Schakselskap hætti við þátttöku á síðustu stundu, en í þeirra stað kemur þriðja íslenska sveit- in, Skákfélag Akur- eyrar. Það vekur væntanlega athygli margra, að Jóhann Hjartarson teflir á fyrsta borði fyrir Akureyringa. Akureyringar mæta Helli í fyrstu umferð. Ármúlaskóli í öðru sæti á Norðurlandamóti Norðurlandamót framhalds- skóla 1999 var haldið í Bærum í Noregi 17.-19. september. Skák- sveit Armúlaskóla tók þátt í mót- inu fyrir íslands hönd og hafnaði í 2. sæti með 14 vinninga í 20 skákum. íslensku keppendumir unnu flestar viðureignirnar stórt og tefldu flestir af miklu öryggi. Það var hins vegar stórt tap gegn Noregi I sem kom í veg fyr- ir sigur Islands á mótinu. Noreg- ur I sigraði í keppninni, hlaut 15 vinninga. Skáksveit Armúlaskóla skipuðu: 1. Jón V. Gunnarsson 5 v. af 5 2. Arnar E. Gunnarsson 2 v. af 5 3. Davíð Kjartansson 4 v. af 5 4. Sveinn Þór Wilhelmsson 3 v. af 5 Rúnar Berg og Magnús Gunn- arsson sigra á fullorðinsmóti Rúnar Berg og Magnús Gunn- arsson sigmðu á fyrsta fullorð- insmóti Hellis á þessu hausti. Mótið var haldið mánudaginn 20. september. Þeir fengu báðir sex vinninga í sjö umferðum. Rúnar reyndist þó hærri á stigum. Ur- slit urðu annars þessi: 1. Rúnar Berg 6 v. 2. Magnús Gunnarsson 6 v. 3. Stefán Amaids 5 v. 4. -6. Vigfús Ó. Vigfússon, Veturliði Stefánsson og Eiríkur Bjömsson 4'A v. 7.-11. Gunnar Nikulásson, Stefán Baldursson, Grímur Ársælsson, Finn- ur Kr. Finnsson og Jón Þorleifur Jóns- son 3Mi v. 12. Kjartan Másson 3 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Þorfinnur Bjömsson og Benedikt Egilsson. Næsta fullorðinsmót verður haldið mánudaginn 11. október kl. 20 í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1. Fullorðinsmótin em einungis opin skákmönnum 25 ára og eldri. Enn bætist í lið TG Enn fjölgar erlendum skák- meistumm á félagaskrá Taílfé- lags Garðabæjar, en rússneski stórmeistarinn Oleg Korneev (2.615) hefur nú gengið til liðs við félagið. Þar með er ljóst, að Tafl- félag Garðabæjar gæti farið að velgja Helli og TR undir uggum ef það stillti upp sinu sterkasta liði. Undanfarin ár hefur Taflfé- lag Reykjavíkur verið duglegast íslenskra félaga við að nýta sér erlenda skákmenn til að styrkja lið sín í deildakeppninni, en nú gæti farið svo að Taflfélag Garðabæjar tæki foiystuna á þessu sviði. Atskákmót Reykjavíkur Atskákmót Reykjavíkur 1999 hefst í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, föstu- daginn 24. septem- ber kl. 20 og verður fram haldið laugar- daginn 25. septem- ber kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi með 25 mínútna um- hugsunartíma.. Fyrri daginn verða tefldar fjórar um- ferðir og þann síðari fimm. Sigurvegar- inn hlýtur nafnbót- ina Atskákmeistari Reykjavíkur 1999 og veglegan farand- bikar til varðveislu í eitt ár auk verð- launagrips. Dagskráin verður sem hér segir: 1.-4. umf. föstud. 24.9. kl. 20-24 5.-9. umf. laugard. 25.9. kl. 13-18 Verðlaun: 1. verðlaun 15.000 kr. 2. verðlaun 10.000 kr. 3. verðlaun 5.000 kr. Veitt verða þrenn bókaverð- laun fyrir bestan árangur 14 ára ogyngri. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, en 800 kr. fyrir 15 ára og yngri. Öllum er heimil þátttaka. Ný mótaröð á Grand-Rokk Skákfélag Grand-Rokk hefur ákveðið að efna til hraðskákmóta alla laugardaga í vetur, nema aðrir stóratburðir í skákinni séu í gangi á sama tíma. Fyrsta mót- ið var haldið 11. september og sigraði Helgi Ólafsson stórmeist- ari nokkuð örugglega. Ingólfur Gíslason kom, sá og sigraði með glæsibrag 18. september og hlaut 12 vinninga af 13 möguleg- um. Næsta laugardag, 25. septem- ber, klukkan 14 hefst fjögurra móta röð sem styrkt er af Karli K. Karlssyni. Sigurvegari á hverju móti fær verðlaun frá fyr- irtækinu, en að auki eru gefin stig fyrir heildarframmistöðu. Sá sem fær flest stig úr þremur mótum verður krýndur meistari mótaraðarinnar og fær að auki 20 þúsund króna verðlaun. Næstu þrjú mót í þessari röð verða 2., 16. og 23. október, ávallt klukkan 14. Þátttakendur geta skráð sig á Grand-Rokk, Smiðjustíg 6. Keppnisgjald er 300 krónur á hverju móti og eru allir skákáhugamenn, 20 ára og eldri, velkomnir. Skákmót á næstunni 25.9. Grand-Rokk. Hraðskák kl. 14 24.9. Hellir & TR, Evrópukeppnin 3.10. Haustmót TR Að gefnu tilefni vil ég minna skipuleggjendur móta á að senda úrslit móta til skákþáttar Morg- unblaðsins strax að móti loknu (dadi@vks.is). Skákmenn sem sjá mót kynnt í þættinum vænta þess einnig að sjá úrslitin birt. Daði Örn Jónsson Guðmundur Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.