Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 47

Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opin skilaboð til Lands vir kj unar frá heiðagæsum VALINN hópur heiðagæsa kom að máli við mig og bað mig fyr- ir skilaboð til ykkar, Landsvirkjunarmanna. Gæsirnar byrjuðu að segja að óhætt væri að fullyrða að versta áfall sem heiðagæsin hefði prðið fyrir frá upphafi Islandsbyggðar væri þegar smettið á græn- ingja fréttamanni Rik- issjónvarpsins gægðist upp yfir hæðarbrúnina við Eyjabakka. Gæs- irnar sögðust hafa gert sér strax ljóst að frið- urinn væri úti með alls konar gjörningum og uppákomum sem vegagerð vegna framkvæmd- anna skapar. Náttúruvernd Gæsirnar sögðu Elíasi Kristjánssyni að það væru ekki uppistöðulón og niðurgrafnar virkj- anir sem spilltu friðn- um, heldur aukið að- gengi fólks. Þær sögðu að Landsvirkjun hefði opnað hálendið með brúargerð á Tugnaá 1968 og ég hefði sjálfur ver- ið með í leiðangrinum sem fyrstur fór á bfl, alla leið upp með Efri- Þjórsá að vestan, að fyrirhuguðu Norðlingaöldulóni og jarðýta hefði strax komið í slóðina og rutt fyrir ferðamenn, skotveiðimenn og hags- munagæslumenn skoskra skotveiði- félaga. Og ekki hefði ástandið batnað, þegar gerður var vegur með kvísla- veituskurðum allt að Hofsjökli og þvert á allt neðra hálendið lagðir háspennulínuvegir, sem væru krökkir af skotveiðimönnum undir skriðdrekafeluteppum, þegar þær þyrftu að nærast á leið sinni niður. Astandið væri nánast eins og yfir skotgröfunum í Evrópu veturinn 1917. Þær sögðust þó meta það við ykkur að búið væri að sá í og græða upp víða þar sem áður hefði verið svartur og grýttur sandur og þær sögðust vita að meira væri verið að gera og mikið væri hægt að gera þegar grunnvatn hækkaði í sandauðninni, vegna uppistöðulóna. Tilboð gæsanna: Gæsirnar sögðust vilja semja: Gegn skertu aðgengi fyrir ferðamenn og skot- veiðimenn og upp- græðslu við Kvíslaveit- ur og Fagralón, sem mætti breyta í fjaðra- fellingarlón væri með góðu móti hægt að taka burt frá þeim þessi 8% af Gæsaverunum neð- an Hofsjökuls fyrir Norðlingaöldu- lón. A móti fyrir landsmenn kæmi fullnýting á landsins stærstu gullkú, Þjórsá, í allt að 1.200 mW. En það væri auðlind sambærileg við alla fiskistofnana við landið og nægði fyrir framtíðarsýn iðnaðarráðherr- ans, sem væri 500 þúsund tonn af áli fyrir árið 2010. Þær bentu einnig á, að nú þegar væri lax farinn að ganga í Fossá í Þjórsárdal og með því að taka gruggið endanlega frá Neðri-Þjórsá, með miðlun efrihlut- ans, myndi hún fljótt breytast í stærstu og bestu laxveiðiá við Norð- ur-Atlantshaf, sem þýddi hundruð milljóna króna uppsöfnuð veltuáhrif fyrir Islendinga og myndu gera Þjórsárbændur að auðmönnum á áratug. Þessu til viðbótar myndu sand- stormar sem ættu upptök sín á sand- og leiraurum Hofsjökuls- svæðisins, hætta, til hagsbóta fyrir gróður, menn og dýr. Þetta er endirinn á skilaboðum heiðagæsarinnar til Landsvirlgun- ar, en að endingu spurðu þær mig hvort þær mættu vænta einhvers stuðnings við málefni sitt hjá ein- hverjum hópum landsmanna. Ég sagði að stuðnings mætti leita t.d. með samíylktum-vinstri-grænum. Þær sögðu að sá hópur væri hinn neikvæði hluti þjóðfélagsins sem þrifist á félagslegu moldviðri og væri alltaf á móti breytingum og þróun, það væru frekar menn eins og Arvakur gamli og hans félagar, sem myndu veita þeim lið. Skilnboðin koma ígegnum Elías Krisljánsson, bónda á Stóra-Knarrarnesi. Elias Kristjánsson | Talaöu við [56 Talaöu við 10 manns á dag - Frítt til LA í febrúarl! -1- Hef hafið sölu á glæsilegum samkvæmisfatnaði, pilsum, drögtum og toppum frá Ronald Joyce London. Rðgnð, Garðatorgi, sími 565 6680 Opið kl. 9-16, lau. kl. I O-1 2 Hvað gerist :: þegar þú deyrð? FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Stuttkápur Ullarjakkar Vendikápur Úipur tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesí Sími 561 1680 Besti undirbúningurinn fyrir góðan og árangursríkan dag er hollur og góður svefn. Við bjóðum upp á nánast allt sem þú þarft fyrir góðan svefn, m.a. hinar frábæru latex- dýnur og rafmagnsrúmbotna sem haegt er að fá bæði með fjarstýringu og handstýringu. Botnarnir eru með kodda- og setstillingu og upphækkun undir fætur og hné. Hægt er að setja þá beint í rúmgrind eða hafa þá frlstandandi sem einstaklings- eða hjónarúm. VERSLUNIN LYSTADÚN SNÆLAND Skútuvogi 11* Sími 568 5588 SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJÓL 105p Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stöðugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. Stgr. 41.798 kr. 43.998 Stærð: L. 115 x br. 61 x h. 110 raðgreiðslur úrninnF* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.