Morgunblaðið - 23.09.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.09.1999, Qupperneq 50
^50 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ , Hvaða Heródes? BALDUR Ragnars- son kerfísfræðingur ritar í Morgunblaðið 13. ágúst: „Ef guðað er í Biblíuna, kemur í Ijós að Jesú fæddist á tím- um Heródesar bama- morðingja og var forð- að á flótta undan klóm hans. Hin sögulega staðreynd er sú, að Heródes dó árið 4 f. Kr.“ Venjulega er guðað á glugga, en gluggað eða blaðað í bók, en aldrei „guðað“ í bók, nema Baldur sé. Einnig er talað um að bjarga úr klóm einhvers en ekki undan klóm. Það skiptir þó ekki máli. Þetta eru víst þau vísindi, sem eiga að sanna, að Jesús var fæddur fyrir 4 f. Kr. Þaðan er þetta ártal komið. Kristur hlýtur að hafa verið fæddur, áður en Heródes var dauður, 4. f. Kr. Þetta er allt satt og rétt út af fyrir sig en ekki í samhengi. Þetta er sem sagt tómt rugl. Manni skilst, að þama hafi Bald- ur sjálfur verið að glugga í Biblí- •“■nmni, en hann getur ekki um heim- ildir fyrir dauðsfalli „Heródesar þessa“ árið 4 f. Kr. Sennilega era þær úr bókinni „The Calendar", sem Baldur getur um næst í grein- inni og telur svo merkilega. Þessi vísdómur felur í sér, að rugla saman tveim Heródesum, Heródesi mikla og syni hans, Heródesi Antipas. Mér skilst á þessu, að fæðing Jesú fyrir árslok 4. f. Kr. byggist á þessu andláti „Heródesar þessa“. Ég skal nú reyna að upplýsa þetta mál. ___$,Heródes“ var ekki einn maður, heldur þrír, Heródes mikli (73?-4 f. Ný sending af rússneskum handmáiuðum íkona- eggjum og íkonum Klapparstíg 40, sími 552 7977. Kr.) konungur í Júdeu (37-4 f. Kr.) og því dá- inn 4 f. Kr., áður en Jesús var fæddur. Hann kemur því þessu máli ekkert við. Sonur hans var Heródes Antipas (stjómandi í Galíleu 4-39 (sennilega frá 4 f. Kr. til 39 e. Kr.) , sem lét hálshöggva Jóhannes skírara og átti þátt í réttarhöldum yfír Jesú. Þriðji Heródesinn var Júlíus Agrippa (ca. 10 f. Kr. - 44 e. Kr.) konungur í Júdeu 41-44. (Heimild Webster’s Dictionary.) Jesús var krossfestur 10 áram áður en hann kom til valda. Hann kemur því málinu ekkert við. Heródesar Tímatal Veríð er að rugla sam- an tveim Heródesum, segir Jón Brynjólfsson, Heródesi mikla og syni hans, Heródesi Antipas. voru því þrír og ríkjandi frá 37 f. Kr. til 44 e. Kr. Skv. Adam Ruther- ford var Archelaus samkonungur frá 2. f. Kr. ásamt Heródesi Antipas. Þegar Jesús var fæddur, var Heródes mikli látinn, en sonur hans Heródes Antipas konungur, senni- lega mjög ungur að áram, og sam- konungur hans Archelaus. Sá Heródes, sem getið er um í Biblí- unni er því Heródes Antipas. Hann dó 39 e. Kr., og þess vegna er Biblí- an góð heimild um þetta mál sem önnur. Sögusvæði Biblíunnar hét á dög- um Krists Hebrea, en heitir nú ísr- ael. Nasaret er 100 km fyrir norðan Jerúsalem. Héraðið þar í kring heit- ir Galílea og var nyrsta hérað Hebr- eu. Það liggur nú að Líbanon, Sýr- landi og Gólanhæðum. Þar er Genesaretvatn um 25 km í austur frá Nasaret. Suðurhluti Hebreu kallaðist Júdea. Það er ekki merkilegur málflutn- GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Jón Brynjólfsson Árgerð 1996. Ekinn 59 þús. i Innfluttur nýr frá umboði. gk Tiptronic sjálfskipting, spólvörn Pfei 17" álfelgur o.m.fl. Silfurgrár. w Einn ^ með öllu til sölu vu Audi A8 Quattro 4.2 - Álbíllinn. ÍGrjóthálsi 1 Sími 575 1230 ingur, sem ekki þolir að slegið sé upp í venjulegri orðabók til að kanna staðreyndir. Það er heldur ekki góð regla, að gleypa óhugsað við öllu, sem útlendingar segja eða skrifa. Þetta á við „þá ágætu bók“ „The Calendar“ eftir David Ewing Duncan, sem Baldur er svo hrifinn af og fjallar um tilurð og sögu tíma- talsins og talnameðferð Díonysíus- ar. Baldur segir: „Ekki er Duncan heldur ein af heimildum Jóns - og er það verr.“ Ég er ekki á sama máli. Ég held, að Duncan ætti held- ur að lesa neðanmálsgreinar Mogg- ans! en skrifa bók um tímatalið og Díónysíus. Þetta kann að hljóma sem hroki, en svo er ekki. Duncan veit ekki, hvenær Kristur var fædd- ur, og þess vegna getur hann að mínu viti ekkert skrifað af viti, hvorki um fæðinguna né upphaf tímatalsins. Vitneskja um fæðing- una er algjör forsenda til að skrifa eitthvað af viti. Baldur kvartar undan því, að ég birti ekki heimildir fyrir fæðingunni á árinu 2. f. Kr. Ég skal verða við þeirri ósk. 1) Yfirlýsing katólsku kirkjunnar (29. sept. 2 f. Kr.). 2) Samtímaheimildir, sem Adam Rutherford fann og getur um í sín- um ritum (Kristur fæddur rétt fyrir kl. 18:30 hinn 29. sept. 2 f. Kr.). 3) Stærðfræði Pýramídans mikla, sem enn hefur ekki verið birt (Kristur fæddur 28. sept. 2 f. Kr. kl. 18:28:22). 4) Kirkjuár grísku kirkjunnar byrjar 1. sept., sem bendir til fæð- ingarhátíðar 28. sept. Þetta felur í sér rétta dagsetningu fæðingarinn- ar. 5) Tímatalið ásamt „kirkjulegri tímaskráningu", sem lýst er í næstu grein, bendir til fæðingar árið 2 f. Kr. Þessum heimildum ber í raun öll- um saman um fæðingarárið og fæð- ingardaginn. Hins vegar er hann ranglega skráður 29. sept. vegna misskilnings, sem auðveldlega má skýra. Þar er ranglega farið á milli almanaka. Það er of langt mál til að skýra hér. Fleiri rök styðja þessa tímasetn- ingu og sýna má fram á, að Díonysí- us og allir þessir aðilar hafi einnig þekkt fæðingarstundina. Um allan hinn kristna heim byrjar fæðingar- hátíðin kl. 18 á aðfangadag. Það er í fullu samræmi við „kirkjulega tíma- skráningu“ og allar 5 áðumefndar heimildir. Sú staðreynd er 6. heim- Odin. Baldur ritar um „áætlaða fæð- ingu Galíleumannsins“, „munka, sem skorti bæði forsendur og kunn- áttu til útreikninga“ og „hefð að telja bamið fætt á jóladag 1 f. Kr.“ Ef svo er, af hverju er þá aðfanga- dagur? Baldur ritar síðan: „Þó svo að einhverjar óyggjandi heimildir finnist síðar meir fyrir hinu týnda ári Jóns og fæðingardeginum, sjón- um-horfna, er ólíklegt að það breyti nokkra um tímatalshefðina.“ Þama er ég alveg sammála Baldri, því tímatalið er rétt. Það er miðað við fæðinguna, og skv. áðurgreindum 6 heimildum, og því engin þörf á nein- um breytingum. Þetta felur í sér, að týnda árið er fundið og aldamótin era 1. jan. 2000. Eftir að „Heródes- ar-forsendan“ er fallin, era engar sögulegar heimildir fyrir öðru en fæðingu 28. sept. árið 2. f. Kr. Ég hef leitað logandi ljósi að heimildum í greinum Baldurs, en engar fundið nema bók Duncans, „The Calendar", þar sem fram kem- ur að mér skilst, að Heródes kon- ungur, sá er lét hálshöggva Jóhann- es skírara og átti þátt í réttarhöld- um yfir Jesú, hafi ekki verið til á dögum Jesú. Hann hafi dáið tveim áram áður en Jesús var fæddur. Samkvæmt því ætti Nýja testa- mentið að vera tómt ragl. Bók Duncans er því léleg heimild. Ritað 13. ágúst á 1999. almanaks- ári eftir árið Dominus, 1999 heilum almanaksáram eftir fæðingu Krists. HSfundur er verkfræðingur. Svar til Johann- esar Geirs um Hríseyj armálið „STARFSEMIN hefur verið rekin með bullandi tapi,“ er fyrir- sögn greinar sem birt- ist í Morgunblaðinu fímmtudaginn 16.9. Það er Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem læt- ur hafa þetta eftir sér. Þessi fyrirsögn ætti nú reyndar betur við Kaupfélag Eyfirðinga þar sem hann er stjómarformaður og framkvæmdastj óri Snæfells hf. var lengst- um kaupfélagsstjóri. Með framangreindum orðum réttlætir hann þá ákvörðun Snæfells hf. að flytja pökkun á smásöluafurðum félagsins til Dalvíkur. Ætlar hann sér þá að Hrísey Við sem höfum unnið gott starf fyrir fyrir- tækið getum ekki sam- jykkt, segir Guðmund- ur Gíslason, að langvar- andi taprekstur hafí veríð á fyrírtækinu. snúa taprekstri í Hrísey í hagnað á Dalvík á einu bretti jafnvel þó flutn- ingurinn kosti lágmark 60-80 millj- ónir? Hann hefur greinilega ekki minni trú en það á þessari vinnslu að hann vill halda henni áfram. Ég tel rétt að við sem störfum hjá fyrir- tækinu í Hrísey fáum að koma ein- hverjum hluta af okkar málum á framfæri. Jóhannes Geir nefnir langvarandi taprekstur í Hrísey. En hvers vegna tap, Jóhannes Geir? Séu rekstrartölur frystihúsanna á Dal- vík og í Hrísey skoðað- ar nánar áður en öll vinnsla á hráefni hætti í Hrísey kemur annað í ljós. Svo einfaldar stað- reyndir séu skoðaðar er framlegð, fyrir fjár- magnsgjöld og afskrift- ir, hærri í frystihúsinu í Hrísey árið 1996 og fram til ágústloka árið 1997, en þá var form- lega hætt að vinna fisk í Hrísey og aflinn allur unninn á Dalvík. Það má því segja að óheilla- þróunin hafi hafist með flutningi kvótans yfir á Dalvík. Síðan í septem- ber 1997 hefur reksturinn verið þungur, enda hefur markaðurinn verið afar óhagstæður fullvinnslu- fyrirtækjum líkt og í Hrísey. Þolin- mæði stjómenda Snæfells hf. virð- ist hins vegar vera takmörkuð þar sem ekki er búið að reka þessa pökkunarstöð nema í rúm tvö ár við mjög óhagstæð markaðsskilyrði að undanfömu. Fullvinnslufyrirtæki um alla Evrópu hafa tapað miklum peningum vegna lítils framboðs á þorski og ýsu sem hefur leitt til mikilla verðhækkana. Það sjáum við best á tölum úr rekstri stóru sölu- samtakanna erlendis. Þá má einnig benda á að stöðin var strax í upp- hafi mjög vanbúin öllum tækjum og mátti ekkert kosta og hefur þess vegna verið í stöðugri þróun sem hefur verið mjög kostnaðarsöm. Það er athyglisvert að skoða hina ýmsu liði í uppgjöri Snæfells hf. í Hrísey. Til að mynda fara 45% af nettótekjum rekstrarins í Hrísey í að borga himinhá fjármagnsgjöld og afskriftir. Sá liður sem vegur langþyngst í rekstrinum í Hrísey eru fjármagnsgjöld sem eru nær 30% af nettótekjum en þær ákvarð- anir má sennilega fyrst og fremst rekja til Jóhannesar sjálfs og nú- verandi framkvæmdastjóra fyrir- Guðmundur Gíslason Til áréttingar í Morgunblaðinu 3. september síðastliðinn var grein um ráð- stefnu, sem utanríkis- ráðuneytið stóð fýrir daginn áður um reynslu stjómsýslunn- ar af samningum um Evrópska efnahags- svæðið. Ég vil gjarnan skýra nánar nokkur at- riði sem höfð voru eftir mér í greininni, til að fyrirbyggja hugsanleg- an misskilning. Tilgangur EES- samningsins var að koma á nánu samstarfi á milli Evrópubanda- lagsins og nágrannaríkja sem vildu aðgang að innri markaði bandalags- ins en ekki gerast fullir aðilar að því EES-samningurinn Það er ekki fyrírséð að nokkur aðili innan Evrópusambandsins, segir Eva Gerner, muni setja fram tillögu um að breyta megin- máli EES-samningsins. á þeim tíma. Það var ekki sérstakt markmið samningsins að greiða fyr- ir aðild EFTA-ríkjanna að banda- laginu. Sú staðreynd að þrjú aðildarríki EES, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, tóku ákvörðun um að sækja um aðild áður en samn- ingaviðræðum um EES-samninginn lauk breytir þar engu um. E E S-samningurinn getur verið, en þarf alls ekki að vera áfangi í leið að Evrópusam- bandsaðild. E E S-samningurinn er þannig uppbyggður að hann tekur sífellt breytingum eftir því sem innri markaðurinn þróast. Það eru engin áform um að breyta eða þróa meginmál samn- ingsins. Ég hef e.t.v. ekki greint nægilega skýrt frá því í viðtali við Morgunblaðið að hér er ekki um formlega ákvörðun Evrópusam- bandsins að ræða og ég sagði sann- arlega ekki að það væri enginn póli- tískur vilji fyrir þvi að þróa EES- samninginn áfram í Evrópusam- bandinu samþykkjum við ekki ályktanir um hvað við viljum ekki gera, heldur setja þeir aðilar sem vilja fá eitthvað framkvæmt fram tillögur þar að lútandi. Það er hins vegar ekki fyrirséð að nokkur aðili innan Evrópusambandsins muni setja fram tillögu um að breyta meginmáli EES-samningsins. Höfundur er yfimmður EES-deildar framkvæmdastjórnar ESB. Eva Gerner
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.